Morgunblaðið - 15.01.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 15. janúar 1944. Brjeí írá Mþingi Verksvið Alþingis fyrr og nú — Sjdlf- stæðismdlið ÁT Ahrif stj ettabardttunnar Sigurður Bjarnason alþm. frá Vigur mun að beiðni blaðsins rita framvegis öðru hverju grein- ar um landsmál o. fl., einkum þau mál, sem koma til kasta Alþingis á hverjum tíma^ Alþingi hefir nú verið kvatt saman til þess að ganga frá stofnun lýðveldis á Islandi á þessu ári og framkvæma skiln- að við Dani. Þegar slík örlagaspor eru stigin, sæmir vel að nokkuð sje skygnst um í fortíð og nú- tíð þings og þjóðar. Sjálfstæðisbaráttan og Alþingi. Alt frá því að Alþingi var endurreist, árið 1845, hefir starf þess og barátta fyrst og fremst verið tengd sjálfstjórn- arkröfum íslensku þjóðarinn- ar. Sjálf endurreisn Alþingis fyrir tæpum 100 árum átti rót sína að rekja til þeirrar nauð- synar, sem á því var, að þjóð- in gæti háð sjálfstæðisbaráttu sína við yfirþjóðina með mark- vissum hætti og tilætluðum árangri. Kringum aldamótin 1800 hafði hið erlenda vald leikið Islendinga svo hart, að þeim hornstein, sem þeir höfðu bygt stofnun rjettarríkis síns árið 930 á, var á brottu kipt. .Al- þingi var lagt niður. En þegar svo var komið, leystust ný öfl úr læðingi með- al þjóðarinnar. Þróttmiklir og djarfhuga íslenskir menta- menn tóku upp markvissa bar- áttu fyrir auknu stjórnarfars- legu frelsi ísleodingum til handa og þrautpínd og merg- sogin alþýða landsins, buguð af verslunaráþján og harðærum, kunni fljótlega skíl á boðskap þeirra og skipaði sjer undir merki þeirra. Alþingi var end- urreist. Sjálfstjórnarkröfurnar fengu nú ákveðnara form. Skarp- skygnir forystumenn hlóðu fram sögulegum og óvjefengj- anlegum lagalegum rökum fyrir rjetti landsmanna til sjálfstæðis. En þrátt fyrir öll þessi rök var þó þungt undir fæti. Engu að síður þokaði bar áttunni skref fyrir skref áleið- is. Stjórnarskráin 1874 vannst á þúsund ára afmæli bygðar landsins. Árið 1904 tók ís- lenskur maður, búsettur í land inu sjálfu, við ráðherraem- bætti, landshöfðingjavaldið var úr sögunni. Þingræðisskipu- lagið efldist. Og árið 1918 hlaut þjóðin fullv.ddisviður- kenningu, og það, sem þó var mest um vert, ákveðið heit um fullkomið sjálfstæði að 25 ár- um liðnum. En sá árangur, er vanst 1918, hafði kostað þrotlausa baráttu þings og -þjóðar. Yfirleitt mót- aðist sú barátta qf miklum einhug, þótt nokkuð greindi á um leiðir. Meginþorra íslend- inga var Ijós kjarni barátt- unnar, sem óskoraðast sjálf- stæði landsins. Það takmark var hin þunga undiralda í öllu starfi Alþingis á þessum ár- um. Samvinna Alþingis og sam band við þjóðina var því eink- ar náið og lifandi. Sjálfstæðis- málið var íslendingum á þeim árum það mál, sem gnæfði öllum öðrum málum ofar í hug þeirra. Við sigur í sjálfstæð- isbaráttunni voru allar fram- fara- og umbótavonir tengdar. Virðing þjóðarinnar fyrir Al- þingi var þess vegna virðing hennar fyrir framtíðarfullveldi og efnalegu og andlegu frelsi landsmanna. En afleiðing þess, að Alþingi varð að einbeita starfi sínu að sjálfstæðisbaráttunni út á við, hlaut að verða það, að ýmsum öðrum viðfangsefnum, er lutu að innri umbótastarfsemi, varð síður sint. En þrátt fyrir það hófust þó þegar á árum sjálf- stæðisbaráttunnar verulegar umbætúr og framfarir í land- inu. Atvinnuháttum fleygði fram, lífskjör manna bötnuðu og jöfnuðust, mentun og menn- ing dafnaði, sumpart í skjóli fenginna rjettinda, sumpart á grundvelli vonanna um full- komið sjálfstæði. Starfsvið Alþingis víkkar. En 1918 verða þáttaskifti í sögu þings og þjóðar. Sjálf- stæðisbaráttan lá að baki, framundan 25 ára tímabil til þess e'r fullkomin frelsistaka gæti farið fram. Þjóðinni fanst sem hinni ytri sjálfstæðisbar- áttu væri lokið, að fenginni f ullveldisviðurkenningunni. Það, sem að á skorti til full- komins sjálfstæðis, kæmi