Morgunblaðið - 18.01.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.01.1944, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 18. janúar 1944 MORGUNBLAÐIÐ 11 hyggjufullum augum á Lung Yen. Seileong settist á rúmstokk inn og lagði flata lófana á brjóst föður síns. Ylinn af fingrum hans lagði gegnum silkiflíkina og rúmábreiðuna og Lung Yen fór að líða mun betur. Hann hætti að skjálfa, en hann hafði óþægindi af hversu þurrar var- ir hans voru. Hann vætti þær með tungunni og brosti við syni sínum. „Við förum á mis við kvik- myndasýninguna“, sagði hann spaugandi. „Það er ennþá tækifæri til þess; jeg verð tvo daga í við- bót í Shanghai“, sagði Seile- ong. Lung Yen velti þessu lengi og vandlega fyrir sjer. Hann lokaði augunum. Átta cent. Ef jeg sel kyrtilinn og fæ mjer hrein dráttarkarlsföt, get jeg grætt sjötíu cent á' kaupunum, ef til vill meira. Ef jeg kem með útlending til Kv/ei Kvei, fæ jeg tuttugu cent í ómakslaun- Tveir út- lendingar ““fjörutíu cent. Fimm útlendingar handa Kvei gera tvo dollara handa Yen. Það eru mörg skip á höfninni og margir sjómenn. Sjómenn kæra sig ekkert um Reykinn Mikla, þeir vilja bara konur. Jeg ætla að fá kerruna á morgun og sitja um einhverja forvitna út- lenda djöfla hjá Shanghai- hótelinu. Ef til vill mun ungi hr. Kurt koma með mjer til Kwe Kvei. Unga hr. Kurt geðjast vel að Reyknum Mikla. Það er nú orðið langt síðan hann kom til Kwe Kvei. Jeg ætla að bíða eftir honum. Tíu cent handa dyraverðin- um. Fjörutíu cent fyrir kerr- una. Átta dollara skuld. Sonur minn er hjer. Son minn lang- ar í kvikmyndahús. Bara að éinhver kona gleymdi hand- töskunni sinni í kerrunni. Stundum eru tuttugu dollarar í töskum útlendu kvennanna, það segir Kvei, og hann ætti að vita það, þar sem hann var rummungsþjófur í æsku. Tutt- ugu dollarar í einni tösku. Hvernig líta tuttugu dollarar út? Hann opnaði augun og sá rannsakandi augu sonar síns hvíla á sjer. „Verðurðu ekki að fara? Þú hefir ekki leyfi fyrir nóttina. Færðu ekki refs- ingu annars?“ spurði hann kvíðandi. „Jeg æt,la að vera hjerna hjá þjer“, sagði Seileong. „Þú ert veikur. Flokksforinginn hlýtur að fyrirgefa mjer það“. „Jeg er ekkert veikur“, sagði Lung Yen. Hann var feginn að hafa látið taka skítuga flugna- netið niður. Að vísu var her- bergið lult af suðandi flugum, en rúmfötin voru hrein og flugurnar sóttu ekkert á hann, blóð hans var ekki nógu sætt fyrir þær. Hann teygði úr sjer og lagði hendurnar á gráa silkikyrtilinn, sem var breidd- ur ofan' á hann. „Jeg er ánægður, sonur“, sagði hann og deplaði augun- um. Seileong rjetti úr sjer og byrjaði að tala. „Borgin er þjer óholl“, sagði hann. „Hversvegna býrðu hjer og lætur fjölskyldu þína vern eina? Þykir þjer vænna um búðina þína en okkur? Get- urðu ekki selt hana? Pening- ar eru ekki fyrir öllu, enda þótt sagt sje, að þeir gefi þeir í blindu sjón og daufu heyrn. Komdu aftur til okkar; móðir mín mun gefa þjer heilsuna á ný. Hún læknaði mig þrisvar sinnum, þegar flest önnu.' börn dóu og plágan var svo mögnuð, að líkkistur voru ekki lengur fáanlegar í borginni". Hann hugsaði si| um og kem siðan með gullkorn, er hanr. hatði einhverntíma heyrt. „Betra er að vera lifandi betl- ari en dauður konungur“, sagði hann hátíðlega. „Borgin er þjer óholl, faðir. Viltu ekki koma með mjer, þegar við yf- irgefum Shanghai?