Morgunblaðið - 18.01.1944, Side 2

Morgunblaðið - 18.01.1944, Side 2
2 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 18. janúar 1944; Hax Pemberton-slysið: „Vjer þökkum unnin afrek“ Ávarp iorsela Sþ.á Alþingi í gær. Á fundi í Sameinuðu Alþingi í gær ávarpaði forseti, Gísli Sveinsson, þingheim svohljóðandi: Háttvirtir alþingismenn! ÁÐUR en Alþingi gengur til , starfa í deildum á þessum degi, Jjykir mjer hlýða að minnast hjer í sameinuðu þingi hins ógurlega sjóslyss, sem nú er bert að orðið hefir; við að tog- arinn Max Pemberton hefir farist með allri áhöfn, 29 manns, að líkindum nálægt Snæfellsnesi. Á þessu' nýbyrjaða ári hefir margt það gerst í heiminum, sem sársauka veldur mönnum og seint bætanlegum missi. Vjer íslendingar höfum eigi farið varhluta af voveiflegum Slysum, er sumpart hafa bein- línis verið af völdum hins æð- isgengna ófriðarbáls, er enn geisar, en sumpart að sjálf- sögðu því óviðkomandi. Verð- mætir farkostir og fiskiskip hafa sokkið í sjó, en framar öllu dýrmæt mannslíf farið for görðum, og er þar með ærið skarð höggvið í afkomumögu- leika hinnar litlu og fámennu íslensku þjóðar. Þótt eigi verði sagt eða sannað, að hið síðasta þungbæra sjóslys, er orðið hef- ir hjer við land síðustu daga, er b. v. Max Pemberton fórst, • standi í nokkru sambandi. við styrjöldina, þá er þetta þó allt skylt, ógnir og eyðing, sem eigi virðist verða við ráðið. Ber oss að taka því öllu með þeirri ró- semi hugans, er einkenna á góða menn og staðfasta, þjóð, sem eigi lætur bugast, en held vir áfram göngu sinni og gagn- legum störfum, í fullu trausti til handleiðslu hinnar eilífu forsjónar alls mannkyns. Minnumst þess, að á öllum öldum hefir íslensk byggð ver- ið undirorpin áföilum og ís- lenskur sær hættulegur þeim, er hann hafa stundað. En hvort um sig ber þó í skauti gróður og aflaföng, til vöggugjafar börnum þessa lands. Af því öllu hefir þjóðinni átt að hlotn ast þrek og þor og þrautseigja, en einnig örlög um dýrar fórn- ir, „Stríðsmenn hafsins“, sjó- mennirnir, hafa verið þar í fararbroddi. Og alt, sem þurft hefir til fullnægingar lögmáli lífsins í þessu landi, hefir ís- lenska þjóðin staðist fram á Jvennan dag, og eiga þar einn- ig þakkir skildar hinar hug- prúðu hetjur heimilanna. Svo mun og enn vera um ókominn aldur, ef enginn æðrast, þótt á dynji stormar og hregg. Upp- birta fylgir öllum jeljum og skin skúrum. Nú á hjer margt um sárt að binda vegna þessara síðustu slysfara, eins og oft áður og ætíð, er slíkt ber að höndum. Því að missirinn er stórkostleg ur. Hann er næsta tilfinnan- legur þjóð vorri allri, sem þarf á að halda öllu sínu, er til nyt- semdar og vegs horfir, ekki síst dugandi mönnum og gegn- um, í hvaða stjett sem eru. En sjer í lagi er missirinn mikill í hinni ötulu sjómannastjett vorri er segja sá um hvorttveggja, að getið hafi sjer glæsilegan orð- stír með öllum, er til þekkja og bærir eru um að dæma, og eins, að hún hefir unnið og vinnur dyggilega, í erfiðri og hættulegri stöðu, að- þeim lífs- nauðsynlegu störfum fyrir þjóðarheildina, sem óneitan- lega færa einna áhrifamesta björg í bú, eins og nú er hátt- að. En mestur er þó missirinn og sárastur söknuðurinn ,,heima“, þar sem eru aðstand- endur og