Morgunblaðið - 12.01.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.01.1944, Blaðsíða 5
t MiSvikudagur 12, jan. 1944. MORGUNBLAÐIÐ - HVAÐ AFREKAÐI ÞINGIÐ? LANDBÚNAÐARMÁL Á ÞESSU þingi voru mjög mikilsverð landbúnaðarmál til afgreiðslu eins og oftast áður. Aðallega voru þau samt af- greidd í sambpidi við fjárlögin, þó nokkur lög og tillögur væru til meðferðar þess utan. Verðlagsuppbæturnar á út- fluttu vörurnar er auðvitað stærsta málið, en á það hefir áður vei'ið drepið svo hjer í blaðinu, að ekki er skýringa þörf. Til þessa eru áætlaðar 10 miljónir króna, og er það býsna mikil upphæð. Þó ætti þeim mönnum eigi að vaxa hún í augum, sem ekki láta sjer til hugar koma, að hægt sje að lækka neitt framlögin til verð- lagsuppbótar á laun og kaup- gjald og sem nema mörgum fugum miljóna. Hvorutveggja verður hið fyrsta að lækka í jöfnum hlutföllum, en meðan annað er greitt fult, verður líka að greiða hitt. Það verða menn að gera sjer grein fyrir. Næsta stórmálið er snertir framtíð landbúnaðarins, er á- burðarverksmiðjan væntanlega Til hennar eru ætlaðar 2 milj- ónir króna á fjárlögum, og er það vii'ðingarvert skref í rjetta átt. Til vjelasjóðs til verkfæra- kaupa eru ætlaðar 500 þús. kr. Getur sú upphæð áreiðanlega gert mikið gagn, einkum ef fáanleg verða þau stæi’ri verk- færi, sem mestu skiftir að fá: skurðgröfur, dráttarvjelar o. s. frv. Jarðabótastyrkurinn svo- nefndi er áætlaður 700 þús. kr. Til byggingar og landnámssjóðs 300 þús. Til byggingarstyrkja 250 þús. Til nýbýla 310 þús. og til lánadeildar smáb’la 100 þús. Búnaðarfjelagi íslands eru nú ætlaðar kr. 550 þús. Auk þessa er ein ískyggilega há fjárhæð í fjárlögunum, sem landbúnaðinn varðar, en það eru rúmar 3 miljónir króna vegna baráttunnar við Karakúl pestirnar. Er örðugt að átta sig á hvar eða hvenær hægt verði að finna einhver landamei’ki á þeim leiðum. Ein upphæð í þessari súpu kemur vafalaust að gagni, eu það eru uppeldis- styrkirnir, sem áætlaðir eru kr. 900 þús. Er þeirra mikil þörf til þeirra hjeraða sem ein göngu byggja framleiðsluna á sauðfjárrækt, og þar eiga þeir ekki að skerast við nögl. Hitt ér fullkomið vaifamál, hvort rjett er að halda þeim áfram í þeim hjeruðum sem geta bygt aðallega á mjólkurframleiðslu. Aðrar upphæðir sem til þess- ara mála eru ætlaðar munu að' eðlílegum hætti stinga óþægi- lega í augum. Til girðinga er ætlað 530 þús. kr. Til fjárskifta 600 þús. kr. og til vörslu og rannsókna 800 þús. kr. Mundi margur bóndi efast um það, hvei’ra hagsmuna er að vænta af þessu sumu hverju og hvort eigi væri rjettara að verja þessu fje öilu í rannsóknar- stofnun, sem hægt væri að vænta einhvers af. Ef ekki finn ast önnur ráð en hingað til við þessuni ófögnuðí, þá er til lít- ils barist. Önnur landbúhaðármál 19em fengu afgreiðsjlu .á þjepsv^ i>ingi, 2. grein hafa að nokkru verið skýrð hjer í blaðinu áður. Er þar helst að nefna lögin um ættaróðul og erfðaábúð; lög um ítölu; breyt- ingu á vegalögunum, sem heim ila sýslunefndum kaup á vega- vinnuvjelum til sýsluveganna of tillögu til þingsályktunar um rannsókfiarnefnd mjólkur- mála. Einnig má geta* þess að samþykt var breyting á lögum um kjötmat, í þá átt, að kjöt á innanlands markaði vei'ði metið á sama hátt og lengi hef- ir verið gert á þeim stöðum. sem verka kjötið fyrir útflutn- ingsmarkað. Þau landbúnaðarmál, sem eigi náðu afgreiðslu, eru mikið meiri deilumál en hin og skal þeirra helstu getið aðeins. 