Morgunblaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 2
o imi M 0 II G U N B L A Ð I Ð Sunnudagur 23. janúar 1944 Brjef frá Ríkisstjóra til forseta sameinaðs Alþingis í gær barst Morgunblað- inu eftirfarandi brjcf frá ríkisstjóra til forseta sameinaðs Aiþingis: Frá skrifstofu ríkisstjóra. Afrit af brjefi afhentu fórseta sameinaðs Al- þingis 21. janúar 1944. Til Alþingis. Tillaga til þingsályktunar um * niðurfelling dansk-ís- lenskra sambandslagasamn- ingsins m. m. og frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórn- arskrá lýðveldisins íslands hef- ir nú hvorttveggja verið falið sjerstökum nefndum innan Al- þingis til athugunar. Jeg tel mjer því skylt, að vekja nú athygli á því, hvort ekki muni heppilegt að nefnd- ir þessar athugi jafnframt, hvort tiltækilegt þyki, að Al- þingi það, sem nú situr, geri ráðstafanir til þess, að kvatt Verði til sjerstaks þjóðfundar um málið. Mætti -þetta verða með öðrum hvorum þeirra hátta, er nú skal nefna. 1. Að Alþingi feli slíkum þjóðfundi meðferð og af- greiðslu mála þessara, án þess að Alþingi geri áður samþyktir sínar um þau. 2. Alþingi geri samþyktir sínar nú og skjóti þeim síðan til sliks þjóðfundar til fulln- aðarmeðferðar og samþyktar, með eða án breytinga á sam- þyktum Alþingis. Alþingi það, sem nú situr, mundi þá setja lög um slíkan þjóðfund, fulltrúatolu hans, kosningar fulltrúa, samkomu- tíma, samkomustað o. s. frv. Geri jeg ráð fyrir því, að full- trúar yrðu kosnir með nokkrum öðrum hætti en Alþingismenn eru kosnir nú. M. a. yrði ekki um hlutfallskosningar að ræða, uppbótarsæti o. £L, sem er beinlínis miðað við skift- ingu manná í stjórnmálaflokka, eins og nú er, og eðlilegt hefir þótt, er um venjuleg löggjaf- armál er að ræða. Enn gæti komið til mála að nokkrir menn sætu fundinn sem sjálfkjörnir vegna stöðu sinnar, svo sem dómarar hæstarjettar, ráðherr ar og lagaprófessorar háskól- ans. Þessi uppástunga frá ríkis- stjóra mun af mörgum verða talin óvenjuleg, meðal annars vegna þess, að hún kemur fram sem persónuleg uppá- stunga, án samráðs við ráðu- neytið eða á ábyrgð þess eða nokkurs einstaks ráðherra. Jeg mun leiða nokkur rök að henni, án þess að telja ann- að en meginástæður hennar. Hún sprettur ekki af því að í mínum huga sje nokkur vafi um rjett Alþingis til þess að gei-a hverjar þær samþyktir um þessi mál, sem Alþingi eða nseiri hluti þess ákveður. Hinsvegar hefir þeim Al- þingismönnum, sem um málið hafa fjallað fyrr og síðar og samið hafa bæði þingsályktun- artillöguna og frumvarpið, ver- ið það ljóst, að æðsta valdið. um mál þessi á að vera hjá þjóðinni sjálfri, þar sem hvor- ugu er ætlað að öðlast gildi fyrr en borið hafi verið undir laDkvæði allra kosningabærra manna í landinu, til samþyktar eða synjunar. Enda er þetta í samræmi við gildandi stjórn- skipunarlög. Um þessi tvö atriði: 1. rjett Alþingis til þess að gera sam- þyktir um málið og 2. æðri rjett þjóðarinnar sjálfrar til þess að ráða fullnaðarúrslitum þess, tel jeg ekki vera vafa. Raunverulegur skilnaður milli íslands og Danmerkur varð- með sambandslögunum 