Morgunblaðið - 09.01.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLA9IÐ Sunnudag'ur 9. janúar 1944, ■m Vetrarvertíð að hefjast á Suðurlandi: MJÖG AUKIM ÚTGERÐ VIÐ FAXAFLÓA VERTÍÐ þá, sem nú er að byrja við Faxaflóa, stunda tniklu fleiri bátar þorskveiðar en s.l. ár. Orsakir til þess eru aðallega þær, að s.l. vertíð var góður afli og afkoma línubáta- útgerðarinnar sæmileg við ÍFaxaflóa, og að þeir mörgu ’fiskibátar, sem stunduðu ýmis- ikonar flutninga, hafa þá at- jvinnu ekki lengur, setuliðsvinn i minkuð og hægara nú en í fyrra að fá menn í verstöðv- arnar til sjóróðra og landvinnu. Beituverð er hjer sama og s.l. vertíð, eða 105—125 aurar kílóið. Þá var beituekla, en nú mun útvegurinn hafa nægilega • beitu, nema gæftir verði sjer- staklega góðar. Veiðarfæraverð er mjög svipað 1. nóv. 1942 og 1. nóv. 1943, neraa hvað öngl- ar munu vera lítilsháttar ódýr- ari. Það er gömul venja útgerð- armanna við Faxafióa að kaupa megnið af veiðarfærum til næstu vertíðar í september, október og nóvembermánuðum. Mikil vöntun veiðarfæra hefir verið hjer síðan í nóvember og hafa nokkrir útgerðarmenn þurft að kaupa þau fyrir yfir- verð út um land, til þess að ! geta byrjað vertíð um nýár. , Ríkisstjórninni mun vera kunn ugt um þessa veiðarfæraeklu og hefir hún reynt að greiða úr því, en hjer á landi hefir Veiðarfæragerð íslands megnið af veiðarfærasölunni og hefir hún upplýst það, að eitthvað muni rætast úr þessu i þessum og næsta mánuði, en getur ekk- ert fullyrt um framtíðina. — Lína sú, sem nú er notuð, er úr svönefndum sisal að mestu ieyti og endist hún miklu síð- ur en hamplína. Kolaverðið er nú 30—40 krónum dýrari smál. en s.l. ár. Olíuverðið er nú 37 aurar kíló, en var í fyrra um sama leyti 46 aurar. Smurolía er nú 334 aurar kíló, en var í fyara á sama tíma 324 aurar kíló sama teg. Saltverð er nú 240—270 kr, smálestin, en var s.l. ár 220—250 krónur. Litlar salt- birgðir eru við Faxaflóa. HraSfrystihúsin eru nú fleiri en nokkru sinni fyrr. Eru nú þau mörgu frysti- hús, sem voru í smíðum í fyrra, tilbúin til þess að taka á móti fiski. Eru þau hjer við Faxa- flóa nú 17 talsins, sem til starfa geta tekið. Auk þess eru tvö hraðfrystihús í smíðum, annað í Reykjavík, eign Ingvars Vil- hjálmssonar og Tryggv'a Ólafs- sonar, og mun það hús tilbúið fyrir næstu mánaðamót. Hitt hraðfrystihúsið er í smíðum í Höfnum. Stórt hraðfrystihús útgerðarmanna í Keflavík, svo kallað „Miljón“, er nú byrjað að taka við fiski til frystingar, en frysti engan fisk í fyrra. Eftir þvi, sem mjer er kunn- ugt, hcfir gengið erfiðlega að fá nægilega margar stúlkur til að vinna í öllum þessum hrað- frystihúsum. Hafa frj’stihúsin auglýst í norðanblöðunum eftir stúlkum í haust og kemur fjöldi af þeim þaðan hingað suður, svo húsin munu nú vera Aflaútlit gott — Mikil atvinnu- aukning í verstöðvunum Frásögn Óskars Halldórssonar búin að fá nokkurnveginn nægt vinnuafl. Sjómenn og vcrkamenn. Líklega 