Morgunblaðið - 08.01.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 8. janúar 1944, Það þarf að fá 5 nýja strætisvagna Niðurstöður nefndar- innar, sem rannsakaði rekstur strætisvagnanna NEFND SÚ, sem póst- og símamálastjórnin, bæjarstjórn- in og Strætisvagnafjelagið fekk til að athuga rekstur strætis- vagnanna hefir nú skilað áliti til bæjarráðff, — Var skýrsla nefndarinnar lögð fyrir bæjar- ráðsfund í gærdag. Það var fernt, sem nefndin athugaði: Hirðing' vagnanna, hleðsla þeirra og skipulag ferða, ó- stundvísi í ferðum og ástand vega og bifreiðakost fjelagsins. í nefndinni áttu sæti Vil- hjálmur Heiðdal, Guttormur Erlendsson og Egill Vilhjálms- son. Þeir leggja m, a. til að Strætisvagnafjejagið fái 5 nýja vagna nú þegar og 3—4 vagna árlega til endumýjunar. — Nefndin hefir látið telja far- þegafjölda á ýmsum leiðum. Um óstundvísi strætisvagna segir nefndin, að komið hafi í Ijós, að ef það hafi komið fyrir, stafi það eingöngu af hitaveitu- framkvæmdum. Bifreiðakostur fjelagsins er gamall og ónógur eins og er. Niðurstöður nefndarinnar. Það sem nefndin telur að gera þurfi er þetta: Við hreinsun vagnanna: Vagnarnir sjeu teknir vel þurrir og hreinir í notkun. Við hleðslu vagnanna og skipulagningu leiðanna: Bætt sje við vagni og teknar uppferðir á 30 mínútna fresti á leiðinni Lækjartorg — Soga- mýri að minsta kosti frá kl. 12 daglega. Bætt sje við vagni og tekn- ar upp ferðir á 20 mínútna fresti á leiðinni Lækjartorg— Kleppur að minsta kosti frá kl. 11 til 18 daglega, Teknar sjeu upp ferðir frá Lækjartorgi um suðurhluta austurbæjar. Lagður sje vegarkafli í á- framhaldi af Fjólugötu á hinn nýja veg í Skerjafirði, — þannig að unnt verði að aka um Reykjavíkurveg og tengja þannig saman hin tvö aðskildu hverfi í Skerjafirði. Á leiðinni Lækjartorg — Kleppur sje ekið alla leið að v. m. Keilisvegar að minsta kosti 7—8 ferðir á dag. Teknar sjeu upp 3—4 ferðir á dag að sumrinu að sumarbú- staðahveríinu við Elliðavatn. Ferðum í Fossvog að sumr- inu sje breytt þannig að þær komi að sem mestum notum fyrir ibúa í Fossvogi. Víðvíkjandi óstundvísi vagnanrta og ástandi veganna: Um þetta atriði viijum við leggja til að leitast sje við ef- ,it megni að haga þannig við- haldi og lagningu gatna og dðrum framkYæmdum, sem tefja umferð, að sem minstri röskun valdi á ferðum strætis- vagnanna. Þá sje lögð áhersla á, að vegir sem strætisvagn- arnir ajta, gangi fyrir um mal- bikun og viðhald. Viðvíkjandi bifreiðakosti Strætisvagna Reykja- víkur h. f. Samkvæmt tillögu okkar hjer að framan þurfa 15 vagnar, 45—50 farþega, að vera í fastri notkun yfir sumarið og 14 yfir veturinn. Auk þess fjelagið að hafa varavagna, sem eru svip- aðir að stærð og föstu vagnarn- ir, til að taka við af þeim þeg- ar þeir bila, og virðist naum- ast hægt að komast v af með færra en 5 Slíka vagna. Þá þarf fjelagið einnig að hafa vagna, sem geta gripið inn í með föstu vögnunum á þeim tímum, sem mest er að gera. Er ekki nauð- synlegt að þeir vagnar rúmi eins marga farþega og föstu vagnarnir og varavagnarnir. Mætti í því efni fyrst um sinn notast við vagna fjelagsins frá 1933—4, sem eru 6 að tölu. Samkvæmt þessu leggjum við til að fjelagið afli sjer nú að minsta kosti 5 nýrra vagna 45—50 farþega, og kaupi fram- vegis árlega 3—4 vagna til endurnýjunar. Aðalorsök ag ágöllum á rekstri strætisvagnanna teljum við vera þann skort ábifreiðum, sem lýst er hjer að framan, og því beri brýnasta þörf að bæta úr honum. Þeir ágallar, sem hægt er að bæta úr á næstunni (innan tveggja mánaða) eru þessir: 1. Hreinsun vagnanna. 