1918, að áliti margra bæði hjer á landi og í Danmörku. Það mun hafa vakað fyrir mörgum Islendingum þá þegar, 1918, að sambandslagasamningurinn yrði að sjálfsögðu feldur niður á árinu 1944. Þessu lýsti Al- þingi einnig yfir árin 1918 og 1937. Þeir ófyrirsjáanlegu at- burðir, sem gerðust í aprílmán uði 1940 og síðan, hafa áreið- anlega ekki dregið úr þessari almennu ósk íslendinga. En sennilega hafa margir vænst þess í lengstu lög, að niður- fellingin gæti orðið með þeim hætti, sem sambandslögin á- kveða. Þjóðin hefir ekki verið spurð þess sjerstaklega enn hvern hátt hún óski að hafa nú á þessu máli, niðurfelling sam- bandssamningsins og stofnun lýðveldis á íslandi, eða henni á annan hátt gefinn kostur á því að láta í ljós fyrirfram skoðun sína á þeim málum. Þetta mun og ekki alment hafa verið rætt á undirbúningsfund um undir tvær síðustu Alþing- iskosningar, báðaf á árinu 1942. Þessa rödd þjóðarinnar, frjálsa og óbundna, virðist mjer vanta. En hún mundi koma fram á þjóðfundi, sem kvatt væri til í þvf skyni. Það mundi vera í fyllra sam ræmi við frumreglur þjóðræð- isins, að þjóðinni gæfist kostur á því að hafa áhrif á afgreiðslu málsins, áður en fullnaðarsam- þykt er gerð um það á Alþingi, en ef Alþingi gerir fyrst sam- þyktir sínar og þær samþyktir eru síðari lagðar fyrir þjóðina, eingöngu til synjunar eða sam- þykkis. í yfirlýsingu sinni 1. nóv- ember 1943 hefir núverandi rikisstjórn lagt áherslu á, að miklu varði að öll þjóðin geti sameinast um lausn þessa máls. Hún hefir enn lagt áherslu á þetta sama, er hún lagði þings- ályktunartillöguna og stjórnar skrármálið fyrir Alþingi nú fyrir nokkrum dögum. Hygg jeg að öll þjóðin muni sammála um, að slíkur einhugur sje æskilegur, ef unt er. Því þykir mjer svo, að einskis megi láta ófreistað til** þess að skapa þennan einhug. Og til þess sje þjóðfundarkvaðning líklegri en flest annað. Sifk bein og virk þátttaka allrar þjóðarinnar í afgreiðslu þessa máls, sem varðar alla þjóðina svo mikils nú og um alla framtíð, mundi að minni skoðun gera hvorttveggja, að vera enn virðulegri en samþykt ir Alþingís, þótt þjóðarat- kvæðagreiðsla eingöngu til synjunar eða samþyktar færi á eftir, og einnig skapa slíkt viðhorf út á við, að aðrar þjóð- ir mundu frekar virða ákvarð- anir þjóðarinnar með þessum hætti. Einróma eða sama sem einróma samþykt þjóðfundar mundi sýna þjóðarviljann með þeirri alvöru og þeim þunga, að enginn mundi vjefengja hverjar væru raunverulegar óskir þjóðarinnar. Ef leitað er í sögunni, mun það koma í ljós, að með flest- um þjóðum hefir framtíðar- stjórnarskipunin undir sam- bærilegum kringumstæðum verið ákveðin af sjerstökum þjóðfundi, í stað venjulegs lög- gjafarþings. I vorri eigin sögu má lesa, að það var vilji for- vígismannanna í frelsisbaráttu vorri fyrir tæpri öld, undir for ustu Jóns Sigurðssonar, að sjer stakur þjóðfundur tæki ákvörð un um stjórnskipun íslands. Mótmæli hans og þingheims, er slitið var með valdboði á þjóðfundinum 1851, er einn af minnisstæðustu atburðum 1 seinni stjórnmálasögu vorri. Og þó var Alþingi þá nýlega