1. Afnám 17. gr. jarðarlaga, flutt af Ingólfi Jónssyni, Jóni Pálmasyni og Gunnari Thor- oddsen. Þetta frv. var drepið svo sem fyr af Framsóknar- mönnum og Sósíalistaflokkun- um. Hafði íormaður Búnaðar- fjelags íslands forustuna fyrir því að bjarga þessari frægu grein einu sinni enn. Ástandinu innan Framsóknarflokksins vai'ðandi þetta mál, er best lýst með tveim atriðum, sem jeg vjek að í umræðuríí. Ann- að er það að í tveim síðustu kosningum þótti ýmsum fram- bjóðendum flokksins vænleg- ast til fylgis að lofa því að losa bændur við þessa andstygð, en á þingi er aðeins einn maður í hópnum, sem vill verða við þeim óskum bænda. Hitt dæmið er það, að á fundi, sem þeir Eysteinn og Skúli G. lijeldu á vestui'landi s. I. haust, gerði einn flokks- maður fyrirspurn um afnam 1!. greinarinnar og fjekk það svar, að líklega yrði hún eigi afnum- in. Fyrirspyrjandinn kvaðst kunna þessu illa, því sú venja ríkti í sinni sveit, að skera strax mæðiveikar ær, sem eigi gætu lifað. Voru fundarmenn í efa um, hvort samlíkingin átti við 17. gr. jarðræktarlag- anna eða Framsóknarflokkinn. 2. Önnur breyting á jarð- ræktarlögunum lá fyrir efri deild, ílutt af Framsóknar- mönnum, þess efnis, að heimila Búnaðarsamböndum að setja sjer ræktunarsamþyktir ér tryggi aukna ræktun, þannig að hvert býli geti haft 500 hesta vjelfært land að 10 ár- um liðnum. Er hugmynd þessi frá Búnaðarsambandi Skag- firðinga og allrar virðingar- vérð. Þessu máli var vísað frá í efri déild að þessu sinni, vegna ónógs undirbunings. Það er og auðsætt mál, að því að- eins er þess að vænta. að slik lagasetningv nái tilgangi, að hún sje vel undirbúin þannig að eigi verði miklLr árekstrar við fi'amkvæmdir. Meðal ann- ars þarí að trvggja það, að framlög ríkisins verði ekki skoðuð sem lán til að eyða eignarrjetti bænda á jörðum sínum. Einnig þarf að athuga það áðui' en ákveðið er. að v.erja miklu fje til jarðræktar á öll- um jdr.ðum, hvoi't ;að rjettmætt sje vegníji legu a,ð, þær verði all ar í bygð áfram, þannig #að þangað sje lagður vegur, sími og rafleiðsla. 3. málið sem eigi náði af- greiðslu, var frumvarp um kynnisferðir sveitafólks. Er það svo mikið rætt mál hjer í blað- inu, að eigi gerist þörf að bæta þar við. Mun og mikið efa mái, að bændur harmi dauða þessa frumvarps, enda þótt það væri að lökum komið í ólíkt að- gengilegra horf en áður var. 4. Breytingar á mjólkurlög- unum. Um það voru flutt tvö frumvöi’p, gagnólík að efm. Urðu bæði óútrædd. Annað var flutt af kommúnistum og fór fram á bæjarrekstur á mjólkur sölu og eignárnám þeirra stofn ana, sem nú hafa verið settar upp til að annast mjólkurversl- unina. Þetta er orðið alkunnugt mál, sem eigi er þörf að ræða. En fylgi hafði það ekkert utan þess flokks, sem það var flutt af. Hitt frumvai’pið var um að taka til viðbótar inn á verðjöfn unarsvæði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar Snæfells