ástvinir, og eru orð vart nægjanleg til huggunar þeim. Vjer þökkum fyrir unn- in afrek hinna ötulu sona þjóð arinnar, sem nú eru fallnir í val með sviplegum hætti. Vjer skulum láta gott for- dæmi þeirra verða oss til örv- unar á braut frama og starfs. Vjer biðjum Guð almáttug- an um styrk oss öllum til handa. Hann blessi minningu hinna látnu. og líkni þeim, sem syrgja. Jeg bið þingheim að rísa úr sætum. — Rússland Framh. af 1. síðu. frægu borg Novgorod, og mun þessi sókn þeirra vera ný- þyrjuð. 1 Póllandi hafa þeir tekið hæinn Tuchin á Rovnos- svæðinu, og sótt þar nokkuð fram. Þá er greint frá bardögum við Novo-Sokolniki, þar sem Rússar segjast hafa náð nokkr um þorpum. — Á öði’um svæðum Austurvígstöðvanna er-aðeins geti'ð um framvarða- skærur og stórskotahhríð. Baráffan í iugoslaviu London í gærkveldi. NOKKRIR jugoslafneskir liðs- foringjar, sem liggja sárir í sjúkrahúsum í Cairo, hafa rætt við blaðamenn um stríðið í Júgoslavíu, og segja það hafa staðið síðan seint á árinu 1941, og hafi baráttan oft verið mjög hörð. Eitt sinn var megin her Titos innikróaður í Svart- fjallalandi, en tókst að ryðja sjer braut út úr herkvínni, eftir að hafa mist 5000 menn fallna. Tito sjálfur særðist í þessum viðureignum, en mest af vjelbyssum og fallbyssum varð að grafa í jörð. Gjöf KveldúJfs Framh. af bls. 1. ingu dvalarheimilisins verði gefin þessi heiti: Skallagrímur, Þórólfur, Eg- ill Skallagrímsson, Snorri goði, Snorri Sturluson, ' Arinbjörn hersir, Gulltoppur, Gyllir, Hekla, Borg, Mjölnir, Huginn, Muninn, og að sjómenn sem starfað hafa hjá oss, njóti for- gangsrjettar til dvalar í þeim, að öðru jöfnu. Ef ætlað er, að andvirði hvers herbergis sje kr. 10,000,- 00, skal verja þeim kr. 20,000,- 00, sem umfram eru upp í kostnað við kaup á innan- stokksmunum í herbergin, í samráði við oss“. Sigurjón A. Ólafsson þakk- aði f. h. nefndarinnar með stuttu ávarpi, þar sem hann gat þess, að það væri alkunn- ugt, hve rausnarlega þeir Thorsbræður gæfu, en samt sem áður hefði sjer komið svona há fjegjöf á óvart, og væri þetta stærsta gjöf, setn dvalarheimilinu hefði borist frá einu fyrirtæki, þó margir aðr- ir hefðu gefið stórhöfðinglegar gjafir. ★ Blaðið hefir snúið sjer til Björns Ólafs, varðandi söfnun- ina og skýrði hann sVo frá, að með þessari stórmyndarlegu gjöf Kveldúlfs væri söfnunin komin upp í ca. 610 þúsund .krónur. Varðandi stað fyrir hið fyr- irhugaða heimili, hefðu nefnd- armenn mikinn hug á að fá Laugarnes, þar sem spítalinn stóð, en um endanlega lausn þess máls er þó ekki hægt að segja að sinni. Greinin í Pravda Framh. af bls. 1. ið, hafa reynt að koma slík- um sögum áleiðis til blaða sinna, en ekki komið þeim gegnum ritskoðunina, sem meðal annars hefir það hlut verk, að varna því að óstað- festur orðrómur komist á kreik. Sveinsstykki blaðamanns? Þetta skeyti frá Cairo virð ist vera sveinsstykki ein- hvers blaðamanns, jafnvel fyrta tilraun hans til frjetta flutnings, og virðist honum hafa gengið vel gegnum rit- skoðunina. Hjer í Moskva höfum við verið að reyna að komast eftir því, hverjir væru þeir menn breskir, sem væru að ræða við Ribb entrop, en ekki höfum vjer fengið neitt svar við því“ — Bradley Framh. af 1. síðu. hinni fyrirhuguðu