Morgunblaðið - 20.01.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.01.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLADIÐ Fimtudagur 20. janúar Haraldur Guðmundsson fylgir ekki flokks- forysfu Alþýðuflokksins í lýðveldismálinu FRAMHALDSUMRÆÐUR fóru fram á þriðjudag í sam- einuðu Alþingi um sambands- slitin. Haraldur Guðmundsson lýsti sjerstöðu sinni innan Alþýðu- flokksins og sagðist eindregið .fylgja ÞVL að lýðveldisstofnun kæmi til framkvæmda eigi síð ar en 17. júní næstkomandi. Vill stofna lýðveldið 17. júní n.k. Ekki er enn vitað nema, þingjs ag lýðveldi verði stofn fleiri þingmenn Alþýðuflökks- ins fylgi Haraldi. tók Úr ræðu Haraldar Guðmuntlssonar. Haralduf Guðmuntlsson fyrstur til máls. Honum fórust orð eitthvað á þessa leið: Mjer þykir orðið tímabært að gera grein fyrir afstöðu minni til þessa máls. Þrír þing flokkar hafa lýst því yfir, að þeir hafi bundið sig við að vinna að gildistöku lýðveldis- stj órnarskrárinnar eigi síðár en 17. júní næstkomandi. Al- þýðuflokkurinn hefir ekki tal- ið rjett að gera að flokksmáli, hvenær málið skyldi tekið upp og hvenær sambandsslitin og lýðveldisstofnun skyldu taka gildi. Jeg tala hjer fyrir sjálf- an mig persónulega. Afstaða mín kom nokkurnveginn glögt fram í bókun í fundargerðabók milliþinganefndarinnar í stjórn arskrármálinu þ. 27. nóv. s. 1. Ljet jeg þar í ljós það álit mitt, að rjett væri að stjórnarskrár- málið verði afgreitt á Alþingi ftægilega snemma til þess að þjóðaratkvæði verðif lokið í tíma, svo að gildistaka fari fram 17. júní. Jeg taldi rjett að freistað væri til hins jtrasta að sameina sem flesta og þvi ekki rjett að flýta endilega upptöku málsins á þingi, svo sem nú hefir orðið. Jeg skal gera grein fyrir því, hvers vegna jeg tel rjett að miða gildistöku sambandsslita og lýðveldisstofnunar við 17. júní. Jeg tel að megin ástæðan til þess að sambandslögin voru samþykt hjer 1918, hafi verið sú, að með þeim fengu Islénd- ingar skýlausan rjett eftir árs- lok 1943 til þess að taka öll sín mál í eigin hendur. Að vísu er mjerHjóst, að agnúar voru hjer á, þar sem voru uppsagnar- skilyrði 18. gr. sambandslag- anna. * Fyrir liggja margsinnis ítrek aðar viljaj'firlýsingar um upp- sögn af okkar hálfu, jafn skjótt og samningstímabilið væri útrunnið. Minni jeg á sam þyktirnar á Alþingi 1928 og 1937. Einnig samþyktinu í apríl 1940, um að taka þá í okkar hendur meðferð allra okkar mála, Um alt þetta var full- komin eining. Á Alþingi 1941 var svo kom- ið, að í meira en ár var sam- bandinu milli íslands og Dan- merkur raunverulega búið að vera slitið. Engar líkur fyrir breytingar á næstunni. Þá sam þykti Alþingi, 17. maí 1941, að lýsa yfir, — að það telur ísland hafa öðlast rjett til fullra sam- bandsslita við að af íslands hálfu verði ekki um að ræða endurnýjun á sam bandslagasáttmálanum, — að sambandsslitum verði ekki frestað lengur en til styrjald- arloka, og að það sje vilji Al- að á íslandi jafnskjótt og sam bandinu við Danmörku verður formlega slitið. Um þetta voru allir sam- mála. Jeg skal ekki blanda mjer inn í þær umræður, er fram hafa farið um það, hvort sá rjettur, sem Alþingi lýsti þann ig yfir okkur til handa, sje óvjefengjanlegur. En það var rannsakað þá og þá talið ótví- rætt af öllum. En höfum við haft fullan rjett 1941, leikur ekki á tveim tungum, að því fremur er rjetturinn ótvíræð- ur nú, eftir þrjú ár, og eftir að samningstímabil sambands- laganna er á enda. Jeg hefi haldið, að um það ríkti einhuga skilningur, hvað í því fólst, er Alþingi 1941 lýsti sambani^slitarjetti okk- ur til handa, en framkvæmd frestað, þó eigi síðar en til stríðsloka. Þrent