Morgunblaðið - 25.01.1944, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.01.1944, Qupperneq 1
31. árgangur. 17. tbl. — Þriðjudagur 25. janúar 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. ub A iAm vm mm [nyir bardagar byrjaðir enn London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. EKKI virðast Þjóðverjar enn hafa hafið árásir á her bandamanna, sem gekk á land íyrir suðvestan Róm, og hefir haldið áfram inn í landið, og herma síðustu fregnir, að hann sje nú tæpa 35 km frá borginni sjálfri, það er að segja framsveit- irnar. Alitið er að herinn sje urn 50,000 manns og strevma að honum hergögn og aðr- ar birgðir í sífellu. — Tveir bæir hafa verið teknir, hláfn arbærinn Nettuno og annar til eigi allfjarri. Maitland- Wilson, yfirmaður herja bandamanna við Miðjarðar- haf sagði í dag, að næstu dagar kynnu að verða mjög sögulegir. Stórskotaliðssveitir inn- rásarhersins eru nú í skot- færi við hinn fornfræga veg, sem liggur suður frá Róm, Via Appia, og mun hann vera eitt af markmið- um bandamanna í sókninni. Þorpin tvö, sem landgöngu- liðið hefir tekið við ströndina, eru frægir baðstaðir og hafa þar tjðum dvalið umræddir menn var Mussolini þar óft- lega, og einnig í fornöld keis- afarnir- Nero og Caligula. — Ekki hafði þýska strandvarn- arliðið neinn tíma til þess að eyðileggja neitt í bæjum þess- um og fjellu þeir óskaddaðir bandamönnum í hendur. Lóftárásir. Pjóðverjar hafa gert nokkr- ^r flugvjelaárásir á skip bandamanna, en þær hafa ver- ið fremur smávægilegar. Þýsk ar fregnir herma, að flugvjel- mum hafi tekist að koma sprengjum á beitiskip og sökkva tundurspilli, en oftast hefir orustuflugvjelum banda- manna tekist að hrekja hinar þýsku flugvjelar á brott frá skotmörkum þeirra. Þannig sneru þær við eða skutu nið- ur þýskar sprengjuflugvjelar, sem þær hittu á leið til land- ~~gönghsyæðisins snemma í dag. Frjettaritarar segja, að nokkurra vonbrigða gæti í liði bandamanna yfir því, hvað mótspyrnan hafi verið lítil, því fléstir þeirra höfðu búist þarna við annari Salerno-orustu, en sjálfir segja frjettaritarar, að hún kunni enn að koma, þótt aðstaða bandamanna sje þarna miklu betri að öllu leyti en við Salerno forðum, Framtíðarfarailski Flugvjelin, scm sjest á mynd þessari, er álitin verða notuð mjög mikið í framtíðinni, jafnvel svo að h.ún komi í bifreiða- stað. Er vjel þessi eins og sjá má, vængjalaus og getur svifið beint upp og beint niður, þannig að hún getur lent hvar sem er nokkurnveginn sljettur blettur. Einnig getur hún flogið miklu .lengur í lítilli hæð, en venjulegar flugvjelar, en cr ekki hrað- fleyg. Þessa flugvjel hefir ameríski flugvjclasmiðurinn Sikorski teiknað. Rússar taka tvær borgir sunnan Leningrad London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. STALIN GAFT ÚT dagskipan í dag, þar sem tilkynt var, að herir Rússa á Leningradsvæðinu hefði tekið tvær borgir, Pushin, sem.áður hjet Tsarskoie Selo og Pavlovsk sem áður nefndist Slutsk, og ennfremur 40 bæi og þorp á sóknarsvæðinu sunnan Leningrad. Bærinn Pushin eða Tsar- skoie Selo var áður sumar- setur Rússakeisara, og eru þar miklar hallir, sem þær Rússadrotningarnar Elísa- bet og Katrín mikla ljetu reisa. Þangað var fvrsta járnbraut Rússlands lögð áriS 1837 frá Pjetursborg (nú Leningrad) og hallir þessar voru fyrstu bygging- ar í Evrópu, sem raflýstar voru, en það var gert árið 1887. I Pavlovsk er einnig höll mikil, er Katiýn mikla ljet reisa syni sínum. Rúss- ar höfðu fyrir styrjöldina