Morgunblaðið - 29.01.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.01.1944, Blaðsíða 4
4 ÍIOK G U N B L A Ð I Ð Laugardagur 29. janúar 1944 -BARÐSTRENDINGABÓK- Morgunblaðið birti 8. þ. m. greinarstúf um Barðstrendinga bók, sem mjer kom nokkuð á óvart, nafniðog óánægjutónn- inn. Jeg lít að vísu svo á. að þeir, sem fjallað hafa um efni bók- ar, með því að safna til henn- ar og hafa látið þat eitthvað af mörkum sjáifir, eigi ekki að taka til máls í blöðum til and- svara ritdómum, meðan þeir halda sjer innan rjettra tak- marka. En hjer er ekki um venjuleg- an ritdóm að ræða, heldur að- finslur góðs og gegns manns, bygðar á misskilningi á efni bókarinnar, og uppistaðan særð átthagatrygð höfundar, sem vill halda því fram, að átthögum sínum hafi verið gert lægra undir höfði en öðrum bj'gðar- lögurn sýslunna Jeg bykist vita jjað greina f ;ndur, Jón Eiríksson, sje ... .n góðkunni skipstjóri á Brúsarfoss, sem mui fæddur og alinn upp í Órlygshöfn, vestan Patreks- Larðar. Höf. byrjar líka grein sína á þeim orðum, hvers Patreks- liörður eigi að gjalda. Telur hann bygðarlagið hafa orðið út undan, og há hjá h'i+undi þeim, er samdi lýsingu þes:- ara sveita. Hann segir Pat’.eks- f;örð fá einar 4.blaðsiðui, af um 120, sem hjeraðslýsingam- ar taka yfir. Mjer telst þó lýs- ing Patreksfjarðar báðum rneg- in, ásamt verslunarstaðnum, ná yfir 8 bls. Veit jeg ekki, hvort það er of eða van, ef deila skyldi strandlengju sýslunnar, ásamt eyjunum, niður á blað- síðutal hjeraðslýsinganna. Hitt er svo annað mál, að í sveita- lýsingum sem þessum, tjáir ekki að viðhafa samskonar ,,jöfnuð“ og þegar þorski er skipt í fjöru, taxtakaup goldið, eða verðlagsuppbót úthlutað, og mun það flestum auðskii- ið. — Þær sveitir eða bygðar- lög, sem hafa til að bera sjer- kennilega landshætti, svip- mikla náttúrufegurð, söguleg örnefni, eða sagnir tengdar við einstök býli, hljóta að verða aðnjótandi ítarlegri frásagnar. Hjer má og geta þess, að Rauða sandshreppur, sem vesturhluti Patreksfjarðar, æskuslóðir J. E. telst til, fær meira lesmál í bókinni, en nokkur annar, eða um 23 bls., enda á hann það að mörgu skilið. — Jeg á hjer að sjálfsögðu við landslagslýs- ingarnar. — Aftur et frúsögn um Patrekshrepp, þ. e. austur- hluta Patreksfjarðar, stuttorð. Stafar það af þeirri auðskildu ástæðu, að þarna er um fá býli að ræða og landslag svipað og vestan megin fjarðarins. Lýs- ing verslunarstaðarins hefði sjálfsagt mátt fyllri verða. En þess ber að gæta, að hjer er um stað í alfaraleið a,ð ræða, sem er í örum vexti og breyt- ist árlega. Fullkomin lýsing verslunarstaðarins á heima í sögu hans, en ekki í landslýs- ingum. Hefi jeg hugsað, að helg aður yrði sjerstakur kafli sögu- ágripi verslunarstaðarins, á- samt no.kkurríi kunnra býlg hennar í næstu bók, ef hún skyldi einhverntíma ná að birtast. Aðfinslur Jóns Eiríkssonar athugaðar Af sömu ástæðu var als ekki ætlast til, að í þessari bók yrði birt samfeld atvinnu- eða verslunarsaga sýslunnar, nje sagt frá framkvæmdum ein- staklinga