Morgunblaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 13. janúar 1944. Svipað póstmagn um [hátíðarnar og í fyrra Rúml. 80 þús. jóla- og nýársbrjef SAMKVÆMT upplýsing- um, sem blaðið hefir aflað sjer hjá póststofunni í Reykja vík, var hátíða póstmagniði hjer svipað og í fyrra. Magn sumra póstsendinga fór bó fram úr því, sem það nokkru sinni áður hefir reynst t. d. bögglasendingar út mn ^gnd. •Tóla- og nýársbrjef og brjef spjöld, sem borin voru fróí póststofunni til viðtakenda í bænurn námu rúmiega 80 þús und, eða sem næst tvær brjefa sendingar á hvern íbúa. Auk þess voru fluttar nál. 3000 bögglasendingar heim til við- takenda um hátíðarnar, H.jer er aðeins um hátíðapóst að i-æða. Auk þess var svo allur venjulegur póstur, sem var býsna mikil, eins og ráða má af eftirfarandi yfirliti yfir póst er sendur var hjer frá póststofunni í desember s.l. Brjef og blöð 1138 pokar, þyngd 18474 kgr., bögglar í ]>okum 1457 pokar og lausir bögglar 681, þyngd 91,606 kgr. Alls 3,276 pokar og liausir bögglar, og þyngd póst- magnsins samanlögð 110,080 kílógrömm. Má af þessum tölum nokk- uð ráða hversu mikið ársmagn póstsins hjer er orðið, því þótt jóstmagnið, sem fer frá pósthúsinu í desember, sje eitthvað meira en aðra mán- uði ársins, munar það minstu, því aðalaukningin er á inn- anbæjar póstinum um hátíð- arnar. Athuga ber, að hjer er að- eins talið það póstmagn, sem sent var frá póststofunni. <3- talið er svo alt það póstmagn, sem hingað kemur frá öðrum, pósthúsum, innlendum og er- lendum, en um það liggja ekki en fyrir fullnaðar skýrslur. Innflutningur á vörum í bögglftpósti hefir minkað' mjög upp á síðkastið, en aftur á móti hefir magn brjefa, blaða og ýmisra krossbands- sendinga frá Englandi og Ameríku aukist stórlega frá því sem var fyrir stríð. Bólusófi geisar í Bengalhjeraði London í gærkveldi. Yfirmaður breska hersins í Bengaíhjeraði, Stuart hershöfð ingi, sagði frá því í gærkveldi, að bólusóttarfaraldur hefði komið á eftir hungursneyðinni í Bengalfylki. Sagði hann vera alvarlegan skort á bóluefni og mönnum til bólusetningar. — Hann sagði ennfremur, að kól- era geisaði enn í hjeraðinu, en væri heldur í rjenun. — Reuter Allögur að Marshalleyum Washington í gærkveldi. Flugvjelar Bandaríkjamanna hafa síðustu tvo daga gert miklar loftárásir á stöðvar Japana á Marshalleyjum, og komu allar aftur. Var einu kaup skipi Japana sökt, en® annað ttórlaskað. Einnig gerðu sprengj ur mikið tjón á hernaðarstöðv- um Japana á eyjunum. — Reuter. Loftárás á Formosa London í gærkveldi. Japanska herstjórnin tilkynti í dag, að óvinaflugvjelar hefðu ráðist á eyna Formosa við Kína strendur, en þar hafa Japanar miklar hernaðarbækistöðvar. — Ekki gátú Japanar um tjón, og ekki hefir enn heyrst um árás þessa frá bandamönnum, en líklegt er talið, að þarna hafi verið að verki amerískar flug- vjelar, sem bækistöðvar hafa í Kína, en þær hafa einu sinni áður gert árás á eyná Formosa. — Reuter. Fjórðungsþing fiskl- deilda Vesifjarða Frá frjettaritara vorum á ísafirði. Fjórðungsþingi fiskideilda Vestfjarða, sem haldið hefir verið hjer á Isafirði, lauk í gær. Þingið gerði meðal annars sam- þyktir um eflingu Fiskifjelags Islands, olíusölu, beitumál, tal- stöðvar í fiskiskipum og hafna- bætur, Fjórðungsstjórn var endurkosin, en hana skipa þeir Arngrímur Fr. Bjarnason, Kristján