2. Ferðafjölgun í Sogamýri. 3. Ferðafjölgun að Kleppi. 4. Ferðir að Keilisvegamót- um. Ferðum í Fossvog og að sum- arbústaðahverfinu við Elliða- vatn virðist hægt að koma í viðunandi horf með þeim vagna kosti sem fjelagið mun hafa yf- ir að ráða í vor. Til þess að bæta úr öðrum ágöllum, svo sem til að útvega nýja vagna, þarf fjelagið und- ir högg að sækja hjá hinu opin- bera. Er því að meira eða tninna leyti undir ákvörðunum þess komið, hvort tekst að bæta úr þessum ágöllum eða ekki. í sambandi við ofanritað ósk- ar Egill Vilhjálmsson tekið fram: „Áður en athugun sú, er hjer um ræðir fór fram, hafði stjórn og framkvæmdarstjóri Strætis- vagnanna ákveðið að þeir 2 bíl- ar „Mack“ er fjelagið á nú í smíðum, yrðu notaðir, annar á leiðinni Lækjartorg—Kleppur, fyrri bíllinn mun verða tilbú- inn um áramót en hinn um febrúarlok, og hefir þá Strætis- vagnafjelagið bætt við sig 10 bílum á 2 árum og munu fá eða engin bifreiðafjelög hafa sýnt annan eins dugnað í endurnýj- un“. Nýtf tæki tii að taka Ijósmyndir úr lofti. ■ Ameríski kapteinninn hjer á myndinni er með nýja gerð ljósmyndavjelar, sem er ætluð til að taka ljóssmyndir úr flug- vjelum. Er þessi ljósmyndavjel þannig útbúin, að hún tekur Ijósmyndir af jörðinni og himni í senn og með því að bera saman ljósmyndir, sem hún tekur, við stjörnufræðilega upp- drætti, er hægt að ákveða nákvæmlega stað þann, sem ljós- myndin var tekin af. Ameríkumenn hafa i aðeins tekið 377 japanska fanga Los Angeles í gær. Einkaskeyti tii Morgun- blaðsins frá London. PAT.ERSON AÐSTOÐARIIERMÁLARÁÐHERRA Banda- ríkjanna hjelt- ræðu í dag, þar sem hann skýrði frá því, að síðan Japanar gerðu árásina á l’earl Ifarbor hafi Banda- ríkjaherinn aðeins tekið samtals 377 japanska fanga í öll- um þeim bardögum, sem þeir hafa átt í við Japana. Ráðherra kvaðst vilja skýra frá þessu til þess að sýna niönnum, að það væri ekki við lambið að leika sjer þar sem væru hinir japönsku hermenn, sem aldrei gæfust upp. Það sýndi m. a. hve baráttan við Japan yrði hörð áður en þeir væru gersigraðir. 10 Japanar falla fyrir hvem 1 Ameríkumann. Flotamálaráðherra Banda- ríkjanna, Frank Ivnox ofursti, sýndi þá hliðina, sem snýr að manntjóni I íandaríkjamanna og Japana í orustunum á Kyvrahafi. Knox talaði um þetta á fundi, sem hann hafði með blaðamönnuin í Washing- ton í dag. Knox sagði, að í orustunum Kyrrahafi undanfarið hafi 10 Japanar íallið fyrir hvern Ameríkuhermann. 2100 fallnir Japanar voru taldir í valnum, eftir orusturnar á Olouster- höfða, en þar fjellu að eins 117 Bandaríkjamenn, eða um það bil 20 móti 1. 