Morgunblaðið - 16.01.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.01.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. janúar 1944. Læknaleysi strjálbýlisins er þjóðarskömm „ Gunnar Gunnarsson skáld er staddur hjer í bænum og verð- ur hjer í nokkra daga. Tíðindamaður blaðsins spurði hann í gær um búskap hans og skáldskap og líf manna á Austfjörðum, tíðarfar og fleira, og skýrði hann m. a. svo frá: — Jeg kann ágaðtlega við mig„á Skriðuklaustri. Það er manni eðlilegt að vera tengd- ur því lífi, sem hrærist í kring- um mann, þátttakandi í at- vinnu þjóðarinnar. Kann vel við að hafa vítt útsýni og tært loft. Bregður við, þegar jeg kem í bæjarloftið hjerna. — Búskapur mikill á Klaustr inu? — Nei, það get jeg ekki sagt, um 300 ær. Jeg á varla bónda- nafnið skilið, því jeg vinn svo lítið að búskapnum sjálfur. — Meira að ritstörfum? — Alt öðruvísi en áður. Fer mjer hægar. Ekkert sem rekur á eftir, nema það, að ekki er hægt að lifa án þess að starfa að því að koma hugsunum sín- um í orð. Fyrr á árum vann jeg við skrifborðið vissa tíma á dag og þoldi illa að vera truflaður. Nú er þetta alt öðruvísi. Nú valda daglegar frátafir engum óþæg- indum lengur. Og verði þær miklar yfir daginn, get jeg unnið þeim mun lengur fram eftir nóttunni. Sveitalýfið hefir hressandi áhrif á mig. — Hvaða verk eru í smíð- um? — Best að tala sem minst um það. Þau koma fram á sínum tíma og segja til sín. — Almennar frjettir að aust an? — Mjer dettur fyrst í hug að minnast á læknaleysið. Það er óviðunandi, til smánar og stórtjóns, og versnaði enn við brunann á BÆkku um ára- mótin. Aðeins einn læknir, Ari Jónsson, er þjónað hefir tveim læknishjeruðum fyrir ofan fjall. Hann er sóttur niður í Borgarfjörð og upp á .Jökul- dalsheiði. Og nú er hann verk- færalaus í þokkabót, eftir brun ann. — Bjargaðist ekkert úr læknisbústaðnum? — Sama og ekkert, ofurlitið af meðölum, sem geymd voru í útbyggingu hússins. Var hægt að brjótast þangað inn, er hús- ið var annars alelda að heita mátti, vegna þess að útbygg- ing þessi var vindáttarmegin við aðalhúsið. Læknirinn hafði annars ekkert, nema fötin sem hann stóð í. En frú Sigríður kona hans þreif með sjer ofur- lítið af fötum um leið og hún hljóp niður af loftinu, þar sem þau hjónin sváfu og dætur þeirra. — Hvar sest Árni læknir að? — Jeg veit það ekki. Geri ráð fyrir að hann dvelji um sinn að Egilsstöðum eða Eið- um. Læknafæðin er skelfileg fyr- ir Austfirðinga. Ef maður verð ur alvarlega sjúkub, getur það hæglega orðið svo mikið fjár- Gunnar Gunnarsson minnist á erfiðleika sveitafólks segja bæði sem iítt er talað i.m. Annars mætti margt um sveitabúskapinn, hvernig hann er nú, og hvernig framtíðarútlit hans er. Jeg þarf í mínum búskap hjerumbil 120 dilka til að greiða kostnað við að halda einn vinnumann, kaup fæði og orlofsfje, og fæ að lík- indum 90 kr. fyrir dilkinn. — Hvað er framundan þegar verð hrunið kemur? « Ef landbúnaður á að geta staðist hjer í framtíðinni, þarf að géra á honum gagngerðari umbætur en flesta grunar. Það er jeg alveg viss um. En má- ske höfum við tækifæri til að tala um þau mál betur seinna. hagslegt áfall fyrir hann, að hann fær ekki afborið það. Jeg veit um dugnaðarmann í afskektri sveit, sem varð al- varlega veikur. Hanri hefir m. a. brotist í því að reisa nýbýli. Hann þurfti að láta sækja lækn ir þrisvar sinnum. Kostnaður- inn við þær ferðir varð sam- tals á 3. þúsund krónur. Ung- barn datt af legubekk ofan á gólf með pelann sinn. Þetta var í Hornafirði. Þurfti að sækja læknir austur á Djúpavog. Ferðin kostaði 1200 krónur. Þið, sem búið í fjölmenninu, gerið ykkur enga hugmynd um þessa erfiðleika. Það