Morgunblaðið - 11.01.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 7. tbl. — Þriðjudagur 11. janúar 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. LAXFOSS STRANBAR NÁLÆGT EFFERSEY Ciano greifi og De Bono dæmdir til dauð a London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. ÞÝSKA frjettastofan skýrir frá því dag, að lokið sje nú rjettarhöldum í Verona á ítalíu yfir þeim 19 með- limum stórráðs Fasista, sem lögðust gegn Mussolini, þeg- ar hann varð að segja af sjer. Voru allir þessir menn dæmdir til dauða að einum undanskildum, en alls voru þeir fimm, sem Mussolini og menn hans höfðu á valdi sínu, er rjettarhöldin fór,u fram, og voru þeir allir dæmd- ir til dauða. Meðal þeirra eru þeir Ciano greifi, tengdasonur Mussolini og fyrverandi .utanríkisráðherra ítala um mörg ár, De Bono hershöfð- ingi, sem var einn þátttak- .andinn í göngunni til Róm, og sem hafði forystu ítölsku herjanna í Abyssiníustyrj- .öldinni fyrst í stað. — Hin- 'ir þrír eru lítt kunnir, en .voru allir háttsettir fasist- ar, einn þeirra Marinelli, var ráðherra um skeið. Ekki tók fregnin neitt fram um það, hvort lifláts- dómum fimmmenninganna hefði þegar verið fullnægt. Eldsvoði á Ésafirði annbjörg með naum- ndum eftir langan tíma Ciano. Frá frjettaritara vorum. í GÆRMORGUN kviknaði eldur í efri hæð húsíjns I>runna{íata 20 hjer á Isafii'ði. Slökkviliðið kom strax á vett- vang' Og fíekk vel frani í að slökkva eldinn. Effi hæð'húss ins braiin nokknð innan, og urðu skemdir talsverðar. Eig- endur hússins eru Krist.ián Finnbjörnsson málari og 01- öf Júlíusdóttir. Eldsupptök ókunn. Rússar nálgast ána Bug London í gærkveldi. "Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. RÚSSNESKAR hersveitir eru nú ekki nema 8 km. frá efri hluta árinnar Bug, og þýskar fregnir herma«meira að segja, að rússneskir frámvarðaflokk- ar hafi sjest alt vestur við fljót^ ið. Þá segja þýskar frjettir, að rússneskir herir sjeu komnir vestur á móts við borgina Sarny í Póllandi, en sjálfir segj ast Rússar hafa hertekið tvo bæi í Rovnohjeraðinu í Austur- Póllandi. Einnig greina Rússar frá sigri, sem þeir segjast hafa unn ið fyrir norðvestan Kirovograd, er þeir umkringdu leyfar fimm þýskra herfylkja. Reyndu Þjóð verjar með miklum gagnáhlaup um að komast úr hringnum, sem um þá var sleginn, en það mistókst fyrir meiri hluta liðs- ins, og er því var boðið að gef- ast upp, neituðu Þjóðverjarnir og börðust u'ns yfir lauk. Segja Rússar að vísu, að nokkuð af liðinu hafi komist undan, en 8000 fallfð og um 90 skriðdrek- ar hafi verið teknir herfangi, en þrjú af herfylkjum þessum telja þeir skriðdrekaherfylki. Þá segjast Rússar hafa tekið Kamenka, bæ á Kirovogradr svæðinu, og sjeu þeir nú vel á vegi með að urrikringja bæinn Smyela. Ennfremur segja þeir, að herir Vatukins, sem sækja suðvestur frá Berdycev, sjeu nú ekki langt frá hinni þýðing- armiklu járnbrautarstöð Vinn- itza. — Reuter. De Bono. HATIÐAHOLD TEMPLARA Á ÍSAFIRÐI. Frá frjettaritara vorum. TEMPLARAR á ísafirði mintust 60 ára afmælis G. T.