Morgunblaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 13. janúar 1944. Afttfrififtibí Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriítargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands 1 lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Fyrstu þingmálin TVÖ MÁL hafa verið lögð fram á Alþingi. Þessi mál eru: 1) Frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórnar- skrá lýðveldisins íslands og 2) Tillaga til þingsályktunar um niðurfelling dansk-íslenska sambandslagasamnings- ins og um rjett danskra ríkisborgara, heimilisfastra á íslandi. Ríkisstjórnin flytur bæði þessi mál inn í þingið, en þau eru samin af milliþinganefndinni í stjórnarskrármálinu og lögð fyrir þingið óbreytt, eins og nefndin gekk frá þeim. Rjett var, og reyndar sjálfsagt, að þetta yrðu fyrstu málin, sem þingið fær til meðferðar að þessu sinni. — Þingið er beinlínis kvatt saman til þess að ganga end- anlega frá þessum málum. Hjer er um að ræða eitt og sama málið, sjálfstæðismálið, enda þótt það sje á tveim- ur þingskjölum, sem verður að vera formsins vegna. Nú reynir á þingið, að það vinni skjótt og vel. Ágrein- ingur er um fáein atriði í lýðveldisfrumvarpi milliþinga- . nefndarinnar, einkum varðandi val og valdsvið forseta. Þenna ágreining verður þingið að jafna og velja þá lausn, sem þjóðinni er geðfeldust. Þjóðin á að hafa síðasta orð- ið um stjórnarskrána og því ríður á, að þar sjeu engin ákvæði, sem henni eru ógeðfeld. Aðalatriðið er, að þjóðin geti staðið sem einn maður á úrslitastundinni, því að það verður hennar mesti styrkur út á við. Rödd þeirra fáu manna, sem vilja halda sambandinu við Dani áfram um óákveðinn tíma, fær engan hljóm- grunn hjá þjóðinni. Barátta þeirra er vonlaus. Öllu snúið öfugt ÞEIM KOMMÚNISTUM hefir ekki of vel líkað, er á það var bent hjer í blaðinu fyrir skemstu, hvernig þeir, að ófyrirsynju reyndu að telja sjer til flokkslegra inn- tekta hvers kyns umræður um umbætur og bætt lífs- kjör fólksins að stríði loknu, — alt tal um betri eða ,,nýj- an heim“. Þjóðviljinn reynir að klóra í bakkann með sínum vana- legu aðferðum. Á það var bent hjer, að ekki stæðum við íslendingar í þakkarskuld við kommúnismann fyrir stór- fenglegasta og glæsilegasta framfaratímabil þjóðarinnar á síðasta mannsaldri, er sannarlega hefði fært þjóðinni ,,nýjan heim“ bættrar lífsafkomu, nýrra möguleika og stórstígustu framfara. Af þessu dregur nú Þjóðviljinn þá spaklegu niður- stöðu, að með hverju því, sem'Morgunblaðið kunni að segja um nauðsyn umbóta og framfara, meini það ekkert annað en kyrstöðu, að „alt verði í gamla horfinu“. Að vitna til glæsilegasta og stórstígasta framfaratíma- bils þjóðarinnar sem verðugs fordæmis til eftirbreytni í framtíðinni, heitir á máli Þjóðviljans, að „vilja kyrstöðu“. Þeir, sem temja sjer að snúa öllu öfugt ef verkast vill, í skjóli þeirrar lífsskoðunar, að í pólitískum áróðri helgi tilgangurinn meðulin, gera sig oft hlægilega. Þannig hef- ir Þjóðviljanum farist nú sem oft áður. Þess er skemst að minnast, er kommúnistar hugðust að fremja tilræði sín við nýbyggingarsjóði útgerðarinnar á síðasta þingi með skattatillögum sínum, að þá hjet þetta tiltæki í Þjóð- viljanum: „Mikil aukning nýbyggingarsjóðanna og trygg- ing þeirra“. Sagt var, að Morgunblaðinu blöskraði að vísu, „en sjómönnum og öðrum, sem eiga afkomu sína undir nýbyggingu fiskiskipa, finst annað“. Er þessu fór fram vildi svo til, að sjómenn höfðu einmitt harðlega mót mælt skattabrölti kommúnista sem stórhættulegu fyrir útveg landsmanna. Og stjórn Farmanna- og Fiskimanna sambands íslands, sem ítrekaði mótmæli sjómanna, benti Alþingi á, að þau væru „ekkert orðagjálfur, heldur alvöru þrunginn vilji allrar sjómannastjettarinnar, án tillits til allra pólitskra fiokkssjónarmiða“. En Þjóðviljanum ofbauð ekki að snúa öllu öfugt, af því að flokkssjónarmiðin kröfðust þess. Steinunn M. Þorsteinsdóttlr F. 18. ág. 1867. D. 4. jan. 1944. í DAG er til moldar