Morgunblaðið - 22.01.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.01.1944, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. jaaiúar 1944 LM 0 R ö U X B L A Ð I Ð KORSIKUBÚAR VILJA VERA FRAKKAR Frá franska sendiráðinu hjer í Reykjavík hefir blaðinu bor- ist eftirfarandi grein: í Hr. ritstjóri! Föstudaginn 14. þ. m. birtist í heiðruðu blaði yðar grein, er nefndist: „Hvað verður um Korsíku?” eftir Margaret L. MacPerson, og vildi jeg minn- ast lítillega á hana. Eftir þessari greín að dæma mætti ætla, að Korsíkubúar æsktu þess, að slíta sambandi sínu við Frakkland. En ekkert væri fjarstæðara en ao gera ráð fyrir slíku. Alt frá því, er franska þjóð- þingið (Convention Nationale) lýsti því yfir, i frönsku stjórnarbyltingunni, sam- kvæmt ósk eyjarskeggja sjálfra, að Korsíka væri óað- skiljanlegur hluti lýðveldisins, hefir ekkert hjerað sýnt meiri trygð nje heitarí föðurlandsást en fæðingarey Napóleons Bona parte. Auðvitað hafa Korsíku- búar varðveitt hrein sjerkenni sín, en þáð er ekki því til fyr- irstöðu, að þeír sjeu jafn fransk ir og íbúar Bretagne eða Pro- vence eða aðrir hópar innan frönsku þjóðarinnar, sem hafa allir, þótt í mísmunandi mæli sje, varðveitt sjerkenni sín. í stuttu máli: Þvi fer svo fjarri, að Korsíkubúar hafí nokkurn tíma viljað segja skilið við hið franska samfjelag, og þeir hafa altaf viljað, — og vilja enn í dag — vera Frákkar. Svona er sannleikurinn, svo einfaldur sem hann er. Korsíkubúar Ijetu þenna vilja sinn mjög greinilega í ljós á árunum fyrir núverandi styrj öld, er ítalski fasisminn gerði háværar kröfur til lands þeirra. Hópgöngur þær, er þeir stofn- uðu til, með venjulegu harð- fylgi sínu, til þess, að andmæla kröfu Mussolinis, sýndu allar, að þeir vildu ekki verða ítalir, heldur — og umfram alt — vildu þeir vera Frakkar áfram. Enn hafa þeir undirstrikað þenna vilja sinn nú nýlega, í tilefni af frelsun eyjarinnar. Frelsun þessi, sem var fyrst og fremst verk eyjarskeggjá sjálfra, hefir af þeim aldrei verið álitin takmark í sjálfu sjer, þ. e. a. s., þeir hafa aldrei ætlað sjer að gera það að sjer-' stökum málstað, er aðskilinn væri málstað Frakklands sem heildar. í augum þeirra var frelsun litla föðurlandsins að- eins fyrsta skrefið í áttina til frelsunar stóra föðurlandsins. Stutt sögulegt yfirlit nægir til þess að sýna það. í júnímánuði 1940 var and- stöðuhreifingin gegn fjand- mönnunum og þjónum þeirra í Vichy stofnuð á Korsíku. Eins og annarsstaðar í Frakklandi fylgdi þessi andstöðuhreifing þeim fyrirskipunutn. er gefnar voru út af de Gaulle hershöfð- ingja. — Fimm eða sex hópar voru myndaðir og voru í þeim menn á öllum aldri, hvaðan- æva að og með ýmsar skoðan- ir, svo og allur æskulýðurínn. I fyrstu störfuðu þessir hópar einangraðir, hver í sínu lagi, en síðar, í júnímánuði 1942, sameinuðust þeör í „þjóðfylk- ingu“ (Front National) og komu sjer saman um stefnu- skrá, samhljóða stefnuskrá i Stríðandi Frakklands, en höf- uðatriðia eru þessi: j „1) Að reka innrásarherina burtu; 2) Að gefa Frakklandi kost á því, að kjósa sjer stjófti af frjálsum vilja”. Eins og menn sjá, er þetta hrein frönsk stefnuskrá og var hún samþykt af yfirgnæfandi meirihluta íbúanna. Kunnugt er af áreiðanlegum heimildum að 98% fylgdu „þjóðfylking- unni” að málum; þessi 2%, sem eftir eru, voru ekki kor- síkanskir sjálfstæðissinnar, því að þeir eru ekki til, heldur menn, sem fylgdu hinni svo- köiluðu stjórn í Vichy. j Það var „þjóðfylkingin”, er stjórnaði raunhæfum aðgerð- um eítir uppgjöf ítala 8. sept. 1942. Strax og uppgjöfin var tilkynt, gaf hún út ávarp, er byrjaði þannig: — „Lifi hin frjálsa Korsíka! Lifi Frakk- laud!