Morgunblaðið - 22.01.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 22. janúar 1944 Ólöí Bergsdóttir : ÞANN 9. desember s.L and- aj^st að heimili sínu, Teiginga- lgek á Brunasandi í Vestur- SÍaftafellssýslu Ólöf Bergs- dóttir, ekkja. Hún var fædd að Mosakoti á Siðu 28. maí 1844. Skorti því aðeins rúmt misseri til þess að hún fylti hundrað ár. Foreldr- ar Ólafar voru þau Bergur Jónsson og Þorbjörg, dóttir sr. Bergs prests á Prestsbakka (1791—1823), er átti Katrínu dóttur Jóns prófasts Stein- grimssonar. Barn að aldri fluttist Ólöf Bergsdóttir með foreldrum sín- um að Fossi á Síðu og ólst þar upp. Að heiman fór hún fyrst að Höfðabrekku í Mýrdal, en þaðan til systur sinnar í Skál á Síðu og dvaldist þar í eitt ár. Þá gerðist hún ráðskona í Holti á búi Arna sýslumanns Gíslasonar á Kirkjubæjar- klaustri og var þar uns hún giftist Jóni Jónssyni bónda á Teigingalæk, rúmlega þrítug Þau Jón og Ólöf bjuggu all- an sinn búskap á Teigingalæk, þar til þau sleptu jörðinni í hendur Jóni syni sínum árið 1920. Dvöldust þau bæði hjá honum til æfiloka, en Jón mað ur Ólafar dó 1927. Þau eignuð- ust 10 börn, en aðeins fimm af þeim komust á legg, og eru þau öll enn á lífi. Verða þau hjer talin eftir aldri: Guðleif, gift Sigurði Jónssyni bónda á Hvoli í Fljótshverfi, Elín, kona Jóns Jónssonar bónda á Hánkubökkum á Síðu, Jón bóndi á Teigingalæk, kvæntur Guðríði Auðunsdóttur frá Eystri-Dalbæ í Landbroti, Steinunn og Margrjet, báðar ógiftar, sem lengstum hafa dvalið á Teigingalæk. Stund- aði Margrjet móður sína í ell- inni af einstakri alúð og um- hyggju, því mjög var hún orð- in hrum hin síðari ár. Alblind var hún nasstum hálfan ann- an áratug, og heyrn hennar var mjög farin að sljófgast, en sálarkröftum hjelt hún lítt skertum til æfiloka. Ólöf Bergsdóttir var hin á- gætasta kona og hafði til að bera mörg bestu einkenni sinn ar merku ættar. Hún var dug- leg og etjómsöm og veitti heim íli aúau hina bestu forstöðu og skapaði þar hinn mesta mynd- arbrag. Hún var börnum sín- um kærleiksrík og ráðholl móðir, sem þau elskuðu og virtu, og hún reyndist hjúum sínum hin besta húsmóðir. Teigingalækur er í þjóðbraut og því var oft gestkvæmt á heimili Ólafar Bergsdóttur. En þó oft væri þröngt í bæ henn- ar, rúmaði hjarta hennar altaf fleiri heldur en að garði bar. Öllum var veittur hinn besti .beini, og gestrisni hennar fylgdi ekkert yfirlæti. Hún var einlæg og hispurslaus, veitti vegna þarfa þeirra, sem þáðu, en ekki til að sýnast, og var rómuð fyrir kærleika og um- hyggju fyrir mönnum og mál- leysingjum. Ólöf Bergsdóttir var trú- kona mikil; hún efaðist aldrei um það, að guðleg forsjón væri með sjer í verki, og að yfir sjer væri vakað af kærleiks- ríkum föður á himnum. Hon- um treysti hún og honum fól hún sig í öruggri trú og bjart- sýnni von í húmi hins langa æfikvölds. Ólöf Bergsdóttir átti mestan hluta æfi sinnar heima í þeirri sveit, sem heitir á Brunasandi. Fyrir einni