Morgunblaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 9. tbl. — Fimtudagur 13. janúar 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. Þjóðverjar hðrfa við Casslno MESTL LOFTORUSTUR STRÍÐSINS London í gærkveldi. ÞJÓÐVERJAR hafa yfirgef- ið þorpið Cervaro, nálægt Cassino á vígsvæði fimtahers- ins , en ekki hefir enn frjest Um það, að bandamenn sjeu komnir til .þorpsins., en barist er harðlega um fjall eitt nokkru norðar, Monte Capraro að nafni, og veita Þjóðverjar þar hart viðnám og virðast hafa fengið nokkurn liðsauka, þar á meðal rnehn úr Hermann Göring her- fylkinu fræga, og eins fjalla- hersveit eina. Veður hefir brugðið til hins verra aftur með miklum leys- ingum og vatnselg á vígstöðv- unum, og hafa bardagar því verið nokkru minni en undan- farna daga. Bretar hafa sótt nokkuð fram hinum megin við þjóðveginn til Róm, en Cassino og varnarstöðvar Þjóðverja þar umhverfis er það, sem hindrar bandamenn í að ná valdi á þess um mikilvæga vegi. Framvarðaskærur eru háðar á vígstöðvum áttunda hersins ög einnig er þár stöðugt mikil fallbyssuskothríð. Orustuflug- vjelar bandamanna hafa ráðist að stöðvum Þjóðverja. — Reuter. Þetta er Hirohito Japanskeisari, sonur sólarinnar, hinn dularfyllsti allra þjóðhöfðingja. sem miljónir manna álíta goðborinn og' tigna sem guð. — Um hann flytur blaðið grein á 7. síðu í dag, og er hún eftir hinn fræga rithöfund John Gunther. Rússor byrjo sókn veston Gomel Hafa tekið Sarny London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. RÚSSAR hafa enn byrjað nýja sókn, að þessu sinni fyrir vestan Gomel, þar sem þeir segjast nú hafa sótt fram um 15 km. í tveggja daga áhlaup- um á 28 km. breiðri víglínu, og segjast þeir hafa tekið þar all- rharga bæi og þorp. Þjóðverj- ár hafa undanfarna daga tal- að um bardaga á þessum slóð- um, en takmark Rússa með Sókninni virðist vera að taka bæinn Mosiev, sem er fyrir norðaustan Pripetmýrarnar. Munu hersveitir Rússa nú vera 16 km. frá bæ þessum. Taka Sarny. , Stalin gaf út dagskipan í dag um töku Sarny, fyrsta stóra bæjarins, sem Rússar hafa enn náð í Póllandi. Hafa Rússar einnig náð þar mikilvægri járnbraut á vald sitt á allstóru svæði, eri ekki er getið um frekari framsókn á þessum slóðum í herstjórnartilkynning Unni í kvöld. ITkrainuvígstöðvarnar. Einhverjar hörðustu orustur, sfem lengi hafa verið háðar í Rússlandi, geisa nú fyrir áust- an ána Bug, suðaustur af Vin- itsa, þar sem Þjóðverjar stefna fram miklu skriðdrekaliði, til þess að vernda hinar mikilvægu samgönguleiðir sínar milli Lwov í Póllandi og Odessa, en mikils er um vert fyrir Þjóð- verja að halda þeirri leið op- inni sem lengst. Fyrir suðvest- an Kirovograd og við Byelaya Tserkov geisa einnig miklir bardagar, og segja Rússar, að þar sjeu engin lát á gagnáh'laup um Þjóðverja, sem segjast sjálf ir hafa unnið nokkuð á nærri Kirovograd. KRÍMSKAGINN. Þar segja Þjóðverjar frá æð- isgengnum bardögum við mik- ið landgöngulið Rússa, sem komist hafi í land hjá Kerch, og segir, að barist hafi verið þarna allan daginn í gær af mikilli grimd. STÓRTJÓN í RJUKAN Frá norska blaðafulltrúanum: — Eitt hinna frjálsu norsku blaða skýrir frá því, að tjónið af árás Améríkumanna á stöðv ar Norsk Hydro við Rjukan hafi numið 11 miljónum króna, en við Knaben um 1.5 milj. kr. 281 Frakkar fyrir herrjetti Algiers í gærkveldi Rjettarhöld eru mi hafin yfir 287 Frökkum, sem þjóð- frelsisúefndin svokallaða hjer hefir látið handtaka og ákært fyrir landráð og fleira. Með- al hinna handteknu eru ýmsir ktumir nfenn, svo sem Flandin, fyrv. forsœtisráðherra Frakka, Peyrouton, fyrrum landsstj. í Algier, Boisson, fýrrum lands stjóra í Vestur-Afríkunýlend- um Frakka, Bergeret flughers liöfðingi fyrrum ráðherra í Vichystjórninni. Það or tle Menthon dómsfulltrúi nefndar- innar, sem hefir þessi saka- mál með höndum. — Reuter. CLARK OG PATTON FÁ HEIÐURSMERKI. London í gærkveldi. — Breta- konungur hefir látið sæma all- marga ameríska hershöfðingja á Miðjarðarhafssvæðinu bresk- um heiðursmerkjum fyrir hraustlega framgöngu í stríð- inu. Eru þeir Mark Clark, stjórnandi fimta hersins og Patton, sem áður stjórnaði 7. hernum, á meðal þeirra. 