“ Orð hans hljómuðu í eyrum Lung Yen sem gamall vöggu- söngur. Hann vissi ekki, hvort hinn gáfaði sonur hans hat'öi hugmynd um líferni hans ems og það raunverulega var. Hafði hann sjeð gegnum síIkí- klæðin og hina lánuðu vei- megun þann smánarlega sann- leika, að hann átti ekki einu sinni sjálfur rúmið, sem hann lá í. Sjeð visnaðan og hrörn- andi líkama hans, þrétt fy.ir viðleitni hans til að hylja hann? Hann andaði djúpt og (reglulega. Hann fann engar kvalir "húna, alls engar kvalir. Nei, hugsaði hann, þessi borg er mjer ekki holl; hún hefir verið slæm fyrir mig frá upp- hafi. Honum varð hugsað til styrjaldarinnar, sem var orsök þess, að hann lenti þarna. Það er sagt, að önnur styrjöld sje í aðsigi, enn verri en nokkur hinna fyrri, hugsaði hann. Hann hugsaði um byrðarnar, sem hann hafði borið og verk- smiðjuna, sem hann hafði þrælað í. Sameinist, samein- ist, hafði verið viðkvæðið. Hver var árangurinn? Tuttugu cenj, fregin frá launum hans vegi^^verkfallsins. Verksmiðj urnar lokaðar, magi hans tóm- ur. Sameinist, sameinist. Þrjá- tíu cent til dráttarkarlasam- bandsins, og aftur og aftur þrjátíu cent. Sameining fylti engar tómar skálar hrísgrjón- um. Nei, borgin var ekki holl. Jeg er fátækur dráttarkarl, sonur minn, vesæll, aumur dráttarkarl, sem á ekki neitt, ekki einu sinni. .kerruna, sem hann dregur, nje mottuna, sem hann sefur á. Ekki einu sinni höfuðið, sem situr á öxlum mjer, tilheyrir mjer, hugsaði hann fullur skelfingar. Án Reyksins Mikla er jeg of veik- burða til að geta unnið og þjáningar mínar óbærilegar. En ef jeg reyki, kemst upp um mig, og jeg verð tekinn af lífi, og kem aldrei heim aftur. „Sonur“, sagði hann. „Mig langar til að segja þjer nokk- uð —“. „Já, Faðir?“ sagði Seileong með eftirvæntingu. Lung Yen langaði mest til að segja allan sannleikann, hann fann, að það myndi ljetta þungum steini af brjósti' hans. „Jeg er fátækur dráttarkarl“, byrjaði hann á ný, „fátækur, aumur dráttar- karl, sem á ekki neitt“. „Já?“ sagði Seileong spyrj- andi, og Lung Yen tók þá eft- ir, að hann hafði aðeins verið að hugsa; ekkert orð hafði farið yfir varir hans. Það er of erfitt, hugsaði hann dapur í bragði. „Perutrjeð“, sagði hann staðinn. „Ber það margar per- ur? Það hlýtur að vera orðið mjög stórt“. ýHvá^ða perutrje?“ spurði Seileong. „Perutrjeð við hliðina á húsi forfeðra vorra“, sagði Lung Yen þreytulega. „J>að er ekkert perutrje“, sagði sonur hans. „Ekkert perutrje!“' hrópaði Lung Yen. „Það er ómögu- legt!“ Þjer hlýtur að hafa sjest yfir það. Þú ert barn borgar- innar og berð ekkert skynbragð á trje og akra. Það hlýtur að Vera vaxið upp fyrir þakið núna, perutrjeð við hliðina á húsi okkar í Þorpi-Hinna- Björtu-Fjalla. Ekkert peru- trje!“ „Komdu með mjer og sjáðu það með þínum eigin augum“, sagði Seileong íbygginn. „Mjer þætti gaman að vita, hvað þú sjerð mikið af trjám og ökr- um“. „Jeg ætla að íhuga málið“, isagði Yen. Jeg skulda átta dollara, hugsaði hann. Jeg þarf að vínna í ár og greiða skuld- ir mínar. Siðan get jeg farið heim. Ár er ekki lengi að líða, hugsaði hann aftur. Jeg mun fara heim og læknast. Lofts- lagið í þorpinu mínu mun lækna mig. Það eitt að horfa á son minn er betra en allir draumarnir, sem Reykurinn Mikli getur gefið. Seileong hjelt áfram að strjúka rúmábreiðuna, en hönd hans fór æ hægar. „Sonur“, sagði Lung Yen. „Faðir þinn er ekki ríkur. m Sagan af töfrabandinu bláa Æfintýr eftir P. Chr. Aasbjörnsen. 7. eftir af þeim, og síðan lögðust ljónin alt í kringum pilt- inn aftur. Hann vaknaði ekki fyr en liðið var á daginn, og þegar hann vár búinn að núa stýrurnar úr augunum. fór hann að furða sig á því, hvað eiginlega hefði gengið á í kringum hann. ~ En þegar piltur kom heim í höllina, sá hann þar unga stúlku, sem hafði fylgst með því, sem gerðist, og hún sagði: „Þú getur þakkað Guði fyrir að þú varst ekki í þessum bardaga, því annars væri ekki mikið af þjer heldur“. „Hvað segirðu? Ekki mikið eftir af mjer?