er ekki hægt að láta hjeruðin vera læknislaus, eins og viðgengist hefir 1 allmörg ár. Þvídrvað er þjóðfjelagið_éf það miðar ekki fyrst og fremst að því, að þjóðfjelagsþegnarn- ir láti sig skifta um hagi ann- ara. Læknar fá mentun sína til þess að þeir geti hjálpað sjúk- um. Það er skylda þjóðfjelags- ins að sjá um að fólk geti með skaplegu móti náð til lækn- anna. Að láta þetta svona gfram, eins og verið hef- ir, er þjóðspillandi. Erfiðleikarnir í fámenni sveitanna eru margir, sem þið borgarbúar vitið lítið um. Flestir bændur hafa ekkert jnn mjög mikið í sókninni, fólk yfir veturinn nema skyldu Varpar sprengjum á stöðvar Japana og gerir að þeim vjel- Bretar sækja fram frá Maungdaw London í gærkveldi. I tilkynningu Mountbattens lávarðar í dag er sagt, að Bret- ar sæki jafnt og þjett fram frá Maungdaw í Burma, en það slarka ÞorP Úeu' u dögunum. — Segir enn fremur að sóknin gangi heldur hægt, því vörn Japana sje mjög seigluleg, og er henni í tilkynningunni líkt við varnir Þjóðverja í Ítalíu. Flugherinn styður landher- lið sitt. Þegar eitthvað ber út af, sjúkdómar eða slys, eru heimilin í voða og öll framtíð fólksins. Sumarið 1942 kom maður austur á Hlíð og seldi þar nokkra hesta. Tveir þessara að- komuhesta struku. Annar fanst um haustið eftir langa leit. Til hins frjettist í sumar uppi á Brúaröræfum. Hann hafði gengið þar af um veturinn. Annar hestur sást þar með hon um. Ekki voru tök á því í sum- ar að leita þá uppi. Þegar kom ið var fram á haust, tóku tveir menn sig upp til að leita hest- anna. Annar þessara manna var bóndinn að Heiðarseli á Jök uldalsheiði. Hinn var frá Ei- riksstöðum. Þeir tóku með sjer nesti til tveggja eða þriggja daga. Þeir ætluðu ekki að vera lengur í ferðinni. Þeir fengu hríð á öræfunum og lentu í villum. Eftir viku fanst Ei- riksstaðamaðurinn uppi á fjalli. Hann ráfaði þar um og vissi lítt hvar hann fór, aðfram- kominn af hungri og þorsta. Þeir höfðu orðið viðskila. Bónd inn í Heiðarseli fanst nokkru síðar. Hann var ennþá verr kominn, kalinn á báðum fót- um. Fyrst í stað lá hann heima, en var fluttur fyrir jól i sjúkra- húsið á Seyðisfirði. Hætt við að hann fái aldrei bót meina sinna. Þessu líkar eru ýmsaij rauna sögur úr erfiðu iífi sveitafólks, byssuatlögur í sífellu. Gafir tii vinnuhælis berklasjúklinga dregnar frá skatfskyldum tekjum Þann 30. desember s. 1. voru staðfest lög um að gjafir til vinnuhælis berklasjúklinga skuli tlregnar frá skattskyldum tekjum gefenda við álagningu skatta til ríkis og bæjar eða sveitar-(Stj.tíð. 1943, nr. 128, A. bls. 254). Öðluðust lög þessi þegar gildi og gilda' til ársloka 1944. Með setningu laga þessara hefir Alþingi glögt sýnt hug sinn til hinnar þörfu og að mörgu léyti merkilegu baráttu berklasjúklinganna fyrir því að upp komist vinnuhæli fyr- ir berklasjúkt fólk. Er mjer eigi kunnugt um að fyrr hafi af hinu opinbera verið gerðar ívilnanir á skattalöggjöfinni á þann hátt, er fram kemur í nefndum lögum. Fer vel á því, að Alþingi skuli þannig viðurkenna hina miklu þörf þessa hælis. Enda er það svo nú, að það má heita brýn nauðsyn að vinnuhælið komist upp þegar á næsta sumri. Verður þá loks uppfj'lt sú sanngjarna og eðlilega ósk þeirra sjúkiinga, er dvalið hafa iangvistum í heilsuhælum og náð þar þeim bata, sem hælis- visitin getur veitt, að þeir geti tekið að vinna á sjerstakri stofnun, starf, sem er við þeirra hæíi, pg sem heíir ekkji eyði- leggjandi áhrif á þann bata, sem þegar hefir náðst. En jafn- framt þessu má búast við að vinnuhælið hafi, er það tekur til starfa, bætandi áhrif á hin- ar almennu, opinberu berkla- varnir á margan hátt. Hjer skal þess aðeins getið, að á síðustu