eða fjelaga í þessum efnum. Bókin er als ekki saga nje söguágrip Barðastrandarsýslu. Áhersla var einungis á það lögð, að halda til haga frásögn af atvinnuháttum þeim, sem nú eru að hverfa eða horfnir með öllu, og jafnframt gömlum menningarþáttum, svo og því, sem sjerkennilegt er í þeim efn um, eins og búnaðarháttum og veiðiförum Eyjamanna. — Jeg skal raunar skjóta því hjer inn x, að leitt var að ekki skyldi skráður þáttur um hvalveíðarn ar frá Tálknafirði.. Hafði jeg það þó í huga, en fann engan kunnugan, sem vildi taka verkið að sjer. Það er ekki á- valt nóg að sjá að verk þurfi að vinna. Einhver verður að inna þau af hendi. Jón Eiríksson finnur að því, að Flateyjarhreppux fái hlut- íallslega of mikið rúm í bók- inni, eða um 104 bls. af rúm- um 300. Raunar telur hann með þarna sjóferðasögur, er marka þess hrepps, og menn- ingarsöguþætti og atvinnu- sumar hafa gerst1 utan tak- háttalýsingar. Jeg vil nú.geta þess, að engri grein var bægt frá, nema áður hefði verið skrif að um sama efni, sem talið var að hefði menningarsögulegt gildi, eða fræðandi um atvinnu hætti fyrri tima, og ekki hugs- að um, hvaðan úr sýslunni það var. En auk þess ber i þessu sambandi að taka það fram, að Flateyjarhreppur er ekki ein- ungis sjerstæðasti hreppur Barðastrandarsýslu, heldur og sjerstæðasta sveitarfjelag lands ins um atvinnuháttu alla. Ekk- ert annað hrepþsfjelag er bygt í mörgum eyjum (Vestm.- eyjar og Grimsey hvor um sig í einni bygðri ey) nje með jafn fjölbreyttum atvinnuháttum. Þessum búskaparháttum varð því að lýsa til nokkurrar hlýt- ar, af því þeir eru nýjung og kærkominn fróðleikur fólki víðast um land, þótt Eyja- mönnum sjálfum finnist þetta máske lítt í frásögur færandi. Og hin stuttorða, glögga og prýðilega ritaða frásögn Bergsv. Skúlasonar, gerir efnið skemti- legt og aðlaðandi. — Hinsvég- ar er engin þörf á því að lýsa nútíma-búskaparlagi nje fisk- veiðum í öðrum hreppum sýsl- unnar, hvort heldur er við Patreksfjörð eða annarsstaðar vegna þess, að þetta er mjög áþekt í öllum sveitum og sjáv- arplássum Vestfjarða. J. E. Segir að vorróðrar á Hvallátrum fái sinn þátt, en því virðist ráða, segir hann, að það eru bændur úr Breiðafjarðar- eyjum, sem þangað sóttu róðra. Þetta síðasta finst mjer klu.nna leg aðdróttun, er sýnir hina sáru afbrýði J. E., sem alsstað- ar gægist fram. —• Pjetur frá Stökkum, sem þenna þátt samdi, reri sjálfur á Látrum í æsku. Hann mun einnig hafa stundað róðra í Kollsvík. En vertíðina á Látrum telur hann frásagnarverðari, auk þess sem lýsingin á hinu langa og oft harðsótta ferðalagi úr verinu jók á frásögnina. Ekki þarf að geta þess, að engin grein barst um róðra í Kollsvík. — Alt mas hans um það, hvort róðrar í Kollsvík hafi verið meira eða minna virði en á Hvallátrum, og hvort' atvinnulíf á Patreks- firði hafi verið svo lítils vert, er út í hött. Lýsingu á nútíma- atvinnuháttum Barðastrandar- sýslu var als ekki ætlað rúm í þessari bók, eins og jeg hefi áð ur tekið fram, heldur eru þar birtir fróðleiksþættir, sem