“ sagði pilt- ur. „Það er nú ekki mikil hætta á því að svoleiðis fari fyr- ir mjer“. Svo bað hún hann að koma inn, svo hún gæti talað við hann, því ekki sagðist hún hafa sjeð mennskan mann, síðan hún kom í höll þessa. Þegar hann opnaði dyrnar, vildu ljónin líka komast inn, en þá varð stúlkan svo hrædd, að hún hljóðaði upp yfir sig, og þá skipaði piltur þeim að leggjast fyrir utan. Svo töluðu þau um margt og piltur spurði hvernig stæði á því, að hún, svona falleg, væri hjá þessum Ijótu tröllum. Hún sagðist ekki hafa farið þangað af frjálsum vilja, heldur hefðu tröllin numið hana á brott, en hún væri dóttir kon- ungsins í Arabíu. Og þegar þau sátu þarna og skröfuðu, spurði hún hvernig það væri, hvort hún ætti að fara heim- til föður síns aftur, eða hvort hún ætti að giftast pilt- inum. Hann hjelt að' það væri nú ekki mikill vandi að ráða fram úr því, því enga vildi hann heldur eiga fyrir konu. Svo gengu þau um höllina og lituðust um, hún sýndi honum þar alt. Meðal annars komu þau í stóran sal og þar hengu sverðin tröllkarlanna uppi á vegg, og þau voru níi engin smásmíði. „Ef þú værir nú maður til að berjast með öðru hvoru af þessum sverðum“, sagði konungsdóttir. „Hver? Jeg?“, sagði piltur. — „Skyldi jeg ekki valda sverðunum þeim arna? Ekki skil jeg í, að mjér verði skotaskuld úr því.“ Svo tók hann þrjá stóla, setti þá hvern ofan á annan og klifraði upp á þá, náði öðru sverð- inu, því sem stærra var, kastaði því upp í loftið og greip það aftur og stakk því niður í gólfið, svo alt ljek á reiði- skjálfi. Þegar hann var kominn niður, festi hann við sig sverðið og bar það með prýði. ’ Þegar þau höfðu dvalið þarna saman í höllinni um „Hvað er hvolpavit?“ „Það er byrjun á hundalífi". ★ „Hvað í fjándanum áttu við með að segja Maríu, að jeg sje asni og fífl?“ „Fyrirgefðu, en jeg vissi ekki að það væri leyndarmál“. ★ ,^Jæja, velkominn aftur frá tónskáldinu. Hvar fannstu það? „O, jeg bara greiddi hár þess til hliðar, þá kom það í ljós“. ★ „Hversvegna hefir fólk kerti á afmælistertunni?" „Það er til þess að varpa ljóma yfir liðinn aldur.“ ★ Frú Sigríður: Hver er þessi kona, sem þú heilsaðir áðan? . Frú Guðrún: Ó, það er kon- an, sem býr í næsta húsi við okkur. Sigríður: En hún endurgalt ekki kveðju þína. Guðrún: Nei, hún endurgeld ur aldrei neitt. „Sagðirðu henni ekki, að þú j gerðir ráð fyrir, að þú værir ekki verður að fá hana fyrir konu? Það hefir altaf góð á- hrif“. „Ja, jeg ætlaði að fara t.l þess, en hún var á unden“. ★ „Astin mín, ef jeg hefði vit- að, hvað jarðgöngin voru löng, hefði jeg kyst þig“. „Guð hjálpi mjer. Varst það ekki þú?“ ★ Litla dóttirin: Hversvegna syngur pabbi svona mikið í nótt? Móðirin: Hann er að reyna að syngja litla bróður þinn í svefn. Dóttirin: Jæja, ef jeg væri 'litli bróðir, myndi jeg þykjast vera sofnaður. ★ Presturinn: Biðurðu ekki hl guðs á hverju kvöldi, Ósvald? Ósvald,: Nei, sum kvöldin. langar mig ekki í neitt. Barbara (að biðja bænirnar sínar): . . . og blessaðu pabba og mömmu og gerðu þau ham- ingjusöm — ef þau eru þá ekki orðin of gömul fyrir slíkt. ★ „Pabbi, verð jeg líkur þjer, þegar jeg verð stór?“ „Já, vinur minn, þú verður það“. „En heyrðu, pabbi, jeg verð voða lengi að verða stór, er það ekki?“ ★ Lítill d,rengur: Hvað verð jeg lengi að verða svo gamall, að jeg megi gera alt, sem mig langar til? Gamall maður: Jeg veit það ekki, drengur minn. Enginh hefir lifað svo lengi. ★ Móðirin (hugsi): Jeg er hrædd um, að Róbert hafi kveikt á báðum endum kert- isins. Faðirinn: Drengurinn hefir skorið kertið í tvent og brenn- ir nú fjóra enda þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.