700 amerískar ftug- vjelar ráðast á MLð-Þýskaland Mikið flugvjelatjón aðila London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. EINHVERJAR ÓGURLEGUSTU LOFTORUSTUR, er sögur greina frá, voru háðar yfir Þýskalandi í gær, og eru nú fyrst að berast af þeim nákvæmar fregnir, sem ekki eru þó'enn alveg tæmandi. Orustur þessar voru háð- ar, er 700 amerísk flugvirki og Liberatorflugvjelar, varð- ar orustuflugvjelum, flugu til árása og orustuflugvjela- smiðjur Þjóðverja við Achersleben, Halberstadt og Bruns wick, en í smiðjum á þessum stöðum er unnið að sam- setningu á orustuflugvjelum af gerðunum Messerchmitt 110, Focke-Wulf 190 og Junkers 88. Sænska þingið kemur saman RÍKISÞING Svía var sett þ. 11. jan. s.l. og sagði Gústav konungur meðal annars þetta í hásætisræðu sinni: Örlögin hafa leikið hinar norrænu grannþjóðir vorar hart. Þrautir þeirra valda okk- ur djúpum trega, og við tökum af hjarta þátt í vonum þeirra um að öðlast bráðlega aftur frið og frelsi. Vjer trúum því, að oss verði mögulegt að kom- ast hjá því að dragast inn í stríðið, en ástandið í heiminum er þó svo óvist og hættulegt, að ekki má á nokkurn hátt slaka á því að vera á varðbergi og búinn til hvers sem er. Sú vörn frelsis vors og sjálfstæðis, sem falin er í samheldni þjóðarinn- ar og vígbúnaði vorum, er sterk, og verður henni haldið við til þess að skjöldur frelsis vors verði styrkur, hvað serp kann að koma. Vjer verðum að léggja að oss, ekki aðeins vegna eigin velferðar, heldur jafnvel til á- taka í því skyni að hjálpa til við það að byggja heiminn upp aftur. Friður sá, sem vjer höf- um notið, skuldbindur oss til þess að vinna af megni fyrir mannúð og sáttfýsi. Jeg er þess fullviss,'að hafa alla þjóðina að baki mjer, þegar jeg segi, að, það sje innileg ósk vor að geta orðið að liði á þessum sviðum'i I fjárlagafrumvarpinu cvu tekjurnar áætlaðar 3.106 inilj- ónir, en gjöldin 3.774 miljónir, þar af 1.817 miljónir til land- varnarma. Greiðsluhallinn veið ur því 668 milj. króna. Flugmenn Bandaríkja- manna segja árásimar hafa verið árangursmiklar, þótt sprengjuflugvjelar hafi þurft að berjast við orustu- flugvjelar Þjóðverja allan tímann, sem þær voru yfir Þýskalandi. En það kveður við allt annan tón hjá Þjóð- verjum, sem segja þessar viðureignir mesta. loftsigur, er þeir hafi nokkru sinni unnið, þar sem þeir hafi skotið niður 134 flugvjelar alls, þar af 124 4-hreyfla sprengjuflugvjelar, og sjeu þó varla öll kurl komin til grafar enn um tjónið. Ekki gátu Þjóðverjar síns eigin tjóns. Aukatilkynning Um þessar orustur gaf þýska herstjórnin meira að segja út aukatilkynningu, þar sem þeir segja, að árás- irnar hafi mishepnast ger- samlega, er orustuflugvjel- ar hafi truflað sprengjuflug vjelarnar svo, að lítið hafi orðið úr því, að þær gætu skemt skotmörk sín, og mörgum verið grandað áð- ur en þær komust á árásar- staðina. Bandaríkjamenn hafa til- kvnt, að eftir því, sem enn sje best vitað, hafi um 100 þýskar orustuflugvjelar ver ið skotnar niður, en alls hafi farist 59 amerískar sprengjuflugvjelar og fimm orustuflugvjelar. Er þetta mesta tjón, sem Bandaríkja menn hafa enn beðið í árás á Þýskaland. Þriggja mínútna hlje Einn af flugmönnum Bandaríkjamanna segir, að sprengjuflugvjelahópur sá, Fraxnh. á 2. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.