Morgunblaðið - 27.01.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.01.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 27. janúar 1944 íimM&Mtfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Uppsögn Dagsbrúnar STJÓRN verkamannafjelagsins Dagsbrún hefir sagt upp kaupsamningi sínum við atvinnurekendur frá 22. febrúar n.k. að telja. Svo sem kunnugt er, var uppsögnin ákveðin eftir að fram hafði farið allsherjaratkvæðagreiðsla innan fjelags- ins um það, hvort segja skyldi upp samningum eða ekki. Alls eru skráðir fjelagar í Dagsbrún 2980 verkamenn og höfðu þeir atkvæðisrjett. Með uppsögninni voru 1308, en 188 á móti; 20 seðlar voru auðir, en 6 ógildir. Þegar litið er á úrslit atkvæðagreiðslunnar og hún at- huguð í skjóli þess, sem á undan var gengið, er undravert hve þátttakan varð lítil. Fulltrúaráð Dagsbrúnar byrjaði með því, þegár það ákvað að láta atkvæðagreiðsluna fara fram, að hvetja verkamenn eindregið til, að segja upp samningum. Fyrir atkvæðagreiðsluna og meðan hún stóð yfir, var rekinn látlaus áróður af hálfu þess blaðs, sem næst stendur stjórn fjelagsins, fyrir uppsögninni. Svo langt gekk þessi einhliða áróður, að síðasta daginn, sem atkvæðagreiðslan fór fram, var því beinlínis lýst yfir, að þeir verkamenn sem heima sætu (þ. e. tækju ekki þátt í atkvæðagreiðslunni), yrðu taldir á móti uppsögninni. ★ Vafalaust er það ekki tilgangur vinnulöggjafarinnar, að slíkur einhliða áróður sje rekinn, þegar fram fer at- kvæðagreiðsla um jafn þýðingarmikið mál, sem hjer um ræðir. En sleppum því. Hitt hlýtur að vera alvarlegt í- hugunarefni fyrir stjórn Dagsbrúnar, að ekki skyldi helmingur fjelagsmanna fást til þess, að gjalda uppsögn- inni jákvæði, eftir það, sem fram hafði farið með vitund og vilja fjelagsstjórnarinnar, meðan atkvæðagreiðslan stóð yfir. Það er vitanlega engin afsökun, nema síður sje, sem einn af ráðamönnum Dagsbrúnar upplýsir í Þjóðviljanum í gær, að hundruð fjelagsmanna hafi ekki getað tekið þátt í atkvæðagreiðslunni, vegna fjarvistar úr bænum. Þetta sannar aðeins, að atkvæðagreiðslan hefir ekki farið fram með þeim hætti, sem vera bar. Að sjálfsögðu átti að haga atkvæðagreiðslunni þannig, að fjelagsmönnum væri al- ment gefinn kostur á þáttöku í henni, eins þeim, sem voru við störf utan bæjar. ★ En þessi atkvæðagreiðsla í Dagsbrún gefur einnig til- efni til íhugunar um annað atriði. Er það heppilegt fyrir- komulag, að slíkt fjelag sem Dagsbrún, sem er fjölmenn- asta verklýðsfjelagið á landinu, sje óskift heild? Væri ekki rjettara, að fjelagið starfaði í deildum, þar sem t. d. ein deildin væri fyrir þá verkamenn, er vinna við höfnina, ein fyrir byggingarverkamenn, ein fyrir þá verkamenn, sem vinna hjá bænum o. s. frv. Hugsum okk- ur til dæmis, að hafnarverkamenn vilji fá lagfæringar á samningi sínum, en aðrir uni við sín kjör, þá er það alt of viðurhlutamikið, að Dagsbrún þurfi að segja upp heildarsamningi, til þess að fá lagfæringar á einum hluta hans. A það má einnig benda, að margir menn eru skráðir fjelagar í Dagsbrún, sem alls ekki stunda verkamanna- vinnu að staðaldri, heldur aðeins lítinn hluta ársins. Er nokkurt vit í því, að þessir menn geti ráðið úrslitum um það, hvort verkfall skuli verða eða ekki? Með þessu er alls ekki sagt, að þessir menn hafi hjer ráðið úrslitum. En hitt er ljóst, að með fyrirkomulagi því, sem nú er á fjelaginu, getur þessi orðið niðurstaðan. Auðvitað er eðli- legast að þeir verkamenn — og þeir einir — sem eiga lífsafkomu sína í vinnunni við þá atvinnugrein, sem þeir starfa hjá, ráði í þessum málum. Stjórn Dagsbrúnar hefir ekki enn sett fram kröfur sínar við væntanlega samninga. Hún hefir alls engar til- lögur gert til atvinnurekenda. Er því ekki vitað, hvað fyrir henni hefir vakað, er hún hvatti verkamenn til þess að segja upp gildandi