gat'verið um að ræða. I fyrsta lagi það eitt, að sgmbandsslit færu aldrei síðar fram en í stríðslok. í öðru lagi, að ef samningstímabil sambandslaganna væri áður út runnið, þá, færu sambandsslit fram á þeim tímamörkum. I þriðja lagi gætu þær brevting- ar orðið t. d. á stjórnarháttum í Danmörku, að fyrr þyrfti að hefjast handa. Og loks, ef styrjöld hefði lokið fyrir árs- lok 1943^ gat ekki verið um- deilt, að þá þegar væru sam- bandsslit látin fara fram. Með öðrum orðum, 1941 lýsti Alþingi því yfir, að samband- inu yrði slitið, þegar íslend- ingum sýndist tími til kominn. Um lýðveldisstofnunina var því lýst yfir 1941, að hún myndi fara fram jafnhliða sambands- slitum. Að við sjeum að framkvæma einhvern „hraðskilnað”, fæ jeg ekki skilið. Fæ ekki sjeð annað en til- lögurnar nú um sambandsslit og lýðveldisstofnun eigi síðar en 17. júní næstkomandi, sjeu beint og rökrjett áframhald af aðgerðum Alþingis fram til þessa og sje enga ástæðu til að hvika frá því. Það er ein hætta í þessu máli: Sundrung landsmanna í tvær fylkingar. Það er Ijóst, hversu stórum veikari aðstað- an út á við verður. Ef aðrir, t. d. einhverjir Danir, vildu vjefengja rjett okkar, hversu veikari værum við ekki fyrir, ef svo og svo mikill hluti þjóð- arinnar sjálfrar hefir greitt at- kvæði' móti sambandsslitum, með þeim rökum, að þau sjeu ólög af okkar hálfu? Andstaðan er til, — vitum það, — verðum að játa það, — því miður. Jeg vil beina því til nefnd- arinnar, er fjallar hjer um þetta mál, hvort ekki væri hægt að ná allsherjar sam- komulagsgrundvelli, í því formi, að þjóðaratkvæðagreiðsl an fari ekki fram fyrr en eftir 17. eða 19. maí, og þá þó nógu snemma til þess að gildistaka fari fram eigi síðar en 17. júní, sem jeg sje ekki ástæðu til að hvika frá. Jeg' á bágt með að hugsa mjer, að það verði hlutskifti ýmsra ágætismanna, sem nú eru á móti-okkur hinum um gildistökuna, að þeir greiði at- kvæði móti sambandsslitum og lýðveldisstofnun við þjóðarat- kvæðagreiðsluna. ★ Næstur tók til máls Stefán Jóh. Stefánsson, en ekkert nýtt kom fram í hans ræðu. Að svo búnu var fundi frestað. Umræður hjeldu áfram í gær I GÆR hjeldu umræður enn áfram í sameinuðu þingi um sambandsslitin. Fyrstur talaði Bjarni Bene- diktsson, borgarstjóri. Flutti hann skörulega ræðu og rök- fasta. Bjarni Benediktsson benti á, að undanhaldsmenn í sjálf- stæðismálinu, og þar á meðal Stefán Jóhann Stefánsson í frumræðu sinni um þetta mál, gerðu sjer mjög far um að vjefengja rjeft okkar til sam- bandsslita. Væri næsta furðu- legt ýmislegt, sem í því efni væri haldið fram. I raun og veru mætti segja að yfirráð Dana hjer hefðu altaf verið löglaus, hvílt á valdi þess meiri máttar yfir þeim, sem minni máttar er. Benti ræðumaður á mörg dæmi sögunnar til stuðn- ings máli sinu. Þá vjek ræðumaður að því, að sjálf reynslan, — sjálft líf- ið, — hefði altaf staðfest, þegar á hefði reynt, að fyrir sambandi íslands og Danmerkur væru í sjálfu sjer hvorki lögfræðileg nje siðferðileg rök. Fyrir 1940 voru sjálfsagt nokkrir, og e. t. v. fleiri en þorðu að segja það, sem töldu, að vinningur væri að því að halda sambandinu áfram. En jeg var svo bjartsýnn, sagði ræðumaður, að jeg hjelt að síð ar hefðu allir öðlast hinn rjetta skilning. Og sannleikurinn er sá, að sumir sáu áður, þótt þeir sjeu nú blindu slegnir. Vinnuhæli S. I. B. S. reist d þessu dri Gjaíir til þess skattfrjálsar Hælinu gefnar20 þús. kr. Sambandi ísl. berklasjúkl- inga hefir borist höfðingleg gjöf 20.000 krónur, til bygg- ingar vinnuhælis, sem ákveðið er að reist verði á þessu ári í nágrenni Reykjavíkur, gjöf- in er fi'á ödtli Helgasyni út- gerðarmanni hjer í bæ. Þetta er fyrsta gjöfin, sem <fP Sambandinu berst síðan lögin .um gjafir til vinrrahælis berkla sjúklinga voru samþykt á Al- þingi í des. s.l. í tilefni gjafarinnar, boðaði formaður >S.