Morgunblaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 13. janúar 1944. • ' Alt á sama stað Bílafjaðrir, fram og aftur í Studebaker, Ford, Chevrolet og fl. teg. líremsuvök' j .emsuborð- borðar í j^cttuin" og metratali. ' Bílabón/ Bónklútar. Brettamillilegg, Bílaperur. Blöndun gar, Boddýskrúf- ur. Boltar, rœr og skífur. Fram fjaðraklemmur. Fram- og afturluktir. Frotslögur „Preston“. Ilraðamælisleiðslur. Hurðarlamir, Hurðarhún- ar. Kúlule gur, , ,Fa fnir‘ ‘, Rúllulegur ,,Timken“. Rafkerti, Pakningar. Koplingsdiskar og borðar.|> Rúðuvindur. Rafmagns-Bensíndælur. Rafgeymar, Rafleiðslur. Sagarbogar, Sagarblöð. Skrúfjárn, smá og stór. Stimplar og Stimpilhringir margar tegundir. Skrár og tangir. Yökvabremsuhlutar. MIÐSTÖÐVAR. Viftureimar. Þjettikantur, Þakrennúr, og margt fl. til bifreiða. ÁYALT MEST ÚRVAL Á ÍSLANDI, AF ÖLLU TIL BIFREIÐA- Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. H.f. Egill Vilhjálmsson Laugaveg 118. Reykjavík. Takið eftir Steinhús við Laugaveg til sölu. Tvö herbergi og eldhús laust til íbúðar, nú þegar. Þriðja herbergið, tilheyrandi sömu íbúð, laust 14. maí n. k. Sanngjarnt verð- Lítil útborgun. Þeir, sem vilja sinna þessu, sendi tilboð til blaðsins fyrir 15. jan. merkt „500‘ Saumakona — Drengjaiatnoður Kvennmaður, sem getur tegið að sjer að standa fyrir hraðsaumastofu, er saumar drengjaföt ásamt fleiru að líkri gerð, getur fengið atvinnu hjá góðu fyrirtæki. er hefir allar nýtísku vjelar, bjart og gott húsnæði. Umsækjandi þarf að geta tekið til starfa eigi síðar en 1. mars þ. ár. Umsókn með kaupkröfu ásamt því hvar viðkomandi hefir unnið áður, send- ist Morgunblaðinu fyrir 20 þ- m. merkt „Drengjafatnaður“. ♦.♦♦.♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦$««*♦♦♦• Best aD auglýsa í iVlorgunblaðinu Gífurlegt tjón af sprengingum í Oslo Frá norska blaðafulltrúanum. FREGNIR frá Osló herma, að milli 50 og 60 mánns hafi far- ist eða sje saknað eftir hinar miklu sprengingar í Oslóhöfn fyrir skömmu. Hingað til hafa fundist 31 lík, eru þau flest af Norðmönnum. Annars er von- ast eftir, að flestir þeirra, sem saknað er, sjeu á lífi. Tiltölu- iega fáir særðust alvarlega, en fleiri hundruð manns hlutu minni meiðsli. Meira en 250 byggingar á svæðinu milli hafn arinnar og höfuðgatnanna Karl Johans gate og Drammensvei- en, eyðilögðust. Fjöldinn allur af þessum húsum brann til ösku, og önnur hrundu algjör- lega. Rúður brotnuðu um alla borgina og meira að segja í hús um utan hennar. Menn, sem metið hafa tjónið lauslega, á- ætla það nema um 50 miljón- um norskra króna( um 75 milj. ísl. króna), en tekið er fram, að ekki sje neitt nákvæmt mat fyrir hendi. Brelar sækja fram í Burma Newdehli í gærkveldi. I herstjórnartilkynningu Mountbattens yfirhershöfð- ingja í dag segir, að breskar hersveitir hafi sótt nokkuð fram fyrir vestan Mayu-hæð- irnar og tekið ýms virki Jap- ana. Einnig sóttu þær nokkuð fram á miðvígstöðvunum. Loft- árásum var haldið uppi á stöðvar japana á Mayu-skagan um og einnig var ráðist á járn- brautarlestir á brautinni frá Lashio til Mandalay og járn- brautarbrú ein var löskuð. — Reuter. l^cT<oJu x. Jller^MnWaítÓ (Xf \ hxyrrux ■ÍLOjmrux daxx Svíar beita sjer fyrir frekari