Jónsson frá Garðs- stöðum og Árni Gíslason. — STEINUNN ÞOR- STEINSDÓTTIR Framhald af bls. 6. Frú Steinunn M. Þorsteins- dóttir lagðist á aðfangadag jóla og andaðist þ. 4. þ. m. og fjekk hægt andlát á heimili sínu, þar sem ástríkur eiginmaður og ástvinir hennar hugsuðu um hana og önnuðust fram á sein- ustu stund. Það er birta yfir burtför hennar úr þessum heimi til heima ljóssins, þar sem er eilífur dagur. Ástvinir hennar geyma bjartar og fagr- ar minningar um hana, sem er þeim huggun og gleði. Blessuð sje minning hennar. Vigfús Kristjánsson. — HVAÐ AFREKAÐI ÞINGIÐ? Framh. af 5. síðu. það sama ástand sem nú er í starfsemi stjórnár og þings. Hitt væri þó æskilegra, -að nauðsynleg breyting til bóta færi fram á fyrri hluta ársins. Hvort sem það verður innan- þings samvinna um stjórn, eða sú tilraun að stefna til þing- rofs og kosninga. í persónulegum skilningi getum við flestir, sem störfum á þingi eða stjórn, mælst vin- gjarnlega við. í þeim ski'lningi óska jeg þeim öllum góðs kom- andi árs og þakka jafnframt það, sem vel hefir verið gert á þessu útlíðandi ári. Sú er samt óskin efst í huga, að þjóð- in öll fái á komandi ári að njóta gæfu og gengis og að henni auðnist að fá á því ári að njóta heilbrigðara stjórnar- fars en á þessu ári hefir verið. Akri 30. dés. 1943. Hörð sékn Þjéð- verja í Bosniu Lóndon í gærkveldi. TILKYNT er frá aðalstöðv- um Titos, að Þjóðverjar sæki nú hart fram með skriðdreka- liði í Bosníu og verði nokkuð ágengt. Sjálfir segja Þjóðverj- ar, að þeir hafi gjörsigrað nokkra skæruflokka í Mið- Bosníu, en aðrir hafi orðið að flýja upp í fjöll, eftir að hafa goldið afhroð í orustum. Segja Þjóðverjar, að Króatar berjist þarna með þýsku hersveitun- um. — Reuter. „JÓLANÁÐUNU NORSKRA FANGA. Frá norska blaðafulltrúanum: — Fregnir frá Osló herma, að hin svokallaða þýska jóla- náðun á norskum föngum hafi að þessu sinni náð til 300 fanga frá Osló og hjeruðunum þar í nánd, þ. e. a. s. úr Grinifangelsi og fangelsunum í Möllergötu og Akershuskastala. Engar fregn- ir hafa borist um það, að fang- ar annarsstaðar í Noregi hafi verið látnir lausir á liðnum jól-. um. J. P. Ný orustuflugvjel essi. flugvjel, sem sjest hjer vera að lenda á þilfari ame- rísks flugvjelaskip, er af gerð, sem nefnd er Hellcat (Vítis- kötturinn) og er þetta tiltöluíéga ný gerð orustuflugvjela, sem hefir reynst vel í baráttu við Japana á Kyrrahafssvæðimi. Eldslöngur að verki Eldslöngur hafa verið notaðar allmikið í þessari styrjöld, og á flestum vígstöðvum. Hjer sjest cldslöngum beitt að næturlagi á heræfingum í Bandaríkjunum. VOOOOOOOÖOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÓOOOOOOOOOOOOÖOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÓOOOOOOOO | X - 9 + + Eítir Robert Storm; Oooooooooooooooooooooooooooo ooooooooooooooooooooooooooo! yES ! AND SOMBONE WHISTL ED roo!comE ON! r thu you rm *er ’ALEXANDER, THE &RE-AT. S7OP BLOWIN' THAT . -n NHISTLE !___-----L HET X-9/ WAGn't 7HAT A SHOTT Jeffs — Jeg segi ykkur satt, að jeg er ekki — Jeg sagði, að jeg myndi skjóta, ef þú kæmir Skamt frá í skóginum: Hæ, X-9. Hvað var þetta Alexander, mikli. Hættu að blása í þessa flautu. nær., ; . .; - — i ' > > . skot? —, Já, og einhver er að flautd ^ka.iKomið' Jeff: Ó, fóturinn. 1 i |pf « • <* r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.