Morgunblaðið - 25.01.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.01.1944, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 25. janúar 1944 MORGUNBLAÐIÐ 11 írr»£ VÍCKI MUlfí vísifingri. Dr. Hain, sem vissi ekkert um brunastigann, fór alla leið niður til að komast í lyftuna. Hann gekk framhjá áfgreiðsluborðinu, leit ósjálf- , rátt og án þess að viðurkenna J fyrir sjálfum sjer á tóman' brjefakassa sinn. Síðan fór hann inn í lyftuna og í þenni upp í drykkjustofuna. Hann heyrði, þegar hann kom inn í fremra herbergið, j að verið var að leika á píanó- ið, og brosti ósjálfrátt, þegar! hann heyrði; að það var són- ata í C-dúr eftir Beethoven. Hann' gekk hljóðlega inn. Drykkjustofan var mann- laus, þar eð þetta var snemma dags, og tómleikinn gerði að verkum, að stofan sýndist miklu stærri. Það var ekki orð- j ið fyllilega bjart af degi, en j gluggatjöld drykkjustofunnar! Voru svo þykk, að enga birtu lagði inn um þau. Það var eins i og blindur maður væri að spila) þarna í myrkrinu. Það var j lækninum meðfætt að trufla | aldrei hljómlist, svo að hann, þreifaði uppi einn hinna silki- j kjæddu legubekkja meðfram veggnum og sat þar þolinmóð- ur lagið á enda. I fjarska heyrðist flaut bifreiða, hemla- brak og annar niður stórborg- arinnar átján hæðum fyrir neðan. Kurt studdi lengi á síðustu nótuna, síðan heyrði læknir- inn, sjer til mikillar undrun- ar, að einhver klappaði. Um léið 'kveikti Kurt á píanó- lampanum, sem lýsti upp hljóðfærið og næsta nágrenni 'þess. Hann sá þá, að ung stúlka sat við hlið Kurts á píanóstólnum. Aður en hann hafði tóm til að verða vand- ræðalegur yfir að trufla þau, sagði Kurt: „Þetta er Ruth, læknir. Hún er ein hinna kín- versku munaðarleysingja, sem lifa á að stæla feneyskar blúndur“. Ruth var dálítið vandræða- leg, en sagði og hló: „Hvað er það, sem þessum manni getur ekki dottið í hug að segja?“ „Dr. Hain er sjerfræðingur í að krukka í kirtla“, hjelt Kurt áfram kynningarstarf- semi sinni. „Hann er nýbúinn að geya enskan sjóliðsforingja úi- bavíanapa. Hann lifir fyrir kirtla11. „Þykir yður gaman að hljómlist?11 spurði læknirinn . til að segja eitthvað. „Jeg elska hana“, sagði Ruth með ákafa, „Jeg gæti setið hjer og hlustað í alla nótt“. „Hún heldur að Stravinsky sje nafn á eyðimörk og Beet- hoven sje hljómsveitarstjórí við Metropolitan í New York“, sagði Kurt á þýsku. Ruth horfði á varir hans, eins og hún hjeldi, að það myndi hjálpa henni til að skilja hina framandi tungu. „Ungfrú Anderson sýnir mjer mikinn heiður11, hjelt Kurt áfram á ensku. „Hún er stúlkan, sem Frank Taylor ætlár að kvæn- ast á lapgardagipn, og við höf- urn - svo lengi hlakkað til að sjá“. Læknirinn hneigði sig, er hann heyrði þetta, og tók í hönd Ruth. „Jeg átti að hitta Frank í þakgarðinum11, sagði hún, „en það er enginn þakgarður. Þá heyrði jeg Kurt vera að leika á píanóið og læddist inn“. Læknirinn gekk að dyrun- um sem lágu frá drykkjustof- unni, út á þakið. „Enginn þak- garður?“ sagði hann undrandi, þegar hann sá, að hið mikla garðsvæði var tómt, borðin, sól hlífarnir og blómapottarnir voru horfin. „Vegna loftárásarhættu11, sagði Kurt. „Enginn þakgarður fyrst um sinn“. „Þá er drykkjustofan engu síður í hættu11, sagði dr. Hain og hopaði ósjálfrátt, eins og menn gera þegar eldingu bregð ur fyrir glugga. „Það gerir ekkert til, eða hvað finst þjer, Ruth?