Morgunblaðið - 15.01.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.01.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur. 11. tbl. — Laugardagur 15. janúar 1944. IsafoldarprentsmiSja h.f. Gagnáhlaup Þjóð- verja við Cassino Lpndon í gærkveldi. Einkaskeyti til Morbl. frá Reuter. FIMTI herinn nálgast nú -Casino jafnt og þjett, en Þjóðverjar virðast ekki vilja láta hlut sinn fyrr en í fulla hnefana og gera þeir nú hvert gagnáhlaupið af öðru, en þeim hefir, sem komið er, öllum verið hrundið, og hafa Ameríku- menn trygt aðstöðu sína í þorpinu Cervaro, sem þeir voru nýbúnir að taka, er Þjóðverjar gerðu hart gagn áhlaup á þorpið og barist af krafti á götunum, uns tókst að hrekja Þjóðverja þaðan aftur, og voru þeir þá hraktir alllangt norður fyr- ir þorpið, þangað sem þeir hafa aðalvarnarstöðvar sín- ar í fjallshlíð einni, en þær stöðvar eru .mjög ramgerar og hafa þýskir fangar sagt, að þær væru óvinnandi. Nokkru vestar hafa fransk- ar hersveitir sótt fram um rúm an hálfan annan kílómeter, þrátt fyrir síendurtekin gagn- áhlaup Þjóðverja á stöðvar hinna frönsku sveita. Og enn vestar eiga breskar sveitir í grimmilegum bar'dögum og hafa þokast nokkuð áleiðis. Vift Adriahaf Á vígstöðvum áttunda hers- •ins hafa verið nokkru harðari Framhald á bls. 8 oivenar London í gærkveldi. Pólska stjórnin í London hef- irfarið fram. á það við stjórtiir Bretlands og Bandaríkjanna, að þær komi á ráðstefnum milli Póiverja og Rússa um framtíð- arlandamæri Póllands og sam- búð Pólyerja við Rússa. Er svo til ætlast, að Bretar og Banda- ríkjamenn taki þátt í ráðstefn- um þeim, sem haldnar kunna að verða. Bandaríkjastjórn hef ir þegar tilkynt, að hún sje f arin að - athuga -þessi tilmæli Pólverja. 650 krónum stolið úr ólæsttu herbergi FYRIR NOKKRU var far- ið inn í ólæst hevbevgi í húsi hjer í bæriuin ok stolið- þav 650 krónum í 'peningum. Rannsóknarlögreglan hefir handsamao mann, sem nú situr í gœsluvarðhaldi og var hann valdur a^o þessum pen- ingaþjófnaði.. Maðuv þessi hef ir ekki komist fyr undiv maima henduv. Unglingar, 9—16 ára, fremja 11 þjófnaði í íbúðum og versl- unum NYLEGA er lokið ran.nsókn hjá rannsóknarlögreglunni í þjófnaðarmálum, sem ungling- * ar hjer í bænum, á aldrinum 9—16 ára hafa staðið að. Eru það einkum sex unglingar, er mest hafa gengið fram í að stela. Þessi þjófaflokkur urig- ¦ linga hefir aðallega stolið úr ólæstum íbúðum og úr versl- unum, en einnig hafa sumir þeirra framið innbrot, m. a. í Sanitas og stálu þeir þar á 3. hundrað krónum. Tveir af þessum náungum -Stálu herbíl. Fjóriv stálu á- fengi og seldu. Tveiv stálu •skammbyssu um bovð í Esju. Tveir hittu dvukkinn mann á Hvevfisgötu og vovu þcir beðn- I ir að fylgja honum heim. ¦— Gerðu þeir það, en sáu sjer færi að stela af honum arm- bandssúri. Yfirleitt hafa þessir ungling ar farið inn í ólæstar íbúðir og stolið peningum úr kventösk- um. Höfðu þeir oft talsvert fje upp úr þessari iðju fyrir kæru- leysi fólks, sem skyldi eftir í- búðir sínar ólæstar. Fyrir nokkru handtók rann- sóknarlögreglan þrjá stráka á aldrinum 14, 15 og 16 ára. •— Höfðu strákar þessar stolið í verslunum, seðlaveskjum og lindarpennum og ýmislegu fleira, sém þeir seldu. Enn- fremur stálu þeir hjólbörðum. Tramh. á 8. síðu. RUSSAR KOMNIR 40 KM. VESTUR FYRIR MOSIR Max Peraberton: Leitinni haldið áfram LEIT var haldið áfram í gær að b.v. Max Pemberton. Tóku þátt í leitinni Sæbjörg og Óð- inn. Erinfr. leitaði ísl. flugvjel- in síðari hluta dagsins, en gat ekki flogið fyr, vegna óhag- stæðs veðurs. Loks hefir verið leitað á landi, með ströndum fram á Snæfellsnesi. Ekki hefir enn frjest neitt, sem gæti bent til þess, hver hafi orðið afdrif skipsins. Samkv. upplýsingum, er blaðið hefir fengið hjá útgerð- arfjelagi skipsins, var Max Pemberton með fullfermi, er hann kom til Patreksfjarðar fyrir hádegi mánudaginn 10. þ. m. Næsta morgun (þriðju- dag) kl. 7.30 sendir Max á venjulegum kalltíma togaranna þeirra. á milli svohljóðandi: „Lónum innan við Malarrif", og er þetta það siðasta, sem frá togaranum hefir heyrst. Benti þetta til þess, að skipið væri