til tveimur öldum var þar svartur sandur, sem nú er gróður og gras. Þetta er táknrænt fyrir lif Ólafar Bergsdóttur, vegna þess, að alla æfi sína var hún að sá frækornum kærleika og mildi í brunasanda mannlegs lífs, leggja smyrsl á lifsins sár og lækna mein og þerra tár. Blessuð sje minninga henn- ar. G. Br. „Ohæfa" Enn í dag segja og rita há- lærðir íslendingar, að N. N. sje til grafar borinn eða brehdúr. Hvenær ljettir þessari hugs- unarþoku af mönnunum? Hví gera menn ekki grein- armun á sál og líkama? Sókrates hugsaði skýrar. Hann mælti við lærisveina sína: „Takið ábyrgð á Krítoni, svo að hann láti sjer ekki um munn fara, að það sje hann Sókrates, sem hann er að leggja á lík- börur eða bera til grafar og jarða. Því að það skaltu vita, Kríton, að það er ekki aðeins óhæfa í sjálfu sjer að orða hugsanir sínar rangt, heldur er það skaðvænlegt fyrir sálina“. Lærið af meistaranum. Fróðlegur fyrirlestur um Hamlei FJELAGIÐ ANGLIA hjelt fund að Hótel Borg í fyrra- kvöld. Þar flutti Björn Bjarna- son magister fróðlegan og skemtilegan fyrirlestur um Hamlet. Var gerður góður róm ur að máli ræðumanns. Björn magister dvaldi í 'Oxford á ár- unum 1942 og 1943 til að kynna sjer breskar bókmentir og enska tungu. Að fyrirlestrinum loknum var dansað til kl. 1, eins og venja er á Anglíafundum. A íundinum voru m. a. Mr. Shep- herd, sendiherra Breta og flotaforingi Breta hjer á landi og frú hans. Hvert sæti var skipað í húsinu eins og venju- lega á Anglíafundum. Þvofíavjel, ísskápur og sfrauvjel í einum dræffi í DAG hefur K. R. sölu á happdrættismiðum í happdrætti sem fjelagið hefir fengið leyfi til að halda til ágóða fyrir íþróttastarfsemi sína. í happ- drættinu eru hlutir, sem aldrei áður hafa verið á boðstólum í slíkum happdrættum. En það eru: ísskápur, þvottavjel og strauvjel. Hlutir, sem hver fjölskylda keppist nú við að eignast, en eru, að minsta kosti nú sem stendur, ófáanlegir í landinu. Er enginn efi á því, að mikill spenningur verður meðal bæjarbúa og annara með. að fá tækifæri til að eignast þessa hluti H. J. Besl að auglýsa i IVflorgunblaðinu kvenskob teknir upp ' dag Skéverslu" B. Sleíánssona. Uugavcg « VOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÖOOOOOOOOOOOOOOPOöOOOOOOÖOOOPOOOOOOO) X - 9 Eftir Robert Storm f I'VE JUST LEARNED 7HAT ALEX/THE &REAT, HA& A MOTHER LIVING NEAfi; HERE J HE MAV 3E ON HtE> WAV THERE f X—9: — Jeg var rjett í þessu að fá upplýsingar upi að móðir Alexanders býr hjer í þessum bæ. almenningsvagninum. X—9: — Hann ætti að vera kominn að „þrem hornum” eftir 10 mínútur. Við eejn er líkur Alexander, hafi keypt farmiða með um við hjá „Þrem hornum”? Bílstjóri: — Eftir 5 mínútur. Bílstjórinn: — Ilvað er þetta, það er lög- reglumaður á eftir ókkur. Jeg ek ekkert hratt!- Hvenærj fef-i ú Alexander; •— Hvað! Jeg fer hjef "út^úr. . ♦ * «V ‘Vj >•/*«;>*) '■H'í H f4>14vt♦iíf ****♦S1 j r*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.