Morgunblaðið - 09.01.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.01.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. janúar 1944. Samtal við Gísla Jónsson alþm. um: Stjórnmdlaviðhorf og athafnalíf í Barðasstrandarsýslu GÍSLI JÓNSSON alþm. er ný- kominn vestan úr Barða- strandarsýslu, þar sem hann hefir haldið þingmálafundi, bæði á Bíldudal og Patreks- firði. Fór hann hjeðan á ný- ársdag og kom aftur til bæjar- ins á miðvikudagskvöld með togara frá Patreksfirði. Dvaldi hann aðeins einn dag á hverjum fundarstað. Hitti blaðið Gísla að máli og spurði hann al- mennra frjetta af ferðalaginu og fundahöldunum. — Hvert er viðhorf Barð- strendinga til þjóðmálanna og hinna pólitísku flokka?, spyr blaðið Gísla. — Þegar litið er á allar að- stæður, verður ekki annað sagt, en að fundarsókn hafi verið ágæt. Á Bíldudal sátu á þriðja hundrað manns fund- inn og á Patreksfirði á annað hundrað, en það samsvarar því, að annar hver kjósandi á þessu svæði hafi sótt fundina. Staðfestir þetta það, sem jeg hefi ávalt vitað, að Barðstrend ingar hafa óvenjulega fróð- leiksfýsn um alt, sem snertír þingmál. Jeg flútti á hvorum fundi tveggja klukkustunda erindi um þingmálin og stjórn málaviðhorfið. Rakti orsakirn- ar fyrir því ástandi, sem nú ríkir í þinginu og fyrir þeirri lítilsvirðingu, sem almenning- ur ber orðið fyrir þessari meik ustu og elstu stofnun þjóðar- innar. Mjer finst betra að tala fyrir Barðstrendingum en flestum öðrum áheyrendum vegna þess, hve vel þeir hlusta og hve mikla kyrð og samúð þeir skapa umhverfis ræðu- manninn á meðan talað er, svo að hann veit ekki af því, hvern ig tíminn líður. Á þetta jafnt við um þá alla, af hvaða flokki sem þeir eru, eða í hvaða stjett. — Hvaða mál bar aðallega a góma? — Afgreiðsla fjárlaganna vakti að sjálfsögðu mikla undr un, og menn yoru alment mjög hissa á því, áð fjármálaráð- herra skyldi taka við fjárlög- unum þannig, eftir að þmgið hafði hækkað þau um nál 30 milj. kr. frá frumvarpi stjórn- arinnar. Hinsvegar mildaði það mikið óánægju manna yfir af- greiðslu f járlaganna, þegar Ijóst var, að langsamlega mest- um hluta af þessum 30 miljón- um er varið tfl verklegra fram kvæmda og til dýrtíðarráð- stafana. Menn ljetu einnig á- nægju sína í Ijós yfir framlög- um til sýslurmar og þóttust nú sjá roða fyrir nýjum degi í samgöngumálunum, bæði á sjó og landi, enda ér þess engin vanþörf, \svo mjög sem sýslan hefir verið vanrækt í þeim at riðum. Breytingar og endurbætur á tryggingarlöggjöfinni, svo sem alþýðutryggingunum, hluta- tryggingunum, striðsslysatrygg ingunum, ófriðartryggingunum og ennfremur lögin um skipa- smíðastöðina, vöktu almenna ánægju manna, ekki síst vegna þess, að þeir litu svo á, að sá stórhugur og viðsýni, sem fram kemur í þessum lögum mætti verða til þess að færa saman bestu menn þingsins í órjúfan- lega heild um önnum hags- munamál þjóðarinnar. Menn höfðu veitt því athygli að engin ný skattalög höfðu náð fram að ganga á þinginu, því þó að hækkuð væri álagn- ing á tóbaki og víni þá hefði um leið verið ljett_af verðlækkun- arskattinum. Var áhugi manna mikill fyrir því, að fá að vita, hvort hjer væri um varanlega stefnubreytingu að ræða í skattamálunum, eða hvort að- eins væri um að ræða hlje á undan nýrri og ef til vill enn hraðari sókn þegar á næsta þingi. Því miður gat jeg ekki svarað því öðru en því, að úr þeirri átt væri jafnan allra veðra von. Þá sýndu menn mjög mikinn áhuga fyrir lausn dýrtíðarmál- anna. Kom skýrt í ljós, að al- ment var litið svo á, að þau yrðu ekki leyst úr þeim dróma, sem þau nú eru í, nema með því að Alþingi beri gæfu til að mynda sterka innanþingsstjórn um málið og afla því síðan sam úðar og skilning þjóðarinnar sjálfrar. Varð jeg þess ótvírætt var, að almenningur af öllum flokkum þráði