og Hnappadalssýslu, Dalasýslu, Húnavatnssýslu og Bæjarhrepp í Strandasýslu, og inn á Eyja- fjai'ðarsvæðið Þingeyjarsýslu og Skagafjarðarsýslu. Þetta frumvarp^ var flutt af okkur Gunnari Thoi’oddsen og er á- reiðanlega þýðingarmikið fram tíðarmál fyrir þau hjer^ð, sem eiga hlut að máli. Mun því og fast fylgt framvegis. Að þessu sinni varð það óútrætt og frest unin bygð á því, að nákvæm rannsókn mjólkurmálanna ligg ur fyrir og því rjett að sjá til- lögur hinnar væntanlegu mjóik urnefndar, áður en frumvarpið er lögfest. Það kom þó brátt í ljós, að þessi breyting á harðri andstöðu að mæta frá fulltrú- um þeii'ra hjeraða, sem nú njóta einkasöluaðstöðu á þessu sviði. 5. Bann gegn minkaeldi. Pjetur Ottesen flutti frumvarp um þetta efni og fylgdi því fram með miklum dugnaði og sterkum rökum. En frumvarpið var drepio í neðri deild og mun þar um hafa miklu ráðið stund ar hagsmunir þeirra manna, sem byrjað hafa þessa vafa- sömu atvinnugrein. SJÁVARÚTVEGSMÁL. NOKKUR MÁL varðandi sjávarútveginn voru til með- ferðar á, hinu liðna þingi og skal þeirra að nokkru getið hjer. 1. Ilafnarbótasjóður. Þetta mál var flutt af Sigurði Bjarna syni, Sigurði Kristjánssyni og Jóhanni Þ. Jósefssyni og naði samþykki næstum . óbreytt. Á samkvæmt þeim lögum að leggja fram 3 miljónir króna af tekjum ársins 1943 og 300 þús. kr. á ári upp frá því og sje sjóðnum varið til hafnar- bóta á þeim stöðum, sem hafa besta aðstöðu til sjósóknar og framleiðslu sjávarafurða. Sknlu reglur settar um úthlutun úr sjóðnum áður en starfeemi hans hefst. Þetta mál er mjö^ þýð- ingæ-mikið, þjví hafpjarbsgturn- ár eru eitt at því sem- meptu ræður um það, hvort útgerð getur borið sig eða ekki víða í sjávarþorpum landsins. 2. Hlutatryggingarfjelög. — Þetta mál, sem nú loks náði af- greiðslu, hefir legið fyrir mörg- um þingum og tekið nokkrum breyt. frá því sem var í upp- hafi. Er Sigurður Kristjánssor. upphafsmaður þessara ráðstaf- ana og hefir hann barist fyrir þeim af miklum áhuga og dugnaði, lengst af við harða andstöðu Framsóknarmanna, sem jafnan hafa litinn skilning á útgerðarmálum. Nu loks hafð ist þetta í gegn og eru lögin heimildarlög til að stofna sjóði til tryggingar aflahlutum hluta sjómanna. Mun þetta geta orð- ið sjómannastjettinni til mik- illa hagsbóta. Verður þessa máls nánar getið síðar hjer í blaðinu. 3. Sjerstakur frádráttur skattskyldra tekna vegna firn- inga fiskiskipa. Þetta er þings- ályktun flutt af Sigurði Krist- jánssyni og Sig. Bjarnasyni. Hafðist þetta í gegn eftir harða deilu og mun hafa talsverða þýðingu í þá átt að forða fiski- skipaeigendum frá óhóflegu skattaráni. 4. Stríðsslysatrygging ís- lenskra skipshafna. Þetta er mikill lagabálkur, fluttur af ríkisstjórninni. Munu lög þessi hafa mikla þýðingu meðan stríðið stendur. Verður þeirra og nánar getið síðar hjer í blaðinu. 5. Olíumálið, sem svo hefir verið kallað, er fyrst og fremst útgerðarinnar mál, þó að það snerti nokkuð aila landsmenn. Þetta var á vissu stigi allheitt deilumái, en að lokum náðist samkomulag um það. Málið! er orðið það kunnugt, að eigi' gerist þörf að geta þess freltar að þessu sinni. 