Morgunblaðið - 12.01.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.01.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 12. jan. 1944, ÆGIR REYINIIR AÐ NÁ LAXFOSSI AF SKERIIMIi Farþegafarangur úr skipinu farinn að reka við Gróttu Eden og Molofov 0* .......^ _ Eden, utanríkismálaráðherra Breta og Molotov, utánríkis- málaráðherra Rússa. Myndin var tekin á einum af fundum þeim er utanríkismálaráðherranir áttu saman fyrir skemstu. V ARÐSKIPIÐ ÆJ.GIR hefir verið fengið til að reyna að ná Laxfossi af skerínu fyrir norð- an Effersey. Gera menn sjer vonir um, að hægt verði að ná skipinu út, ef veður leyfir, þ. e. ef áttin breytist ekki' til muna frá því sem wú er. I þeirri átt, sem var í gær, er alveg öldu- laust við norðanverða Effersey. — Ekki er fullkunnugt um skemdir á Laxfossi, en talið er, að skipið sje ekki mikið brotið að aftan að minsta kosti. Pjetur Ingjaldsson skipstjóri á Laxfossi og stýrimenn hans íóru um borð í Laxfoss í gær- dag, en gátu ekkert aðhafst þar. Sjórinn hafði sprengt upp lest- arlúgu afturlestarinnar, en þar var farangur farþega geymdur. Hafði nokkuð af farangrinum flotið út úr lestinni. Bárust fregnir um það frá Gróttu í gærkveldi, að þar hefði rekið töskur og annan farangur úr Laxfossi, als um 10 stykki. Lítið var af öðrum vörum í Laxfossi, þar sem skipið fór þessa ferð til Borgarness og Akraness eingöngu til að sækja farþega og póst. Ekki er far- angur farþega vátrygður og má því búast við, að margir far- þega verði fyrir all-tilfinnan- legu tjóni. 91 maður var með Laxfossi. Nú hefir fengist vitneskja um, hve margir voru um borð í Laxfossi, er hann strandaði. Voru það samtals 91 maður, 78 farþegar og 13 skipverjar. Far- þegar voru flestir Norðlending- ar, þar á meðal 6 þingmenn og .stjórn Síldarverksmiðja ríkis- ins á Siglufirði. Ekki er ennþá ákveðið, hvern ig ráðið verður fram ur flutn- ingum milli Borgarness og Reykjavíkur á næstunni. Þór fór í gær með póst og til þess að sækja mjólk til Borgarness. Björgun skipbrots- fólksins, Það er litlu einu við að bæta um björgun fólksins íir Lax- fossi frá því, sem birt var í blað inu í gærmorgun. Var ítarlega skýrt, hvernig herbáturinn, lóðsbáturinn og Magni fluttu fólkið til lands. Til viðbótar er það, að fyrst fór Guðbjartur Ólafsson hafn- sögumaður og forseti Slysa- varnafjelagsins á Magna á atrandstaðinn. Einnig fór lóðs- báturinn og Jón A. Pjetursson með honum. Þegar á strandstað inn kom braut ihjög á skeri, sem var á bakborðshlið Lax- foss og var ógerningur fyrir Magna þá að komást að Lax- fossi. Þeir Guðbjartur og Jón komu sjer saman um, að best myndi vera, eins og á stóð, að kynna sjer fyrst möguleika á björgun úr landi. Áður en Guð- biartur fór út með Magna hafði hann trygt sjer, að „innrásar- prammi“ frá ameríska flotan- um væri til taks, ef sjeð yrði, að hægt ýrði að nota hann við björgunina. Á meðan á þessu stóð fóru menn frS Slysavarnafjelaginu út í Effersey með björgunar- tæki. Hefir því verið lýst áður. Þrír bátar voru komnir í Eff- ersey um 11 leytið, eða um sama leyti, sem Magni kom í annað sinn á strandstaðinn ásamt am- eríska bátnum og lóðsbátnum. Ársæll Jónasson kafari stjórn aði björgunarundirbúningi