Morgunblaðið - 27.01.1944, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.01.1944, Qupperneq 1
31. árgangur. 19. tbl. — Fimtudagur 27. janúar 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. IUótspyrna Þjóðverja harðnar við Róm Tólf bát- ar ókomnir að landi ' UM MIÐNÆTTI ínótt voru 12 bátar ekki komnir að landi nr róðri. Ekki voru bátar þéss- ir taldir í neinni hættu. Fjóra báta vantaði frá ísáfirði, þrjá frá Akranesi dg fimm frá Kefla vík og Sandgerði. Pólstjarnan, er lýst var eftir í útvarpinu í gær, kom heilu og höldnu til - hafnar í gær- kvöldi. Vjel m.b. Frosta mun hafa bilað og dró björgunar- ákútan Sæbjörg bátinn til Sandgerðis í gær. Arabar vilja siofna ríki Rómaborg sjeð úr lofti Þegar sóknarherirnir færast nær borginni eilífu, verður hún meira umræðuefni í heiminum en nokkru sinni fyrr. Myndin hjer að ofan er tekin úr lofti og sýnir nokkum hluta hinnar frægu borgar. Neðst sjest hluti af ánni Tiber og við hana til hægri kastalinn Engilsborg. ARABAFORINGJAR í Norð- urafríkulöndum Frakka, hafa látið þá skoðun í Ijósi, að eftir stríðið ættu Algier, Tunis og Marokkó að verða eitt sjálf- stætt ríki undir arabiskri stjórn, þar sem Arabar sjeu langfjölmennastir af íbúum þessara landa. Fregnir herma, að tnikil ánægja sje með þess- ar tillögur meðal Araba í löndum þessum. 10 ára drengur fær járnkrossinn. Þýska frjettastofan segir frá því. að tíu rra gamail þýskur drengur hafi nýlega fengið járn krossinn fyrir það, að biarga 30 ungura börnum úr brenn- andi barnaheimili. er sprengja haíði fallið á. Þykir þetta hið mesta hreystiverk. Sveik út stórfje á nöfn íslenskra togarafjelaga Rjettarhöld í Grimsby RJETTARHÖLD hafa farið fram nýlega í Grimsby í máli Alfreds Williams Evans, 34 ára skrifstofumanni hjá Sir Alec Black, sem hafði á sínum tíma mikil viðskifti við íslensk tog- arafjelög, en sem ljest í fyrra. Evans var ákærður fyrir að hafa svikið út stórfje, sennilega um 1000 sterlingspund (rúmlega 26,000 krónur). Fje þetta sveik hann út á nöfn íslenskra tog- arafjelaga, sem firma Sir Alec Black sá um greiðslu á í Grimsby. Blaðið „Evening Telegraph” í Grimsby segir frá rjettarhöld unum allítarlega. Þar segir, að Evans hafi verið skrifstofu- maður hjá Sir Alec frá 1930 þar til Sir Alec ljest, og síðan hjá eftirmönnum hans, þar til Evans gekk í herinn 1942. Meðal firma þeirra, sem blað ið segir, að hafi haft afgreiðslu hjá Sir Alee, eru nefnd ís- lensku togarafjelögin Alliance ög Max Pemberton. Það var sarpkomulag milli Sir Alec og togaraeigenda þeirra, er hann sá um skip fyrir, að hann greiddi skuldir þeirra og kröf- u#og greiddi sjer siðan sjálf- ur kostnað af sölu skipanna. Það var því venja, að senda reikninga á íslensku skipin til skrifstofu Sir Alec Black- Evans sá um deild þá á skrif stofunni, sem sá um skipaaf- greiðslu og þegar reikningar komu stílaðir á skipin fór hann Pramh. á bls. 10. Rússar neita mála- miðlun Banda- ríkja- nuinna■ London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgnnblaðsins frá Reuter. (’ORDELL IIULL, utanríkis ráðhérra Bandaríkjanna, til kyhnti í dag, að rússneska stjórnin hefði hafnað tilboði Bandaríkjastjórnar um að miðla málum í landamæradeilu Rússa og Pólverja. 