Morgunblaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudag'ur 13. janúar 1944, Lýðveldisstjórnarskráin lögð fram á Alþingi Einnig þingsályktun um niðurfelling sambands- lagasamningsins Á ALÞINGI í gær voru lögð fram tvö höfuðmálin, sem þingið fær að þessu sinni um að fjalla. Þessi mál eru: 1) Frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins íslanda. Er það fyrsta mál þingsins og lagt fyrir neðri deild. 2) Tillaga til þingsályktunar um niðurfeliing dansk- íslenska sambandslagasamningsins og um rjett danskra ríkisborgara, heimilisfastra á íslandi. Er það annað mál þingsins og lagt fyrir sameinað þing. Laxfoss sfrandaður Laxfoss á strandstaðnum: Myndin er tékin úr Örfirisey, og er skipið í um 200 metra fjarlægð frá ey n 11 i. Hæpib að Laxfoss náist út Botninn mikið brotinn SKIPSHÖFNIN Á ÆGI vann að því í gærdag, að at- huga möguleika á því að ná Laxfossi af skerinu við Eff- ersey. Verður að svo stöddu ekkert fullyrt hvort nokkur tök verði á að ná skipinu út og jafnvel talið fremur hæpið. ..... I ■ ■■ I 'jy s-sir.vmmt Bæði þessi mál eru flutt af ríkisstjórninni, en milli- þinganefndin í stjórnar- skrármálinu hefir gengið frá þeim báðum. Lýðveldisstjórnarskráin Frumvarp milliþinga- nefndarinnar er lagt fram óbreytt, eins og nefndin gekk frá því og fylgir álit •og greinargerð nefndarinn- ar. Þetta mál er lesendum blaðsins svo kunnugt, að ó- þarft er að rekja efni þess hjer, enda hafa tveir fvrstu kaflar frumvarpsins verið birtir hjer í blaðinu nú ný- lega, en í þeim eru þær meginbreytingar, sem gerð- ár verða á stjórnskipan landsins. Svohljóðandi greinargerð fylgir frumvarpinu af hálfu ríkisstjórnarinnar: ,,Samkv. þingsályktun- ,um 22. maí og 8. sept. 1942 setti Alþingi nefrttl til at- hugunar á breytingum þeim er gera mætti á stjórnskip- unarlögum landsins samkv. stjórnarskrárbreytingu, er staðfest var 15. desember 1942, og gera þyrfti, er stofnað yrði lýðveldi á ís- landi. Tillögur sínar um þessar breytingar á stjórn- arskránni, ásamt skýrslu um skipun nefndarinnar ■og störf, sendi nefndin for- sætisráðherra með brjefi 20. apríl f. á. til geymslu. Þann 30. nóv. f. á. ákváðu þrír íiokkar þingsins að bindast fyrir því, að stofnun lýð- veldis yrði samþykt á Al- þingi því, er saman kemur 10. janúar 1944. Ríkis- stjórnin, sem er samþvkk þessu áformi, hefir talið rjett að leggja frumvarp nefndarinnar til stjórn- skipunarlaga um stjórnar- skrá lýðveldisins íslands fyrir Alþingi óbreytt. Er gert ráð fvrir því, að Alþingi skipi nefndir til at- hugunar frumvarpinu, og mun stjórnin þá koma á framfæri þeim tillögum til breytinga á einstökum á- kvæðum frumvarpsins, sem hún telur æskilegar. Að öðru leyti skírskotast til skýrslu og athugasemda st j órnarskrárnefndar, þeirra, er hjer fylgja“. — (Álit milliþinganefndar með skýringum, er því næst prentað í heilu lagi). Niðurfelling sambands- lagasamningsins Þingsályktunartillagan um niðurfelling dansk-ís- lenska sambandslagasamn- ingsins og um rjett danskra ríkisborgara, heimilisfastra á Islandi, er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að