borin sæmdarkonan Steinunn M. Þorsteinsdóttir, f. 18. ágúst 1867 í Úthlíð í Biskupstungum. Árið 1878 fluttist hún að Breiðumýrarholti í Stokkseyr- arhreppi, ásamt foreldrum sín- um, Þorsteini Þorsteinssyni frá Úthlíð og konu hans Guðlaugu Stefánsdóttur frá Brekku í Biskupstungum, Gunnarssonar frá Hvammi á Landi af hinni eldri Hvammsætt. Móðir Guð- laugar var Oddbjörg Hákonar- dóttir hins ríka á Stafnesi. Afi Steinunnar, Þorsteinn í Úthlíð, Þorsteinssonar á Hvoli, Þorsteinssonar í Kerlingardal, Steingrímssonar. Þorsteinn í Úthlíð ólst upp hjá frænda sín- um, síra Steingrími Jónssyni prófasti í Odda, síðar biskupi, sem studdi Þorstein til náms í Kaupmannahöfn. Þar var hann þrjú ár og lærði garðyrkju, kom svo heim og giftist Stein- unni Jónsdóttur frá Drangshlíð undir Eyjafjöllum, systur síra Kjartans Jónssonar prófasts í Skógum, eru þessar ættir fjöl- mennar og kunnar. Kona Jóns í Drangshlíð var Þuriður Guð- mundsdóttir frá Steinum, Jóns- sonar frá Selkoti, ísleifssonar, af hinni kunnu Selkotsætt. Steinunn Þorstéinsdóttir ólst upp heima hjá foreldrum sínum í Breiðumýrarholti þar til hún giftist 1894 eftirlifandi manni sínum Guðjóni Björnssyni, hin- um mætasta manni og ljúf- menni. Voru þau hjón samhent í öllu. Þeim varð tveggja sona auðið, Guðmundar kaupmanns á Skólavörðustíg 21 og Þor- steins, sem vinnur á skrifstofu borgarstjóra. Auk þess ólu þau upp systurdóttur Steinunnar sem sitt eigið barn. Steinunn Þorsteinsdóttir var öllum kostum búin, sem fyrir- myndar konu mega prýða, hún hafði góða söngrödd, hafði yndi af söng og hljóðfæraslætti, enda var henni það í blóð bor- ið, því í ættipni er margt fólk, gætt fjölhæfum listagáfum. Steinunn Þorsteinsdóttir var meðalkona á hæð, vel vaxin og sómdi sjer vel, hún var fríð eýnum og bauð af sjer góðan þokka. Fáskiftin, hæg og prúð í framgöngu. Steinunn var kona vel skynsöm eins og hún átti ætt til og einlæg trúkona. Hennar æfistarf var alt unnið fyrir ástvini hennar og heim- ilið, sem hún rækti með sóma og kostgæfni. Mjer koma í hug orð skálds- ins: Æfi þinnar yfir dag, eins og dýrðlegt friðarlag, við þig lífsins harpa hljómi, hlúðu að hverju veiku blómi, sem þú sjerð að þarfnast þín, þrek o^ kraftur uns að dvín. ■ Það var eins með Steinunni, hún lifði í friði við alla, hlúði að hinum veiku blómum. Þau Steinunn og Guðjón byrjuðu búskap á Efra Seli í Stokkseyr- arhreppi og svo síðar í Breiðu- mýrarholti og seinna aftur á Stokkseyri, en þaðan fluttust þaU til Reykjavíkur 1912 og hafa búið í sama húsi síðan. Framhald á bls. 8 Á morgun. ÞVÍ VERÐUR EKKI NEIT- AÐ, að það er eins og nú gangi eitthvað værðartímabil yfir ís- lefisku þjóðina. Menn eru farn- ir að taka lífinu svo undur ró- lega, alveg eins og ekkert liggi á. Það er ekki nema gott eitt, ef menn geta átt rólega daga, en það þá því aðeins að þeir bíði ekki tjón á sálu sinni, eða verði af einhverjum verðmæt- um, sem lífið hefir upp á að bjóða. Það er að verða algengara með hverjum degi, að Islend- ingar taki sjer til fyrirmyndar hinar suðrænni þjóðir og segi eins og Spánverjar: „Manana“ — á morgun —' þegar eitthvað þarf að gera. Ekki hvað síst er þetta að verða að algildri reglu á skrifs.tofum hins opin- bera, sem eru að fá á sig öll hin verstu einkenni skriffinsk- unnar og það, sem Bretar nefna ,,Red tape“. Ef komið er á opinbera skrif- stofu eða verkstæði og beðið um úrlausn í einhverju máli, þá er svarið jafnan: „á morgun“. En þegar maður kemur svo næsta dag, er enn sama svarið á reiðum höndum: „Ekki í dag — á morgun“. Svik á svik of- an, dag eftir dag. Dæmi eru til, að lofað sje að framkvæma þetta eða hitt „á morgun“, en ekkert verður úr framkvæmdum vik- um saman. Hvaðan þessi værugirni er komin, eða hversvegna virðist enginn vita, en þegar ein þjóð fer að nota of mikið þessa setn- ingu „á morgun“ og breyta eft ir því, eru það merki um, að ekki sje alt eins og það ætti að vera. Er ekki ástæða til að spyrna við fæti í dag og hugleiða hvort ekki væri rjett, að leggja þenna leiða sið niður, að „geyma það til morguns, sem hægt er að gera í dag?