- reglunnar með skemtun síðastl. sunnudagskvöld; Um daginn var guðsþjónusta í kirkjunni, og prjedikaði sóknarprestur sr. Sigurður Kristjánsson. Árásir á Sofia Poia og Ancona London í gærkveldi. FLUGHERIR bandamanna, er bækistöðvar hafa á Italíu og í Norður-Afríku , hafa gert miklar árásir í dag. Fóru flug- virki til Sofia, höfuðborgar Búlgaríu, og vörpuðu sprengj- um á járnbrautarstöðina þar. Urðu miklar skemdir. Aðrar sprengjuflugvjelar rjeðust á Pola, hina miklu flotahöfn á Polaskaganum við botn Adría- hafs, og var þar varpað sprengjum á hafnarmannvirki og járnbrautir, en Þjóðverjar nota borgina sem samgöngu- miðstöð til flutninga til Júgó- slafíu. Loks var ráðist á hafn- arborgina Ancona við Adríahaf — Reuter. l)m 100 manns voru með skipinu LAXFOSS strandaði í gærkvöldi á skeri norður af Effersey kl. 7V2. Farþegar um 100 manns náðust í land um og eft- ir miðnætti. Mikill sjór kom í skipið strax eftir, strandið. Óvíst er um björgun þess. SÚ FREGN flaug eins og eldur í sinu á áttunda tím- anum í gærkv. að Laxfoss hefði strandað norður af Effersey. Veður var mjög dimt, hríð og hvassviðri mikið. Er skipið var strandað náði skipstjóri fljótlega sambandi við Loftskeyta- stöðina og gerði hún Slysa- varnafjelaginu aðvart. Gerðist nú margt í senn, og verður eigi greint hjer í nákvæmri tímaröð. Drátt- arbáturinn Magni var send- ur á strandstaðinn. Ægir kvaddur til að fara þangað, en varð af eðlilegum ástæð- um síðbúnari. 'Leitað var aðstoðar setuliðsins um að fá hjá því báta til hjálpar. Magni kom aftur og sögðu skipverjar ógerlegt, eins og þá stóð, að komast nálægt skipinu. Björgunarsveit frá Slysa varnafjelaginu fór út í Effersey til þess að freista að koma björgunarlínu það an út í skipið. En það reynd ist ómögulegt vegna veður- ofsa. Ein lína lenti þó yfir skipið, en festist svo ofar- lega í afturmastrinu, að henni varð ekki náð. Nú leið tíminn. Unnið var að því að koma björgunar- bátum út í eyna. — Það reyndist seinlegt, en tókst á ellefta tímanum. Um svipað leyti komu nokkrir menn í skipsbátn- um í land vestan við Grandagarð. Höfðu lent í volki, lentu á rifi, urðu að vaða út úr bátnum en kom- ust síðan á honum til lands. Munu þeir hafa haft hug á að hraða björguninni. Sá sem þetta ritar, hitti þessa menn, er þeir komu í land. Þeir sögðu farþega ró- lega í skipinu og biðu þeir átekta. En þeir sögðu líka, að ískvffgilegt yrði, ef mannbjörg yrði ekki lokið úr skipinu áður en færi mikið að falla að. Þá var nálægt því háfjara, eða um kl. 11. Þeir sögðu að strax hefði komið mikill leki að skipinu að framanverðu, en að aft- an væri það sigið í sjó. Björgunartilraunir frá landi. Er mennirnir átta voru komnir í-land við Granda- garðinn fyrir vestan Alli- ancehúsin, tóku menn úr björgunarsveitinni í landi bát þeirra og fluttu hann lút í Effersey við strand- staðinn. Voru þá komnir "þangað þrír bátar úr landi. I björgunarsveitinni voru margir sjálfboðaliðar. Þar var Friðrik Ólafsson skóla- stjóri Stýrimannaskólans með nokkra röska Stýri- mannaskólapilta með sjer. Kom sjer vel að þeir vöru með, því þeir gátu sent ljós- merki. Þarna var óg Guð- bjartur Ólafsson hafnsögu- maður, Ársæll Jónasson kaf ari og fleiri 'Reykvíkingar, sem eru þaulkunnugir við Effersey. Það var fljótt horfið frá því ráði, að festa línu í siglu trje skipsins og bjarga fólk inu í land í stóli. Var ótt- ást að skipið þyldi ekki svo mikið átak og myndi fara Framh. á 2. síðu. • » » Tvo Eyjabáta vantaði í gærkveldi 12 BÁTAR voru á sjó í Vestmannaeyjuin í ¦ gær, er hríðarveðrið skall á. Þefrsu* blaðið átti tal við Eyjar um kl. 12 á miðnœtti vantaði enn þrjá báta, en einn þeirra.var þá kominn að Eiðinu x>g lá' þar. En ekki h^fði spurst til tvefjsja bátanna. Var veðrið batnandi í Eyjum og vomtðii menn, að bátarnir heg:ju ein- hverstaðar í \vu'i.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.