“ spurði Kurt og brosti við stúlkunni. „Jeg er ekkert hrædd“, svar- aði Ruth. „Nei, við erum hvergi smeyk11, endurtók Kurt. „Við skríðum undir píanóið, þegar það byrjar. Það er sprengju- helt“. Hann hagræddi sjer í sæt inu og byrjaði á síðasta kafla sónötunnar. Ruth sat enn við hlið hans og hlustaði. Dr. Hain settist aftur við vegginn og gaf sig hljómlistinni á vald. Það var langt síðan hann hafði heyrt Kurt spila. Það var mesta furða að piltur- inn skyldi ekki vera búinn að týna Beethoven niður. Hann spilaði fallega, ljett en þó með tilfinningu; leikur hans var hvorki veikur nje yfirdrifirin af tilfinninganæmi, heldur hafði hann styrk og áherslu til að bera. Hvílíkur píanóleikari hefði hann ekki getað orðið! hugsaði Hain dapur. Mestur allra þýskra píanóleikara, hefði hann fengið að ná fullum þroska. Dr. Hain fanst skuggi Max Lilien líða sem vofa gagn um drykkjustofu Shanghai hó- telsins; honum fanst opnar dyrnax vísa út í garðinn á gamla heimilinu í Grunewald; Irine Roland, Beethoven, síð- asta sónatan ....... „Þjer eruð heldur ekkert hræddur, læknir“7 sagði Ruth að laginu loknu. „Barnið gott“, sagði hann, „maður gétur komist á það stig á lífsleiðinni, að hætta að ótt- ast nokkurn hlut“. Kurt leit rannsakandi á hann Öll ár hinnar sameiginlegu út- legðar þeirra, hafði læknirinn aldrei minst einu orði á for- tíðina. „Hvernig lifir eiginlega gamli þýski læknirinn11, hafði Kurt iðulega verið spurður. „Hann bíður eftir brjefum sem aldrei koma“, hafði Kurt svar- að. „Væri ekki betra fyrir yður að bíða unnusta yðar einhvers staðar annars staðar, t. d. í and- dyrinu? Á jeg að fylgja yður niður?11 spurði dr. Hain og gekk að hljóðfærinu. Ruth hristi höfuðið. „Jeg er búin að fá mig fullsádda á anddyrinu. Ef jeg aðeins vissi, hvar hann er piðurkominn! Það er ekki hægt að síma. Jeg fór á skrifstofuna hans, en hann var ekki við. Svo er líka feita franska frúin í anddyrinu, og hún er að tala um að selja mig forríkum kínverskum banka- stjóra.. Jeg kann miklu betur við mig hjei’na uppi“. „Ruth er fædd hetja11, sagði Kurth. „Fyrst er hún hjúkrun- arkona á spítala, síðan kemst hún í hann krappan sem þerna í flugvjel og loks ferðast hún upp á eigin spýtur alla leið til Shanghai til að taka þátt styrjöldinni. Enn fremur er hún ekkert smeyk við að sitja í myrkri hjá úrhraki eins og mjer!“ Læknirinn hlustaði órór á glens unga mannsins. Annað- hvort er hann ákaflega óham-' ingjusamur eða undir áhrifum ópíums, hugsaði hann. „Hjúkrunarkona?11 sagði hann við Ruth, „þá erum við næstum stjettarsystkin. Viljið þjer hjálpa til, ef komið verður á sjálfboða hjálparstarfsemi?11 „Auðvitað11, svaraði Ruth í sama tón og hún segði: Hví spyrjið þjer? . Alt í einu kviknaði á öllum ljósum drykkjustofunnar. Kurt sló á falska nótu og stóð upp. „Afsakaðu, ungfrú Anderson11, sagði hann og hneigði sig alt- of djúpt. „Jeg má til með að fara. Jeg þarf að fara í ein- kennisbúninginn minn11. Hún horfði undrandi á eftir hbnum til dyranna. „Er hann reiður?11 spurði hún lækninn. Hann hristi höfuðið. Skenkjar- inn kom ina og byrjaði að raða glösum sínum og flöskum. Á hæla honum kom Eugen yfir- þjónninn með hátíðlegu göngu- lagi yfir spegilgljáð gólfið. Hann leit áhyggjufullur á dyrnar út að þakgarðinum, lok- aði þeim síðan. „Við höfum lík- lega ekki mikið að gera í kvöld“, sagði hann við skenkj- Sagan af töfrabandinu bláa Æfintýr eftir P. Chr. Aasbjörnsen. 12. „Nei, ef þú ferð, þá þori jeg elíki að vera hjer eftir“, sagði konun'gsdóttir. En björninn hnipraði sig saman og lagðist fyrir framan ofninn, og konungsdóttir fór að hátta, en ljet loga ljós. En þegar konungur var fyrir alllögnu farinn, og alt var orðið hljótt, kom ísbjörninn að rúmi konungsdóttur og bað hana að leysa af sjer hökubandið. Hún varð fyrst dauðskelkuð, en þreifaði samt eftir bandinu, og ekki hafði hún fyr leist hnútana, en piltur svifti af sjer bjarnar- höfðinu. Þá þekti hún hann og varð svo glöð, að hún rjeði sjer ekki. Hún vildi segja það á stundinni, að hann hefði frelsað sig úr öllum vanda. En það vildi hann ekki. „Jeg skal bjarga þjer einu sinni enn úr miklum vanda“, sagði hann. Þegar þau heyrðu að konungurinn fór að bisa við stokka og staura uppi á bryggjunni, fór piltur í bjarnarhaminn og lagðist bak við ofninn. „Jæja“, sagði konungur, „hefir hann legið kyrr?