1 orðsend- ingii Rússa er sagt, að málin væru ekki enn komin á l>au stig, að málamiðlan atmarra aðila væri gerleg. Ed en, ut a nrík ismálaráðherra Breta. gerði þessi mál að um- ræðuefni í neðri málstofunni, og tók fram, að afstaða Breta væri enn óbreytt í þess- um málum, að þreska stjórn- in myndi ekki viðurkenna hein þau landamæri Póllands, sem gerð yrðu, meðan stríðið stæði og raunar engar breyting ar á landamærum Póllands, eins og þau voru í ágúst 1939. -— aö minnsta kosti ekki án samþvkkis þeirra aðila, er þar ættu hhit að máli. — Reuter. Bandam.en.rL sækja jbó enn fram Sfórorusta við Cassino London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgu*- blaðsins frá Reuter. FREGNIR frá forvígi bandamanna fyrir suövestan Rómaborg herma, að mótspyrna Þjóðverja virðist harðn- andi, en ekki hefir þó enn komið til neinna stórbardaga. Verjast Þjóðverjar í smáflokkum í góðum varnarstöðv- um, en sumir fregnritarar segja, að þeir sjeu nú að senda mikið lið á vettvang og mun brátt koma til bardaga svo um muni. Herir bapdamanna hafa nú komið skriðdrekum yfir hinn svonefnda Mussoliniskurð, og auðveldar það alla aðstöðu þeirra. Smelona lálinn London: ANTONAS SME- TONA, fyrverandi forseti Lit- haugalands, ljest í Cleveland, Ohio þann 10. jan. s.l. Dauða lians bar þannig að höndum, að hann kafnaði í reyk, er hús bróður hans brann íil grunna. Smetona var 69 ára að aldri. Ilann fluttist vestur um haf í mars 1941, átta mán- uðum eftir að Rússar her- námu föðurland hans. Bolivíumenn eiga andstætt London í gærkv. ENN eitt Arneiúkuríki hefir neitað að viðurkenna hina nýu stjórn Boliviu. Er það Mexi- kó. Segjast Mexikómenn ekki getað viðurkent stjórn, er sett sje á laggirnar af öflum, sem fjandsamleg sjeu samheldni Ameríkuþjóða. —Reuter Á vígstöðvum fimta hers- ins eru stórorustur enn háðar, sjerstaklega þar sem Frakkar berjast, í nánd við Cassino. Er þar barist af mikilli grimd um hæðir nokkrar, og hafa Prakkar mist eina hæðina. — Aust- ar hafa breskar sveitir sótt nokkuð fram, og rekist á ramger virki Þjóðverja sem sum eru með nokkuð nýju og frumlegu sniði. Frá átt- unda hernum er ekkert að frjetta. Fyrir suðvestan Röm Fregnir, sem berast af hinu nýja bardagasvæði þar, • eru enn næsta ófull- komnar. Daglega eru loft- orustur háðar yfir strönd- inni, og segja Þjóðverjar að þeir hafi sökt tveim skipum út af Nettuno í dag. Banda- menn segja þýskar steypi- flugvjelar hafa sökt þarna spítalaskipi, en flestir menn hafi komist lífs af. — Orustuflugvjelar banda- manna eru stöðugt á sveimi yfir ströndinni, og er nú sagt, að forvígi banda- manna sjeu um 15 mílur á breidd. í dag var Clark hers höfðingi á þessum slóðum, og kvaðst ánægður með á- standið þar. Algiersbúar og Marokkó- menn Þær sveitir franskar, er eiga nú í mestum bardögum við Cassino, eru einkum Al- giersbúar og Marokkómenn. Eiga sveitir þessar erfitt um sókn, því Þjóðverjar hafa lagt óhemju af jarðsprengj- um í veg þeirra, og spryngi ein, hefja þeir þegar þegar skothríð á svæðið, þar sem sprengingin varð. Ogurleg- ur bardagi var um eina hæð sem fyrr getur, var barist í návígi, og lauk svo að Frakk ar voru hraktir af hæðinni Framh. á. bis. 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.