samningi. Þetta upplýsist væntan- lega bráðlega. Leiðrjetting varð- Morgunblaðinu hefir borist eftirfarandi frá pólska kon- súlatinu: í SAMBANDI við grein J. C. Johnstone í Morgunblaðinu í dag um „Curzon”- og „Riga”- línurnar vill konsúlatið taka fram eftirfarandi: Það er ranghermi, að pólski herinn hafi ráðist á Rússland að fyrra bragði árið 1920. Það voru Rússar sem rjeðust að Pól verjum til að hrifsa undir sig á ný þau pólsku hjeruð. er Þjóðverjar tóku af Rússum í Brest-Litovsk 3. mars 1920, og afhent voru sjálfstæðu Pól- landi af bandamönnum, er sigr uðu þýska keisaradæmið eftir að rússnesku kommúnistarnir höfðu samið friðinn í Brest- Litovsk, sem að ofan getur. Pólverjar hafa aldrei verið árásarþjóð en hafa um margra alda skeið átt í vök að verjast fyrir áleitni Rússa og Þjóð- verja sameiginlega og sitt í hvoru lagi.Þannig var það ekki í fyrsta skiftið nú í þessari styrjöld, sem pólski fáninn var reistur í fylkingarbroddi þeirra þjóða, er berjast gegn friðar- spillunum og einræðisherrun- um í Evrópu. ,,Curzon”-línan virðist vera sanngjörn eins og Johnstone segir, en að nánar athuguðu máli sjást þess glögg merki að hún hvorki er nje getur verið það. Trúarbragða sinna og lífs- skoðana vegna vilja þjóðbrotin og smá-kynflokkarnir, er Pól- vérjum lutu 1939, heldur vera þegnar kristins pólsks lýðveld- is, en annara þjóða á þessum slóðum. Þetta kom greinilega í ljós þau fáu ár, er sjálfstæði Póllands naut við og mun óefað koma enn greinilegar í ljós, er pólska lýðveldið verður end- urreist að sigri Pólverja og annara bandamanna loknum. Pólska konsúlatið í Reykjavík, v 26. janúar 1944. Athugasemd 1 tilefni af timmælum í Morgunblaðinu í gær um barnaheimili, vill Barnasum- ardvalarfjelag Oddfellowregl- unnar taka það fram, að það hefir staðið fyrir sumardvöl þarna í 25 ár, þar af fyrst í Borgarfirði um nokkur ár, en síðan að Silungapolli, eins og flestum bæjarbúum mun kunn ugt. Yoru fyrst 20 börn í.sum- ardvöl á Vegum fjelagsins, en síðustu sumur hafa þau verið 70—80 að Silungapolli. Verkföll í Bretlandi London í gærkveldi. VERKFOLL eru nú á ýms- um stöðum í Bretlandi, eink- um meðal námumanna, og eru orsakir flestra kaupdeilur. — Nýlega hafa 1700 námumenn snúið aftur til vinnu í börg' nokkurri, en í annari borg gerðu 400 manns verkfall í dag. —Reuter. \JihverfL áhripar: vjr clactlt inu ísland í erlendum blöðum. NÝLEGA HEFI jeg fengið all- mikið af úrklippum úr erlend- um blöðum. Virðist svo, sem á- hugi erlendra blaðamanna fyrir íslenskum málefdum sje að auk- ast á ný. En í úrklippum þoss- um kennir enn ýmsra grasa. Vill enn bregða við, að erlendir blaða menn misskilji ýmislegt, sem þeir vilja skýra fyrir lesendum sínum viðvíkjandi Islandi. Eink- um leitast þeir við að draga fram einhverja firruna um kulda í landinu sjálfu og óvináttu ís- lendinga í garð erlendra manna. Þeir B. L. Jacot blaðamaður og James Jarché Ijósmyndari, sem komu hingað í haust hafa skrifað ágætar greinar og birt margar fallegar ljósmyndir. Þó bregður við í greinum þessum, að þeir fjelagar hafa ekki feng- ið hjer þá leiðsögn, sem þeir hefðu átt að fá, eða ekki haft áhuga til að kynna sjer til hlýt- ar þau málefni, sem þeir skrifa um. T. d. rek jeg mig á þessa setn- ingu í grein hjá Jacot i Illu- strated; „ísand hafði lengi verið nýlenda Danmerkur, þegar Þjóð- vérjar gerðu innrás í Danmörku". • Mátvælafram- leiðsla Islendinga. SKRÍTNA GREIN hefi jeg rekið mig á í Lundúnablaðinu „Daily Sketch“, þar sem rætt er um matvælaframleiðslu Islend- inga. Segir blaðið, að stóraukn- ing á íslenskri matvælafram- leiðslu hafi verið ákveðin og muni sú aukning koma Bretum að góðu haldi eftir stríðið. „íslenska ríkisstjórnin“, segir umrætt blað, „er í sambandi við bresku stjórnina gegnum UNRRA og ráðgert hefir verið að auka verulega