Í.I>.S. frjettarit- ara blaða og útvarps til fundar vð sig í gær. Þar tók fýrstur til máls Andrjes Straumfjörð, formað- Danmörku, — ur S.Í.I’.S., Skýrði hann frá Þá vjek ræðumaður að Þvl’ hversu Stefán Jóhann StefánS- son hefði' í sinni ræðu gert tu" því, ag stjórn S.Í.B.S. hefði ráðið tvo menn, þá sjera Eirík Albertsson og Skúla Sigurz er hafa skyldu á hendi framkvæmdir um fjáröflun fyr ir hæliö, með tilliti til hirma nýju laga er samþykkt vorit á Alþingi í desembermánuði s.l. Nú er þessi fjáröflun að komast \ gang og Sambandinu hefir þegar borist fyrsta gjöf- in eftí rað lög þessi öðluðust gildi, en lög þessi hljóða svo: „Gjafir til vinnuhælis berkla sjúklinga skal gefanda heimilt að telja iil frádráttar skatt- skyldum tekjunr sínum það ár, og reiknast gjöfin sem annar löglegur frádráttur, áð- ur en lagðir eru skattar á til ríkis, bæja eða sveita“. Lög þessi öðlast þegar gildi og gilda til ársloka 1944. Því næst tók til máls sjera Eiríkur Albertsson. Talað Ei- Framh. á 8. síðu. raunir til þess að draga úr ' 1? gildi ályktana Alþingis fra 1 maí 1941, og talið að í þ6’01 fælist raunar samkomulags, grundvöllur, sem allir hefð11 ekki verið jafn ánægðir rne®* Þessi maður, Stefán Jóhafl0 Stefánsson, var þó utanríklS. ráðherra á þeim tima, sagðt ræðumaður, og mætti þvl síst að allra gera sig sekan um reyna nú að draga úr gi^* þeirra ótvíræðu ályktana. Enóa er svo, að fyrfr því eru mará föld rök,‘ að Stefán Jóha1111 mælti þá af heilum hug gert1 "' 1 f s. aðrir. Þar eru orð hans sjal í blöðum, blaðaummæli flokks blaðs hans, álit hans í stjóiri arskrárnefnd, ritað með öaIlS eigin hendi, sem alt staðfestlí vilja hans sjálfs og flokks ha11 til lýðveldisstofnunar a a rin11 > 1942. Las ræðumaður síðatl fsetd1-' sa* hverja tilvitnunina á annari, en Stefán Jóhann gneipur undir lestrinum. Þá sagði ræðumaður: l^elV óska eftir samkomulag1- Und'r a« ,ríl það var samkomulag. það samkomulag ritaði nn- Stefán Jóh. Stefánsson 7. aP 1943. Myndu nýjar sættir ve1 rða að haldbetri. Er nokkuð ann' fyrir undanhaldsliðið að ger*í en biðja þjóðina að taka s1” sátt? Þeir biðja um skjölin arð- birtingu mílliríkjaskjala val andi sjálfstæðismálið. En »e þeir Stefán Jóhann og lið Þal1. birt öll sín skjöl? Eiga þeir einhver skjöl í sinum f®rl1^ sem þeir myndu síst óska sæjust? Eða hvað hefir gerS^ sem valdið hefir hinu unC^a verða hughvarfi þessara maU í þessu máli? Næstur talaði Jónas JónsseI| rfeðh og hjelt langa og ítarlega 1 ^ um málið og sýndi með SÖB nauðsyn legum rökum fram á ^ skilnaðarins, en fyrir samhan ið við Dani stæðum við' í e0^ þakkarskuld. Þá töluðu þeir Eysteinn J°n son og Einar Olgeirsso'n. _ Síðastur tók til máls Óla Uj Thors. Hann kvaðst ha^a fyrri ræðu beðið- um skýrú^ . Stefáns Jóhanns á snún10 hans í málinu. Engar skýr1^. ar hefðu komið fram og v sú niðurstaða fengin, a® " væru engar fyrir hendi í1 bærilegar. .. Jeg óttast ekki um þjóðarinnar. Heldur ekk1 , afstöðuna út á við. Við b° ^ viðurkenningu BandaríkJ3 Hver er líklegur til þess a^ 1 gegn þeirri viðurkenning11 tí&' Sannast hefir í þessum ^ ræðum, að rjettur okkar el mælalaus og málsvörn lt0 mannanna vonlaus. g Jeg veit ekkert dsemi P sagði ræðumaður, fyrr eða sl . ar, að nokkur flokku1 ^ gengið jafnt í berhögg ^ sjálfan sig og nokkur hlud þýðuflokksins í þessu m^1' ^ Umræðum var ekki loki , fundi frestað þar til í dag-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.