af sjálfu sjer. Enda þótt hjer verði ekki fallist á það að sjálfstæðisbar- áttu íslendinga hafi lokið 1918, verða þær breytingar, sem þá urðu á viðfangsefnum þings og þjóðar, að teljast eðlilegar. í stað sjálfstæðismálsins, þar sem Alþingi hafði alla þjóðina á bak við sig, komu nú margs- konar ný verkefni til kasta þess. Og upp úr þessu tekur þjóðin að skipa sjer í flokka eftir alt öðrum reglum en áð- ur. Stjettaskiftingin markast greinlegar en áður. Hjer verður ekki rakin saga þessa tímábils. Óefað má telja það mjög merkilegt í íslenskri sögu. í sögu Alþingis er það einnig mjög merkilegt, enda þótt segja megi, að vegur þings ins á þessum árum hafi orðið æ minni með þjóðinn.Enda þótt Alþingi hafi á þessu mesta fram fará- og þróunartímabili í sögu þjóðarinnar, haft þyðingar- mikla forystu í öllum framför- um og umbótum, hlutu hin auknu afskifti löggjafarvalds- ins af högum hvers einasta borgara að leiða til þess að gagnrýnin á hinum fjölþættu störfum þess harðnandi. Þegar svo er komið, að við það ligg- ur, að Alþihgi ákveoi með sam þyktum sínum, hversu miklar I tekjur hver einstakur borgari í I landinu skuli hafa af vinnu sinni, sætir það engri furðu þótt um það ríki ekki sá ein- hugur, er raun var á meðan það fyrst og fremst sinti for- ystunni í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar gégn óþokkuðu er- lendu valdi. Ahrif stjettabaráttunnar á störf þingsins. En það sem þó á stærstan þátt í hinum hörðu dómum þjóðarinnar, irtn Alþingi og því ófremdarástandi, sem þar hefir ríkt um skeið, er þó ekki það, að starfssvið þess hefir orðið stórum víðtækara og störf þess snerta í ríkara mæli en áður hagsmuni hvers einasta manns í landinu. Það, sem nú á stærst an þátt í því að Alþingi er naumast starfhæft, er hin skefjalausa stjettabarátta, sem nú er háð í landinu. Vegna þessarar stjettabar- áttu er. nú svo komið, að stór hluti alþingismanna lítur fyrst og fremst á sig sem fulltrúa einstakra stjetta, meira eða minna takmarkaðra hagsmuna heilda, en ekki fulltrúa þjóð- arheildarinnar. Meðan stjetta- baráttan geisar meðal þjóðar- ínnar, meðan eldur ímyndaðra stjettaandstæðna brennur æ heitar, þverra stöðugt möpu- leikar þeirra alþingismanna, sem telja sig fulltrúa þessera stjetta á Alþingi, til þess að geta litið á hagsmuni þjóðar- heildarinnar. Þeir hafa taiið sjálfum sjer trú um það, og kjósendur þeirra hafa kraíist þess af þeim, að þeirra hlutverk sje það eitt, að toga í einhv.rn ákveðinn skækil fyri: stjett sína. Afleiðing þessa ástands er auðsæ. Alþingi hefir brugðist þeirri grundvallarskyldu sinni, að mynda ríkisstjórn. Það hefir ekki heldur getað stjórnað með ríkisstjórn skipaðri með annarlegum hætti. Kjósenda- hræðsla stjettafulltrúanna á A1 þingi situr þar í öndvégi og ræður í ráðleysi sinu lögum og lofum. Það er ekki hægt að gera.neitt vegna þess að éin- hverri stjett kann að falla það miður vel í geð, enda þótt hags munir þjóðarheildarinnar krefj ist þess. En um leið og Alþingi or rjettilega • vítt fyrir ráðleysi sitt, sundurlyndi og stjettatog- streytu, magnast stjettabaratt- an með þjóðinni sjálfri. Það, sem að helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann. Alþingi er þá að lokum orðinn spegill af þjóð, sem lítt hirðir um annað en meting milli stjetta pm það, hver hafi rje(t mest úr kútnum. I þessum staðreyndum felst mikil ógæfa. Hversu mikils metur Alþingi sjálfstæðismálið? Islendingar hyggjast nú að stofna lýðveldi á komandi sumri og gera þar með að veru- > leika draum margra kynslóða um algerlega frjálst og full- valda Island. Vonir standa til þess að Alþingi stigi þetta skref nær einhuga. Afstöðu þjóðar- innar mun háttað á s.vipaða lund. Alþingi hefir á ný fengið sjálfstæðismálið til meðferðar, í þetta skiftið til þess að leggja smiðshöggið á það verk, sem var meginviðfangsefni þess alt frá