innrás á meginland Evrópu, undir yf- irstjórn Eiscnhowers. Omar Bradley er 50 ára að aldri. ITann stjórnaði annarri h erfylkingu Bandaríkjam anna í Tunis, og einnig á Sikiley og gat sjcr besta orð fyrir frækilega herstjórn og franv göngu. — Reuter. RíkisstjórafrÚLn sextug Ríkisstjórafrúin, Georgia Björnsson, á sextugsafmæli í dag. Hún er dönsk að ætt, fædd í.Hobro á Jótlandi, dóttir H.jH. Hansen justitsráðs og lyfsala, er var gagnmerkur maður á sinni tíð og naut mikils trausts meðal samborgara sinna. Frú Georgía ólst upp í ^foreldrahúsum. En hún var 17 ára, er hún kom hingað til íslands í fyrsta sinn. Kom hún þá í heimsókn til systur sinnar, sem gift var Lund apótekara í 'gamla Reykjavíkur Apóteki. Hún kunni fljótt vel við sig hjer í Reykjavík, rjett eins og hún hefði hugboð um, að hún ætti eftir að dvelja hjer langdvölum. j Árið 1968 giftist hún Sveini Björnssyni, er þá var málaflutnings- maður hjer í Reykjavík. Heimili þeirra hjóna var hjer í Reykjavík í rúml. 10 ár. En eftir 1918, er sendiherraembættið var stofnað í Höfn, fluttu þau þangað, og voru þar lengst af búsett, fram til þess að Danmörk var hernumin. Á fyrstu árum frú Georgíu hjer í Reykjavík aflaði hún sjer vinsælda og álits sem góð og myndarleg húsmóðir. En mejra reyndi á þetta, er hún kom til Hafnar sem fyrsta sendiherrafrú, Islendinga. Þar var hún við hlið manns síns, hin gestrisna, höfðinglega húsmóðir, jafn alúðleg við tigna erlenda gesti, sem Islendinga, er hjálparþurfi leituðu til sendiherrans. Hún er alúðleg og glaðleg húsmóðir, við heimilisfólk sitt og gesti, og lætur sjer mjög ant um að rækja sem best hina vandasömu húsmóðurstöðu á æðsta heimili landsins. Varðarfundurinn í kvöld Heiðraði Varðarfjelagi og aðrir Sjálfsæðismenn, konur og karlar! í KVÖLD kl. 8,30 heldur Landsmálafjelagið Vörður fund í Listamannaskálanum. Dagskrá fundarins er: Lýðveldismálið og stjórnarskráin. Frummælendur á fundinum verða: Gísli Sveinsson, form. sam. al. Bjarni Benediktsson borgar- stjóri. Ólafur Thors, form. Sjálf- stæðisflokksins. Að loknum framsöguræðum verða frjálsar umræður, eins og venja er til á Varðarfund- um. Eins og kunnugt er, liggur nú fyrir Alþingi að stíga loka- skrefið í sjálfstæðisbaráttu ís- lensku þjóðarinnar. Það finst mörgum raunalegt, að nú þegar íslenska þjóðin er að „koma heim“ eftir margra alda hrakninga, lengst af sem ófrjálsir utangarðsmenn í sínu eigin landi, skuli lítilfjörleg gjörningaþoka hafa gjört nokkra menn — þó vonandi sjeu þeir ekki margir — átta- vilta í túnfætinum, svo að þeir virðast ætla að verða viðskila við meginfy^kingu íslensku þjóðarinnar, í hinni langþráðu ..sigurgöngu, inn á hið stjórnar- farslega íslenska heimili. Varðarfjelagar! Oft er þörf en nú er nauðsyn, að standa vel á verði fyrir hinum ís- lenska málstað. Konur sem karlar! Mætið öll á fundi Varðarfjelagsins í kvöld og takið Sjálfstæðisfóllc með yður. Virðingarfylst. f.h. stjórnar Landsmálafje- lagsins Varðar Eyjólfur Jóhannson. | Skærur á Korsíku ' ÞÝSKA frjettastofan segir £ kvöld, að skærur sjeu nú háð- ar víðsvegar um Korsíku, og sjeu það eyjaskeggjar, sem byrjað hafi skæruhernað á hendur liðsmönnum De* *Gaules

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.