400—500 manns hafa komið frá því á nýári að norðan, vestan og víðsvegar að hingað til Suðurlands. Allur fjöldinn af þessum mönnum fer til sjóróðra og landvinnu við bátana í verstöðvunum, í hrað- frystihúsin, isunar fiskjar og annara verka, sem að útgerð lýtur. Reykjavík. Kunnugt er um 3 stóra báta, sem stunda hjeðan línu í vet- ur. Eru það bátamir: Jón Þor- láksson, Ásgeir og Austri. Beita þeir allir í landi, þvi ekki fást lengur menn á slíka báta til útilegu og til að beita um borð. Bátar þessir munu byrja í þessum mánuði. Óvíst er enn þá, hvað margir togbátar ganga hjeðan, vertíð þeirra byrjar seinna og kaupdeila stendur yfir á þeim. Þegar kemur langt fram á vertíð munu nokkrir smábátar stunda hjer veiðar á grunnmiðum og aðrir fara á dragnót, en óvíst er ennþá, hvað kemur hingað og til Hafn- arfjarðar af togbátum utan af landi meðan fyrnefnd kaup- deila er óleyst og vinnustöðv- unar má vænta vegna uppsagn ar Dagsbrúnarsamninganna. Engir línubátar gengu hjeðan á s.l. vertíð, sem aðallega staf- aði af því, hvað erfitt var að fá sjómenn á þá, en s.l. ár gekk hjeðan aðeins línuveiðarinn Sigríður á línu, en óvíst er enn þá, hvað hún gerir nú. Sandgerði. Frá Sandgerði voru gerðir út s.l. vertið 22 bátar, þegar flest- ir voru, en í vetur verða þar 31 eða 32 bátar og er þá alveg fullskipað að heita má, Væri kannske unt að hola þar niður einum báti í viðbót. Haustróðra i nóvember og desember stund- uðu þar 3—4 bátar og voru famir um 20 róðrar. Aflinn var dágóður. í Sandgerði er meirihluti út- gerðarinnar aðkomubétar að norðan og austan og eru þeir fyrstu að koma þangað og all- ur fjöldinn á leiðinni. Þar eru 9 bátar byrjaðir róðra og hafa flest farið 4 róðra siðan á ný- ári. Afli þeirra hefir alment verið 10—12 skpd. í róðri, en hæst 19 skpd. Þetta er betri afli en venjulega á þessum tíma. Þess má geta, að lokauppgerð er komin fyrir lifur frá s.l. ver- tíð í Sandgerði og varð verðið kr. 1.25 fyrir líter, en kr. 1.50 árið áður. Keflavík og Njarðvíkur. Frá Keflavík róa í vetur 27 bátar, en 12 bátar s.l. vertíð, þegar flest var. Frá Njarðvík- um genga 6 bátar og mun það vera sama og s.l. ár. Flestir bát anna í Keflavík eru aðkomubát ar. Á föstudag voru 8 bátar á sjó og öfluðu 11—19 skpd. á bát, og er það óvenjugóður afli um þetta leyti árs. Örðugt hefir verið að fá nægilega margt kvenfólk til vinnu í hraðfrysti- húsin, en framboð aðkomu karlmanna til landvinnu hefir verið mjög mikið síðustu daga. Vogar og Vatnsleysuströnd. Úr Vogum verða gerðir út 4 þilfarsbátar á línu í vetur og ,eru tveir þeirra að byrja. Síð- ar í vetur ganga þaðan og af Vátnsleysuströnd fjöldi opinna smábáta, er stunda netaveiðar, þegar fiskur gengur undir Stapa og á grunnmið. Hafnir. Þaðan gengur 1 þilfarsbátur í vetur og 5—6 opnar trillur. Byrja þessir bátar róðra bráð- lega og stunda allir línu. Grindavík. Þaðan munu í vetur ganga 8 þilfarsbátar og 8 stórir opnar trillur. Lítið sem ekkert hefir