endurreist og hefði að sjálf- sögðu getað gert samþyktir um málið. Ef einhver kynni að telja að þjóðfundarkvaðning mundi verða til þess að tefja af- greiðslu málsins um þörf fram, hygg jeg að svo þyrfti ekki að verða, ef gengið er fljótt að verki. Enda mundi Alþingi nú geta undirbúið málið enn vand legar undir fundinn en gert hefir verið til þessa. Mun jeg fús að gera nánari grein fyrir þessu, ef nefndirnar telja rjett að sinna framangreindri hug- mynd minni, og ef þess yrði óskað. Jeg skal áðeins geta þess nú, að jeg geri ráð fyrir þvf, að þjóðfundur geti hafa lokið störfum sínum fyrir lok maímánaðar næstkomandi. Reykjavík, 21. janúar 1944. (Sign.) Sveinn Björnsson. Forseti sameinaðs Alþingis herra alþingismaður Gísli Sveinsson. Þýskum tundurspilli sökt London í gær. Skotið Arar af langdrægúm fallbyssum á Ermasunds- strönd Englands í morgun Var skotið 60 kúlum á 30 mínútum á tvo þýska tundur- spilla við Frakklandsstrendur. Breskar flugvjelar fóru síðar og gerðu árásir á tundur- spillana og söktu öðrum þeirra Bretar mistu eina flugvjel í árásurn þessum. — Reuter. AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI Smíði íslenskra fiskiskipa í Svífijóð SÚ FREGN hefir verið birt bæði í útvarpi og blöðum, að íslendingar hafi fengið leyfi til að byggja 45 fiskiskip í Svíþjóð, með því skilyrði, að íslenska ríkið gangi í ábyrgð 'fyrir smíði þessara skipa. — Fregnin byggist á því, að síð- asta Alþingi samþykti að heim ila ríkisstjórninni ,,að verja úr framkvæmdasjóði alt að fimm milj. króna til byggingar fiski- skipa, samkvæmt reglum, sem Alþingi setur”. Og þessu til árjettingar var þess getið, í frjettinni, að gerðar yrðu ráð- stafanir til þess að fá fleiri í framtíðinni. Það virðist svo, að farið sje fyrnast yfir aðra samþykt Al- þingis, sem fjekk þar þó góð- an hljómgrunn og átti vinsæld um að fagna hjá þjóðinni. Hún var á þá leið, að byggja skyldi stóra skipasmíðastöð í ná- grenni Reykjavíkur, er sjá skyldi fiskiflotanum fyrir við- haldi og aukningu. Þessi skipa smíðastöð á að verða búin nýj- ustu tækjum og hagnýta sjer nútíma tækni á þessu sviði, og byggja skip alt að 600 smál. og þarf ekki að fara lengra út í það efni. því mikið var rætt um það og ritað á sínum tíma og miklar vonir við það tengd- ar. Má þó geta þess, að ekki greina, því það yrði dauða- dómur yfir stöðinni. NÚ viljum við benda feðr- um þesSara tillagna (þó ótrú- legt virðist að þær sjeu sam- feðra) á það, að til eru fyrir í landinu skipasmíðastöðvar, sem þurfa nákvæmlega sömu lífsskilyrði. Þessar skipasmíða stöðvar hafa unnið sjávarút- veginum stórmikið gagn á undanförnum árum og eru sjávarútveginum lífSskilyrði. Þannig eru þetta raunverulega tvær greinar ásama stofni, er hvorug getur án hinnar lifað. Þó að hin fyrirhugaða skipa- smíðastöð sje ekki komin á laggirnar ennþá, er samt sem áður hægt að afkasta miklu verki á þessu sviði í þeim stöðvum, sem til eru í landinu nú þegar. Árið 1939 var veitt- ur styrkur úr ríkissjóði til byggingar nýrra skipa. Sá styrkur var veittur með því skilyrði, að skipin væru bygð átti