Morgunblaðið - 15.01.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 15. janúar 1944, Skilnaðarmálið rætt á Alþingi Hvað breytti afstöðu Alþýðuflokksins? Kauptaxtar, Kjara- bætur og skóli reynsiunnar Alit verkamanns á atkvæðagreiðslu Dagsbrúnar SAMÞYKT var nýlega í Verkamannafjelaginu Dags- brún að efna til allsherjar atkvæðagreiðslu innan fje- lagsins, hvort segja skuli upp núgildandi kaupsamningi eður eigi. Sú atkvæðagreiðsla stendur yfir þessa daga. ÞINGSALYKTUNARTIL- LAGAN ,,um niðurfelling dansk-íslenska sambandslága- samningsins og um rjett danskra ríkisborgara, heimilis- fastra á Islandi“, kom til um- ræfðu í Sameinuðu Alþingi í gær' Tvær umræður voru ákveðn- ar um tillöguna, en fjölmenn þingnefnd fjallar um hana milli umræðna. Forsætisráðherra, dr. juris Björn Þórðarson fylgdi tillög- unni úr hlaði. Birtist hjer orð- rjett ræða hans. F ramsöguræða forsætisráðherra. Samkvæmt ósk þriggja flokka þingsins, Sjálfstæðis- flokksins, Framsóknarflokks- ins og Sósíalistaflokksins, er þetta þing, sem er hið reglu- lega þing ársins 1944, kvatt saman rúmum mánuði fyrir lögmæltan dag, til þéss að það geti afgreitt hæfilega snemma á árinu ályktun um dansk-ís- lenska sambandslagasamning- inn og stjórnskipunarlög sök- um áformaðrar breytingar á stjórnarformi ríkisins úr kon- ungdæmi til lýðveldis, .er ráð- gert er að taki gildi á fyrra missiri þessa árs.# að undan- genginni þjóðaratkvæða- greiðslu um bæði málin. Milliþinganefnd, skipuð átta mönnum, tveimur frá hverj- um þingflokki, sem þeir höfðu sjálfir valið, hefir undirbúið málin. Nefndin lauk starfi 7. apríl s.l. og ljet prenta nefnd- arálit ásamt tillögum sínum, er útbýtt var hjer í þinginu á síðastliðnu vori, en frumritið var samtímis sent ríkisstjórn- inni til geymslu, án þess að nefndin eða þingið óskaði þá neinna aðgerða af stjórnarinn- ar hálfu í málunum, enda var þeim ekki hreyft er þingið kom aftur saman til funda síðast- liðið haust. Með yfirlýsingu hjer í þing- ,inu 1. nóv. s.l., lýsti stjórnin í meginatriðum afstöðu siuni til þessara mála, ef til henn- ar kasta kynni að koma að sýsla um þau. í samræmi við þessa yfirlýsingu og í samráði við áðurnefnda þingflokka ber stjórnin fram tillögu þá til þingsályktunar, sem hjer ligg- ur fyrir, óbreytta frá því, sem milliþinganefndin gekk frá henni, enda þótt stjórnin telji ekki æskUegt að tillagan verði samþykt óbreytt. Um tillöguna hafa verið á- ltveðnar tvær umræður, og stjórnin óskar, að þingið skipi ■sjerstaka nefnd til þess að fara með málið og íhuga til- löguna. Þegar nefndin hefu tekið til starfa, mun stjórnin koma athugasemdum sírium og tillögum til breytinga á fram- færi. Tel jeg því óþarft á þessu stigi málsins, að vekja umræð- ur um þau atriði, sem stjórnin telur æskilegt að breytt væri I tillögunni. Ennfremur tel jeg ekki nauðsynlegt að rekja nú aðdraganda þessa máls, því að hann er þingheimi og öllum almenningi kunnur. Að lokinni þessari umræðu óska jeg að tillögunni verði vísað til annarar umræðu og hinnar væntanlegu sjerstöku nefndar. Stjórnin væntir þess, að tek- ist get.i einlæg samvinna milli allra flokka þingslns um mái- ið, enda vill hún leggja allt sitt fram til þess að svo megi verða. Þegar forsætisráðherra hafði lokið framsöguræðu sinni, tóku formenn flokkanna til máls. Omurlegt hlutskifti for- manns Alþýðuflokksins. Stefán Jóh. Stefánsson for- maður Alþýðuflokksins tók fyrstur til máls. Hann hafði skrifaða ræðu og tók það full- áh klukkutíma að flytja hana. Svo sem kunnugt er, hafði Alþýðuflokkurinn jafnan fylgt hinum flokkbnum í sjálfstæðis- málinu, alt- fram til s.l. árs. Meira að segja sat form. Al- þýðuflokksins (Stef. Jóh. Stef.) í milliþinganefnd stjórn- arskrármálsins og var í öllu sammálajöðrum nefndarmönn- um þar. En það var þessi nefnd, sem samdi lýðveldisstjórnar- skrárfrv.,' sem þingið hefir nú til meðferðar. Og hún samdi þingsályktunart'ill., sem