Morgunblaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 1
é INNRÁS BANDAMANNA VIÐ RÓM MÆTIR L TILLI MÓTSPYRNU Herirnir gengu á land um 40 km. fyrir suðvestan Róm , London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. Eftir Haig Nichollson. Bresku og amerísku hersveitirnar, sem innrás gerðu í morgun við Nettuno, eru nú komnir nokkuð inn í land og eru á leið að hinum fyrstu stöðum, sem þeir ætla að taka. Landgangan kom mjög á óvart Þjóðverjum. Manntjón og skipatjón er ótrúlega lítið. Clark hers- höfðingi hefir farið um vígsvseðin í allan dag og getst fnjög vel að því, hvernig sóknin gangi. Aðeins fámennum sveitum Þjóðverja hefir hingað til verið mætt, og hafa þær eigi megnað að stemma stigu fyrir sókninni. Þjóðverjar hafa og skotið af langdrægum fallbyssum og beitt nokkru af flugvjelum, en ekki orðið mikið ágengt, þótt foringjar bandamanna viðurkenni dirfsku þeirra. s Einnig segja þeir að inn- rásin hafi jafnvel verið helst til mikið hættuspil og bæta við, að ekki verði hægt að sjá neitt um endanleg örlög þessa fyrirtækis, fyrr en hokkrir dagar hafi liðið. Flugmenn bandamanna, sem hafa verið á flugi yfir ströndunum, hafa sjeð sól- skinið .glampa á gullinn turn Pjeturskirkjunnar. —■ Fvrsta mótspyrna Þjóðverja bvrjaði ekki fyrr en átta klukkustundum eftir að fvrstu sveitir bandamanna stigu á land. Innrásin. Það var snemma í morgun, er fyrstu sveitirnar stigu á land af innrásarbátum, og fluttu skip fi'á fimm þjóðum herinn, en bresk, amerísk og grísk berskip vernduðu land- gönguna, ásamt breskum Beau fighterflugvjelum, en síðar komu Spitfireflugvjelar á vett vang. Þjóðverjar segja að banda- menn hafi þegar hafnarbæinn Nettuno á sínu valdi, en ekki hefir það fengist staðfest, nje heldur sjálfur innrásarstaður- inn, sem Þjóðverjar segja^að sje milli Nettuno og Tiberosa, éða um eina 40 km. frá út- hverfum Rómaborgar. Innrás þessi var gerð af sveitum úr fimta hernum og er undir stjórn Alexanders. Miklar loftárásir. Dagana áður en innrásin hófst, var haldið uppi miklum árásum á flugvelli Þjóðverja umhverfis Róm, og er svo sagt, Framh. á 8. síðu. Miklar atlögur að skipalesf London í gærkveldi. Breska flotamálaráðuneytið og flugmálaráðuneytið gáfu í dag út sameiginlega tilkynn- ingu um allmiklar viðureignir, er urðu fyrir nokkru, þegar þýskir kafbátar og flugvjelar rjeðust á skipalest bandamanna sem var á leið til Bretlands og var stödd á svæðinu út af Portúgalsströndum. Stóðu við- ureignirnar í 4 daga og þrjár 'nætur og vaír einum kafbát sökt, en nokkrir laskaðir, en um tjón á skipalestinni er ekki getið. Eftir að kafbátaárásunum hafði verið hrundið, byrjuðu þýgkar langferðaflugvjelar af hinni nýju gerð Heinkel 177, árásir 'á skipalestina með svif- sprengjum, sem stjórnáð er þráðlaust. Flugvjelar banda- manna frá Gibraltar, Azoreyj- um og Bretlandseyjum, vörðu skipalestina og kom til margra loftbardaga. — Reuter. Loftárás á Marseilles London í gærkveldi. — Flug virki frá ítaliu rjeðust í dag á flugvelli Þjóðverja við Mar- seilles í Frakklandi og gerðu þar mikinn usla. Það er álitið, að flugvjelar þær, sem Þjóð- verjar nota til árása á skipa- lestir bandamanna á Miðjarð- arhafi, noti þessa flugvelli. Bardagar í Italíufjöllum >» Mennirnir, sem sjást á myndinni hjer að ofan, eru að sækja fram í fjalllendi því, sem nú er barist í á Ítalíu. Þarna er erfitt um hernað, eins og gangur styrjaldarinnar þarna sýnir glegst. Loftárásir á Magdeburg, Berlín og London Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. London í gærkveldi. — Nótt- in, sem leið, var ein hin mesta loftárásanótt, sem lengi hefir komið yfir Evrópu. Mesta árás- in, sem gerð