endurreisn þess, fram til 1918. Á það hlýtur því að reyna nú, hversu mikils Alþingi met- ur sjálfstæðismálið. Verður það til þess að sameina hið sundr- aða, eða verður það hlutskifti Islendinga á einu merkilegasta ári íslenskrar sögu, að sjá óöld og forystuleysi ríkja á Alþingi? Að sinni verður þetta atriði ekki nánar rætt hjer. Lýðveldisstjórnarskráin og niðurfelling sambandslaga- samningsins. Ríkisstjórnin hefir nú lag't fyrir neðri deild Alþingis fruni varp til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins ís- lands. Þá hefir ríkisstjórnin lagt fyrir sameinað Alþingi til- lögu til þingsályktunar um niðurfelling dansk-íslenska sambandslagasamningsins og um rjett danskra ríkisborgara, heimilisfastra á íslandi. Hvorttveggja þessara mála eru undirbúin af stjórnarskrár- nefnd þeirri, sem Alþingi kaus til undirbúnings þeim. En enda þótt víðtæk athug- un og undirbúningur hafi far- ið fram varðandi hina nýju stjórnarskrá, mun hún þó sær.a vandlegri meðferð í de'Vlum Alþingis. Má vænta þess að kosnar verði sjerstakar stjórn- arskrárnefndir í báðum deild- um, er taki málið til náinnar athugunar. Um ýms atriði í frv. rík-isstjórnarinnar hafði ekki orðið endanleg niðurstaða í stjórnarskrárnefnd, en ríkis- stjórnin flytur frv. óbreytt frá nefndinni. Þau atriði, sem einkum má ætla að komi til athugunar, eru ákvæðin um kjör og valdsvið forseta, en, eins og kunnugt er. er i frv. gert ráð fyrir, að for- setinn sje kjörinn af Alþingi. Til þess ákvæðis var þó ekki tekin endanleg afstaða í nefnd- inni. Hinsvegar hafa utan stjórnarskrárnefndar og Ai- þingis komið fram yfirlýsing- ar flokka um það, að rjett sje að forseti lýðvfeldisins skuli vera þjóðkjörinn. Hafa bæöi Alþýðuflokkurinn og Kommun istaflokkurinn geíiö slíkar yf- irlýsingar. Ætla má, að einrig í öðrum flokkum sje sú stefn i efst á baugi. Til þess að ályktunin um niðurfellingu sambandslaga- samningsins og um rjett danskra ríkisborgara á íslancll fái gildi,. skal þjóðaratkvæða- greiðsla fara fram um hane ti! samþyktar eða synjunar. Raið ur einfaldur meiri hluti at- kvæða um samþykki hennar. Ennfremur þarf Alþingi að samþykkja hana að nýju að lok inni þjóoaratkvæðagreiðslunni. Stutt þing. Þau tvö mál, sem nú var lýst, munu verða höfuðvið- fangsefni þess Alþingis, er nú situr. Enda þótt hjer sje um stórmál að ræða, sýnist þess ekki þörf að Alþingi eigi yfir þeim langa setu. Bæði málin liggja glögt fyrir og þar sem stjórnarskrárbreytingin felst aðeins í breytingu þeirra á- kvæða, er lúta að sambandinu við Dani og hinni æðstu stjórn landsins, er ekki um heildar- endurskoðun allra ákvæoa stjórnarskrárinnar að ræða. Sú heildarendurskoðun bíður síð- ari tíma og verður mikið vanda mál, er að henni kemur. Því ber nú mjög að fagna, að Alþingi og ríkisstjórn hafa markað skýra stefnu í skiln- aðarmálinu. Lýðveldisstofnunin er ákveð in í sumar. Um þá ákvörðun, sem byggist á skýlausum rjett- argrundvelli, hljóta nú allir þeir íslendingar að fylkja sjer, sem í raun og sannleika vilja sjálfstæði lands síns. Smávægi- legur Jgreiningur um það, hve- nær sporið skuli stigið, getur ekki leitt þá smán yfir þjóð- ina, að hún hefji frekari deil- ur um sjálfstæðismál sín. Er og vitað að margt þeirra manna, sem af einlægri samúð með sambandsþjóðinni, vildu fresta skilnaðj, hafa tekið á- kvörðun um að fylgja skilnaði og lýðveldisstofnuninni, er föst ákvörðun hefir verið um þau atriði tekin. Ef til vill má þó vænta þess að nokkrir utangarðsmenn, sem altaf hafa verið andvígir skilnaði við yfirþjóðina, muni kyrja undanhaldssón sinn á- fram. En sú iðja mun verða þeim mönnum sjálfum til verð- ugs sóma og hljóta sama dóm og slík starfsemi jafnan hefir hlotið, fyrr og síðar. S. Bj. CITRÓNUR margar stærðir nýkomnar. Heildv. Landsstjarnan Sími 2012.1 ’ ■ U.M.I n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.