Morgunblaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.01.1944, Blaðsíða 11
Sunnudagur 23. janúar 1944 MOE.GUNBL AÐIÐ 11 Jeg hefi vitað menn deyja úr hjartaslagi, sem höfðu miklu sterkara hjarta en maður yð- ar. Og jeg hefi líka vitað veik hjörtu, sem voru eins og gamlir bílskrjóðar, endast ár- um saman, ef rjett og vel er með þau farið. Einasta læknis- ráð mitt er varkárni. Góð um- önnun og næði. Hægindastóll á skipi, þar sem drykkjustof- unni er lokað kl. 9. Verið þjer sælar, frú Russell. Þetta var mikill heiður — Þegar Helen var orðin ein, staðnæmdist hún fyrir framan arininn, niðursokkin í hugsan- ir sínar og starði á lítið, brons- að Búddalíkneski úr trje. Asnalega heimskuleg þessi hótel, hugsaði hún. Þau eru altaf að burðast við að vera kínversk í útliti. En hugsanir hennar voru í órafjarlægð frá Búddalíkneskinu, sem horfði ópersónulega á hana. „Það er útilokað", sagði hún upphátt og gekk frá arninum út að glugganum. Ef nautna- lyf gátu gert út af við hjarta Bobbie, þá var hún síðasta manneskjan til að halda hon- um frá þeim. Hún stóð um stund við gluggann og horfði niður á strætið, sem úr þess- ari miklu hæð sýndist aðeins mjó ræma, þar sem um fór endalaus röð bifreiða, manna og ljettikerra. Hún helti í annað glas af vodka og drakk það hægt, eftir að hafa litið á ljósið í gegnum það; síðan gekk hún rakleitt inn í her- bergi manns síns. Hann lá í rúminu og virtist sofa. Hún settist við hliðina á því og horfði á hann. Það var tekið að rökkva, svo að hún kveikti á náttborðslampanum; hann var bjánalegur, eins og margt annað á Shanghai- hótelinu, feltur úr bleiku silki. Hún sá nú, að augu Bobbie voru ekki alveg lokuð, heldur horfði hann á hana undan hálfluktum augnalokunum. Hann var fölur eftir aðsvifið, og freknurnar voru áberandi á laglegu en slapandi andliti hans. „Þykistu sofa?“ spurði hún og tók í öxlina á honurrt og hristi hann til. Hann fór að hlæja, án þess að opna augun óg lagði handleggina utan um hana. „Lofaðu mjer að horfa á þig“, sagði hann letilega. „Það er eins og geislabaugur kring- um höfuðið á þjer, eins og á Mariumynd“. Hann talaði hægt og með erfiðismunum, eins og æfinlega eftir aðsvifin. „Vaknaðu, aulabárður“, sagði Helen ekki óvingjarnlega. „Vaknaðu, drykkjurútur og hertu þig upp“. Hún reyndi að losa sig af honum, en hann hjelt henni af óvæntu afli. „Farðu ekki, jeg er að jafna mig“, hvíslaði hann og gekk svo langt að opna augun. Hann andvarpaði djúpt og teygði úr sjer. „Ó, Helen“, sagði hann. „Helen —“. Mjer þætti gaman að vita, ihvort jeg gæti kyrkt hann, hugsaði Helen, en hjelt áfram að brosa framan í hann. Nei, hugsaði hún, jeg gæti það ekki. Bobbie slepti henni, settist upp, hnepti skyrtuna sína og strauk hárjð frá enninu. „Fyrirgefðu“, sagði hann kurteislega. Hann leit alt í einu út fyrir að vera glaðvak- andi og með sjálfum sjer. „Mjer þykir leitt, að jeg skyldi missa stjórn á mjer. Það skal ekki koma fyrir aftur, Helen, jeg lofa þjer því“. v. Hún horfði á hann meðan hann stóð upp og klæddi sig í hvíta jakkann fyrir framan spegilinn. Hann lagfærði vasa- klútinn í vasanum og kom til hennar. „Þessi staður er mjer ekki hollur“, sagði hann. „Betri menn en jeg — eins og Shakes- peare sagði, eða var það Byron?