verið róið í haust og eru fáir bátar tilbúnir og byrja ekki róðra alment fyr en í febrúar. Erfitt hefir verið, það sem af er, að fá aðkomusjómenn til Grindavíkur, en búist er við, að það íagist um n.k. mánaða- mót. Slæmar gæftir hafa verið, en á föstudaginn reru fáein skip þarna og var afli tregur, eða 1500—3000 kíló af þorski innanúrteknum með haus á. Bátar, sem róa úr Járngerðar- staðahverfi, liggja við festar í Hópinu, en bátar úr Þórkötlu- staðahverfi eru dregnir á land. Akrancs. Þaðan er meiri útgerð en hef- ir nokkru sinni áður verið, eða 30 bátar þessa vertíð, en í fyrra voru þar 22 bátar. Af þessum 30 bátum munu 9-—10 vera að- komubátar. Haustróðra stunduðu 4 bát- ar frá Akranesi. Byrjuðu þeir um miðjan október og reru til jóla og fengu tveir hæstu bát- amir um eða yfir kr. 3200.00 í hlut hver þeirra. Eins og venjulega eru Akur- nesingar alment fyrr tilbúnir með báta ^ína en aðrar ver- stöðvar við Faxaflóa. Alment var farið á sjó s.l. föstudag og var aflinn óvenjulega mikill miðað við þennan tíma árs, eða 13—23 skpd. í róðri. Akurnes- ingar gera út með miklum myndarskap og kemur þeim nú vel að hafa síldar- og fiski- mjölsverksmiðju sína til að vinna fiskimjöl úr öllum sínum opinbera verðlag á fæði mundi; vera reiknað út fyrir skrif- stofufólk í Reykjavík en eltki vertíðarsjómenn. Sami maðut’ sagði ennfremur að það væri sem ómögulegt að koma mönn um inn í húsnæði vegna hús-a- leigulaganna og fyrir þau, 1 væri líðan margra sjómanná miklu verri og gerðu þait ekki annað en skaprauna sjó- mönnunum og útgerðarmönn- um. fiskúrgangi. Hefir verksmiðjan aukið talsvert hluti sjómanna og útgerðarmanna fram yfir aðrar verstöðvar, sem enga verksmiðju hafa og verða að henda beinum og fiskúrgangi. Og eru bein verðlaus vegna’ þess, hversuvinnaogbílarerui Hornafjörður °£ Austfirðir. - dýrir, svo að ekki borgar síg að Þar hefir ekkert verið farið á sjó á stærri bátum um lengri tíma, en opnir bátar hafa ró-i ið innfjarðar undanfarið og aflað vel. — Stærri þilfara- sólþurka þau. Breiðafjörður. Afli var þar í haust i meðal- lagi, sjerstaklega var mjög bátarnir stunda róðra í Faxa- mikil lúðuveiði, og sagði mjer f](ja 0g eru nú flestir á leið- Breiðfirðingur, sem jeg átti þangað, en 25—30 minui símtal við, að sjerstaklega liti vel út með afla. Að visu hefði ekki verið farinn nema einn róður síðan á nýári, en þá hefði verið góður afli á línu. Mjer var sagt frá, að tilfinnanlegur skortur væri á stúikum til hrað frýstihúsanna, en nægilegt af karlmönnum. Frá Grundarfirði gengu 4 en mótorbátar eru að útbúa sig til Hornafjarðar og stunda þeir róðra þaðan í vetur og mun vertíð þeirra byrja seint í þessum mánuði, er það fýr en venjulega. Engin síldveiði hefir verið á Austfjorðum í haust ,að því er Friðrik Steins, son skipstjóri skýrði mjer frá. dekkbátar á línu í vetur. Frá Siglufjörður. Þar hafa róðrar legið niðri a tímabili, en nokkrir bátar .