samkomulag um málin og þinglega ríksstjórn hið allra fyrsta. — Hver er hugur Barð- strendinga til sjálfstæðismáls- ins? — Eriga rödd heyrði jeg á móti stefnu meirihluta þings í því máli. Enda hafa Barð- strendingar jafnan verið sem órjúfanleg heild, hvenær sem sjálfstæðismálið hefir verið á dagskrá. Bárust til mín marg- víslegar óskir um að þinginu mætti takast vel og giftusam- lega um afgreiðslu þess og vona menn þar fastlega, að ein mitt þetta merka mál mætti bræða saman flokka, svo að út á við og inn á við stæði þjóðin öll um það, sem ein sál. Harma menn mjög afstöðu Alþýðu- flokksins til málsins og þeirra annara, er lýst hafa sig and- stæða afgreiðshi þess. — Hvernig er viðhorf Barð- strendinga til flokkanna? —• Því á jeg erfitt með að svara. Barðstrendingar hafa jafnan verið tryggir þingmönn um sínum. Þegar einhver hef- ir náð þar kosningu, er gerð til hans sú krafa, að hann sje víð- sýnn og óháður, til þess að fylgja fram hverju góðu máli. Þegar sjálfar kosningahríðirn- ar eru undanskildar, hefi jeg ekki orðið var við flokkadrætti. Jeg hefi talið mjer skylt og enda ljúft að vera þingmaður allra þeirra, sem í sýslunni búa, hvaða stjórnmálaskoðun, sem þeir kunna að hafa og hverjum, sem þeir kunna að hafa fylgt á kjördegi, enda hef ir tekist svo góð samvinna á milli mín og kjósendanna, að jeg verð þess aldrei var í af- greiðslu mála, hvaða flokki menn fylgja. Þannig á það að vera, ef nokkur árangur á að verða af starfinu. Auk þess er flokkaskiftingin miklu óskýr- ari nú en endranær, vegna þess ástands sem ríkir í þinginu. •— Mjer fanst sú ósk vera efst á baugi hjá langflestum, að þíng ið bæri gæfu til að mynda sterka stjórn innan þings, til lausnar vandamálum þjóðar- innar. — Hvað getið þjer sagt um athafnalífið í sýslunni? — Á Patreksfirði er athafna lifið með miklum blóma. Syn- ir Olafs sál. Jóhannessonar reka þar stórútgerð, frýstihús og verslun af hinum mesta myndarskap. Hefir þorpið vax ið art hin síðari ár vegna þessa reksturs, mörg ný hús bygð og fólki fjölgað, enda verið jafnan fremur skortur á vinnu afli hin síðari ár. Mótorbáta- flotinn hefir aukist þar og mun hafa verið flutt þaðan á síð- asta ári út nýr fiskur til Eng- lands fyrir 2 milj. kr., auk þess fiskjar, sem fluttur hefir ver- ið með togurum eða úr frysti- húsum, en þau eru tvö þar á staðnum. Heldur virðist þó bátaflotinn eiga erfitt nú, eink um á því sviði að fá menn og er óvíst, hvort hann kemst all- ur á flot á þessum vetri af þeim ástæðum. Það er einkum tvent, sem veldur íbúunum miklum á- hyggjum í framtíðinni. Annað er mjólkurþurð þorpsins. Verð ur að flytja alla mjólk að, en þorpið er enn mjög einangrað vegna vegleysa. Biða menn eftir því með óþreyju, að lok- ið verði veginum til Brjáns- lækjar og jafnframt til Rauða- sands og myndi það bæta mjög úr mjólkurskortinum, og um leið bæta hag bænda, sem þá fengju öruggan markað fyrir afurðir sínar.-Hitt er rafmagn- ið, sem nú að langmestu leyti verður að framleiða með mó- torvjelum. Bíða menn þar með óþreyju eftir rafmagni frá Dynjanda, sem vonað er að verði sem fyrst virkjaður fyrir Vestfirðina. Myndi það ger- breyta allri aðstöðu á Patreks- firði, að fá ragmagn eftir þörf- um. Jeg sat á fundi méð hrepps- nefnd og sjúkrahúsnefnd þar sem rætt var um byggingu nýs sjúkráhúss þegar á þessu ári. Er mjög mikill áhuga manna þar fyrir því, að unt verði að hrinda þessu máli sem allra fyrst í framkvæmd. Sýslan á að vísu sjúkrahús, -en það er hvortveggja, að það er bæði óhentugt, of lítið og orðið úr- elt, og því hefir verið ákveðið að koma upp glæsilegu og góðu sjúkrahúsi og mun Patreks- hreppur leggja fram mikinn hluta af því, sem á vantar til byggingarinnar. Þá hefir hreppurinn lagt til hliðar stóra fjárupphæð til þecs að byggja fyrir barnaskóla, svo