Morgunblaðið - 08.01.1944, Page 1

Morgunblaðið - 08.01.1944, Page 1
31. árgangur. 5. tbl. — Laugardagur 8. janúar 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. RIJSSAR LIVikRINGJA KIROVOGRAD Bandamenn hafa ekki yert inn- rás í Júgoslafiu London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÞRÁLÁTAR FREGNIR, sem áttu upptök sín í Stokkhólmi, ' hafa gengið í dag, um að banda ’ menn hafi sett lið á land á Dal- ' matiuströndum og þar með hafið innrás í Jugóslafíu. Á- byrgur talsmaður herstjórnar- innar í London hefir mótmælt þessum fregnum. Hann sagði við blaðamenn: „Bandamenn hafa ekki sett lið á land í Júgóslafíu”. Stokkhólmsfregnirnar. Það var sænska blaðið „Stock holmstidningen”, sem birti þá fregn, að bandamenn hefðu . gert innrás á Balkanskaga. Var fregnin komin til blaðsins frá Zagreb, höfuðborg Króatíu og fylgdi það fregninni, að her- sveitir bandamanna ættu í bar dögum við'hersveitir Þjóðverja ' víðsvegar á Adriahafsströnd ‘ Júgóslafíu. Fyr höfðu borist fregnir frá Zagreb, sem hermdu, að mikill innrásarótti hefði gripið íbúa borgarinnar. Gengu sögur um það í borginni, að hersveitir úr 7. her Bandaríkjamanna og 1. 'her Breta hefðu gert innrásina á Balkanskaga. Mac Arthur væntan- legur til Ameríku WASHINGTON í gær: — Blaðið Indianapolis Star skýr ir frá því, að Mac Arthur hers- höfðingi, yfirmaður banda- manna í Suðvestur-Kyrrahafi, sje væntanlegur til Washing- ton í marsmánuði. Það er ekki vitað, hvort Mac Arthur, sem nú er 64 ára, ætl- ar sýer að segja af sjer embætti og' taka forystu þeirra, sem 'vilja að hann bjóði sig fram í forsetakosningunum að hausti. —Reuter. Amerísk flugvjel neydd til að lenda í Sviss Zurizh í gærkveldi. — Flug- vjelar, sem ekki var vitað hverr ar þjóðar voru, hafa í dag flog •ið yfir Svissland í stórum hóp- um. Svissneskar orustuflugvjelar rákust á eina erlenda flugvjel -og neyddu hana til að lenda innah landamæra Svisslands. Þctta reyndist vera amerísk hernaðarflugvjel. — Reuter. Stalin oct (hurchitl á gönguíerð Þessi ljósmynd var tekin meðan á Teheran-ráðstefnunni stóð. Á myndinni sjest Stalin í hinum nýja marskálksbún- ingi sínum. Maðurinn á ameríska herforingjabúningnum er Henry H. Arnold, yfirmaður herráðs Bandaríkjahersins, en Churchill, forsætisráðherra, í einkennisbúningi flugsveitarfor- ingja, snýr baki að ljósmyndaranum. Myndin var tekin er þeir Churchill og Stalin fengu sjer gönguferð milli funda í Teheran. Loftsóknin gegn Evrópuvirkinu: Mikil loftárás á SV-Þýskaland í björtu London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. LOFTSÓKN bandamanna gegn „Evrópuvirki” Hitlers heldur áfram dag og nótt. I dag fóru amerísk flugvirki og Liberator- flugvjelar til árása á Suðvestur-Þýskaland, en orustuflugvjelar og orustusprengjuflugvjelar hjeldu áfram árásum sínum á hern- aðarstaði í Norður-Frakklandi. Þriggja daga sókri færir Rússum stórsigur London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. RÚSSAR hófu nýja sókn s. 1. miðvikudag í áttina til hinnar mikilvægu borgar Kirovograd, sem er fyrir vest- an Kremenchug-vígstöðvarnar við Dnieper. Hafa Rússar sótt fram á 90 km. breiðu svæði á þessum nýju vígstöðv- um og sótt fram alt að 40 km. og tekið 120 borgir og bæi í sókn sinni. Hafa Rússar algjörlega umkringt Kirovograd. Orustuflugvjelar fylgdu sprengjuflugv^llunum til Suð- vestur-Þýskalands. Til nokk- urra átaka kom, því Þjóðverjar sendu sveitir orustuflugvjela á móti árásarflugliðinu. Skutu bandamenn niður 42 þýskar or ustuflugvjelar. Sjálfir mistu bandamenn 12 sprengjuflug- vjelar og 7 orustuflugvjelar. Ekki hafa verið birtar frjett- ir um, á hvaða borgir í Þýska- landi