Morgunblaðið - 12.01.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 8. tbl. — Miðvikudagur 12. janúar 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. Aramótaboðskapur Roosevelts: Vinnuskylda ein getur trygt skjótan sigur Ráðist á skípalest London í gærkveldi. ÞÝSKA frjettastofan segir í dag frá því, að þýskar tundur- skeytaflugvjelar hafi í gær ráð i ist á skipalest bandamanna undan Algierströndum, og voru skipin fullhlaðin. Segir frjettastofan, að fimm skip hafi orðið fyrir tundurskeytum og sokkið, voru þau alls 12500 - smálestir að stærð, og var eitt " þeirra 8000 smálesta skip. » » » Þakkir frá Slysa- varnafjelaginu . íirÐIUARTUR ÓLAFS- SON t'orseti Slysavarnafje- Jags íslands hefir beðið blaðiö í nafni Slysavafafjelagsins, að flytja öllum þeim mörgu, er- lendu og innlendum mönnum. sínar h.jartanlegustu þakkir , fyrir framíirskarandi ötula og íórnfúsa hjálp við björgun- ina á farþegum og skipverjum af m.s.. Laxfo^si í fyrrinótt. ? • é ÁHLAUP GEGN FINNUM MIS- HEPNAST. Stokkhólmi í gærkveldi - Finnar segja í dag, að ekk- .ert hafi verið um að vera á víg- .stöðvum þeirra í gær, nema 'hvað Rússar hafi gert áhlaup •á stöðvar þeirra á einum stað ,á Kyrjálaeiði, en áhlaupinu hafi -verið hrundið. — Reuter. Loflárásir á Halíuvígstððvunum B^MMMimM^MkM Amerísk flugvjel sjest hjer á myndinni er hún hefir ný- lokið við að gera loftárás á stöðvar Þjóðverja á Italíuvíg- sstöðvunum. Sjást reykjarmekkirnir þar sem sprengjurnar fjellu niður. Rússland FALL SARNY YFIRVOFANDI London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgtinblaðsins frá Reuter. TILKYNNING Rússa í kvöld ber með sjer, að fall fyrsta stærri bæjarins í Póllandi, Sar- ny, er yfirvofandi. Eru rúss- neskar hersveitir nú komnar á vesturbakka árinnar Sluch, og eru þar með aðeins 11 km. fyrir norðan Sarny, en svo lítur út af fregnum Þjóðverja, að Rúss- Rússar æíla sjer calt Austur-Pólland PÖLSKA STJÓRNIN í London situr nú á stöðugum fund- um. vegna opinberrar tilkynningar, seni gefin hefir verið Út í .Moskva uni framtíðarlandama'ri Póllands og Sovjetríkj- anna. Vil.ja Rússar, að landamæri þessi verði við (Auv.on- límma svonet'nchi^seni dregin var 1919 og er hún því nær á sania atað og landamæri þau, seni urðu milli Þýskalands og Rússlands, er þessi veldi skiftu Póllandi 1939. ar sjeu jafnvel komnir nær bænum að austan. Herir Rússa hafa tekið bæ- inn Selzk fyrir norðan Sarny og Nemowitz fyrir sunnan Sarny, og eru hvortveggja sagðir járnbrautarstöðvar. I fregnum Rússa segir énnfremur, áð þeir hafi tekið bæinn Yatun, all- miklu suðaustar, eða eins og tilkynningin kallar það, ,,á Zi- tomirsvæðinu". Þá segja báðir aðilar frá hörðum orustum fyrir suðvest- an Berdychev, og kveðast Rúss ar hafa hrundið þar mörgum gagnáhlaupum Þjóðverja og sótt fram. Einnig kveðast Rúss- Framh. á 2. síðu. Óhófieg bjartsýni tefur framleibsluna Washington í gærkvöldi. R0OSEVELT BANDARÍKJAFORSETI birti hirm ár- lega áramótaboðskap sinn til þingsins í gær, en flutti ekki ræðuna sjálfur að þessu sinni, þar sem forsetinn var ekki vel heilbrigður um þessar mundir. í boðskap sín- um lagði forsetinn fast að þinginu að samþykkja al- menna vinnuskyldu í Bandaríkjunum til stríðsloka, og kvað slíkt átak geta flýtt mjög fyrir sigrinum og sparað miklar fórnir. Forsetinn ávítaði menn einnig fyrír mjög svo óhóflega bjartsýni, sem spilt hefði fyrir hernaðar- átakinu á liðnu ári. fimm I yt'irlýsingu sinni segir Sovjetstjóniin, að ekki sje nema s.jálfsagt, að Rússar fái ÍIvíta-Rússland og Vestur- l'kraimi, en hæði þessi lönd hifu I'ólver.jurii fram til 1939, el'tir sifiur þeirra í Ríisslandi áiið 192:', Segir Ríissneska