“ og þar var sagt, m. a.: | „Korsíkanskir föðurlandsvinir! Tími starfsins er kominn! Þjóð fylkingin, sem hlotið hefir við urkenningu frönsku þjóðfrels- isnefndarinnar, skor5í‘ á yður. Hún er til þess að stjórna stari'i yðar í sköpun „hreins og ó- mengaðs” lýðveldis, samkv. skýrgreiningu de Gaulle’s hers höfðingja . . . .”. Sama „þjóðfylking” birti líka stjórnmálastefnúskrá, undir þessari einkennandi fyrirsögn: „Sameining Korsíku við hið frjálsa Frakkland”. Starfsemin var rekin bæði á hernaðarsviðinu og stjórnmála sviðinu. Vitað er, að í fjóra daga — frá 9. til 12. september — börðust korsíkönsku föður- landsvinirnir einir, mjög hraust lega, við Þjóðverja, stöðvuðu þá og hindruðu sókn þeirra inn í lanöið, svo að “hinar reglu legu hersveitir gæti komist í land. Á sama tíma ráku þeir frá stjórn fulltrúa Vichy- stjórnarinnar. í Ajaccio tók við stjórn hjeraðsstjórn. tilnefnd af „þjóðfylkingunni”. í öllum bæjum og þorpum, er leyst höfðu verið, voru ný yfirvöld kosin með almennum kosning- um. Stjórnmálastarfi þessu var lokið, þegar hernaðarlegur landsstjóri og amtmaður, til- nefndur af frönsku þjóðfrelsis- nefndinni, kom þangað, hinn 15. des. Móttökurnar, sem þessir tveir menn fengu, sýndu á- þreifanlega tilfinningar fólks- ins. Hjer fer á eftir frásögn amtmannsins, M. Luizet: ..Hvar, sem við fórum, voru móttökur fólksins hinar ágæt- ustu. Fólkið grjet af gleði, kastaði á vagninn blómum og handfyllum af hrísgrjónum, en það er siður þess, er það býður einhvern hátíðlega vel- kominn. Borgarstjórinn hjelt hríí'andi ræðu, franska þjóð- söngurinn, „La Marseillaise”, var sunginn með miklum á- kafa. Þrílitu fánarnir voru hengdir á trjen. íbúarnir litu upp, þar sem þeir voru fyrir framan hús sín eða úti á engi og hnöppuðust saman í þorp- unum, er þeir heyrðu hrópað: „Lifi de Gaulle! Lifi Frakk- land!” Jeg sleppi því hjer, að segja frá hinum geysilegu fagnaðar- látum, er de Gaulle hershöfð- ingja var heilsað með, þegar hann seinna kom til eyjarinn- ar. Frásögnin hjer að framan getur gefið nokkra hugmynd um það, og eins þessi yfirlýs- ing, sem einn fulltrúi „korsík- önsku þjóðfylkingarinnar” gaf í Algier, áður en forseti þjóð- frelsisnefndarinnar ferðaðist þangað. Hann sagði: „98% í- búanna fylgdu okkur að mál- um, þ. e. a. s. næstum allir voru fylgjendur de Gaulle’s. — Allir eyjarskeggjar vona að de Gaulle hershöfðingi komi bráð um í heimsókn til okkar. Menn hafa beðið eftir honum í þrjú ár. Já,. í þrjú ár höfum við lif- að á eynni okkar fyrir hann og fyrir atbeina hans. — Nafn hans hefir skapað einingu allra, það hefir upprætt allar gamlar deilur og flokkadrætti. Frá því, er de Gaulle hers- höfðingi gaf út ávarp sitt, er- um við allir sameinaðir í