árásirnar voru gerðar, en fregnir frá Svisslandi, sem skýra frá því að stórir hópar erlendra flugvjela hafi flogið inn yfir svissnesku lanlamær- in, benda til þess, að banda- menn hafi gert árásir á borgir nálægt landamærum Sviss- lands og Þýskalands. Loftsókn gegn Frakklandi. Frá því snemma í morgun og þar til undir myrkur í kvöld Framh. á 2. síðu. Breytingar á tyrk- nesku stjórninni í vændum STOKKHÓLMI í gærkveldi: Fregnir hafa borist hingað frá Ankara þess efnis, að mikil- vægar breytingar sjeu í vænd- um á tyrknesku stjórninni. Seg ir samkvæmt þessum heimild- um, „að háttsettur tyrkneskur embættismaður innan stjórn- arinnar muni láta af embætti, en við embætti hans eigi að taka sendiherra Tyrkja í Lond on”. Það fylgir þessari fregn, „að þegar þessi breyting hafi ver- ið gerð, muni Tyrkir veita bandamönnum enn meira lið en þeir hafa gert. hingað til. —Reuter. ~—)íouítu f'rjetth': San Vittore fallin London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðskis frá Reuter. FREGNIR frá frjettariturum, sem eru með 5. hernum og sem sendar eru seinast í kvöld, herma , að hið ramgerða virki Þjóðverja San Vittore sje fall- ið. Er þar með fallið síðasta og öflugasta virki Þjóðverja, sem varði leiðina til Cassino og veg- arins til Rómaborgar. Þjóðverjar börðust hatram- lega og urðu Bandaríkjamenn, sem tóku borgina að berjast um hvert einasta hús. Hver einasti þýskur hermaður í liði því, sem borgina varði var feldur, eða tekin til fanga. Frjettaritari, sem kom til borgarinnar í morgun segir frá því, að á ein- um stað hafi um 200 Þjóðverj- ar reynt að flýja til fjalla frá borginni. Þeir voru allir strá- feldir, hver einasti maður. Stjórnarbreylingar í Vichy London ’í gærkveldi. í Vichy voru í gær tilkyntar eftirfarandi breytingar á stjórn inni: Paul Marion, útbreiðslu- og upplýsingaráðherra verður aðstoðarmaður Lavals, en við embætti hans tekur fyrverandi þingmaður, Philippe Henriot, sem er frægur rithöfundur og útvarpsfyrirlesari. FjármáLa- og viðskiftamálaráðherrann, Pierre Sathala, verður land- búnaðarráðherra í stað Bonna- foux, sem hefir sagt af sjer. Ekki er enn fullráðið, hver tek ur við fjármálunum. — Reuter. Er þetta af hernaðarsjer- fræðingum talinn einn hinn mikilvægasti sigur, sem Rússar hafa unnið í vetrar- herferð sinni. í þriggja daga sókn hafa þeir eytt þremur þýskum herfylkjum, þar af einu skriðdrekaherfylki og einu vjelaherfylki. Þjóðverj ar biðu mikið manntjón og hergagna í sókn Rússa. Sóknin inn í Pólland. Ukrainuhersveitir Rvissa, sem sækja frá Korosten inn í Pólland, hafa einnig sótt hratt fram í dag. Hersveit- irnar eru nú komnar um 45 km. inn fyrir landamæri Póllands og bendir ekkert til að farið sje að draga úr sókninni, því Rússar hafa sótt fram í 20—25 km. —• Ukrainuhersveitirnar eru komnar rúmlega 100 km. vestur fvrir Berdichev. Leið Þjóðverja til Odessa Hersveitir Rússa, sem í hættu. sækja inn í Pólland eru nú eina 50 km. frá veginum, sem Þjóðverjar hafa frá Odessa til Þýskalands. Nái Rússar þessum vegi á sitt vald, er allur her Þjóðverja þar fyrir austan í mikilli hættu og er talið af hern- aðarsjerfræðingum, að nái Rússar þessum vegi á sitt vald, þá sje aðstaða Þjóð- verja í Suðaustur-Evrópu vonlaus. í sókn Ukrainuhersins í Póllandi í dag hafa Rússar náð á sitt vald 70 bæjum og þorpum og eru 30 staðir nefndir með nafni í her- stjórnartilkynningu Rússa í kvöld. Á Eystrasalts- vígstöðvunum. Á Eystrasaltsvígstöðvun- um er framsókn Rússa hæg- ari heldur en hún hefir ver- ið undanfarið og er aðeins getið um viðureignir fram- varðasveita á þeim slóðum í dag. Framh. á 2. aíða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.