“ Helen svaraði ekki, og hann hjelt áfram að gera að gamni sínu. „Jeg hefi jetið yfir mig af sætindum og fengið í mag- ann, það er alt og sumt. Við skulum hypja okkur hjeðan hið fyrsta“. Hann settist við hlið Helen á rúmið og hjelt áfram með aukinni ákefð. „Helen, við skulum fara hjeðan. Hvað er- um við að gera í þessu leiðinda bæli? Ef við dveljum hjer lengur, tek jeg ekki einungis inn eitur, heldur verðum við líka bæði skotin! Við skulum fara sem fyrst“. „Það er ekki mjer að kenna, að við erum hjer ennþá“, svar- aði Helen, þótt hún vissi, að hún væri að skrökva. „Hvenær viltu fara og hvert? Það ganga engar lestir núna. Það er eng- in leið að komast til Peking“ „Fari Peking norður og nið- ur. Það er hægt að komast burtu sjóleiðis. Við getum t. d. , farið til Hong Kong. Það er . þrifaleg og sómasamleg bresk jborg. Bresk — ekki óþverra- bæli eins og Shanghai". | „Jeg skail biðja, Potter að grenslast fyrir um skipaferð- {ir“, sagði Helen. Þetta var ,ljóta öngþveitið. Hvað átti hún Jað gera til Hong Kong, bund- in þessari mannleysu? Og Frank sofandi hjá amerísku stelpunni. Jeg vona, að hún | verði fyrir sprengikúlu, ósk- aði hún af öllu hjartai Alt í 'einu lagði Bobbie höfuðið í . keltu hennar. , „Helen“, sagði hann. „Hel- en, hjálpaðu mjer“. Hún horfði á hann án minstu meðaumkunar. Hún hafði aðeins meðaumkun með sjálfri sjer. „Hvernig get jeg hjálpað þjer?“ spurði hún kuldalega. „Til hvers giftistu mjer?“ spurði hann og grúfði sig enn meira niður. Hún hjelt niðri í sjer andanum af fyrirlitningu. „Þú ert þó aldrei að grenja?“ sagði hún. Bobbie svaraði engu. Andar- dráttur hans var slitróttur. Hún ýtti honum frá sjer og stóð upp. „Jeg er svöng“, sagði hún og gekk að speglinum. „Það er kominn tími til að hafa fata- skifti. Hún fór út úr herberg- inu án þess að virða mann sinn viðlits. Hún mætti Potter í dyrunum. „Potter“, sagði hún án þess að nema staðar, „fáðu áætlun yfir skipaferðir til Hong Kong og Singapore. Breskt skip, ef mögulegt er, og ekki fyrir laugardag“. „Jeg skal tafarlaust gera það“, sagði Potter og ljetti sýnilega. Aður en Helen var komin inn í herbergi sitt, heyrði hún hann taka upp heyrnartólið. XIII. Eftir að dr. Hain yfirgaf íburðarmikla íbúð Russells hjónanna, hjelt hann beint til herbergis Kurts, ef kompa sú verðskulðaði að kallast her- bergi. Það var smákytra á tí- undu hæð, sem upphaflega átti að vera língeyrftsla, en reynd- ist of lítil til þess. Kurt gat að- eins opnað dyrnar með því að sitja á rúminu. Herbergið var einnig gluggalaust, en á því var þó Ioftop eins og á skips- klefum. En Kurt spilaði alla nóttina á drykkjustofunni og svaf allan daginn, svo að hann hafði í rauninni ekkert við glugga að gera, að hann sjálf- ur sagði. Það var engin lyfta frá her- bergi Kurts að drykkjustof- unni, svo að hann varð að klöngrast upp á átjándu hæð eftir þröngum stiga, sem var merktur rauðum ljósum, þar eð hann var brunastigi. Þar sem Kurt átti engin leyndar- mál og engar eigur, kom dr. Hain að herbergi hans ólæstu, enda var ekkert skráargat á því. En herbergið var mann- laust. „Hvar er hr. Kurt?“ spurði hann kínverskan pilt, sem kom eftir ganginum. „Hann fara upp“, var svar- ið, og til frekari áherslu benti hann upp á við með mjóum ■v m Sagan af töfrabandinu bláa Æfintýr eftir P. Chr. Aasbjörnsen. 11. ar konungur heyrði það, áminti hann hirðina um að hlæja ekki að bjarndýrinu. En þegar leið á kvöldið, kom þerna konungsins inn og gat ekki að sjer gert að fara að flissa, og þá gaf björninn henni slíkt högg, að hún hentist út í horn og fjell í öngvit. Þá fóru allir að kveina, en skip- stjórinn þó mest. „O, svei“, sagði konungur. „Hvað mun- ar mig um það, þó ein þerna falli í svíma, það kemur mjer við og ekki ykkur“. Það var liðið langt á nótt, þegar björninn hætti að leika listir sínar. „Ætli það sje rjett, að þú farir út með dýrið svona seint“, sagði konungurinn. „Þið getið fengið að vera hjer í nótt“. „Kannske hann geti fengið að liggja bak við ofnin?