í Effersey og var svo komið, er fólkið komst í ameríska jframm ann, að búið var að koma sterkri taug í Laxfoss frá landi og var alt tilbúið til að ferja milli skips og lahds á bátun- um þremur. Var talið, að það myndi hafa tekið um klukkustund að bjarga fólkinu úr Laxfoss á þann hátt. Viðtal við forseta Slysavarnafjelags- ins. ÞAÐ hafa heyrst raddir um, að björgun farþega og skip- verja úr Laxfossi hafi gengið seint í fyrrakvöld. Morgunblað ið hefir snúið sjer til Guðbjarts Ólafssonar, forseta Slysavarna- fjelagsins, og spurt hann, hvort hann vildi nokkuð segja um björgunina. Guðbjartur sagði: — Við björgun úr sjávar- háska er það mjög nauðsynlegt og raunar fyrsta boðorð þeirra, er að björguninni standa, að haga björgunartilraunum þann ig, að ekki sje hætta á, að af þeim hljótist slys. Það má því ekki flana að neinu. Við viss- um, að með útfallinu myndi skerið, sem var á bakborðshlið Laxfoss, koma upp úr sjó og draga úr kvikunni, sem var við skipið, enda reyndist það svo. Það var einmitt þess vegna, sem við biðum með björgunar- tilraunirnar, en á meðan und- irbjuggum við okkur sem best við gátum.' Við skiljum vel, að margir eru milli vonar og ótta og að biðin er löng hjá fólkinu, sem bíður eftir því, að björgunin komi. En öryggið er fyrir öllu. Við urðum líka að hafa fleiri en eitt járn í eldinum við björg unina. Þessvegna var tekið það ráð, að undirbúa björgun bæði frá sjó og landi. í landi voru tilbúnir þrír bátar og búið að ná sambandi við skipið og koma í það sterkri taug, sem draga mátti bátana á milli lands og skips. En á þeim út- búnaði þurfti ekki að halda í þetta sinn, þar sem það tókst að bjarga fólkinu í herbátinn og síðan í Magna með aðstoð lóðsbátsins. Jeg álít, að undir þeim kring umstæðum, sem þarna voru fyrir hendi, hafi verið farið rjett að hvað björgunartilraun- ir snerti — jafnvel þó biðin hafi orðið nokkuð löng hjá skip brotsfólkinu. Staða sænsku lög- reglunnar í ólriði rædd Sænska ríkisþingið hefir rætt allmikið um stöðn lög- reglunnar í ófriði og var kjör- in sjerstök nefnd, til þess að fjalla um málið. Nefndin var sammála um það, að hægt væri að beita lögregiunni til varnar landinu, ef það ienti í styrjöld. Jafn greinilegt virt ist þó, að hermál eru best kom in í höndum hersins sjálfs, og að lögreglan hafi á stríðs- tímum vandasömum lögreglu- störfum að gcgna. Mest virt- ist vera undir því komið, að hver einstakur lögreglumað- ur viti, hvernig honmn beri að haga sjer -við hvert tæki- færi, og að hann forðist eins lengi og mögulega að sæta þeirri meðferð, sem ieyni- skyttur fá af ófriðaraðilum. Niðurstaðan verður því sú, að það sjeu aðeins einkennis- klæddir lögreglumenn, sein hafa rjett og skyldur til þess að grípa til vopna gegn ó- vinum landsins í stríði. Bilreiðar knúðar með kolagasi EltKI minna en 98% af öllum bifreiðum í Svíþjóð eru nú knúðar með trjekolagasi. Notkun vjeknúinna farartækja hefir annars minkað nokknð á síðasta ári, og notkun reið- hjóla enn meir, aðallega vegna skorts á hjólbörðum. f stað þess hefir notkun hestvagna aukist, og er nii 9% af farar- tækjum í Svíþjóð dregin af hestufn. — Rússland Framh. af bls. 1. ar hafa átt í miklum orustum fyrir