fljótt sem ástæður leyfa. Ríkir þar stórhugur nú í flest- um málum, enda velgengni mikil og blómlegt atvinnulif. — Hvernig er ástandið á Bíldudal? — Um Bíldudal er alt öðru máli að gegna. Eins og yður er ljóst, 'var þar áður allt í auðn. Viðreisn hófst þar fyrst 1937, þegar hreppurinn bygði frystihúsið og svo 1938 er bygð ar voru þar verksmiðjurnar og bryggjan. Atvinnulífið jókst hröðum skrefum til 1940, en þá var ekki lengur hægt að fá nægilega hátt verð fyrir af- urðir verksmiðjanna, svo að þær urðu að mínka framleiðslu sína. Frystihúsið jók þó stöð- ugt framleiðslu sína, stækkaði hús og vjelar og komst mjög vel af. Smábátaútvegur var að koma upp á staðnum smátt og smátt. í lok ársins 1941, var togarinn Baldur keyptur tíl Bíldudals og nokkru síðar m.s. Þormóður. Bætti þetta upp að fullu þá hnekki, sem atvinnu- lífið fjekk við þverrandi fram- leiðslu verksmiðjanna. Fólkið hafði nóg að starfa og vel- megun þess og hreppsins óx hröðum skrefum. Yfir 10 mjög vönduð og glæsileg íbúðarhús hafa verið bygð þar síðan 1938 í skipulögðum reitum ,og setja þau alveg sjerstakan menning- arbrag á þorpið. En á s.l. ári, þegar alí var þar í sem mestum blóma. kom hið þunga áfall: Þormóðsslys- ið. Þessi sár eru ekki gróin og afleiðingarnar koma því miður til þess að vara lengi enri. •— Bestu kröftunum var skyndi- lega kipt bui’tu, og sumar fjöl- skyldurnar, sem eftir lifðu, fluttu frá staðnum. Þormóður, sem var einn liðurinn í fram- leiðslukerfinu, var ekki leng- ur til, mótorbátarnir, sem áð- ur voru í uppsiglingu og voru megin skilyrðið' fyrir afkomu frystihússins, voru ýmist stöðv aðir eða seldir burtu, vegna þess að eigendur þeirra og sarfslið var horfið. Engir nýir starfskraftar fluttu inn og þeir sem eftir voru, voru væng- stýfðir. Það er ekki hægt að taka á slíkum málum á sama hátt og köldum viðskiftamál- um. Hjer getur maður aðeins vonað og vænst þess, að tím- inn græði og komi öllu í eðli- legt horf. Fólkið hefir nóg fje, en lífið er ekki það sama. — Takmarkalaus ^samúð hvers með annars kjörum hefir hald- ið því uppi, frelsað írá þvi að missa trúna á lífið og mun að síðustu verða sterkasti þáttur- inn í því, að skapa þar aftur heilbrigt og glaðvært atharíia- lif, en það tekur tíma, og er það ekkert að undi’a. Besta hjálpin væri að geta nú flutt þangað inn nokkra thrausta, unga, og ötula sjó- menn. Lífsskilyrðin til sjávar- ins eru þar prýðilega góð. En eftirspurnin eftir slíkum mönn um er alstaðar mikil, og því ekki að vænta, að þangað ílytj i. menn sjerstaklega á meðan nóg er að starfa i margmenn- inu. Jeg hefi þó trú á því, að alt fari þetta vel um síðir. Fjelagsííf ÆFINGAR í DAG. I Miðbæjarskólanum, kl. 2—3 3 fl. knatt- spyrnum. og námskeiðspilta. . Æfingar á morgun. I Miðbæjarskólanum kl. 8—9 íslensk glíma. Knattspymumenn, meist- arafl., 1. fl. og 2. fl. munið fundinn á inánudagskvöldið; kl. 8,30 í íjelagsheimili V. R. Miðhæð. Fimleikamenn. I. fl. beðinn að koma til við- tals í Austurbæjarskólann ld. 9,30 á mánudagskvöldið.. Mætið allir. Stjórn K. R. Kaup-Sala SMURT BRAUÐ Matsölubúðin. — Sími 2556. >t»tttét»»ttt»tt»»»t»»ét Tilkynning K. F. U. M. Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30. Jóhann Hlíðar, stud. theol. taiar. Allir velkomnir. . HJÁLPRÆÐISHERINN Ilelgunarsamkoma kl. 11. Sunnudagaskóli kl. 2. líjálp- ræðissamkoma kl. 8,30. Kapt. Ó. Jónsson stjórnar. Allir vel- komnir. Mánudagur kl. 4 Heimila- sambandið. SAMKOMA í Kaupþingsalnum, Eimskipa- fjelagshúsinu, efstu hæð, sunnudaginn tl. 5 e. h. Lyft- an í gangi. Sæmundur G. JóhannessoiC JarSarför konunnar minnar ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 11. þ. m., og hefst með bæn á heimili okkar Grettisgötu 82 kl. 1 e. hád. Sigurður Ingvarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.