Morgunblaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 13. janúar 1944. Fímm mínútna krossgáta Lárjett: 1 sviftur frjálsræði •— 8 forsetu — 10 tveir sjer- hljóðar — 11 viðarbútur — 12 fagnamark — 13 tveir eins — 14 þrír eins — 16 helgidagur. Lóðrjett: 2 í spilum — 3 varla — 4 skammst. — 5 núa •— 7 drepa — 9 lítill (enskur) -— 10 tóm — 14 fornafn — 15 frumefni. LO.G.T. ST. DRÖFN NR. 55. Fundur í kvöld kl. 8,30. Gísli Sigurðsson skemtir. UPPL Y SIN G ASTOÐ um bindindismál opin hvern fimtudag kl. 6—8 e. h. í G. T.-húsinu. Kaup-Sala NÝ SMOKINGFÖT til sölu, á frekar háann og grannan mann. Ennfremur tvíbreiður dívan,notaður. JJppl. Bárugötu 5 efstu hæð. GÓÐAR VÖRUR. GOTT VERÐ. Fyrir kai’lmenn: íslenskir tullarsokkar 7,50, rykfrakkar 85 kr. molskinnsbuxur 55 kr., taubuxur 75 kr., khaikitau- buxur 34,40, kokkabuxur 33 kr., erlendir sokkar frá 2,35, blússur frá 50 kr., nærföt 24,50 settið, milliskyrtur 15 kr. — Fyrir dömur: Silkisokkar frá 11,15, töskur og veski frá 15 kr., tauhanskar 9,75, skinn- lúffur 20 kr., svuntur 5,50, telpusvuntur 3,50, morgun- sloppar 16,50, ullarhosur, saumavjelarnálar, saumnálar, tvinni, sængurver 21 kr., tölur, vasaklútax. — Verslið þar sem er ódýrast. Indriðabúð Þingholtsstræti 15. SMURT BRAUÐ Matsölubúðin. — Sími 2556. NOTUÐ HÚSGÖGN keypt ávalt hæsta verði. — Sótt heim. Staðgreiðsla. — Sími 6691. Fornverslunin Grettisgötu 45. Fundið BAKPOKI FUNDINN með ýmsu í. Vit.jist á Þórsgötu 21 niðri eftir kl. 6. ♦•x-x-x->*:-x-x-<f<*<-x->.:-x-> Vinna STÚLKA getur fengið að sofa (ekki sjerherbergi) uppl. Þjórsár- götu 11 Skerjaíirði. Fjelagsííf JÓLATRJES SKEMTUN heldur fjelagið fyrir alla yngri fjelaga og börn eldri fjelaga n. k. laugardag kl. 4 síðd. i Iðnó. Aðgöngu- miðar seldir í dag og á morg- un kl. 4—7 síðd. á aígreiðslu Sameinaða í Tryggvagötu. Trygggið yður miða í tíma. Æfingar í kvöld. I Miðbæjarskólanum kl. 8 —9 fimleikar 3. fl. knatt- spyrnum. og námskeiðspilta. Kl. 9—10 meistara- og 1. fl. knattspyrnumanna. Stjóm K. R. ÁRMENNINGAR ! Æfingar í íþróttahús inu í kvöld. . í stóra salnum: Kl. 7—8 II. fl. karla a, fiml. —8—9 I. fl. kvenn», fimleik. —9—10 II. fl. kvenna, fiml. Frjálsir íþróttamenn Ármanns Fræðsluerindi með skugga- myndum verður flutt í kvöld kl. 8,30 í Kennaraskólanum. Mætið vel og rjettstundis. Stjóm Ármanns. ÆFINGAR I DAG Kl. 2—3 Frúafl. — 6—7 Gld Boys Kl. 7—8 II. fl. kvenna. — 8—9 Handbolti kvenna. — 9—10 Ilandbolti karla. -—- 10—11 ísl. glíma. Heitt bað. VÍKINGUR Almennur fundur hjá knatt- spyrnu- og handknattleiks- mönnum í kvöld kl, 8,30 í húsi V. R. Fundarefni: 1. Knattspyrnumenn 1944 II. Ó. 2. Ilandknattleiksmenn 1944 B. B. 3. Víkingur 1944 Þ. Þ. 4. Önnur mál. Stjórnin mætir á fundinum. Fundurinn hefst stundvíslega kl, 8,30. Nefndirnar. •<-x-x-:-x-:-x-x-x-x-:-x-x-> Tilkynning K. F. U. M. Ad. fundur í kvöld kl. 8,30. Ólafur