Morgunblaðið - 18.01.1944, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 18.01.1944, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞriðjudagur 18. janúar 1944 Útg.: H.f. Árvakur, Roykjavík _ Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölvf 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Stefán „mikli“ og „fornar dygðir“ EINS OG VIÐ VITUM hefir Hitler haldið margar stór- fenglegar ræður, sem ekki eiga sína líka í veraldarsög- unni, — eftir því sem oss er tjáð af hans dygga þjóni Göbbels. Og menn hafa furðað sig meir á áróðri Göbbels en mikilleik Hitlers. En Göbbelsar-eðlið er ekkert einstakt fyrirbrigði. Það skýtur alstaðar upp kollinum þar sem menn langar til að gera mikið úr engu, eða fegra það, sem ljótt er. Hjer er eitt sýnishorn: „Ræða Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar, formanns Alþýðuflokksins, við fyrri umræðu þingsályktunartillögunnar um sambandsslitin í samein- uðu þingi í fyrradag, mun síðar meir tvímælalaust verða minst sem einnar af hinum stóru ræðum þingsögunnar. Það þarf að leita mörg ár aftur í timann, til þess að finna í þingtíðindum nokkuð það, sem samjöfnuð þolir við hana“. Þetta segir Alþýðublaðið í forystugrein s. 1. sunnudag, eftir framkomu og ræðu Stefáns Jóhanns á þingi, sem var með þeim hætti, að sennilega er erfitt að gera sjer grein fyrir, hvað mátti sín meir í hugum flestra þingmanna og annara, er á hlýddu, vorkunnsemi eða fyrirlitning í garð hins „glataða sonar“. Það er alveg rjett, að það þarf að leita mörg ár aftur í tímann til þess að finna í þingtíðindum nokkuð það, sem samjöfnuð þolir við ræðu og framkomu Stefáns Jóhanns, og sennilega eiga óskiljanlegir hringsnúningar hans og meira undanhald í sjálfstæðismáli þjóðarinnar ekkert fordæmi í allri þingsögunni. Stefán Jóhann er í raun og voru sjálfur flutningsmað-' ur að tillögunni um sambandsslitin, sem hann heldur hina „stóru ræðu þingsögunnar“ gegn. Tillagan er tekin óbreytt upp úr áliti stjórnarskrárnefndar, sem Stefán Jóhann undirritaði fyrirvaralaust samkomulag um með öðrum nefndarmönnum hinn 7. apríl 1943. Og það þarf ekki að leita mörg ár aftur í tímann til þess að heyra annað hljóð í strokknum hjá flokksbræðr- um og flokksblaði þessa formanns Alþýðuflokksins. Mætti þar minnast ýmsra atriða, sem að vísu varpa ekki þeirri „gloríu“ yfir ræðu formanns Alþýðuflokksins nú, þegar sjer í iljar honurr^á undanhaldssprettinum, og blað hans að þessu sinni vill vera láta. Boðskapurinn í ræðu Stefáns Jóhanns var sá, hvílík höfuðsynd, drengskaparleysi, ólög og fásinna það væri að ætla sjer nú að stofna lýðveldið í landinu á yfirstand- andi ári, en bíða ekki til stríðsloka. Það eru nú senn að verða tvö ár síðan flokksbróðir Stefáns „mikla“, Ásgeir Ásgeirsson, komst svo að orði um sambandsslitin: „Þjóð okkar verður það til sóma að hafa leyst bæði málin (þ. e. skilnaðarmálið og kjördæmamálið) á þessum viðsjártím- um, í öruggri von um að frelsi og jafnrjetti haldi velli í heiminum. En fari alt á annan veg en við vonum, þá verða þó þessar ákvarðanir okkar samskonar leiðarljós og Eiðs- vallafundurinn var Norðmönnum í nærfelt heila öld“. Þetta var þegar Alþýðuflokkurinn, og þá vitanlega for- maðurinn sjálfur, vildi lýðveldisstofnun á árinu 1942. Og sú var tíðin, að Alþýðublaðinu þótti hvorki „ósómi“ nje „drengskaparleysi“ að „hraðskilnaði“. Nei, þvert á móti lagði það höfuðkapp á að eigna sjer forystuhlut- verkið. Þannig segir í Alþýðubl. 31. mars 1942: „Alþýðu- flokkurinn hefir altaf verið reiðubúinn til þess að taka sjálfstæðismálið til fullnaðarafgreiðslu í samvinnu við aðra flokka. Og ef Framsóknarfl. og Sjálfstæðisfl. eru þeirrar skoðunar, að engin ástæða sje lengur til að fresta því — þá stendur ekki á Alþýðuflokknum“. Þetta voru hinar „fornu dygðir“ Alþýðuflokksins. En hvað hefir gerst, sem veldur því að þeir sem áður þóttust fremstir í flokki lýðveldismanna, hefja nú undan- haldið upp í æðsta veldi með hinum „stóru ræðum þing- sögunnar“? Krislín StgurSar- dóltir. F. 3. 