rædd er nú í .Sþ. Þrátt fyrir þetta eyddi form. Alþýðufl. öllum ræðutíma sín- um til þess að reyna að sanna þingheimi, að Alþingi væri hjer á alrangri braut. Þingið væri með þessu að rjúfa samn- mga, frenya drengskaparbrot o. fl. af svipuðu tægi, sem Al- þýðubl. hefir verið að stagast á að undanförnu. I lok ræðu sinnar kvaðst Stef. Jóh. Stef. til samkomulags vilja ganga inn á, að sambands- lagasamningurinn yrði feldur úr gildi 19. eða 20. maí n.k., en lýðveldi þó ekki stofnað fyr en konungi væri gefinn kostur á að afsala sjer konungdómi á Islandi! Þrír þingflokkar einhuga. Næst talaði Ólafur Thors og Jýsti einhuga fylgi Sjálfstæð- isflokksins við þessa þáltill. Fulltrúar flokksins í milli- þinganefndinni, sem gengið hefði frá þessu máli, hefðu í öllu unnið í samræmi við vilja flokksins. Þessu næst svaraði Ólafur Thors ræðu Stefáns Jóh. og var all-þungorður með köflum. Hann rakti forsögu sjálfstæðis- málsins, þar sem allir flokkar hefðu verið einhuga — líka Al- þýðuflokkurinn. Hann minti á yfirlýsingar allra flokka á þingi 1928 og 1937. flann minti á einhuga aðgerðir Alþingis 10. apríl 1040 og 17. maí 1941. Hann minti á, að allir flokkar hefðu ætlað að standa saman um stofnun lýðveldis haustið 1942, enda þótt ekki hefði orð- ið af þeirri fyrirætlan, vegna breytts viðhorfs. Loks minti Ólafur á störf milliþinganefnd- arinnar, þar sem sæti áttu (og eiga enn) tveir fuiltrúar frá hverjum flokki, þ. á. m. Stef. Jóh. Stefánsson. Nefndin hefði skilað sameiginlcgu áliti og til- lögum 7. apr. 1943. Og nú væru málin lögð fyrir Alþingi, ná- kvæmlega eins og nefndin varð sammála um. Svo spurði Ólafur: Hvað hef- ir komið fyrir, sem breytt hef- ir afstöðu formanns Alþýðu- flokksins til þessa máls? Sjálf- ur hefir hann ekkert sagt um þetta, en eitthvað hlýtur það að vera. Jeg tél, sagði Ólafur ennfr., að með málflutningi þeim, er Stef. Jóh. Stefánsson hafði hjer nú, sje gengið langt úr hófi fram gegn íslenska málstaðn- um, þar sem hann beinlínis boðaði refsiaðgerðir frá okkur vinveittum þjóðum, ef það spor yrði stigið, sem nú verður gert. Slík málfærsla er ósæmi- leg og algerlega tilefnislausT Er það virkilega svo, spurði Ólafur, að Alþýðuflokkurinn hafi altaf verið fylgjandi stofn- Oin lýðveldis — þar til ákveðið pr, að skrefið skuli stigið? Enn spurði Ólafur: Hvað hugsa þeir menn, sem nú taka upp baráttu gegn lýðveldinu? Myndu þeir fagna sigri, ef þeir fengju vilja sinn fram, t. d. að þjóðin feldi lýðveldisstjórnar- skrána? Myndi slík þjóð nokk- urntíma fá tækifæri aftur? Jeg held, að enginn þessara manna mundi æskja slíks „sigurs“. Eysteinn Jónsson talaði f. h. Framsóknarflokksins og lýsti yfir þvi,. að flojckurinn stæði einhuga að þessu máli. Hann kom einnig inn á sögu malsins og fyrri aðgerðir Alþingis. Þvi- næst sagði Eysteinn: Nú er far- ið svo hóflega í þetta mál, þar sem öllu er frestað til ársins 1944, þegar við íslendingar höfum ótvíræðan rjett til ein- hliða sambandsslita, þá skil jeg ekki, að nokkur íslendipgur geti skorist úr leik. Og jeg tel óhæfu, að nú sje verið að bregða Alþingi um flan eða ó- drengskap. Einar Olgcirsson lýsti og ein- huga fylgi Sósíalistaflokksins til þessa máls. Þessu næst lýsti hann afstöðu Alþýðufl. til skilnaðarmálsins og þeirri breyt ingu, sem orðið hefði eftir hingaðkomu Staunings fyrvi; forsætisráðherra Dana sumarið 1939. Hann las upp úr dönsk- um blöðum (frá þeim tíma); viðtöl við Stauning og Stefán Jóh. Stefánsson, þar sem greinilega kom fram stefnu- breyting hjá form. Alþýðu- flokksins. Var hlegið á áheyr- endapöllum, er Einar var að lesa úr þessum gömlu blaðaúr-; klippum. ★ Kl. 6V2 var fundi og ,imr. frestað. Sagði forseti, að Har- aldur Guðmundsson væri næst- ur á mælendaskrá, en hann mun ekki fylgja form. Alþýðu- flokksins í þessu málí. Næsti fundur verður á mánu dag. Þjóðviljinn og Alþýðublaðið eru mjög sammála um, 1 að verkamenn verði