Morgunblaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.01.1944, Blaðsíða 12
12 ALÞINGl: Kosning fasta- ncfnda og Iryggingarráðs KOSNING fastanefnda þings ins fór fram í gær, bæði í sam- einuðu þingi og deildum. Nefndirnar eru yfjrleitt skip aðar sömu mönnum og. á síð- asta þingi. Einnig fór fram í Sþ. kosn- ing 5 manna í tryggingárráð og jafnmargra til vara. Þessir hlutu kosningu: Brynjólfur Stefánsson, Gunnar Möller, Kjartan Ólafsson Hafnarfirði), Helgi Jónasson og Brynjólfur Bjarnason. Varamenn: Dr. Björn Björns son, Einar Ásmundsson, Stefán Jóh. Stefánsson, Jens Hólm- geirsson og Sigfús Sigurhjart- arson. „Magni” bjargar 25 skipbrolsmönn- um úr Lundey í FYRRADAG bárust fregnir um það til hafnsögumanna hjer, að skip hefði rekið upp í Lundey, sem er norðaustur af Geldinganesi. Magni var þegar sendur inn eftir til að athuga þetta. Með Magna voru, auk skipshafnarinnar og skipstjór- ans,. Björns Guðmundssonar, Einar Jónasson hafnsögumaður og nokkrir verkamenn frá höfn inni. I Lundey voru 25 erlendir skipbrotsmenn. Hafði skip þeirra rekið upp í eyni, senni- lega um líkt leyti og Laxfoss strandaði. Komust skipverjar í land og höfðust þeir við í kofa einum um nóttina, og leið þeim illa þar og urðu fyfir talsverðu volki. Magni hafði með sjer stóran björgunarbát og var báturinn sendur í land og lína höfð við hann frá Magna. Voru þarna ■erfiðar aðstæður til að bjarga mönnunum um borð í Magna, en það tókst. Þurfti að fara tvær ferðir á bátnum til lands. Magni kom með skipbrots- mennina hingað til Reykjavik- ur. Síra Kai Munks minsf í úfvarpinu F.fELAG ISL. LEIKARA ætlar að minnast síra Ka.j 'Munks í dágskrá íitvarpsins h mgardaf! :inn 2S !. janúar. I )agsk r áin ve rður á þá leið a ð fvrst verðu r flutt erindi, }• í verða ] )ættir leiknir úr hinu fi ræga leil criti sl káldsins „Niels F !bbésen“ , sem eins og kunn- u gt er vai • bann; að í Danmörku i) g XVireg i. en - var flutt í xit- Vi arp og leikið í leikhúsum í s víþ.jóð. Þá verða upplcstrar úr öðr- um vorkum skáldsins. Að lok- urn o<f"á milli einstakra atriða verður leikin dÖnsk hljómlist. Moskvasáitmálinn undirritaður Myndin hjer að oían var iciv.„ * vaiaosieinunm, er f jorveldasamnmgurmn, sem gerð ur var þar, var undirritaður. Sjást sitjandi frá vinstri: Foo Pingsehung, sendiherra Kínverja í Moskva, C'ordell IIull, IHoiOtov 03 Anthonv Eden. Leitin að ,Au$tra" aranur FLUGVJ ELAR leitnðu í gær að vjelvátnum Austra hjeðan i'ir Reykjavík, í gær- dag. en bátinn vant.ar úr róðri síðan á sunnuda gskvöld. Ekki bar leit flugvjelanna neiim árangur, enda var veður ó- hentugt til leitar úr lofti. Leitinni mun verða haldið áfram í dag. Á Austra eru ö menn. Erlent skip viliisi inn á Skerjafjörð SKÖMMU áður en skyggja fór í gærdag komu fregnir um það til hafnsögumanna, að er- lent skip væri á leið inn Skerja fjörð. Þótti sýnt, að skipstjóri væri viltur. Skipið komst þó framhjá öllum skerjum og var komið inn undir iVIelshús, er frjettin barst hingað. Guðbjartur Ólafsson hafn- sögumaður brá þegar við og fjekk