lýsa 3?fir því: að niður sje fallinn samn- ingur sá, sem fólst í dansk-íslenskum sam- bandslögum frá 1918, að allir danskir ríkisborg- arar, sem þegar hafa öðlast heimilisfang á ís- landi, skuli, þar til öðru vísi verður ákveðið með lögum, halda jafnrjetti við íslenska ríkisborg- ara. Ályktun þessa skal leggja undir atkvæði allra kosn- ingabærra manna í landinu til samþyktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg. Ályktunin tekur gildi, er Alþingi hefir samþykt hana af nýju, að afstaðinni þessari atkvæða- greiðslu“. Tillögunni fylgir svohljóð- andi greinargerð frá ríkis- stjórninni: __________ Stjórnarskrárnefndin hef- ir samiðjiramangreinda til- lögu og sent stjórninni hana, ásamt stjórnarskrár- frumvarpi sínu, með brjefi 20. apríl f. á. Stjórnin hefir ákveðið að flytja tillögu þessa óbreytta á Álþingi. — Gert er ráð fyrir því, áð Al- þingi skipi nefnd til að at- huga tillöguna, og mun stjórnin þá koma á fram- færi tillögu til breytingar á tillögunni, er æskileg kynni að þykja. Að öðru leyti vísast til at- hugasemda við stjórnar- skárfrumvarp það, sem stjórnin leggur fram í neðri deild. Glæpum fer fækk- andi í London ÞAÐ er álitið að í ljós komi, er yfirlögreglustjóri Lundúna- borgar gefur innanríkisráð- herranuin ársskýrslu sína í ])etta sinn, að síðan 1937 irafa ekki verið drýgðir færi-i alvar- legir glæpir í borginni en í ár (1943). Minna mun hafa verið um innbrot. en nokkru sinm áður, þótt hinn mikli gimsteina þjófnaðafaraldur gengi um West End í mánuðumnn sept- embei; og októlrer. * Þá tvo mánuði eina voru tilkynt 1,603 innbrot og inn- brots])jófnaðir, og voni 489 meiin handteknir í því sam- bandi. Það er álitið að fámenn ur, æfður flokkur háfi staðið að flestum innbrotunum í West End. f Tuttugu og eitt morð hafa verið drýgð á árinu í London og úthvcrfum, þar af hefir komist upp um öll nema eitt, hver valdur var að ódæðinu. Þrátt fyrir hinn óskaplega fólksfjölda í borginni, hefir heldur dregið úr fjölda þeirra rána, sem komið hafa fyrir, en þau voru flest framin er myrkvuð var borgin, menn barðir og rændir. Slíkt kom fyrir 150 sinnum árið 1942. Næturlífið í London hefir tekið mikluni framförum, síð- an lögreglan ljet loka mörg- um miður sæmuegum nætur- klúbbum. Loks hefir drykkjuskapar- afbrotum fækkað rnjög, meira að segja svo, að á síðasta ári voru þau helmingi færri en síðasta árið fyrir stríðið, og var þó lítið um þau þá. 700 norskir stúdentar til Þýska- lands Frá norska blaðafulltrúanum. FRÁ STOKKHÓÓLMI er símað, að sænsk blöð skýri frá því, að Þjóðverjar hafi á laug- ardaginn var flutt 400 norska stúdenta til Þýskalands. Með sömu ferð voru fluttir 60 fang- ar, sem verið hafa í fangabúð- unum á Grini. Stúdentarnir vbru í þýsku fangabúðunum í Stavern, 10 km. fyrir sunnan Larvik. Þeir voru fluttir til Larvik með leynd og þar í skip, er skyldí sigla með þá til Þýskalands. —■ Eru þá alls um 700 norskir stú- dentar farnir til Þýskalands. Enda þótt Þjóðverjar hafi látið hópa af stúdentum lausa, alls nokkur hundruð, af þeim, sem teknir voru höndum í nóv- emberlok, hefir þýska leynilög- reglan