Framh, á 8. síðu. Fólk fiutí É borg- um Búigaríu ÞÝSKA frjettastofan segir þá fregn í dag, að brottflutn- ingi íbúanna úr Sofia, höfuð- borg Búlgaríu, sje nú að mestu lokið, og verið sje nú einnig að flytja mikinn hluta íbúanna úr öðrum stærri borgum lands- ins, þar á meðal hafnarborg- inni Warna við Svartahafið. — Stöðugt situr búlgarska stjprn in á fundum, og ber alt með sjer, að búist er við tíðindum Hörð gagnáhlaup Þjóðverja gegn fimta hernum sunnar London í gærkvöldi. — Einkaskcyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. Meðan engir bardagar eru þar sem innrásarher Banda- manna gekk á land fyrir suðvestan Róm, eru orustur í al- gleymingi á vígstöðvum fimta hersins við árnar Guarigliano og Rapido um 120 km. sunnar eti landgangan var gerð. Hafa Þjóðverjar hafið grimmilegusfu áhlaup, er þeir hafa hokkru sinni gert á þessum vígstöðvum og Bandamenn orðið að hörfa á nokkrujn stöðum, þótt víðast hvar hafi þeir haldið stöðv- um sínum Bandaríkin neifa að við- urkenna Boii- víusfjórn Washington í gærkveldi. Það var tilkynnt hjer í kvöld opinberlega, að Banda- ríkjastjórn neitaði að viður- kenna hina nýju stjórn í Boli- víu, sem komst til valda þar með bvltingu fyrir skömmu síðan. Segir t yfirlýsingu Bandaríkjastjórnar, að hún hafi orðið vör við fjandsam- lega hópa, sem hafi .í hyggju, að trufla varnir Ameríku gegn Möndulveldunum, og muni þeir standa að hinni nýju Bolivíustjórn, er völdin hafi tekið með byltingu, vera af fyrnefndum hópum manna. Þá segir, að Bandaríkjastjórn Viti það, að hinar frelsiselsk- andi þjóðir Vestúrheims munu skilja þessa afstöðu Banda- ríkjastjórnar, — einnig íbúar Bolivíu. — Reuter. Englandsbanka- sijóri kæitulega veikur London í gærkv. Montague Norman, aðal- bankastjóri Englandsbanka síð an 1920 er hættulega veikur. Hefir hann verið rúmfastur nokkuð lengi, en versnaði skyndilega í dag, er hann er talinn í lifshætt'u. —Reuter. Við Rapido-ána voru áhlaup Þjóðverja einna hörðust, og urðu Bandaríkjamenn, sem komnir vo#ú norður yfir ána, að hörfa yfir hana aftur, eftir grimmilega orustu. Gekk ein sveit þeirra sjerstaklega vel fram, þar sem hún varði und- anhald meginsveitanna yfir ána, með byssustingjunum ein- um að vopni, því sveit þessi var orðin skotfæralaus. Milli Minturno og Castel Forte hafa breskar hersveitir átt í stöðugum orustum og hafa ýmsar stöðvar ýmist verið á valdi Breta eða Þjóðverja í dag, en oft hefir verið barist í návígi. Ýmsum fregnriturum þykir einkennilegt, að Þjóðverjar skuli leggja sig svo mjög fram þarna nú, er hættan vex að baki þeirra, en könnunarflug- menn segja þó, að mikil um- ferð allskonar farartækja sje Jum veginn norður á bóginn frá vígstöðvunum, og fari bif- reiðalestirnar yfirleitt í norð- urátt. — Á vígstöðvum átt- unda hersins hefir alt verið kyrt sem fyrr. Bardagarnir á vígslóðum fimta hersins hafa verið afar mannskæðir, og er talið, að Þjóðverjar tefli nú fram um 9 herfylkjum á þessum slóðum. Áhlaup sín gera þeir með skriðdrekum, fótgönguliði og stórskotaliði, og jafnvel steypi flugvjelar hafa sjest. r Oveður í Danmörku DANSKA útvarpið sagði í gær, að ógurlegt vestanveður hefði gejgað yfir Danmörku úndanfarna daga, og verið ! vcrst á vesturströndinni. Allir Esbjergbátar voru á sjó, er veðrið brast á, en eru nú flest- jir komnir í höfn, en ekki er talin ástæða til þess að óttast um þá, sem enn eru á sjó, enda hefir þegar náðst samhand við þá um talstöðvar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.