Morgunblaðið - 18.01.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.01.1944, Blaðsíða 8
TT'W MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. janúar 1944 Kafrín Gunníaupdóftír - Þegar jeg m sjötug i .' KATRÍN GUNNLAUGS- IjSÓTHR á Smáragötu 16 á síjötugsafmæli í dag. > Hún er fædd í Ytra Skóg- koti í Miðdölum. Þar bjuggu þa foreldrar hennar, Gunn- Ijiugur Guðmundsson og Guð- rún Jónasdóttir kona hans. Þau hjón fluttu síðan að Alfa- tröðum og bjuggu þar lengi. Þau voru í miklu vinfengi við prestshjónin að Breiðabólstað áý Skógarströnd, sr. Guðmund Einarsson og Katrínu Ólafsdótt ur. Heitir Katrín í höfuðið á prestskonunni. Átta ára gömul fór Katrín til nöfnu sinnar á Breiðabólstað. En skömmu síð ar andaðist sr. Guðmundur og flutti ekkja hans þá vestur á Bíldudal til dóttur sinnar Ást- hildar og tengdasonar Pjeturs J. Thorsteinsson. En Katrín Gunnlaugsdóttir var heima í Dölum fram til fermingarald- urs. Þá fór hún vestur til Bíldu dals og settist að á hinu fjöl- menna myndarheimili Thor- steinssons-hjórtanna þangað til hún flutti árið 1904 til Kat- rínar nöfnu sinnar og Eggerts Briem, er þau reistu bú í Við- ey. Meðan Katrín Gunnlaugs- dóttir átti heima á Bíldudal, var hún eitt ár í Hússtjórnar- skólanum hjer í bæ og eitt ár var hún í Edinborg til að læra hússtjórn o. fl. Maustið 1912 rjeðst hún sem ráðskona tilN Hannesar Haf- stein, er um það leyti tók við ráðherrastöðu í annað sinn. Frú Ragnheiður kona Hannes- ar Hafstein hafði þá tekið sjúk- dóm þann, er árið eftir varð henni að bana. Katrín tók því Við bússtjórn og umsjá á hinu mikla heimili Hafsteins og leysti það vandasama verk af hendi með frábærum dugnaði, lægni ög myndarskap. Er frú Hafstein anöaðiat, gekk hún yngstu börnum þeirra hjóna i móðurstað, með svo alúðlegri umönnun, að ekki varð á betra kosið. Og þegar HafStein misti heilsuná, nokkrum érum seinna, stundaði Katrín hann sem hin umhyggjusamasta hjúkrunarkona, í hinum löngu og erfiðu veikindum hans. Eft- ir andlát Hafsteins flutti Kátrín með Sigurð son Hafsteins á heimili Hauks Thors og frú Soffíu. Hefir hún verið þar önn ur hönd húsmóðurinnar síðan. Katrín Gunnlaugsdóttir er einstök kona í sinni röð. Hún er framúrskarandi rösk til verka og ljett í hreyfingum. Hún er gáfuð kona, ljóðelsk og víðlesin og kann vel að haga orðum sínum, ættfróð og minn ug vel. Hún er verkhyggin og verklagin, stjórnsöm, en þó með þeim hætti, að henni er gjarnt á að leggja meira á sig en aðra. Glaðlynd er Katrín og kann því vel, að glatt sje um- hverfis hana. En sterkasti þátt- urinn í skapgerð hennar, er hin takmarkalausa umhyggja hennar, ánægjan af því að leggja öðrum lið, hvort heldur eru sjúkir og vanheilir, ung- börn eða gamalmenni. Alt æfi- starf hennar hefir verið óslitin umönnun, þar sem hún gleym- ir eigin hag af áhuganum fyr- ir því að verða öðrum til hjálp- ar, styrktar og ánægju. I því istarfi er hún kröfuhörð við sjálfa sig, þó hún sé ekkert fmnað en umburðarlyndið gagnvart öðrum. Þannig fæ jeg í fáum orð- um lýst þessari Ijúflyndu gæða könu, sem ér sjötug í dag að árum, en er og verður ung í anda þó árin færist yfir. V. St. Sjötugur: kommúnisli Framhald af bls. 7 aðbúnaði verkalýðsins. — Eftir því, sem lengra leið, sannfærð- ist jeg um það, að leiðtogar flokksins miðuðu að því, að efna til verkfalla sjálfum sjer til hagsbóta, en ekki fyrst og fremst í þeim tilgangi að bæta hag verkamannanna. Sam- kvæmt kenningum þeirra eru verkföllin flokknum ávinn- ingur, þótt hinir einstöku verka menn tapi á þeim, því að verk- föll og meiri verkföll nálægir byltinguna sífelt meir. — Jeg hafði hrifist af hugmyndinni um einingu alls verklýðs til baráttu fyrir sameiginlegan málstað, en er jeg komst að raun um það, að starfsemi mín var til eflingar einræði, er not- aði lýðræðisheitið sem beitu fyrir hina grandalausu, þá hafði jeg glatað þeirri einu von, er jeg hafði stuðst við. Vipur minn starði út um gluggann. Löng stund leið, áður hann svaraði; „Komstu með bókina þ*na?" „Já, og jeg kom einnig með bók konu minnar. Þú óskar þá ekki eftir því, að jeg komi á deildarfundinn?" „Nei, jeg