stríðsfanga- - skiftum Umsvifamikið starf Rauða krossins Varaformaður sænska Rauða Krossins, Folke Bernadotte greifi, hefir nú gefið yfirlit yfir nýafstaðna för sína til Sviss og Þýskalands. í þess- ari ferð var rætt um hjálpar- starf sænska Rauða Krossins eftir stríðið, og jafnvel einnig um möguleika á því að fanga- skifti kæmust á af nýju milli ófriðaraðila. Yfii*stjórn sænska Rauða Krossins hefir ákveðið, að bera fram tillögu þess efnis, að bæði Alþjóða Rauði. Krossinn í Genf, og sænski Rauði Kross- inn fari þess á leit við stjórnir ófriðarlandanna, að þær taki af.tur upp skifti á stríðsföngum, bæði' særðum mönnum, hjúkr- unarliðum og óbreyttum borg- urum, sem kyrsettir hafa ver- ið. Bernadotte greiíi hafði meðferðis brjef, undirritað af Karli Sviaprins og stílað til for seta hins alþjóðlega Rauða Kross um þessi mál. Samþykti yfirstjórn Rauða Krossins í Genf þessar tillögur. Þá tilkynnir Bernadotte greifi, að hann hafi heimsólt tvær af alþjóðastofnunum Rauða Krossins í Genf, ,,Fyr- ilgreiðslustofnun stríðsfanga”, og „Hjálparstofnun til handa stríðsföngum”. Fyrri stofnun- in hefir með h'önclum skrán- ingu fanganna og kemur áleið- is fyrirspurnum um fangana í hinum ýmsu löndum. Jafnvel er þarna unnið að því að reyna að komast fyrir það, hvort her- menn hafa fallið eða verið tekn ir til fanga. „Jeg fekk tæki- færi til þess að fylgjast með gangi slíkra rannsókna, og gat sjálfur sannfært mig um það, með hve dæmalausri nákvæmni ferill hvers einstaks var rann- sakaður. í þessari deild starfa um 3000 manns, og yfir 28 miljónum brjefa hefir verið svarað síðan ófriðurinn hófst“, sagði Bernadotte. „Hjálparstofnunin” hefir með höndum úthlutun gjafa til stríðsfanganna og eru nú sem stendur í Sviss hvorki meira nje minna en 11 birgðastöðvar þar sem gjafir til fanga eru geymdar og sundurgreindar og er gólfflötur stöðva þessara alls 30,000 fermetrar. Aðeins frá Bandaríkjunum koma nú ein miljón og eitt hundrað þús- und pakkar á mánuði. Uppástunga Carls prins í þá átt að koma á skiftum á íleiri særðum hermönnum, sem eru fangar, er tíðindi, sem fagnað er í Svíþjóð, og hafa mörg blöðin hrósað henni mjög og fagnað því að Alþjóða Rauði Krossinn vill fram- kvæma tillöguna. Það er ekki mikið, sem hlut- lausar þjóðir geta gert til hjálpar á tímum ófriðar eins og þessum, þar sem svo að segja allur heimurinn berst. Möguleikarnir til þess að lina þjáningarnar eru tiltölulega fáir. Þessvegna er það enn meir áríðandi, að allt verði framkvæmt, sem á nokkurn hátt er mögulegt. Fangaskiftin miklu, sem fram fóru í okt. s.l. í Gautaborg og í höfnum við Miðjarðarhafið, voru 7ram- kvæmanleg, þótt þau mistækj- ust fyrir tveim árum siðan,' er alt var þegar komið svo langt, að fara átti að flytja hina særðu á skipsfjöl. Þetta sýnir, hve mikils virði það er, að hjálparstofnanir gefist ekki upp, heldur vinni ótráúðar á- fram, segja sænsku blöðin. <?,$>^>«K5;^$x®k$k$x^x$x$kJx^kSxÍxJxÍx$xÍx$x$k$>^><$x^x$x$>^k^x$x$xJkÍ>^k$x$kJxíxíxÍk$> Fóðurblanda fyrir varphænur Framleiðum ágætis fóðuTblöndu fyrir varphænur. Leiðarvísir fylgir hverjum poka. Fiskimjöl h.f. i I Sími 3304. Hafnárstiteti 10. Reykjavík. Sími 3304

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.