1 orustunum á Gilbertseyj- um fjeliu 4600 Japanar á móti nokkrum hundruðum Bandaríkjamönnum. Er Banda ríkjamenn settu liö á land á Salomonseyjum, fjellu 17300 japanskir hermenn, en 1950 Bandaríkjahermanna er sakn- að úr þeim orusturn. Mest hefir manntjón Jap- ana orðið við að reyna að koma liðsauka til Oudalcanal. Yið þær til raunir fórust 25000—28000 Japanar. Norski flugherinn í Bretlandi eyksi LONDON í gærkveldi: ■— Upplýsingaskrifstofa norska flughersins í London hefir birt afrek norska flughersins í Bret landi árið 1943. Segir í tilkynn ingunni, að mestur hluti þess flughers Norðmanna, sem var í Kanada við æfingar, hafi á árinu verið fluttur til Bret- lands til að taka þátt í bar- dögum. Á árinu flugu norskir flug- menn samtals rúmlega 6000 árásaferðir. Þeir skutu niður 122 þýskar flugvjelar og senni lega skutu þeir niður 139 í við- bót. Þar að^auki löskuðu norsk- ir flugmenn 110 þýskar flug- vjelar. Manntjón Norðmanna hefir verið tiltölulega lítið. Framh. af bls. 1. í fyrradag eyðilögðu Rúss ar 141 skriðdreka fyrir Þjóð verjum á öllum vígstöðvum, en skutu niður 51 flugvjel. Þjóðverjar viðurkenna. Þjóðverjar hafa viðurkent undanhaldið í Rússlandi, bæði við Kirovagrad og við pólsku landamærin. Gera þeir þó heldur lítið úr sigr- um Rússa að venju. Göbb- els hefir haldið ræðu fvrir liðsforingjum Þjóðverja, sem barist hafa á Rússlands vígstöðvunum. Göbbels full vissaði foringjana um, að Þjóðverjum væri sigurinn vís vegna þess, sem hann kallaði „samvinnu milli stjórnmálalegrar öryggis- starfsemi og hernaðarstyrk- leika“. Þjóðverjar boða nýja 1 kafbátasókn STOKKHÓLMI í gærkveldi: Talsmaður þýska flotans hefir látið svo um mælt, að á und- anförnum mánuðum hafi kaf- bátar Þjóðverja *sökt samtals 63 tundurspillum fyrir banda- mönnum. „Þetta skoða margir sem bendingu um, að Þjóðverjar hafi nú í hyggju að hefja nýja stórkostlega sókn með kafbát- um sínum”, sagði talsmaður- inn. „Áhersla hafí verið lögð á að sökkva sem flestum tundur- spillum fyrir bandamönnum, áður en sóknin hófst. — Reutep — Loflsóknin * I Framh. af bls. 1. hafa stórir hópar sprengjuflug- vjela og orustuflugvjela farið til árása á staði í Norður-Frakk landi. Voru mestu árásirnar, sem fyr, gerðar á svæðið hjá Calais og Cherbourg. Flugvjelar bandamanna urðu ekki fyrir mikilli mótspyrnu af hendi orustuflugvjela Þjóð- verja, enda er ekki getið nema þriggja flugvjela bandamanna, sem ekki komu aftur úr öllum leiðöngrum dagsins og er áætl- að, að bandamenn hafi sent um 750 flugvjelar til árása á Frakk land í dag. I loftsókn bandamanna hafa tekið þátt breskir, amerískir, fanskir, hollenskir og yfirleitt flugmenn allra bandamanna- þjóða. . Leiðrjeifteg við úlvarpsþáff ' MJER HEFIR verið bent á, í sambandi við „útvarpsþátt'* minn í útvarpinu í gærkveldi, að jeg hafi mislesið eina setn- ingu í grein Önnu frá Mold- núpi um jóladagskrána. Jeg las: „Við urðum heldur en ekki fyrir vonbrigðum“, en setning- in var: „Við urðum heldur ekki fyrir vonbrigðum“. Jeg hefði því getað sparað mjer að taka upp þykkjuna fyrir prest þann er í hlut átti, og bið greinar- höfund afsökunar, en að öðru leyti skipti þetta engu máli um það, sem var efni þessa hluta þáttarins. Magnús Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.