bregða upp mynd af atvinnulífi sýslunnar frá fyrri tímum, í því skyni að bjarga frá gleymsku ýmsu því, sem er að falla í fyrnsku af þessu og öðru tagi. Fyrir þátt sinn í þessu efni, hefir Pjetur Jónsson frá Stökk- um hlotið þakkir og viðurkenn- ingu margra mætra manna, og meðal annars Menntamálaráðs. Um myndaval bókarinnar skal jeg ekki deila við J. E. Um það má óneitanlega þræta, hvaða myndir skulu teknar í slíka bók sem þessa, hvernig myndatöku skuli hagað o. s. frv. — Þorsteinn Jósefsson, sá er myndirnar tók, er viður- kendur einn slyngasti maður Sjötuyur: Ólafur Pálsson frá Vatneyri í DAG er sextugur Ólafur Pálsson, fyrverandi . fram- kvæmdastjóri, frá Vatnsfirði við Isafjarðardjúp. Ólafur Pálsson er fyrir skömmu fluttur hingað til Reykjavíkur frá ísafirði og á nú heimili á Hverfisgötu 42 hjer í bænum. Hann er sonur Páls Ólafs- sonar prófasts í Vatnsfirði og konu hans, frú Arndísar Pjet- ursdóttur Eggerz frá Akurey á Breiðafirði. Má því segja áð í báðum ættum hans sje um þi'óttmikið kyn að ræða. Ólafur Pálsson nam ungur verslunarfræði og lagði fljót- lega stund á verslunarstörf í heimahögum sínum við Djúp. Hann varð ungur verslunar- stjóri á Arngerðareyri við Ás- geirsverslun, er þá hafði þar útibú. Síðar stofnaoi hann eigin verslun á ísafirði og rak hana um nokkurt skeið. Fram- kvæmdastjóri Djúpbátsins var hann um mörg ár. Ljet hann af þeim starfa er hann fluttist frá Isafirði hingað suður, sum- arið 1942. Framkvæmdastjórn Djúpbátsins var um marga hluti mikið vandaverk. Á henni bygðust að langmestu leyti all ar samgöngur hjeraðsins. En ! þessar . sarngöngur úttu við paikla örðugleika að etja. Lengstum var skipakostur til ferðanna afar ófullkominn, en þarfirnar til öruggra ferða engu að síður miklar og aðkallandi. Það gat því naumast verið vin- sælt verk að vera framkvæmda stjóri við þessar aðstæður. Margt hlaut að fara ööruvísi úr hendi en æskilegt var, vegna hinna ' ófullkomnu að- stæðna. En Ólafur Pálsson vánn hið vandasamaverk með þeirri lipurð, sem skapgerð hans gerði honum eiginlega. Góð- girni hans og iilhliðrunarsemi gerði hann vinsælan og hjer- aðsbúar skildu að hann gerði það sem í hans valdi , st.óð, til þess að sigrast á örðugloikun- um og mátu starf han.s eftir því, Þegar hann og fjölskylda hans flutti Úr hjeraðinu, fylgdu, henni hlýjar óskir frænda og fjölmargra kunningja í ísafjarð arbæ og Djúpinu. Ólafi Pálssyni er best lýst þannig, að hann sje drengur góður, lipurmenni og p.rúð- menni. Hann er grein'dur vel Qg býr, þegar betur er að gætt, yfir ótvíræðum listrænum hæfi leikum. Má því til stuðnings nefna skilning hans á hljóm- list. Leikur hann og prýðilega á orgel. Ólafur er tvikvæntur. Fyrri kona hans var Ásthildur Sig- urðardóttir, en síðari kona Helga Björnsdóttir. Frú Helga er hin ágætasta kona, greind og dugmikil. Yfir heimili þeirra hjóna hvílir blær góð- vildar og hlýleika, hvar sem það er. Þar er gott að koma, og þar er Ijett í lofti, þótt stundum hafi þar á móti blás- ið. Vinir Ólafs