6. 1926. D. 9. 1. 1944. K v e ð j a . Heimi frá, himnum á sýngur sálin þín hjá engla útvöldum lýð, undra fögur og blíð. :,: Hvíl í ró, hvíl í frið, hjervist lífs skilin við. :,: Einatt fljótt, æfin dvín, öll í dag minnumst þín, er þú hjeðan úr heim hverfur ástvinum þeim, :,: sem að sakna þín hljótt síðsta’ er lífs kemur nótt :,: Farðu vel, farðu vel, frjáls við þrautir og hel. Aftur æskunnar rós öðlast birtu og ljós þar, sem árdagur skær aftur ljómað þjer fær. Kveðja frá telpnakórnum. Leiðrjetting SVO óheppilega tókst til um grein með þessari fyrirsögn, sem kom í Mbl. í dag (11. jan., s. 4 og s. 6), að próförk varð ekki lesin. Mun greinin verða að meiri notum, ef menn lesa hana aftur og gæta að leiðrjett ingum þeim, sem hjer koma. I. I miðjum kaflanum á að vera: spjespegli. 7 línum neð- ar hefir fallið úr; á að vera: Og ekki bætti undirsöngurinn úr. Kom mjer í hug, o. s. frv. I sama kafla síðast á að vera: að langt tekur fram jafnvel því, sem Mendelssohn, o. s. frv. Blóma vals, les: blómavals. II. Tilkomu mikið, les: tilkomu- mikið. Leyfar, les: leifar. III. Fráfórður, 1. fáfróður. IV. Les: Hversu stórkostlegt mundi vera að sjá kvikmynd- aða framlífssögu eins og þá, sem sögð er í Sannýal, s. 46— 106. VI. Les: Er mikill munurinn á hinum stillilega lýsandi jarð- stjörnum, og tindrandi sól- stjörnunum. 11 línum síðar, f. dýrð heimsins, les: dýrð him- insins, 13 1. að neðan, les: og hefir þar þó verið. Og nokkru síðar: nokkrar, stjörnur, les: nokkrar stjörnur. S. 6, grein- arlok. Les: Pyþagoras, einn hinn ágætasti spekingur grísk- ur. Og f. komist að niðurstöðu, les: komist að þeirri niður- stöðu. Helgi Pjeturss. \Jihuerjl strifho íi l cixjlíHjci Íífinu Sorglegt tómlæti. DAGBLÖÐIN hjer í bænum fluttu sorgarfrjettir á sunnu- daginn. Það hvíldi harmur og alvara yfir okkar litla bæjarfje- lagi þenna skammdegissunnu- dag. Leiðinlegt athugunarleysi má það teljast hjá þeim, sem flaggstengur hafa á húsum sín- um, að flagga ekki í hálfa stöng þenna dag, því vissulega hefði íáninn í hálfa stöng verið tákn um þá þjóðarsorg, er ríkir, er slík hörmungarslys koma fyrir, er heil skipshöfn hverfur í haf- ið. Mjer er kunnugt um, að marg ir veittu því eftirtekt, að ekki skyldi vera flaggað í bænu.a á sunnudaginn. Jeg hefi fengið brjef um þetta -og margir hafa talað við mig. Hjer fer á eftir brjef frá Birgi Thoroddsen stýrimanni Aðeins tvö flögg í hálfa stöng. ÞEGAR jeg var búinn að lesa Morgunblaðið sunnudaginn 16. jan. og sá frjettina um skips- tapann og myndir af sjómönn- unum, sem farist höfðu, gekk jeg niður í miðbæ. Jeg bjóst við að sjá nokkur flögg í hálfa stöng, að minsta kosti á opin- bérum byggingum, bæði til sam úðar aðstandendum þessara Vösku drengja og sem þakklætis og virðingarvott þjóðarinnar fyrir starf og fórn þeirra, sem farist höfðu. En í miðbænum sá jeg aðeins tvö flögg, á lögreglu- stöðinni og á húsi Eimskipafje- lags íslands. Aftur á móti sá jeg margar auðar flaggstengur, sem jeg hefi þó oft sjeð flaggað á undir öðrum kringumstæðum, ýmist með flagg við hún á há- tíðisdögum, eða í hálfa stöng. Jeg man eftir smágrein í einu dagblaðanna í sumar, þar sem einhver var að gagnrýna, að verslunarskipin í höfninni skyldu ekki flagga með hátíða- flöggum 17. júní. Fanst mjer sú gagnrýni rjettmæt. En ef að sá sami gagnrýnandi hefði verið á ferli hjer í bænum á sunnudags- morguninn, hefði hann líklega ekki látið eftir sjer liggja að skrifa grein um tómlæti það, sem lýsti sjer svo átakanlega í hinum auðu flaggstöngum höf- uðstaðarins á sunnudaginn“. Göturnar í