“ „Já, biddu fyrir þjer“, sagði konungsdóttir. „Hann hef- ir ekki einu sinni/lyft hramminum11. Uppi í höllinni tók skipstjórinn aftur á móti birnin- um. En síðan fór piltur til klæðskera eins og ljet hann sauma á sig skartklæði, sem hæfðu konungssyni, og þeg- ar piltur var kominn í þau, fór hann í höllina til kon- ungsins og kvaðst hafa hug á að leita dóttur hans. „Það vilja nú margir gera það“, sagði konungur, „en þeir hafa nú mist lífið allir, blessanirnar, því sá sem ekki getur fundið hana á einum sólarhring, hann hefir fyrirgert lífi sínu“. Piltur sagði að sjer væri nú sama um það, hann vildi leita, og fyndi hann konungsdóttir ekki, þá væri það hans eigið einkamál. En í höllinni var þá halcjinn dansleikur og piltur fór að -dansa, því þar voru margar fallegar stúlkur. Eftir tólf tíma kom konungur til piltsins og sagði við hann: „Ósköp kenni jeg í brjósti um þig, þú ert svo ónýtur að leita, að þú missir áreiðanlega lífið“. „O, svei, ekki er nú hættan mikil, meðan nokkuð er eftir af líftórunni í mjer, við höfum nógan tíma“, sagði piltur og dansaði þar til ekki var eftir nema sem svaraði klukkustund, þá lagði hann af stað til þess að leita. „O, þetta þýðir ekkert11, sagði konungur, „nú er tím- inn búinn“. Þegar dyravörðurinn í næt- urklúbb hljóp niður til þess að opna dyrnar, varð honum fótaskortur og valt niður stig- ann. „Fyrir alla muni farðu gæti- lega“, sagði eftirlitsmaður klúbbsins, sem bar að í þessu, „þeir halda ef til vill, að þú sjert einn af meðlimum klúbbs ins“." ★ „Veistu, hvað jeg hugsa um hjónabönd?11 „Ertu giftur?11 „Já“. „Já“. ★ Betlarinn: — Jeg hefi sjeð betri daga, frú. Frúin: — Það hefi jeg einn- ig, en það er ekki venja mín að ræða um veðrið við ókunn- uga menn. ★ Þjónninn: „Kaffi eða te? Gesturinn: Rjómalaust kaffi. , Þjónninn: „Þjer eigið við mjólkurlaust, við höfum aldrei rjóma í kaffið. í síðasta hefti tímaritsins ^,Tækni“, er sagt frá „minsta rafmagnsmótor heimsins11. Hann er smíðaður af F. L. Huguenin úrsmið í Vestur- Sviss. Stærð mótorsins er 4x4x4 mm eða lítið stærri en brennisteinn á eldspýtu. Mótorinn er bæði fyrir rak- og riðstraum og bygður með það fyrir augum að geta gengið lengi og óslitið ef svo ber undir. Mótoiinn sjálfur vegur 0,16 gr. og sam- anstendur af 48 hlutum. Tekn- iskar tölur hans — ef svo mætti að orði komast — eru: Spenna 1,5 volt, orka 0,005 watt, sr.ún- ingur pr. mín. ca. 2800. ★ „Hvernig stóð eiginlega á því, að þessi klukka yðar vann verðlaunin?11 „Hún gekk klukkutímann á 15 mínútum og sló met“. Tommi: „Var þetta stór brúðkaupsveisla, sem þú varst í í gærkvöldi?11 Toggi: „Ja, mjer tókst að kyssa brúðurina tvisvar án þess að nokkur tæki eftir því“. ★ Lögregluþjónninn: „Um leið og jeg sá yður beygja inn á götuna, sagði jeg við sjálfan mig: Fjörutíu og fimm að minsta kosti11. Daman^ í bílstjórasætinu: Hvernig dirfist þjer að segja slíkt? Það er bara þessi hatt- ur, sem gerir það, að ég lít út fyrir að vera svo gömul.11 ★ Lögregluþj ónninn: , ,Heyrðuð þjer ekki, þegar jeg kallaði til yðar og skipaði yður að stöóva bílinn? Bílstjórinn: „Jeg vissi -xki, að það voruð þjer. Jeg hjelt að það væri einhver, sem jeg hefði ekið yfir. ★ „En jeg veit ekki, hvað jeg á að gera,“ sagði frúin, sem ætlaði að fara að læra að aka bíl. „ímyndaðu þjer bara að það sje jeg, sem er við stýrið,11 svar aði eiginmaður hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.