hraðskreiðan amerískan bát til að fara méð sig, til að vara hina erlendu skipshöfn við hættunum á Skerjafirði og leiðbeina skipinu hingað til hafnar. En er ameríski báturinn var kominn út undir Gróttu, varð bilun í vjel bátsins og leit illa út með, að hann myndi komast til lands aftur af eigin ramm- leik. Tókst þó að koma bátn- um á hægri ferð aftur til Reykjavíkur. Skipshöfninni á skipinu var gert aðvart með merkjum frá landi, að þeir skyldu leggja skipi sínu fyrir akkeri og gerðu skipsmenn það. Hús á Húsavík nötra af óguriegri sprengingu Tundurduil sennilega sprungið í 12 -15 km fjarlægð » KLUKKAN- 11 í gærmorgun urðu íbú^r á Húsavík og nágrenni t'arir við ógurlega sprengingu. Menn, sem voru inni í húsum sínum, fundu að húsin nötruðu og hjeldu sumir að einhver sprenging, t. d. miðstöðvarofn eða ann- að hefði sprungið í húsinu. En menn, sem voru úti við fundu,, að mikil sprenging hafði orðið í nokkurri fjar- lægð frá þorpinu. „Skúli fógeti” kom- inn fií Eyja VJELIiÁTURIXX „Skúii fógeti“ frá Vestmannaeyjui-i, sem vantaði úr róðri frá því á mánudagsnótt, er kominn til Vestmannaeyja. Kom liáru-- inn a£ eigin ramleik er veðr- inu slötaði og hafði ekkeit orðið að hjá bátsverjum. Ástæðan til að Mturinn kom ekki fyr til Eyja var sú, að háturinn dró ekki á móti veðrinu og ljLðn skipverjíu' ]>ví þar til veðrið' lægði. Dómur í máli IVIiðgarðs hl í GÆR var kveðinn upp dóm ur í hæstarjetti, valdstjórnin gegn Steinþóri Guðmundssyni, f. h. h.f. Miðgarðs. Var Stein- þór dæmdur til að greiða 300 króna sekt í ríkissjóð, auk máls kostnaðar. í forsendum dóms hæstárjett ar segir svo: * • H.f. Miðgarður fjekk afsal fyrir húsinu nr. 19 við Skóla- vörðustíg 12. júní 1942. Nokkr- um dögum síðar flutti Sósíal- istafjelag Reykjavíkur skrif- stofur sínar í tvö herbergi í húsi þessu, sem fram til þess höfðu verið notuð til íbúðar. Leyfis húsaleigunefndar var ekki aflað til breytingar þess- arar. Með þessu hefir kærður formaður stjórnar h.f. Miðgarðs, en hann hefir einn verið sótt- ur til sakar í máli þessu, gerst sekur við ákvæði 3. gr. laga nr. 106/1941. Og með því að refs- ing hans samkvæmt 11. gr. sömu laga þykir hæfilega á- kveðin í hjeraðsdómi, ber að staðfesta hann að niðurstöðu til, þó svo, að greiðslufrestur sektarinnar ákveðst 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Dómnum ber að fullnægja með aðför að lögum. Sækjandi í málinu var hrlm. Sigurgeir Sigurjónsson, en verjandi hrlm. Einar B. Guð- mundsson. í fyrstu hjeldu menn, að flugvjel hefði varpað niður sprengju einhverstaðar í ná- grenningu, en við nánari at- hugun eru menn þar nyrðra þeirrar skoðunar, að tundur- dufl hafi sprungið á fjörum um 12—15 km frá Húsavík. Var þetta mál ekki að fullu rannsakað í gærkvöldi. Morgunblaðið hafði tal af Júlíusi Havsteen sýslumanni í gærkvöldi. — Sagði hann að sprengingin myndi hafa orðið fyrir neðan' og austan Sílalæk við botn Skjálfandaflóa. Sýslumaður sagðist hafa ver ið uppi á lofti í húsi sínu, er sprengingin varð og fann hann að húsið nötraði, en dóttir hans sem var inni í herberginu, hjelt í fyrstu að einhver smá- sprenging hefði komið fyrir innan húss. Sýslumaður gerði setuliðs- mönnum aðvart um spreng- j ingu þessa og mun þeir hafa farið á staðinn í gærdag, til að vita af hverju hún stafaði. 