haldið áfram að leita uppi þá stúdenta, sem sluppu þá úr klóm Þjóðverja. Hefir það því komið í ljós, að mót- mæli Svía í Berlín gegn stú- dentahari'dtökunum hafa engan árangur borið. Hasley ræðir Kyrrahafsstríðið Washington í gærkveldi, HASLEY flotaforingi, yfir- maður Kyrrahafsflota Banda- ríkjamanna, sagði í viðtali við blaðamenn í gær, að japanski flotinn hefði goldið allmikið afhroð í viðureignum við Banda ríkjamenn. „Jeg býst við“, sagði Hasley, „að verða viðstaddur úrslitaorustuna“. Hasley sagði það vera líklegt, að Japanár söfnuðu saman herskipum og flugvjelum nærri heimastöðv- um sínum, til þess að vera við- búnir árásum þar. Einnig lýsti hann því yfir, að Bandaríkja- flotinn væri reiðubúinn að mæta Japönum hvar og hvenær sem væri. Hasley sagði, að japanski kaupskipaflotinn væri orðinn illa útleikinn af árásum banda- 1 manna, bæði flugvjela- og kaf- bátaárásum, en ýmsir vitnis- burðir bentu í þá átt, að Jap- önum myndi takast að bæta sjer upp tjón á beitiskipum og flug- vjelaskipum, og stefndi skipa- smíðaáætlun þeirra að þessu, en það vonum við að gangi ekki vel“, sagði Hasley. „Jeg býst við, að árásir Japananna hafi dvínað sökum framleiðslu erf- iðleika og vegna þess, að við veitum þeim mörg högg og þung“, sagði Hasley, og einnig að japanskar flugvjelar væru altaf að batna, en þá vantaði ■ mjög góða flugmenn, og væri það alvarlegra en þótt lítið væri af flugvjelum. „Herstyrkur vor er altaf að aukast“, sagði Hasley. „Við höfum nú greinilega yfirburði í lofti og á sjó, og þjer getið verið vissir um það, að þjarm- að verður að Japönum úr öll- um áttum. — Reuter. Kafari hefir skoðað botii skipsins og segir hann mikiðj skemdan. Það er eingöngm undir veðrinu komið, hvort nokkur von er til að ná Laxi íossi af skerinu. Verði vtöm* þannig, að menn geti unniði við nauðsynlega þjettingu á] botninum og annað, sem geraj þarf áður, en hægt er að hugsa' til að draga skipið af skerinu„ er ekki alveg vonlaust, að, Laxfoss náist út eftir rnikla vinnu. 1 gær tókst að þ.jetta' nokkur göt á botni skipsinS og var unnið áfram í nótt aðj gera við Laxfoss. Ekki hefir tekist að bjarga} neinu áf pósti, eða farþega-t fararigri úr Laxfossi, öðru eií því, seni rekið hefir. Er lnætta' á, að þó cinhverju ver'ði náð, þá sje það nú orðið mjög illaJ farið eftir að háfa legið í sjói svo lengi. ----»■■*-■*-- r >• — Loftárásir Framh. af bls. 1. sem flugvjel hans var í, hafi haft frið fyrir þýskurn orustuflugvjelum í einar 3; mínútur af þeim tíma sem þær voru yfir Þýskalandi, en annar segir frá því, að einhverju sinni hafi heill hópur af Messerschmitt 110 orustuflugvjelum ráðist á flugvjelahóp hans og skot- ið að honum úr rakettubvsa um, en síðan komið nær, sumar í ekki nema 50 feta fjarlægð og skotið af fall- byssum. Er þetta til marks um hörkuna í bardögunum. London í gærkveldi. — I gær gerðu flugvirki frá N.-AfríkU mikla loftárás á Pireus, hafnar- borg Aþenu og var árás þess- ari svo fylg't eftir af breskum Wellington-flugvjelum, sem rjeðust á borgina í nótt sem leið. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.