6. Skiptsmíðastöð við Elliða- árvog. —- Bygging skipasmíða- stöðvar hefir verið í undirbún- ingi að undanförnu og nær sá undirbúningur þó aðeins til_ skipulagningar og staðarvals. Starfaði milliþinganefnd í því máli og náði samkomulagi, sem þessi lög um breytingu hafnar laga fyrir Reykjavík eru bygð á. Ætlast er fii .að ríkissjóður ábyrgist þriggja miljóna króna lán til verksins ef hafið verð- ur og greiði þeint 2 railjónir kr. Skipabyggingar eru auð- vitað eitt aðalmál útgerðarinn- Ur og ef þær gætu orðið inn- lent fyrirtæki væri það mjög þýðingarmikið mál. En eins og nú horfir með efni, kaupgjald og annan kostnað, er hætt við að dýrara sje að bvggja skip nú, en víðast annars staðar. 7. Reikningaskrifstofa sjáv- arútvegsins. Frumvarp um það efni var flutt af ríkisstjórninni og samþykt nærri eða alveg óbreytt. Er til þess ætlast að skrifstofa sú, samsvari að mestu búreikningaskrifstofu ríkisins og afli sem gleggstra gagna um afkomu útgerðar- innar á ári»hverju. 8. Bygging fiskiskipa. Sam- þykt var á heimildargrein fjár iaganna að verja alt að 5 milj. króna til byggingar fiskiskipa úr íramkvæmdasjóði ríkisins. Skul Alþingi síðar setja reglur um þær framkvæpidir. Nokkr- ar hærri tiliögur voru bornar fram fram af Sosíalistaflokkun um beinlínis til að taka til þess það fje, sem ella átti að ganga til verðlagsuppbóta útfluttra landbúnaðarvara. Virtist mörg um í því lítil heilindi einkum þegar þess var gætt að sam- tímis voru sömu menn að berj- ast fyrir því að taka eignir og tekjur útgerðarinnar í ríkis- sjóð á miklu stórfeldari hátt, en gert er rpeð gildandi lög- um. 9. Hafnarmál. Um hafnar og lendingabætur á ákveðnum stöðum voru samþykt nokkur lög, bygð á sömu reglum um greiðsluhlutfall og annað eins og áður hefir tíðkast. Hafa þau flest þá þýðingu að auka skyldur ríkisins frá því er áður var til framlaga í hafnar og lendingaframkvæmdir og stefna því í sömu átt og lögin um hafnarbótasjóð. Nokkur fleiri mál varðandi útveginn voru til meðferðar á hinu liðna þingi, flest þings- ályktunartillögur. Annars eru sum þýðingarmestu sjávarút- vegsmálin bundin skattgjöld- um útgerðarinnar og mun verða að þeim vikið síðar í þess ari grein. (Niðurlag.) Sextuysafmæli í DAG er sextug Kristjana S. Jónsdóttir til heimilis á Hverfisgötu 99A, hjer í bæ. — Hún er fædd á Granda í Dýra- firði 12. janúar 1884. Hún er gift hinum alkunna dugnað- armanni Þorkeli Guðmunds- syríi frá Bæ í Strandasýslu. Þau hjónin hafa alið upp þrjú fósturbörn og sýnir það best, hina stórbrotnu og fórnfúsu lund þeirra hjóna. - Það pem sjerstaklega ein- kennir Kristjönu, er bjartsýni og hin jafna glaða lund henn- ar. •— I dag mun verða gest- kvæmt á heimili Kristjönu, því við munum heimsækja hana, vinir og vandamenn, með inni- legu þakklæti og hjartanlegum hamingjuóskum á þessum merku tímamótum æfi hennar. Guð blessi*þín ókomnu ævi- ár. Vinur. SKOTIÐ Á ÍTALSK- AR BORGIR. London í gærkveidi. — Bresk- ir tundurspillar hafa verið á sveimi iangt uppi á Adriahafi og skotið á nokkrar borgir á ströndinni, - ennfremur járn- | brautarlestir og strandvirki. — ■ Auk þessa söktu tundurspill- 1 arnir 4 seglskipum. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.