“ Steinninn yfirfullur. ÞAÐ GENGUR sú saga um bæinn, að svo mikið hafi hlað- ist upp af gestum í Skólavörðu- stíg 9, að þar sje ekki rúm fyr- ir einnn einasta mann, þótt bráðliggi á. Ekki veit jeg sönn- ur á þessari sögu frekar en hinni, sem gárungar bæjarins henda á milli sín þessa dagana, að þegar hitaveitan var lögð í Lögreglustöðina, hafi sprungið ofn í kjallaranum illræmda og allir næturgestirnir hafi verið reknir út á gaddinn um hánótt. Hitt er mjer aftur á móti kunn- ugt um, að sagan um handtöku sjera Bjarna, sem gengið hefir ljósum logum í 20—30 útgáfum undanfarna mánuði, er tilhæfu laus með öllu. En það verður aldrei komist hjá því, að sög- ur sjeu sagðar af vinsælum mönnum. Þegar byrjað er að segja sögur vilja sumir vera frumlegir og segja svo frá á sína vísu. Slúðursaga fæðist. HJER Á DÖGUNUM varð jeg vitni að fæðingu slúður- sögu. Það stóð svoleiðis á því að verið var að tala um Hita- veituna, þar sem nokkuð margt fólk var saman komið. Flestir vissu eitthvað að segja um mannvirkið og einkanlega í sambandi við óhepni þá, eða bil un, sem var á veitunni núna fyrir síðustu helgi. Einn sögumanna sagði t. d. frá því, að hann hefði hitt mann, sem vinnur hjá Hita- veitunni, og sá hefði sagt sjer, að það hefði orðið bilun á ann- ari aðalhitaveituæðinni og að geymarnir í Eskihlíðinni hefðu tæmst. Frá sjálfum sjer bætti hann við: „Mjer þætti ekki mik ið þótt heita vatnið yrði tekið aftur af einhverjum bæjar- hverfum, sem búin eru að fá vatn. Kannske þeir byrji þá að taka af vatnið í Norðurmýr- inni?“ Daginn eftir var jeg enn staddur með öðru fólki, og bar Hitaveituna enn á góma, en þá var sagan orðin á þessa leið í aðalatriðum: „Önnur hitaveituleiðslan er ónýt og báðir vatnsgeymarnir í Eskihlíð leka og halda engu vatni. Það er þegar farið að taka heita vatnið aftur af Norð- urmýrinni óg mun verða tekið af fleiri húsum á næstunni. — Þetta hefi jeg eftir manni, sem talaði sjálfur við mann, sem vinnur í Heitaveitunni“. Annars er þetta barnaæfin- týri.hjá sögunni urn Fære.ying- inn, sem átti að hafa komið út úr annari aðalleiðslunni frá Reykjum þegar verið var að skola út leiðslúna í haust. Sum- ir sögðu þá sögu og „höfðu fyrir satt“, að sá. gamli hefði heimt- að eftirvinnukaup frá því 'í ágúst. Fóturinn fyrir þessari sögu mun hafa verið sá, að við út- skolun á leiðslunni komu nan- kin-verkamannabuxur, eða ein hver önnur flík. En svona fæð- ast slúðursögurnar. Nábúar lýsisbræðslu- stöðvanna kvarta. MAÐUR, sem býr við Holts- götu hefir sent mjer brjefkorn um lýsisbræðslustöðvarnar í Vesturbænum. Hann segir: „Þegar jeg las greinina um Reyklausa bæinn hjá þjer á dög unum, datt mjer í hug, að fram kvæma það, sem við nábúar lýsisbræðslustöðvanna hjer í Vesturbænum höfum lengi haft hug á að gera, en altaf dregið, en það er að lýsa ofurlítið hvernig að okkur er búið. — Okkur bregður ætíð þegar við heyrum minst á hreinlega um- gengni utanhúss og reyklaust andrúmsloft. Hitaveitan mun ekki bæta neitt úr fyrir okkur hvað þetta snertir, því lýsis- bræðslustöðvarnar-halda áfram að spúa reyk og hvítri grútar- brælu yfir nærliggjandi hús, eftir sem áður. það er harla ömurleg tilhugsún, að eiga vort á, að þegar aðrir bæjarbúar eru lausir við reykinn, þá get- um við ekki komið út á lóðar- blett með börnin hvað gott, sem veðrið annars er, ef verið er að bræða grút. Vitanlega verður að loka öllum gluggum hjer í hverfinu vegna reyks og kanski ekki síður vegna fýlunnar, sem leggur frá grútarstöðvunum. Manni verður á að spyrja, hvort hægt sje að forsvara, að leyft er að byggja lýsisstöðvar innan um íbúðarhúsin. Þegar húsnæði verður aftur nóg í bænum flýr fólkið vitanlega eins fljótt og það getur úr þess- um hverfum og hver á þá að borga brúsann?11 Þannig var nú brjefið um lýsisbræðslurnar í veslarbæn- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.