var, var á þýsku iðnaðarborgina Magdeburg í Mið-Þýskalandi, en einnig rjeð ust flugvjelar Breta á Berlín og Vestur-Þýskaland, og enn aðrar lögðu tundurduflum og rjeðust á staði í Norður-Frakk- landi. Flugvjelatjón Breta var einnig hið mesta, sem þeir hafe lengi orðið fyrir, þeir mistu alls 52 sprengjuflugvjelar. Þjóðverjar gerðu mestu árás í sex mánuði á Englandi og komust er því að Bretar telja um 30 sprengjuflugvjelar inn yfir Lundúnaborg og varð manntjón og eignatjón af völdum sprengjanna. Ennfrem- ur var sprengjum varpað á aðra staði Suður- og Suðaustur- Englands. Atta þýskar flugvjel ar voru skothar niður, en als eru þær taldar hafa verið um níutíu. í árásinni á Magdeburg eru 1 sagðir hafa komið upp stórkost- i hafi getað hindrað flugmenn- ina í að beina árásinni að skot- rnörkunum. Herskip skjóta á Bougainville Washington í gærkveldi. Flotadeild Bandaríkjamanna hefir siglt upp að ströndum Bougainvilleeyjar og gert snarpa atlögu að stöðvum Jap- ana með stórskotahríð. Er á- litið, að mikið tjón hafi orðið. Loftorustur hafa enn orðið yfir Raboul, mjög harðar, er Bandaríkjaflugvjelar rjeðust- að flugvöllum Japana. Einnig eyðilögðu amerískar flugvjelar 5000 smál. skotfæraskip jap- anskt við Admirality-eyjar, en innrásarbátum var sökt við Nýju-Guineu. — Reuter. Douglas tekur við strandflugstjórn London í gærkveldi: — Shol- legir eldar, og ennfremur . er ' to Douglas flugmarskálkur hef sagt, að 2000 smálestum tr Verið skipaður yfirmaður sprengja hafi verið kastað á j bresku strandvarnaflugsveit- borg þessa, en þar er mikil her- anna, en hann hefir áður stýrt gagnaframleiðsla. — Minni | fiugher við Miðjarðarhaf. — flokkur sprengjuflugvjela varp Strandflugsveitirnar hafa aðal- aði sprengjum á Berlín. jlega þau störf með höndum að Þjóðverjar segja, að skemdir , verja skipalestir og granda kaf hafi orðið tiltölulega litlar í bátum. Magdeburg, þar sem loftvarnir 1 —*■ Reuter. Fimti herinn sækir hart á London í gærkveidi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Jafnframt innrásinni fyrir suðvestan Róm, hóf fimti her- inn harða sókn á allri víglínu sinni, sem er uni 95 km. sunn ar en landgangan var gérð. Franskar hersveitir sóttu fram og tóku hæðir nokkrar á aust- asta hluta yíglínunnar, en frá< áttunda hernum hefir ekkert heyrst. Amerískar hersveitir rudd- ust yf'ir Rapido-ána gegn óg- urlegri stórskotahríð og' vjel- byssukúlnaregni, en tókst samt að komast yfir. Fóru þeir yf- ir ána nokkru fyrir sunnan Cassino, og eru nú háðar }>ar grimmar orustur, því að Þjóð- verjar hafa byrjáh áköf gagn- áhlaup, Þar sem þeir beita skriðdrekum og fallbyssum, ásanit fótgönguliði. Tókst þeim að ná aftur bænum Castelforte þar sem barist hefir verið á götunum í þrjá daga samfleytt Bretar hrundu nokkrum áhlaupum á stöðvar sínar og sóttu eitthvað fram, og eitinig tóku þeir þorp nokkurt vest- ar með áhlaupi. Breskar her- sveitir hafa nú hæðir nokkrar handan Guarigliano-árinnar á sínu valdi og sjá þaðan yfir stöðyar Þjóðverja. Skorað á Roosevelt að gefa kost á sjer Washington í gærkveldi Þjóðnefnd Demokrata- flokksins samþykkti einum rómi í dag, að skora á Roose- velt forseta að gera aftur á sjer kost sem forsetaefni við for- setakosningar þær, sem bráð- lega fara í hönd í Bandaríkj- unum. — Reuter. 10 ára negratelpa fæðir barn MONAHANS (Texas) 10 ára gömul negratelpa hjer í borg- inni hefir fætt barn, sem var rúmlega 8 pund við fæðingu. J. E. Cook læknir hefir látið svo ummælt, að sennilega sje þetta yngsta móðir í sögu Bandaríkjanna. — Læknirinn sagði, að negratelpan hafi ekki vitað að hún gekk með barni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.