Ólafsson kristinboði, flytur erindi: Norskt heið- ingjatrúboð. Hugleiðing: Ing- var Árnason verkstjóri. Allir karbnenn velkomnir. K. F. U. K. Ud. Fundur í kvöld kl. 8,30. Þar verður lesin saga. ITugleið ing: Jóhann Illíðar. Allar ung- ar stúlkur velkomnar. HJÁLPRÆÐISHERINN Samkoma verður í kvöld kl. 8,30 og annað kvöld á sama tíma. Allir velkomnir. <-:-x-x-:-:-:-:-:-:-x-:->*:-x-:-x-:- Kensla KENNI AÐ SNÍÐA og taka mál. Uppl. í síma 2569, eða á Óðinsgötu 19 kl. 8—10 e. h. Nýr dömufrakki til sölu á [sama stað. Bergljót Ólafsdóttir &t^ag.bóh 13. dagur ársins. Tungl fjarst jörðu. Árdegisflæði kl. 7.10. Síðdegisflæði kl. 19.28. Ljósatími ökutækja frá kl. 15.20 til kl. 9.50. Næturlæknir er í læknavarð- stöðinni, sími 5030. Lnglingar óskast til að bera Morgunblaðið til kaupenda víðs- vegar um bæinn. □ Helgafell 59441147, VI. 2 R. I.O.O.F 5- = 125113814 = E. E. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband Herborg Guðmundsdóttir, Þingholtsstr. 21 og Jón Guðmundsson bátsmað- ur á Dettifossi. Sr. Árni Sigurðs- son gaf þau saman. Hjónaefni. Trúlofun sína hafa opinberað ungfrú Auðbjörg Björnsdóttir, Sólvallagötu 57 (dóttir Björns Jónssonar skip- stjóra frá Ánanaustum) og Ant- on Erlendsson, Hverfisgötu 72. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu uðu trúlofun sína ungfrú Grjeta Leós, Reynimel 43 og Jóhann Júlíusson stýrim., Uppsölum, ísafirði. Hjónaefni. Á gamlársdag opin- beruðu trúlofun sína ungfrú Guðrún E. Sæmundsen (Einars Sæmundsen skógfræðings) og Loftur Einarsson (Jónssonar fyrv. aþm. frá Geldingalæk). Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Hulda Valdimarsdóttir frá Ólafs- vík og Nikulás Már Nikulásson, Fálkagötu 34. Hjónaefni. Á gamlársdag opin- beruðu trúlofun sína Jónína Kristjánsdóttir, Ránargötu 13 og Sigurður Þorbjörnsson, Borgar- nesi. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Unn- ur Símonardóttir, Eiríksgötu 23 og Agnar Kristjánsson, Hring- braut 132. Skautafjelag Reykjavíkur held- ur kaffikvöld í Verslunarmanna- heimilinu í Vonarstræti kl. 9 í kvöld. Byrjað verður á tilsögn í listaskautahlaupi. Vetrarhjálpin. í. J. 10 kr. Kol- brún 15 kr. Ayo 50 kr. X. Y. 20 kr. Upplýsingastöð Þingstúkunnar um bindindismál verður opin í dag í Goodtemplarahúsinu kl. 6—8 e. h. Þeir, sem óska aðstoð- ar eða ráðleggingar vegna drykkjuskapar sín eða sinna, geta komið þangað og verður þeim liðsint eftir föngum. — með þessi má verður farið sem trúnaðar- og einkamál. Leikfjelag Reykjavíkur sýnir Vopn guðanna eftir Davíð Stef- ánsson kl. 8 annað kvöld og hefst aðgöngumiðasala kl. 4 í dag ÚTVARPIÐ í DAG: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 MiðdegisáÞ'arp. 18.30 Dönskukensla, 2. flokkur. 19.00 Enskukensla, 1. flokkur. 19.25 Þigfrjettir. 19.45 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Frjettir. 