sunnanvert við Malarrif, á leið til Reykjavíkur. En eins og kunnugt er var hvassviðri og hríðarveður, er Laxfoss strand- aði kvöldinu áður (þ. e. mánu- dagskvöld). Samkv. upplýsingum um veðurlag á Faxaflóa, sem fengn ar eru hjer, á Akranesi og Snæ- fellsnesi, var á þriðjudag land- átt í flóanum, 4—6 vindstig og sjólítið. Kl. 18 á þriðjudags- kvöld fór að hvessa og kl. 22 var komið hvassviðri. Ef ferð Framh. á 8. síðu. Sækja einnig fram í Póllandi London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgnn- blaðsins frá Reuter. í HERSTJÓRNARTILKYNNINGU RÚSSA í kvöld, er sagt, að herir Rokossowskis sjeu þegar komnir 40 km. vestur fyrir borgirnar Mosir og Kalinovichi sem sagt var í dagskipan Stalins í dag, að teknar hefðu verið með á- hlaupi. Er álitið, að Rússar stefni för sinni vestur frá bæjum þessum eftir járnbrautinni til Pinsk, sem er í tæpra 200 km fjarlægð, en Þjóðverjar halda hratt undan. Einnig sækja Rússar fram suðvestur af Sarny og eru nú um 160 km. frá landamærum þeim, er gerð voru milli Rússa og Þjóðverja árið 1939, er Pólland var sund- urlimað. Eru háðar harðar orustur vestur af Sarnv. Fólk flutt frá ofii London í gærkveldi. ÞÝSKa frjettastofan segir í kvöld, að ^búlgarska stjórnin hafi í dag gefið út tilskipun þess efnis, að alt kvenfólk, börn og gamalmenni skyldu flytja á brott frá Sofia, höfuð- borg Búlgaríu. Öllum skólum verður lokað, og dauðahegning er lögð við ránum, meðan brott flutningurinn stendur yfir. — Fólk í sveitum landsins hefir með sjerstökum lögum verið skyldað til þess að taka við þeim til dvalar, sem flytja úv íhöfriðbovginni. Reutev. Knox spáir löngu sfríði Cleveland, Ohio í gær. FRANK Knox flotamalaráð- herra Bandaríkjarina sagði hjer í dag, að það væri ólíklegt að stríðið endaði bráðlega, og bætti. við, að þeir sem stæðu á því fastara en fótunum, að stríðið færi að taka enda, gerðu hernaðarátaki þjóðarinnar ó- gagn. „Það er engin ástæða til þess að vona, að baráttuvilji þýsku þjóðarinnar bili í bráð" sagði Knox ennfremur. Knox ræddi baráttuna á Kyrrahafi af jafn miklu raunsæi og ságði: „Sigurinn mun taka tíma og verða kostnaðarsamur". Hann sagði ennfremur: „Vjer erum rjett að byrja að brjóta niður varnir Japana, hinar ytri, en það væri villa að halda að þar með færi að sjá fyrir endann á stríðinu. Það er aðeins svo, að Japanar kæra sig ekki um að mæta oss með öllu liði sínu eins _og er". Reuter. m » » Einn dómari Cianos ferst í bílslysi London í gærkveldi. EINN af þeim mönnum, er sæti átti í herrjetti þeim, sem kvað upp dauðadóminn yfir Ci- ano greifa og fjelögum hans á ¦ dögunum, fórst í bifreiðarslysi skamt frá Verona í gær. Hann var hershöf ðingi, Misica að nafni, og fasisti mikill. Hann jbarðist á Spáni í borgarstyrjöld- : inni þar og síðar í Grikklandi, og með ítölsku hersveitunum á austurvígstöðvuriUm. Síðast var , hann meðlimur í herráði Grazi- ani. Misica var 50 ára að aldri. I ----Reuter. Snörp sókn Sókn Rokossowskis hefir verið ógurlega snörp, enda er sagt að hann hafi teflt fram ógrynni liðs, bæði fót- gönguliðs, skriðdrekaliðs, stórskotaliðs og flugliðs. Þá herma fregnir að Þjóðverj- ar hafi reynt að kveikja í Mosir og Kalinoviehi, en ekki haft tíma til þess. — Rússar segjast hafa náð nokkru herfangi á þessum slóðum. Orusturnar við Vinnitsa Þjóðverejar gera mikil gagnáhlaup með skriðdreka liði fyrir suðaustan Vinitsa og segjast hafa getað hrakið Rússa þar nokkuð aftur á bak, en Rússar segjast hafa hrundið öllum áhlaupum um þær slóðir eftir miklar orustur, sem enn sjeu í al- gleymingi. Þá segja Þjóð- verjar frá áhlaupum Rússa við Nikopol, en þeirra geta Rússar að engu. Aðrar vígstöðvar Lausafregnir herma, að rússneskar hersveitir sjeu komnar yfir pólsku landa- •mærin nokkru sunnar en þær, sem nú sækja vestur fyrir Sarny. — Ennfremur segja Þjóðverjar, að Rúss- ar haldi uppi stöðugum á- hlaupum á Nevel- og Vit- ebsk-svæðunum, án þess að hafa náð þar nokkrum ár- angri, svo heitið geti, og einnig á Krímskaga, þar sem örðug barátta sje háð í nánd við Kerch. Aðrar frjettir á 5. síðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.