8 mánaða fangelsi fyrir að slela af sofandi mönnum MAÐURINN, sem fór inn í herbergi sofandi manna hjer í herbergi sofandi manns hjer i ] bænum um áramótin og stal ‘ peningum úr fötum þeirra, hef- ir verið dæmdur í lögreglu- rjetti Reykjavikur. Hann var dæmdur í 8 mánaða fangelsi. Maður þessi heitir Svavar Hafstein Bjarnason. Fimtudag:ur 13. janúar 1944. Hátíðohöld templara á Ahureyri Frá frjettaritara vorura á Akureyri. HÁTÍÐAHÖLD Góðtemplara reglunnar á Akureyri 9. og 10. þ. m., í tilefni af 60 ára afmæli hennar, fóru mjög virðulega fram. Templarar söfnuðust saman í bindíndisheimilinu Skjald- borg kl. 1 e. h. á sunnudag og gengu þaðan fylktu liði að stofnfundarstað Reglunnar á Islandi, húsi Friðbjarnar Steins sonar. Þar mintist umdæmis- templar, Stefán Ág. Kristjáns- son, látinna brautryðjenda. Síð an var gengið til kirkju og hlýtt á messu hjá vígslubiskup, Frið- rik Rafnar, og fór hann viður- kenningarorðum um störf Regl unnar. — Kl. 5 um daginn hófst samkoma í Nýja Bíó. —• Lúðrasveit Akureyrar ljek und ir stjórn Jakobs Tryggvason- ar. Þá var samlestur úr sögu Reglunnar og ljóðum, er vakti almenna hrifningu. Síðan var sýnd kvikmynd af starfi templ- ara að Jaðri, tekin af Sigurði Guðmundssyni ljósm. í Rvík. Samsæti templara og gesta hófst kl. 8 e. h. í Skjaldborg. Minni fluttu: Jónas Jónsson kennari, Snorri Sigfúss skóla- stjóri og Þorst. M. Jónsson skólastjóri. Aðrir ræðumenn voru: Jóhann Þorkelsson lækn- ir, Jónas Kristjánsson samlags- stjóri, Guðbjörn Björnsson kaupm., Hannes J. Magnússon kennari*o. fl. Sungið var und- ir borðum undir stjórn Áskels Jónssonar. Var síðan dansað lengi nætur. Alt var samsætið hið ánægjulegasta. Á mánudagsmorgun komu nemendur og kennarar Menta- skólans saman í hátíðasal skól- ans. Þar mintist skólameistari dagsins og för viðurkenningar- orðum um Regluna og störf hennar. Af hálfu templara fluttu erindi: Snorri Sigfússon skólastjóri og Stefán Ág. Krist- jánsson. I Gagnfræðaskólanum hófst stofnun bindindisfjelags kl. 1 e. h. Þar fluttu ræður Þorsteinn M. Jónsson og fleiri. Um kvöld- ið var hátíðarfundur haldinn í stúkunni ísafold Fjallkonan nr. 1. Á fundinum gengu 34 ný- liðar í stúkuna. Stúkan gerði Lárus Thorarensen að heiðurs- fjelaga sínum. Bárust henni fjöldi heillaóskaskeyta víðsveg- ar að. Sala hátíðarmerkja gekk að óskum. Er það mál manna, að öll hátíðahöldin hafi farið fram með virðuleik og myndarbrag, þrátt fyrir öhagstætt veður á sunnudaginn. FRAMSÓKN Á HUANSKAGA. Liði Ástralíumanna á Huan- skaganum á Nýju Guineu mið- ar enn vel áfram, þótt sækja verði gegnum frumskóga, og vörn Japana sje allhörð. Mink- ar stöðugt bilið milli Ástralíu- manna og Bandaríkjasveita þeirra, er fyrir nokkru gengu á land við Saidor. •—. Reuter,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.