and- stöðunni, til þess, að þerjast fyrir frelsi Frakklands og fyr- ir rjettindum þeim, er lýðveld- ið veitti”. Jeg gæti vitnað í fjölda ann- ara yfirlýsinga, er sýna þegn- skap Korsíkubúa gagnvart Frakklandi, meðan á þessari frelsun stóð. — Jeg læt mjer nægja, að minnast á heimsókn dómkirkjuprestsins í Ajaccio til ráogjafa amtsstjórnarinnar, — Hvalfjarðarleiðin I LAUGARDAGSBLAÐI Morgunblaðsins 15. þ. m. er grein undir sömu yfirskrift og eru þau orð í tíma töluð. En þar er sjerstaklega átt við fólksflutninga. Við Akurnesingar höfum átt við vaxandi vöruflutnings- örðugleika að striða síðan við mistum „Fagranes” úr flutn- ingum, og þeim málum er þanhig komið nú, að við'flytj- um mikið af afurðum okkar frá Akranesi og vörur frá Reykjavík, með vöruflutn- ingabifreiðum kring um Hval- fjörð, og það með stórum hagnaði, samanborið við það að flytja þenna þungaflutning með bát Ríkisútgerðarinnar . og þrátt fyrir það, þótt vegur- [ inn sje lítt fær oft og mörgum sinnum. ! Jeg ætla ekki að þessu sinni að rökstyðja þetta með nær- tækum dæmum, en það verður ef til vill tækifæri til þess síð- ar. En þrátt fyrir þessi geisi- háu farmgjöld og út- og upp- skipunargjöld etc., stórtapar Ríkisútgerðin á þessari útgerð. I Það er maður á Akranesi, Þórður Þ. Þórðarson, sem á stórar fólksflutningabifreiðir. Hann hefir margsinnis sótt um leyfi til þess að mega flytja fólk milli Akraness og Reykja víkur á bifreiðum, sínum krirtg um Hvalfjörð og hafa aug- lýsta afgreiðslu í Rvik, en , leyfið ekki. fengist. En þrátt fyrir öll bönn hafa bifreiðar hans og margra annara flutt mest af þeim farþegum, sem til Reykjavíkur hafa farið undanfarna mánuði frá Akra- nesi. Mjer er sagt, að til þess að að slíkir flutningar sjeu ekki stór brot á lögum um þetta efni, verði svo og svo margir farþegar að siá sjer saman um að - leigja bifreiðina fyrir hverja ferð og ákveða svo í kyrþei, að þeir fari af stað frá einhverjum bensíngeymi í Rvík kl. þetta eða hitt heim aítur. Hversvegna má þessi maður eða einhver annar ekki flytja fólk á bifreiðum milli Akraness og Reykjavíkur? Fólkið vill fara þessa leið og enga aðra. Hvalfjarðarvegur- inn frá Reykjavík og að Hvíta nesi í Kjós ca. 58 kílómetrar er sæmilegur, en kaflinn frá Hvítanesi kringum botninn að Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd ca. 27 kílómetrar er sá part- urinn, sem vel verður að vanda og sjerstaklega að veita af honum vatninu (í irörum undir hann), líkt og Bretarn- ir gerðu á kaflanum frá Hvammsvík að Hvítanesi, en sá kafli stendur sig prýðilega. Þessi leið kringum Hvalfjörð er mjög snjóljett á vetrurp, vegna sjávarloftsins, því sjór- inn er víðast örfáa. metra frá veginum alla leiðina. Ef skafl- ar koma á veg þertna á vetr- um öðru hvoru, er ólíkt hæg- ara að ýta snjónum niður í hallann að sjónum, heldur en t. d. á H.dlisheiði eða Holta- vörðuheiðx, þar sem viða eru hallalausar flatneskjur. Þrátt fyrir alla umhleypinga, frost, snjó og rigningar t?l skiftis, þá er vegurinn ekki verri en það, að vörubifreið kom hingað til bæjarins frá Akranesi í dag og var 5 tírna með fult hlass af vörum, og fólksbifreið er væntanleg á morgun. Jeg er ekki í neinum vafa um það, að