úr Eyjafirði eru nú að útbúaV sig til að stunda róðra þaðan Sandi ganga 12 opnir bátar, | frá Stykkishólmi er mjer ekki kunnugt hvað mikil útgerð er í vetur. Ólafsvík. Þaðan ganga 5 þilfarsbátar og 2 trillur. — Jeg vil geta þess hjer, að jeg kom nýlega til Ó- lafsvíkur og hafði gert mjer alt aðra hugmynd um þá ver- stöð áður. Þá var mokafli þar í dragnót rjett fyrir utan bryg;gjuna. Var aflinn mest- megnis þorskur og talsvert af stórri og fallegri rauðsprettu. Þar fiskaðist sama daginn feit og falleg millisíld í lagnet á Ólafsfjarðarvík. í Ólafsvík er stórt og myndarlegt hraðfrysti- hús, sem tók allan aflann til vinslu. Það sem jeg var mest hrifinn af var hvað hafnarkví- in er góð og örugg, þegar inn er komið. Lá í henni 60 smá- lesta skip upp við bryggju. Einn galli er á, að við lágsjáv- að er ekki flot inni í kvínni fyr- ir báta og þarf að sæta sjávar- föllum til að komast inn og út úr kvínni. Það sem gerir Ólafs- vík lifvænlega er bátakvíin og hraðfrystihúsið. Vestmannaeyjar. Þaðan ganga í vetvir um 80 mótorbátar og eru það þrem- ur M.tum fleira en í fvrra. Opmi trillubátunum fækkar þar og eru fáar eftir. Fájr bátar eru tilbúnir til róðra en á föstudaginn var þar róið og vár aflinn 7—9 skpd. á bát sem línu stunda. I gær var þar útsynningur og ekki róið. Gamall og reyndur útgerð armaður sagði mjer að tals- vert væri komið þar af að- komufólki, og mjög miklir erfi leikar væru á að koma sjó- mönnum í fæði þar, því há- marksverð fæðisins væri of lágt .reiknað þegar vertíðar- sjómenn ættu í hlut, því þetta í vetur. Allur fiskur þar er látinn í hraðfrystihús á staðn- um og er vinnsiugeta þeirra miklu meiri en afli sá, sem, gera má ráð fyrir að fáist vet r a rm ánuði n a. Isafjörður. Við Isafjarðardjiip hefir verið mokafli eftir nýár, þau tvö — þrjú skifti sem róið hefir verið. Stóru útilegu bát- arnir, Birnirnir og Hugarnir, verða flestur tilbúnir til veiða, um miðjan þennan mánuð. Þegar þessi frjett er skráð, 8. janúar, er 11 stiga frost og byl.ur fy rir vestan og slæmt veður. Vantaði enn vjelbát- inn Jódísi úr róðri frá í gær. en vjélbáturinn Riehard var búinn að finna hana og var á leið tii Isafjarðar með hana. Patreksfjörður. Þaðan ganga 6 þilfarsbát- ar á línu þegai- kemur fram yfir miðjan janúar. Þegar kemur fram í mars og apríl ganga um 40 trillur frá Pat- reksfirði, Tálknafirði og Vík- unum. Allur bátáfiSkurinn er láfinn í hraðfrystihús. Undan- farin ár hefir verið mikil vinnufólksekla á Patreksfirði og hafa unnið ]>ar um 30 Fær- eyingar við frystinfiru fiskjar. Óskar Halldórsson. Til Strandarkirkju: G. P. 10 kr. H. P. 100 kr. Ó. G. 30 kr. H. Á. 5 kr. N. N. 10 kr. Ónefndur 5 kr. Sjómaður 100 kr. L. E. T. 15 kr. R. Th. 100 kr. G. B. J. 20 60 kr. Brynjólfur 200 kr. Þ. 3 kr. Svava 100 kr. K. F. 50 kr. Guð- björg 5 kr. J. S., Vestm. 50 kr. Ónefndur 10 kr. Samfjelagi 10 kr. Aron B. 10 kr. í. J. 20 kr. G. B. 10 kr. Jón Jónsson 20 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.