að sækja skip af þessum stærðum til annara landa. — Enda kemur slíkt ekki til í landinu sjálfu. Með hjáp þessarar fjárveit- ingar voru bygð um 25—30 skip, alt að 100 smál. á því ári. Voru þó færri skipasmíða- stöðvar til í landinu þá en nú. Reyndin varð sú, að íslenskir skipasmiðir voru fyllilega því verki vaxnir, sem þeim var þarna falið. Skipin urðu sterk og góð sjóskip, og verðþeirra þá, sambærilegt við verð, á dönskum skipum af sömu stærð. Um þáð eru allir sammála, að skip þessi hafa veitt fjölda fólks atvinnu og þjóðarbúinu auðæfi eftir að þau fóru á mið- in. En við viljum einnig benda á, ef það skyldi hafa gleymst, að þau veittu einnig fjölda manns atvinnu, á meðan þau voru í smíðum, og jafnframt þjóðinni aukna velmegun. ÞAÐ gegnir furðu, að tvær hinar fyrnefndu tillögur komu frá sama þingi og með svo skömmu millibili, að enginn gat vel verið búinn að gleyma hinni fyrri, þegar hinni síðari er stefnt í gagnstæða átt. Það er öllum ljóst, hve brýn þörf er á að auka fiskiflotann og í þessu máli sem öðrum, er ekki deilt um markmið, heldur, leiðir. Með fyrri samþykt þingsins um byggingu stórrar skipa- smíðastöðvar við Elliðaárvog, fylgdi stórhugur. og framsýni og var í samræmi við þá stað- reynd að iðnaðurinn er að blómgast í landinu og heíir orðið þess megnugur að fleyta þjóðinni yfir erfiðleika striðs- áranna. En með hinni siðari ráðstöfun að kaupa fiskiskip frá Svíþjóð, af þeim ástæðum, sem hægt er að framleiða x landinu sjálfu, er stefnt í gagnstæða átt. Án þess að bú- ið sje að kynna sjer þá mögu- leika, sem fyrir hendi eru, og án þess að nokkuð hafi verið gert af því opinbera til þess að leiðrjetta það misrjetti, sem iðnaðurinn íslenski hefir ver- ið beittur í tollamálunum f>g án þéss að nokkuð hafi verið gert til þess að kynna sjer verð mun á bátum, sem bygðir eru í „standard” stærðum, og án þess að nokkrar tölur hafi ver- ið nefndar í samanburði um verð og gæði, efni, fyrirkomu- lag og fleira, sem til greina kemur. Nú er þess að gæta, að þo þessir bátar verði bygðir í Svíþjóð, þá koma þeir ekki að gagni fyrir íslenskt atvinnulíf fyr en að stríðinu loknu. Og jeg vil yefa mjer að benda á leiðir til þess að ná svipuðum árangri og jafnvel betri. Að nú þegar verði hafin rannsókn á þvi, hve marga báta er hægt að byggja í landinu sjálfu, og jafnframt sje leitað fyrir sjer um efniskaup í Ameríku, ef það er keypt í stórum stíl. Og að sjálfsögðu falli þá niður tollar af efni og flutningsgjöld um. Ennfremur sje leitað til- boða í vjelar í þessa báta í Sví- þjóð ' og þær fluttar heim strax að stríðinu loknu. Ef þetta tækist, munar litlu á þeim tíma, sem skipin eru starfhæf. í öðru lagi: Leitað sje til- boða um efni og vjelar í Sví- þjóð í fiskiskip, sem smíðuð yrðu hjer heima, strax og efn- ið fæst innflutt. En með því, eins og heyrst hefir, að íslenska ríkið |gri að styrkja skipabyggingar í Sví- þjóð, er markvisst stefnt að því að leggja íslenskan skipaiðnað í rústir, og þá atvinnumögu- leika, sem á honum byggist. Bjarni Einarsson. I' BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.