fjármunum þjóð- arinnar væri mikið betur var- ið í Hvalfjarðarveginn heldur en til greiðslu á stórtöpum flóabátanna Akranes—Borgar- nes. Mjólkurflutningar utan Skarðsheiðar og af Hvalfjarð- arströnd fara með bifreiðum um 40 kílómetra leið til Akraness og þaðan sjóveg til Reykjavíkur, en það væri stór- hagur að flytja mjólkina á bifreiðum alla leið kring um Hvalfjörð með bættum vegi. Þegar Hvalfjarðarvegurinn er orðinn sæmilegur, þá þarf engan bát á leiðina Reykjavík- Akranes-Borgarnes, en þang- að til verður að styðjast við sjóleiðina að einhverju leyti. P.t, Reykjavík 16. jan. 1944 Haraldur Böðvarsson. en þá mælti hann á þessa leið: „Mig langar til þess, í nafhi klerkastjettarinnar og hinna trúuðu í borginni, að endúr- taka það, að föðurlandsást okk- ar er enn hin sama og við höf- um altaf sýnt. Við höfum aldrei mist trúna á hlutskifti Frakklands og við vissum vel, að starf allra föðurlandsvina myndi varna því, að Korsíka yrði slitin frá móðurlandinu“. í nafni amtsstjórnarráðsins og hjeraðsstjórnar þjóðfylking arinnar, sagði ráðgjafinn í svari sínu, m. a.: „Þjóðfvlk- ingin, sem hefir innan vje- banda sinna fjölmarga ka- þólska menn og presta, er á- nægð og hreykin yfir því, að sjá, að barátta hennar fyrir ein ingu allra frelsisvina, án tillits til flokka og trúarbragða hefir sameinað alla krafta og öll siðferðileg öfl til baráttu fyrir heill Frakklands”. Slík e‘r raunveruleg afstaða Korsíubúa til Frakklands. — Þessir Frakkar vilja blátt á- fram halda áfram að vera Frakkar. Og þessvegna, .getum við bætt við, verða þeir það . .. En nú gætu lesendur Marga- ’ ret L. MacPerson spurt: En hvers vegna er þessi trygð við Frakkland? Vissulega er ekkert í hinni fögru mynd, sem frúin dregur upp — og það svona hlutlægt! — af lífi íbúa þessarar „eyjar fegurðarinn- ar” undir stjórn Frakka, sem gefur manni tilefni til þess, .að gera sjer húgmynd um það. Ef svara ætti þessari spurn- ingu fyllilega, yrði það of langt mál: En jeg læt mjer nægja að minna á hina fögru skýr- greiningu Ernest’s Renan, þar sem hann segir að þjóð sje fyrst og fremst „ein sál, einn andlegur kráftur”, en það er ekki aðeins auðvelt að greina það eins og hitt, að það sje pollur eða pyttur í götu í Ajaccio.... Og nú er varla annað eftir en að furða sig á þvi, að það ’skuli hafa getað farið fram hjá frú M. L. MacPerson, að hin „takmarkaða þekking”, er frú- in segist sjálf hafa af Korsíku- búum, hafi að minsta kosti gert hana neitt sjerstaklega hæfa til þess, að segja álit sitt á því hlutskifti, er tilhlýðilegt væri að veita þeim í Evrópu fram- tíðarinnar. Einnig er það leið- inlegt, því að ef hún hefði haft betri þekkingu á hugarástand1 þessara góðu Frakka, hefði hún, að öllum líkindum, ekk.i skrifað grein sina. 18. jan. 1944. II. Voillerv. Giftist fimm hermönn- um á tveim mánuðum COLUMBIA: — Stúlka nokk ur, 21 árs að aldri hefir verið handtekin hjer í borginni. — Hefir hún játað að hafa síðan í nóvembermánuði s. 1. gifst fimm hermönnum. í rjettar- skjölunum er hún nefnd þrem ur nöfnum: frú Befty Jane Fredericson. ungfrú Jnh'e Da- ley og frú Betty Jané Frede- riek. : -ú '* '•*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.