árum hefir sjúkrarúmum berkla veikra verið fækkað til muna, einkum er Kópavogshæli var tekið fyiúr holdsveiki. Má full- yrða, að síðan hafi alltilfinn- anlegur skortur verið á sjúkra rúmum fyrir berklaveika og ei; það mjög bagalegt, þar sem reynt er að reka öflugar berkla varnir. Úr þessu mundi og vinnuhælið ’bæta að allveru- legu leyti. Er hjer með bent á þetta og mælst til þess, að hver og einn, er vill ljá þessu nauðsynjamáli stuðning sinn, athugi hina nýju lagasetningu og hafi hana og vinnuhælið í huga, er hann nú sest niður til að semja skatt- skýrslu sína á hinu, pýbyrjaða ári. Sigurður Sigurðsson, Rússum miðar hratt vestan Mosir og Sarny London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. ÞJÓÐVERJAR halda uppi mjög harðri gagnsókn fyrir austan Vinnitsa, að því er herstjórnartilkynning Rússa í kvöld greinir frá. Segjast Rússar hafa staðið í því sól- arhring samfleytt bæði nótt og dag, að hrinda hatröm- um skriðdreka- og fótgönguliðsárásum, en það hafi hepn- ast. Aftur á móti segjast Þjóðverjar hafa unnið nokkuð á með áhlaupum sínum á þessum slóðum. Segjast Rússar hafa unnið Þjóðverjum mikið tjón bæði á mönnum og hergögnum, enda munu bardagarnir vera einhverjir hinir æðisgengnustu, sem um langt skeið hafa verið háðir í Rússlandi. Rússar hafa sótt fram til norðvesturs frá Mosir og Kalinovichi og tekið þar nokkur þorp. Ekki ber til- kynning þeirra með sjer, að þeir hafi enn lagt í Pripet- mýrarnar, enda er sagt, að þær sjeu ekki frosnar enn. Fyrir vestan Sarnv segja Þjóðverjar Rússa sækja á, en Rússar geta ekki nema tvær fyrgreindar vígstöðv- ar í tilkynningu sinni.Segja þeir, að annars staðar hafi aðeins verið um staðbundn- ar viðureignir að ræða, og ennfremur að þeir hafi alls evðilagt 111 skriðdreka og 42 flugvjelar fyrir Þjóðverj um í gær. Þjóðverjar segja aftur á móti í tilkynningu sinni frá orustum á miklu fleiri víg- svæðum, meðal annars greina þeir frá því, að Rúss- ar hafi byrjað áhlaup, að vísu í smáum stíl, á víg- stöðvunum milli Leningrad og Ilmenvatns. — Einnig greinir þýska herstjórnin frá áhlaupum Rússa við Nikipol og á Krímskaga, en tekur fram, að flestum þeirra hafi verið hrundið og að Rússar hafi beðið tölu- vert manntjón og hergagna. Japanar inni- króaðir Lbndon í gærkveldi. Japanski herinn á Iluan- skaga, milli herja Ástralíu- manna og Bandaríkjamauna, er gengu í land við Saidor á Iluanskaga, Nýju-Guineu, er nú innikróaður og á ekki und- ankomu auðið, n<pna sjóleið- is, en flugvjelar og herskip iiandamanna halda stöðugt vörð fyrir ströndinni. Reuter. Atlögur gegn flug- völlum London í gærkveldi. Amerísk fluvirki og Libera torflugvjelar rjeðust í björtu í gær á aðalflugvelli Þjóðverja i Jugoslavíu, eigi allskamt frá I )a]amatíuströndum_ Káúst sprengjur koma niður á flug- brautir og flugskýli. Þrjár þýskar flugvjelar voru skotn- ar niður í loftorustum. Aðrar flugvjelar bandamanna hófu árásir á skip við Ilala- matíustrendur og kvciktu í J000 smál. skiþi. — Reuter. ÁRÁS Á SKIPALEST VIÐ NOREG. London í gærkveldi. — Bresk- ar Beaufighter flugvjelar með tundurskeyti að vopni, rjeðust í gær á þýska skipalest við Nor- egsstrendur. Hittu þær tvö skip með tundurskeytum, en önnur með fallbyssukúlum. Þrjár flug vjelanna komu ekki aftur, og segjast Þjóðverjar hafa skotið þrjár niður. — Reuter. BARDAGAR Á AUNUSEIÐI. Stokkhólmi í gærkveldi. — Finnar tilkynna í dag, að Rússar hafi ráðist fram til all- harðra áhlaupa á Aunuseiði í gær, en þeim var hrundið með stórskotahríð. Á Kirjálaeiði voru framvarðaskærur, en á Murmanskvígstöðvunum hefir alllengi ekkert borið til tíðinda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.