sunnan Byelaya Tserkov, og tekið þar nokkur þorp. Þá segjast Rússar alls hafa felt um fimtán þúsund Þjóð- verja á Kirovogradsvæðinu, í orustunum þar, og tekið allmik ið herfang, meðal annars 150 skriðdreka og 188 fallbyssur, og mikið af bifreiðum að auki. Á öðrum hluta Rússlandsvíg- stöðvanna virðist ekki hafa ver ið mikið um að vera, aðeins staðbundnar viðureignir og könnunarsveitaviðureignir. — Reuter. Engin ný símnskrá „NÝ SÍMASKRÁ kemur að líkindum ekki út fyr en sjálfvirkastöðin í Reykjavík verður stækkuð”, sagði Olaf- ur Kvaran, ritsímastjóri blað- inu í gær. Þar sem engar stórvægileg- ar breytingar hafa orðið s. 1. ár, nema að heimilisföng kynnu að hafa breyst, telur tjórn Landssímans ekkiástæðu til að láta irrenta nýja sínta- skrá. Eins og sjá má af þyí, sem undan er farið þykir ástæða að hvetja fólk til að fara vel með símaskrána, því það kann að dragast að gefin verði út ný. Burmaher Brela lekur Maungdaw London í gærkveldi. MOUNTBATTEN lávarður hefir tilkynt, að her hans í Burmað sem nefndur er 14. herinn, hafi tekið þorpið Maungdaw, en það er um 32 km innan við landamæri Burma, og hefir lengi og oft verið barist um það. Japanar bafa tvisvar áður tekið það af Bretum. Tilkynt er að þorpið hafi verið tekið eftir mikla fall- byssuskothríð og sprengjukast. Einnig er sagt, að árásir hafi verið gerðar á Akyabsvæðið, en Akyab er um 80 km fyrir sunnan Maundaw. —Reuter. Gæfa fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4. Svíar nola sjerloit- vamareynslu annara þjóða i Yfirumsjónarmaður sænsku loftvarnanna, G. Johnson, hef- ir í viðtali við Svenska Dag- bledet skýrt frá því, hvernig reynsla sú, sem reynst hefir á loftvörnum í öðrum löndum, sje notuð í viðbúnaði Svía á þessu sviði. Svíþjóð er meirá að segja betur stödd en mörg lönd önnur á þessu sviði. — Steinhúsin í stórborgum Sví- þjóðar eru sterkbygðari en víða annarstaðar, og oft býð- ur hinn sænski granítsteinu meiri möguleika til byrgja- bygginga, og hvað snei'tir Stokkhólm, þá er ómetanlegfi gagn að síkjum borgarinnar til þess að fá nægilegt vatn til slökkvistarfa. Annars hafa hingað- til verið reist í Stokkhólmi loftvarna- byrgi fyrir 100 miljónir króna, ef talin eru með einkabyrgi. Það gefur þó nokkuð í skyn um hinn vandvirknislega und- irbúning, að þegar 1. okt. 1941 var búið að byggja almenn loft varnabyrgi í Stokkhólmi fyrir, um 7,6 milj. króna. Loftvarna- miðstöðvar borgarinnar hafa verið höggnar í kletta neðan- jarðar. Þar að auki er nú svQ vel komið í veg með að setjá verði, til þess að gera vart við ef kviknar í skógum, að reist- ir hafa verið hvorki meira njð minna en 300 varðturnar af opinberri hálfu og margir af einstaklingum. ) Illlllllllllllllllllllillllllllllllllllllliiiíllllllllllllllllllllllf I 60-70 | I þúsundir | | manno j = lesa Morgunblaðið á hvelj- | H um degi. Slík útbreiðsla er § j| langsamlega met hjer á | = landi, og líklega alheims- | s met, miðað við fólksfjölda | §= í landinu. — Það, sem birt- I | ist í Morgunblaðinu nær 1 = til helmingi fleiri manna | | en í nokkurri annari útgáfu = = hjer á'landi. miiinnnnmiiiiiiiiiiiminnniiniiimmiimiiniiiiiiia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.