að „fá kjör sín bætt” með því að knýja fram kauphækkun. Blöð þessi hafa ekki verið sjerstaklega samrýmd í verkalýðsmálum. En þarna virðist á yfirborðinu sem einn vilji ráði meðal for- ystumanna Alþýðuflokks og kommúnista. Jeg spurði verkamann einn að því í gær, hvernig afstaða hans væri til atkvæðagreiðslu þessarar. Honum fórust orð á þessa leið: Jeg þykist alveg vita hvern- ig atkvæðagreiðsla þessi fer í Dagsbrún. Þeir, sem vilja upp- sögn samninganna og kaup- skrúfur og alt sem af þeim leið ir, þeir greiða atkvæði og verða í miklum meirihluta. En þeir sem líta öðru vísi á málin, sitja heima og koma hvergi nærri. — Lítur þú þá þannig á, að best færi á því, að samning- unum verði ekki sagt upp? — Jeg segi fyrir mitt leyt.i ekkert um það. Það er eðlilegt, að hver maðiy fylgi sínum hagsmunamálum. Þeir sem á- líta, að afkoma þeirra batni í framtíðinni, með því að fá tímakaupið hækkað frá því sem nú er, þeir fara eðlilega inn á þá braut. Err reynslan á kann- ske eftir að kenna þeim eir.t- hvað annað. Jeg er eins cg kerlingin, sem hafði ekki ver- ið nema í einum skóla á æf- inni, og það var skóli reynsl- unnar. Þar lærðí jeg hjer á árunum, að það er okkur fyrir bestu að atvinnan geti verið nokkurn veginn trygg. Við fengum nóg af hinu, árin fyrir stríð, er atvinnuvegirnir voru að doðna út af og lítið að fá nema opinbera atvinnubóta- vinnu. — Eru margir á sömu skoð- un og þú, af þeim sem þú þekk ir til? — Jeg veit það ekki. Tala ekki svo mikið um það, en einu .hefi jeg veitt eftirtekt. Að þeir sem eru ólmastir í uppsögn og kauphækkanir, það eru mcr.n, sem hafa fasta atvinnu og' þurfa engu atvinnuleysi að kvíða, hvernig sem tímakaup- ið verður og framboð á vinnu fyrir verkamenn. Það gildir einu hvort þeir eru í Alþýðu- eða Sósíalistaflokki. Þeir prjedika um kjarabæt- ur fyrir okkur verkamenn yf- ir vinnutímann, í sömu and- ránni, sem þeir þykjast vera eða eru kannske líka áhyggju- fullir út af því, að nú sje at- vinnuleysi alveg á næstu grös- um. Hvernig á að samrýma þetta? Jeg segi fyrir mig, að mjer er alveg sama um þaS hvað tímakaupið er, þá tíma, sem jeg hefi ekkert að gera og fæ ekkert kaup. Þetta er mín reynsla. Það er talað um að bændur hafi hærra kaup eða meiri tekjur en við. Og þeir hafi betri aðstöðu, að geta framleitt sjálfir mikið af lífs— nauðsynjum sínum. — Þetta kann að vera rjett. En það hjálpar okkur lítið, sem á möl- inni vinnum. Jeg get ekki í- myndað mjer, að bændur fjölgi starfsliði sínu með fullu kaupi, þegar fer að sverfa að við sjó- inn. En sem sagt, þeir sem treysta því, að betri verði af- koman næstu missiri, ef haf- in verður sú kjarabótabarátta, sem fyrirhuguð er, þeir greiða sitt atkvæði eftir því, og læra svo, eins og aðrir í skóla reynsl unnar. — Hefir þú heyrt nokkuð um það, að Alþýðuílokksbrodd arnir ætli með atkvæðagreiðsl- unni að koma kommúnistaleið- togum Dagsbrúnar í bobba? — Ekkert má jeg fara með það. Getur verið og getur ver- ið ekki. Refskákin á milli þess- ara tveggja flokka er stunaum nokkuð snúin. En jeg segi það fyrir mig, að þegar þeir þykj- ast vera sem mest sammála í því að vinna að kjarabótum verkalýðsins, þá finst mjer alt af hætt við, að upp gjósi ein- hver ólykt af þeim. Við verka- menn finnum ógn vel til þess, að meðal leiðtoga beggja flokkí anna eru fáir, sem vinna sjálfir með skóflu og haka. Og það er með þá, alveg eins og okkur verkamenn, persónuleg hagsmunavon ræður miklu um aðgerðir þeirra. Kauphækk- anir á pappírnum eru hattfjaðr ir fyrir þá. En fyrir okkur, sem höfum ekki annað á að treysta en vinnuafl okkar, eru papp- írsblöð kauptaxtanna ljett í maga þegar.á reynir. VESTUR-ÍSLEND- I INGUR FELLUR. I Lögberg frá 23. des. s.l. skýr- ir frá því, að Vestur-íslending- urinn William H. Eager, sonur; Jóhönnu Eager, hafi fallið i or- ustu þann 16. des. William var frá Winnipeg,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.