20.00 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórnar): a) Forleikur að söngleiknum „Heimkoman“ eftir Mendel- sohn. b) í Hyde Park eftir Jalowicz. c) Vals eftir Kapp- lusch. d) Mars eftir Fucik. 20.50 Frá útlöndum: Um Kaj Munk (síra Bjarni Jónsson vígslubiskup). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á cello. 21.15 Lestur íslendingasagna (dr. Einar Ól. Sveinsson). 20.40 Hljómplötur: Útvarpskór- inn syngur íslensk þjóðlög. 21.50 Frjettir. x •;♦ Húsmæðrakennaraskóli ísiands ÍVegna mikilla aðsóknar eru þær stúlkur, sem hafa hug á því að stunda nám í kennara- deildum skólans, næsta skólaár, beðnar að senda umsóknir fyrir 1- maí n k. Umsókn- um fylgi upplýsingar um aldur og mentun. Viðtalstími forstöðukonu er kl. 11—12 f. h. hvern miðvikudag í Háskólanum. Fyrirspurn- um einnig svarað skriflega- HELGA SIGURÐARDÓTTIR, forstöðukona TILKYINIIMIIMG Bókaverslun raína, bókaf'orlag og fornbækur, hefi ,jeg selt nú frá áramótum þeim Jóhanni Pjeturssyni, Bræðraborgarstíg 52 og Vilhjálmi Guðmundssyni, Sogabletti 1, Reykjavík, og reka þeir hafla áfram und- ir firmanafninu: Bókaverslun Guðmundar Gamalíels- sonar. Allar útistandandi skuldir verslunarinnar greiðast til mín, og jeg er líka ábyrgur fvrir þeim skuldakröf- um, sem kunna að koma fram á verslunina og áfalln- ar eru fyrir áramót. Um leið og jeg þakka öllum hin- um mörgu viðskiftavinum nær og fjær ánægjuleg við- skifti um 40 ára skeið, vil jeg láta þá ósk og von í Ijós, að liinuni nýju eigendum verslunarinnar verði sýnd hin sama velvild og jeg hefi ávalt notið víðs- vegar að um land alt. Reyk.javík, 3. januar 1944. Guðm. Gamalíelsson. Samkvæmt framanrituðu höfuni við undirritaöir keypt „Bókaverslun Guðmundar Gamalíelssonar", og munum reka hana áfram imdir sama nafni og á okk- ar ábyrgð að öllu leyti. Munum við kappkosta að- reyna að fullnægja ósk- um viðskiftamanna, og vonum að við reynumst verð- ugir þess sama trausts og velvildar, sem verslunin hef- ir ávalt notið fram að þessu. Vilhjálmur Guðmundsson. Jóhann Pjetursson. Hjer með tilkynnist ættingjum og vinum, að son- ur okkar FRIÐRIK andaðist á Rödbygaardhæli í Danmörku á s.l. ári. Júlía Magnúsdóttir. Guðbjöm Guðmundsson. Það tilkynnist hjer með vinum og vandamönn- um að faðir og tengdafaðir okkar JÓN JÓNSSON ljest að heimili sínu, Mjóstræti 6 þann 11. janúar. Fyrir hönd vandamanna. Ólína Jónsdóttir. Jóhann Kristjánsson. Jarðarför móðursystir okkar KRISTÍNAR EINARSDÓTTUR fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. jan., og hefst frá Elliheimilinu „Grund“ kl. 1,30. Guðrún, Ingveldur og Kristín Jóhannsdætur Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður og tengdamóður okkar KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR frá Merkigarði. Jón Stefánsson. Hansína Jóhannsdóttir. Sigmundur Stefánsson. Guðbjörg Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.