held að best sje, að jeg taki nú þegar á móti bókum ykkar". Jeg gekk í kommúnista- flokkinn vegna þess, að 'jeg unni frelsinu, og jeg gekk úr faonum til þess að verða aftur frjáls. - Úr daglcga líf ínu Framhald af bls. 6. gesti, að komast að og fr,á kvik- myndahúsunum rjett fyrír sýn- ingar. LÖgreglan ætti að kynna sjer þetta nokkur kvöld og athuga hvbrt ekki er hægt að gera eitt- hvað til að bæta úr. Lögreglu- samþyktin bannar mönnum að hópast saman á almannaf æri og lögreglan ætti því að geta tekið sig til og sjeð um að að- göngumiðaokrararnir teppi ekki alla umferð við kvikmyndahús- Best ú auglýsa í IVIorgunblaðinu Jóhannes Reykdal að Þórsbergi FRAM að aldamótum má segja að marga alda kyrstaða ríkti í atvinnumálum þjóðar- innar. Að vísu má segja, að farið hafi að rofa til á síðari helming 19. aldarinnar, en það er fyrst eftir aldamótin, að at- hafnalífið verður .f jölbreyttara. Hver athafnamaðurinn rís upp af öðrum. Þeir eru fátækir, en hafa alla hina góðu kosti braut ryðjandans. þekkingu á starfi sínu, hugkvæmni, ódrepandi áhuga og starfsgleði og síðast en ekki síst, traust á landinu og möguleikum þess og traust á sjálfum sjer. Einn þessara brautryðjanda er Jóhannes Reykdal. Fátækur fluttist Jóhannes hingað til Hafnarfjarðar laust eftir aldamótin og í rúm 40 ár hefir hann rekið sitt fjöl- þætta athafnálíf hjer í bænum og í nágrenni hans og með hug kvæmni sinni, dugnaði og þekkingu, orðið brautrySjandi á ýmsum sviðum. Hafnfirðingar vita það, að fyrsta timburverksmiðjan hjer á landi var reist í Hafnarfirði og var knúin af vatnsafli. — Þessa verksmiðju reisti Jó- hannes Reykdal. Hafnfirðingar vita líka, að nokkrum árum síðar var hjer reist fyrsta raf- ljósastöð landsins, sem knúin var af vatnsafli. Þessa stöð reisti Jóhannes Reykdal. Á ýmsum öðrum sviðum á- orkaði hugkvæmni Jóhannesar og dugnaður það, sem aðrir töldu ógerning, svo var um björgunarstarf hans á skipum og farmi hjer í Hafnarfirði og víðar. í mörg ár bjó Jóhannes búi sínu að Setbergi við Hafnar- fjörð og var þar mikilvirkur um állar jarðræktir og hús- byggingar á jorðinni. Nú býr hann að Þórsbergi, nýbýli, er hann hefir reist í Setbergs- landi og er þar sami myndar- bragurinn á. Auk þess rekur hann timburverksmiðju og frystihús í Setbergslandi. Það er því orðið æði marg- brotið og mikilvirkt starf Jó- hannesar og sýnir, að þar er enginn meðalmaður að verki. En auk þessa alls hefir hann látið mikið til sín taka í opin- berum málum, setið í sýslu- nefnd og hreppsnefnd og var oddviti hennar uni skeið og má það þakka hugkvæmni hans og góðri forystu, hve fjárhagur hreppsins var góður á kreppu- tímunum. í safnaðarlífinu hefir Jóhannes tekið mikilvirkan þátt. Hann var einn af stofn- endum Fríkirkjunnar í Hafn- arfirði og hefir lagt fram mik- ið fje til byggingu kirkjunnar. Á stjórnmálum hefir Jó- hannes haft mikinn áhuga og verið þar tillögugóður og fram sækinn og tekur það sárt, eins og góðum dreng fósturjarðar- innar sæmir, úrræðaleysi og öngþveiti það, er nú ríkir í stjónmálunum. Jóhannes hefir átt því láni að fagna, að eiga ágæta konu, frú Jórunni Reykdal, trygg- an lífsförunaut í blíðu og stríðu, enda vérður maður bess fljótt var, hve þakklátur hann er fyrir þá gjöf. Það hefir líka komið sjer vel, hve ástríkt hjónaband þeirra hefir verið og hve heilsteyptar þau hafa bæði verið, því oft „hefir sól brugðið sumrí". Af 12 mann- vænlegum börnum þeirra hjóna, eru einungis fimm á lífi, tveir synir og þrjár dætur, en hin 'dóu flest með stuttu milli- bili í blóma lífsins. Framh. á bls. 10. X-9 /©oooooooooooooooooooooooooc Ef tir Robert Storm r <>c»-oo<><>o<>o<><><><><><x><x><x><><><><><><x^í MBANWHlLE.„AN07híBR 7RAIN PULL& IN. J- Lögreglumaðurinn: Jeg rakst á náunga, sem var að gefa^skýrslu strax. Á meðan kemur önnur lest á að snuðra í lestinni. Hann sló mig niður og stakk' stoðina. X—9: Ef Alexander hefir komist:í fluti)- ^f. Þetta er mál fyrir bæjarlögreglbha. Jeg ætla' ingalest, þá er þetta sú lest. Augnablik piltar. Hvað hefir komið fyrir hjer?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.