“ spurði skipstjórinn. „Nei, hann skal fá dýnur og dúnsængur og feikn af koddum, til að leggja á“, sagði konungur, og náði í fyrnin öll af slíku. Skipstjórinn fjekk herbergi fyrir sig við hlið- ina á því, sem björninn svaf í. Um hánóttina kom konungur með ljósker og stóra lyklakippu og tók í festina, sem björninn hafði um háls- inn og teymdi hann með sjer. Hann fór með hann eftir ótal löngum göngum, gegnum sali mikla og upp og niður ótal þrep, og að lokum komu þeir á bryggju eina, sem lá langt fram í sjóinn. Þar tók konungur til að ýta á staura og stokka, dró einn upp og annan niðul,,, og að lokum kom upp lítið hús, þar hafði hann dóttur sína geymda, því honum þótti svo vænt um hana, að hann hafði falið haná, svo enginn gæti fundið hana. Hann skildi björninrt eftir fyrir utan dyrnar, meðan hann fór inn til þess að segja dóttur sinni, hve gaman væri að horfa á hann leiká listir sínar. Hún sagðist vera hrædd og þora ekki að horfa á bjarndýrið. En konungur sagði, að ekkert væri að ótt- ast, ef hún bara gætti þess að hlægja ekki að dýrinu. Svo teymdi hann björninn inn og hann ljek allskonar listir. En alt í einu fór þernan konungsdóttur að hlægja, og fjekk hún vel útilátið högg', en konungsdóttir kveinaði og bar sig illa. „O, svei“, sagði konungur. „Hvað gerir til þó ein þerna falli í óvit. Jeg skal láta þig fá aðra jafngóða aftur, ef þessi nær sjer ekki. En nú er best að jeg skilji björninn eftir hjer, því jeg kæri mig ekki um að vera að dragnast með hann um alla höllina um hánótt“. vlílnxy Margrjet hristi höfuðið og var döpur í bragði. „Nei, Tumi, jeg get aldrei orðið þín. Mjer þykir það leitt“. Hann tók hryggbrotinu með karlmannlegri ró. „Jæja“, svaraði hann. „En hvað um allar gjafirnar frá mjer?“ „Auðvitað læt jeg þig hafa þær allar aftur“, svaraði hún með ákefð. „Já, jeg veit, að þú munt gera það“, hrópaði hann æst- ur. „En hver endurgreiðir alla vindlana, sem jeg hefi gefið föður þínum, og krónupening- ana og sælgætið, sem jeg gaf litla bróður þínum?“ Ungur maður: „Herra for- stjóri, dóttir yðar hefir lofað að verða konan mín“. Forstjórinn: „Þjer getið sjálf um yður um kent— gátuð þjer við öðru búist, þar sem þjer hangið hjer öll kvöld fram á nætur?“ ★ Bina: „Hvernig fór mamma þín að komast að því, að þú þvoðir þjer ekki?“ Stína: „Jeg gleymdi að bleyta sápuna“. ★ „Afi, hafðirðu eitt sinn hár alveg eins og snjór er?“ „Já, drengur minn“: „Heyrðu, afi, hver mokaði því burt?“ ★ „En ástin mín, hversvegna ertu að gráta, fyrst hlustar- verkurinn er betri núna?“ „Jeg er hrædd um, að hann verði alveg farinn, þegar pabbi kemur heim. Hann hefir aldrei sjeð mig með hlustar- verk“. ★ Þjónninn: „Viljið þjer fá eitt glas af bjór í viðbót?“ Húsbóndinn (við konu sína): „A jeg að fá eitt glas í viðbót, Helena?“ Eiginkonan (við móður sína): „A hann að fá annað glas, mamma?" * Billi litli: „Stóra systir mín er búin að fara til tveggja lækna“. Lalli litli: „En stóra systir mín er búin að fara til tveggja lögfræðinga“. Billi: „Systir mín fór til þess að láta skera sig upp“. Lalli: „Systir mín fór til þess að fá skilnað“. ★ „Astin mín“, sagði hún, „þeg ar við erum gift færðu konu í húsið, sem veit hvernig á að búa til matinn“. ,,Er það?“ svaraði hann. „Það eru góðar frjettir. Ekki hafði jeg hugmynd um, að þú værir svona góð að matbúa“. „Jeg er það heldur ekki, en þegar við erum gift ætlar' mamma að eiga heima hjá okkur“. ★ , . „Þjónn, hafið þjer gleymt mjer?“ Þjónninn: „Ó nei, herra, þjer eruð maðurinn með kæst kálfshöfuð“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.