bænum. GOTURNAR í bænum hafa verið í slæmu ástandi undanfar- in 2—3 ár, og þó einkanlega s.l. sumar og það, sem af er þessum vetri. Allir vita, af hverju það stafar. Það hefir þurft að grafa upp hvern einn og einasta götu- spotta í bænum til þess að leggja hitaveitulagnir. En nú er því verki að verða lokið og þá vænta bæjarbúar þess, að göturnar verði teknar og lagfærðar eilís og efni standa frekast til. Bæjarstjórnin mun á næstunni ganga frá fjárhagsáætlun fyrir þetta ár og er þess að vænta, að þar verði gert rífiega ráð fyrir fjárveitingu til þess að koma götunum í lag. Er ekki að efa, að bæjarfulltrúar munu hafa augun opin fyrir þeirri nauðsyn, og ástæðulaust að fjölyrða meira um þetta efni að svo stöddu. • Drengilega mælt. ÞEGAR miklir atvinnumögu- leikar eru fyrir hendi ó ein- hy^rjum einum stað, er eðlilegt að fólkið þyrpist þangað í át- vinnuleit. Þannig hefir það ver- ið hjer í Reykjavík undanfarin hernámsár. íbúum bæjarins hef- ir fjölgað svo ört, að ekki hefir verið hægt að byggja nóg af nýjum íbúðarhúsum til þess að allir hafi getað fengið húsnæði.. Húsnæðisleysið hefir svo aftur haft það í för með sjer, að fólk hefir neyðst til að hreiðra um sig til bráðabirgða í húsakynn- um, ef húsakynni skyldi kalla, sem alls ekki eru hæf sem mannabústaðir. í nóvember í haust skipaði bæjarstjórn Reykjavíkur nefnd til að athuga bráðabirgðahús- næði það, sem húsnæðislausui fólki var fengið. Álit nefndar- innar var birt hjer í blaðinu á sunnudaginn og það var alt ann að en glæsilegt. En í nefndar- álitinU stendur setning, sem jeg vildi benda á sjerstaklega,; vegna þess, að mjer finst þar vera drengilega mælt. Á jeg þar við þá viðvörun nefndarinnar, að til mála geti komið, að bráða birgðahúsnæði þetta verði til frambúðar. / Nefndinni hefir augsýniega vérið það ljóst, að hætta væri á,’ að húsnæðið í skálumim yrði. notað - í framtíðihni rriéð ein- hverjum smábreytingum. • Burt með skálana af bæjarlandinu. ÞAÐ er gleðilegt til þess að vita, að bæjarfulltrúarnir hafa hug á því að fyrirbyggja, að hjer í bæ risi upp sjerstök fátækra- hverfi, eða „slums“. En það er kunnara en frá þurfi að segja, að hægara er að koma slíkum hverfum upp, en að rífa þau nið ur aftur. Skálaíbúðirnar eru smávísir að fátækraíbúðum. — Þessvegna verður að leggja á- herslu á, að fólkið verði flutt úr skálunum í mannabústaði svo fljótt, sem nokkur tök eru á. Skálana á alla að rífa og koma þeim af bæjarlandinu undir eins og möguleikar verða á þvi. Þeir hafa ekkert hjer að gera innan bæjarins, eftir að þeir eru ekki lengur nauðsynlegir til þess, er þeir voru bygðir til í upphafi. • Aðgöngumiðaokur. ÞAÐ VIRÐIST vera hægt að venja almenning við allskonar ósóma. Ef ekki er hamrað á að gagnrýna hann æ ofan í æ getur allskonar ósómi þróast mánuð- um og árum saman, án þess að úr sje bætt. Eitt af því, sem set- ur blett á bæinn, er okur ungl- inga með bíó-aðgöngumiða. Fyr ir hverja kvikmyndasýningu standa hópar af ungum piltum fyrir framan kvikmyndahúsin og bjóða aðgöngumiða til sölu fyrir margfalt verð. Hjer á dög- unum var verið að sýna fremur ómerkilega kvikmynd í einu kvikmyndahúsi bæjarins og þá: heyrði jeg unglingspilta bjóða einn aðgöngumiða að sýning-. unni fyrir 20 krónur og kaupin gerðust. Kvikmyndahúseigendur hafa gert tilraunir til að stöðva þetta okur með því að selja hverjum manni takmarkaðan fjölda að- göngumiða, en það hefir ekki- borið tilætlaðan árangur, því þeir piltar sem gera sjer að at- vinnu, að okra ó aðgöngumiðum virðast altaf hafa einhver ráð til að ná í marga miða, að hverri sýningu. Vegna þessarar spiltu verslun araðferðar með aðgöngumiða skapast mikil þröng fyrir fram- an kvikmyndahúsin og það svo, að erfitt er fyrir kvikmyndahús- Framht á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.