Pálssonar og heimilis hans árna honum allra heilla á sextugsafmælinu. Frá Djúpi, þar sem hann hefir lengstum unnið og unað, mun í dag leggja til hans þann hug, sem lipurð hans og góðgirni verðskuldar. S. Bj. Svifflugfjelag íslanris heldur. flansleik , fyirjr fjelagsmenn sína í húsi V. R. í kvöld. í þeim efnum hjer á landi, enda margar myndir mjög góðar. Dylgja skipherraris um, að bók- in vilji þ'egja um menningar- og athafnalífið á Vatnseyri, er als ekki svara verð. Jeg skal gleðja J.- E. með því að ganga inn á þá ahugasemd hans, að ónákvæmni nokkur og fáeinar villur hafi slæðst inn í sveitalýsingar sýslunnar. Þar mun vanta fáein bæjar- nöfn, og bent hefir mjer verið á örfáar örnefnaskekkjur. Af þessu er þó færra en kunnugir menn þorðu að vænta. Jeg hygg að engin slík bók geti með öllu orðið villuláus. Jafnvel rit, þar sem stuðst er við hjálpargögn af besta tagi, fara ekki varhluta af meiri og minni skekkjum. Hvers mætti þá vænta af rit- smíðum, sem unnar eru í ígrip- um, af mörgum mönnum, sem ckki ná að bera saman etnið? Það hefir verið hugsað til annarar Barðstrendingabókar, uppkast gert að efnisskipan, en ekkert tekið að fást við samn- ingu hennar. Er þar gert ráð fyrir atvinnu- og menningar- þáttum af nýrra tagi en í þess- ari, og máske til síðustu tínia. Svo og söguþáttum verslunar- staðanna, sem víða falla saro- an við atvinnuþættina, og máske nokkurra býla. Enn- fremur hefir verið talað um æfiþætti nokkurra áberandi manna sýslunnar. En hver vill taka þau rit- störf að sjer? Bækur verða ekki til án fyrirhafnar, og eink anlega getur verkið orðiö taf- samt, þegar höfundar eru fjar- lægir hver öðrum, bg ná lítt eða ekki að bera sig saman. Auk þess, sem búast má oft við að efnið verði þá losaralegra. Þetta vildi jeg segja þeim til íhugunar, sem við verk bet.ta kunna máske að fást, og les- cndum almennt til arhugunar. Að síðustu vænti jeg þess, að Barðstrendingar láti ekki sveita meting leiða sig atvega ? máli á bókinni. — Pjetur og PáJl munu ávalt geta fundið slíkum ritum sitthvað til foráttu, eg einkanlega ef sú skoðun ncer að festa rætur hjá þeim. að sveitum og sjávarplássum sýsl- unnar hefir verið gert misháit undir höfði. Þá eru þeir kunn- ingjar jafnan lítt dómbærir, því mat þeirra stjórnast þá, oft af misskilningi á því, að höfundar hafi dregið fram hlut sumra sveita á kostnað annara. Hjer hefir ekki verið „gert upp“ á milli einstakra sveita eða bygðarlaga sýslunnar, held ur lýst á hispurslausan hátt sveitum sýslunnar, býlum öll- um og örnefnum þeim, sem sögulegar minjar eru tengdar við, en persónuþættir áttu ekki að koma þar, þótt eitthvað smá- vægilegt af því tagi kunni að hafa slæðst með í frásögninni. — Og þetta tel jeg að tekist hafi sæmilega, svo hlutaðeig- endur megi, eftir atvikum, vel við una. — Vísa jeg um það til frekari árjettingar til margra vingjarnlegra ritdóma, sem um Barðstrendingaþók hafa birst. ísafirði, Í3'.' jáli. 1944. Kristján .lóivsson frá Garðsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.