stjói-nin, að Pólverjar geti fenaið iönd í staðiun, seni tekin verði af Þjóðverjum og einnig aðgang að Balkanskaga Landamærin, sem Curson- iínan ákveðui', er um 288 km. austan höfuðliorgarinnar, Warsjá, en 19o9-landamærin liggja !")G8 km. austan horgar- imiar, svó landssvæði það, sem Pólverjar yrðu að láta a£ hendi væri mikið. Ekki er )m- ist við tilkynningu frá pólsku stjórninni að svo stöddu. Svíar vilja hjálpa við endurreisn Stokkhólmi í gærkveldi. GÚSTAF Svíakonungur hjelt ræðu í dag og sagði, að Svíar væru sorgmæddir vegna örlaga frændþjóða sinna og annara þjóða, sem hart hefðu verið leiknar í styrjöldinni, og að þeir vonuðust til að Norð- urlönd öll fengju fljótlega frið og frelsi á ný. — Ennfremur sagði konungurinn, að Svíar álitu það skyldu sína að vera viðbúnir að leggja fram hjálp til viðreisnar eftir stríðið, þar sem peir gætu því við komið. —Rtuter. Fimti herinn nær hæðum London í gærkveldi. FIMTA HERNUM varð all- vel ágengt í gær í sókn sinni til Cassino og eiga framsveitir hans nú eftir um 5 km. til borg- arinnar á einum stað. Hafa am- erískar og breskar hersveitir náð tveim þýðingarmiklum hæðum, hvorri sínum megin við þjóðveginn til Róm, og eru hinar amerísku hersveitir nú komnar nálægt bænum Tabero, sem er nærri Cassino, og sem búist er við að sje vel víggirt- ur. Önnur hæðanna tveggja var tekin með áhlaupi í hörðum bardögum, en á hinni hrundu Þjóðverjar fyrsta áhlaupi bandamanna, en höfðu yfirgef- ið bæinn, er annað áhlaupið var gert. Frá stöðvum áttunda hersins berast þær fregnir, að nokkru meira hafi verið þar um fram- varðaskærur í gær en undan- farna daga, og einnig eru þar háðar stöðugar stórskotaliðs- viðureignir. Skjóta Þjóðverjar á stöðvar Breta fyr-ir sunnan Arelli-ána, en það er fyrsta áin af þrem á leiðinni til Pescara. — Reuter' hvernig SPELLVIRKJAR DÆMDIR TIL DAUÐA London í gærkveldi. — Tveir spánskir menn hafa verið dæmdir til dauða í Gibraltar fyrir spellvirki. Hafði annar þeirra komið fyrir sprengju í birgðastöðvum breska flotans og olli hún miklum éldsvoða, er hún. sprakk. Hinn hafði komið sprengjum til Gibraltar og reynt að fá spánska verka- menn til spellvirkja. — Reuter. Það yar áætlun í liðum, um það, mætti vinna stríðið sem fyrst, er forsetinn bar fram og aðalatriðið var vinnu- skyldan, sem gerir stjórnar völdunum fært að ráða yfir starfskröftum hvers manns og konu, sem vinnuhæf er um öll Bandaríkin. — Þá óskaði forsetinn eftir sann- gjörnum skattalögum, til þess að háa skatta mætti leggja á strðsgróða allan, einstaklinga og fjelaga. — Kvað forsetinn verða að koma í veg fyrir óhóflegan gróða og einnig að tryggja það, að hið opinbera þyrfti ekki að kaupa neitt með ok- urverði. Einnig kvað hann verða að'iiafa strangt verð- lagseftirlit, og sagði að framlengja bæri verðlags- löggjöf þá, sem er úr gildi gengin í júní næstkomandi. Vinnuskyldan í ávarpi forsetans sagði: „Jeg myndi ekki mæla fram með vinnuskyldu, nema yjer hef.ðum líka lög sem miða að því, að halda niðri verði á nauðsynjum, og að hver beri rjettlátan hluta af skattabyrðinni og eins og kómið sje í veg fyr- ir óhóflegan gróða". Askor- un forsetans um það, að vinnuskylda sje upp tekin, stingur mjög í stúf við frá fyrri skoðun hans, að hægt sje að fá nægan vinnukraft með frjálsu framboði, enda kemur þessi uppástunga í kjölfar stál- og járnbrautar verkfallanna. — Forsetinn sagði í ávarpinu, að slík vinnulöggjöf hlyti að koma í veg fyrir öll verkföll til ó- friðarloka, og koma því til leiðar að hið opinbera hafi aðgang að öllu verkfæru fólki í landinu. í ávarpinu sagði forsetinn Framh, á G. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.