kjöt, fisk og þurmjólkurframleiðslu á Islandi. Til þess að þetta verði hægt þarf að fá tæknislega aðstoð frá Bret- um og Bandaríkjamönnum. Með þessari hjálp er ráðgert að hægt verði að auka matvælafram- leiðslu íslendinga um 150%. Þetta segir hið breska blað, em getur ekki um heimildir. • Hvað útlendingar segja hjer. ÞETTA var í stuttu máli það, sem sagt hefir verið um okkur á erlendum vettvangi undanfarið. Hjer heima eru enn margir út- lendingar. Sýnishorn af þeirra áliti á landi og þjóð má m. a. sjá í setuliðsblaðinu „Hvíti Fálk- inn“. Þar hafa verið lagðar spurningar fyrir nokkra ame- ríska hermenn, ameríska Rauða- kross-stúlkur og breskan flug- mann. Gæti verið, að mörgum þætti gaman að heyra álit þeirra. Spurningin, sem blaðamaður setuliðsblaðsins lagði fyrir, er á þessa leið; „Hvað hafði mest á- hrif á yður er þjer kpmuð fyrst til íslands?“ • „Fólkið og bygg- ingarnar“. „JEG var vissulega undrandi, er jeg sá Reykjavík“, segir ung- frú Tucker, sem starfar hjer fyrir Rauða krossinn. „Jeg bjóst við að koma til smá eyðilegs þorps en hjer er nýtísku, i^erri því amerísk borg.“ De Leon liðþjálfi svaraði: „Fólkið og byggingarnar voru mjer sannarlega undrunarefni. Jeg er enn ekki búinn að ná mjer að fullu, eftir að hafa sjeð jafn smekklega klætt kvenfólk og hjer. Byggingarnar eru einnig samkvæmt nýjum kröfum tím- ans. ♦ • Ljósadýrðin í Reykjavík og svöl sumur. BRESKI FLUGMAÐURINN, Arthur Bird frá Huddersfield, svaraði sömu spurningu á þessa leið: „Ljósadýrðin í Reykjavík hafði mest áhrif á mig. Jeg skal segja yður, að áður en jeg kom til ReykjáVík hafði jég ekki sjeð neitt nema myrkvaðar borgir næstliðin 3 ár.“ James Anderson, sem er ætt- aður frá Suðurríkjum Banda- ríkjanna og hánn svaraði: „Þar sem jeg er ættaður frá Suðurríkjunum, var það hið svala sumar, sem hafði mest á- hrif á mig. í stað sumars virtist mjer helst vera haUst og jeg beið og beið eftir að það hlýnaði í veðri“. • Verndun og með-. ferð fánans. FALLEGT er það og vafalaust áhrifamikið af Ungmennafjelög- um landsins er þau á fundum sínum gera ályktanir um íslenska fánann og heita á f jelaga sína að sýna fánanum virðingu. Jeg sá Um þetta frjett i blöðunum á dögunum. Nú hefir mjer dottið í hug, hvort ekki væri hægt að fá fleiri fjelög til að gera slíkt hið sama. Það eru mörg fjelög, sem hafa á stefnuskrá sinni, að vernda þjóðfánann og sýna hon- um tílhlýðilega virðingu. Eitt þeirra er skátafjelagskapurinn, sem hefir unnið mikið á í þessa átt. En því miður er sá fje- lagsskapur ekki til nógu fjöl- mennur til að hafa þau áhrif, sem þarf. Fleiri fjelög ættu að koma á eftir og gera samþyktir eins og ungmennasamböndin hafa gert. Það er langt síðan jeg stakk upp á því, að barnaskólabörnum væri kent að virða fána sinn og þar með þjóðerni. Jeg hefi hald- ið fyrirspurn um það, hvort nokk ur kennari hafi tekið þetta upp hjá sjer, en hingað til fengið nei- kvætt svar. Gæti það verið, að það þyrfti sjerstakt lagaboð frá Alþingi til að hrinda þessu siáif- sagða máli í framkvæmd o Nokkur brjef. ALTAF HÓPAST til mín brjefin og kann jeg brjefritur- um bestu þakkir fyrir tilskrif- in. Jeg er hræddur um, að sum- ir ykkar hafi orðið fyrir von- brigðum yfir að fá ekkert svar. Því miður kemst jeg ekki yfir að svara öllum brjefum, sem jeg fæ, og önnur eru þess eðlis, að ekki er hægt að birta þau í heild. • Myndgátan í Jóla- lesbókinni. ÁÐUR HEFI jeg gert mynd- gátuna í Jólalesbókinni að um- ræðuefni og skýrt hana nokk- ! uð. Nú hefi jeg hjer fyrir fram- | an mig nokkur brjef um hana. Það yrði of langt mál að fara út í að svara þeim, eða ræða efni þeirra í einstökum atriðum, en | jeg vil fullvissa þá, sem spyrja, að gátan var rjett samkvæmt þeim skýringum, sem gefnar voru. Það verður að nægja í þetta sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.