Morgunblaðið - 29.01.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.01.1944, Blaðsíða 6
MOBGUNBLAÐTÐ Laugardagur 29. janúar 1944 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.sti.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, aufílýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands I lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Tengslin við þjóðina ÞAÐ ER VITANLEGA alger misskilningur sem hald- ið hefir verið fram, m. a. af Jóni Blöndal, hagfræðingi, í Alþýðublaðinu í gær, að þjóðin yrði í nánari tengslum við afgreiðslu lýðveldisstjórnarskrárinnar, ef þjóðfundi yrði falin meðferð hennar í stað Alþingis. Sjá allir, sem vilja kynna sjer málið, að það er einmitt hið gagnstæða. Fyrst er á það að líta, að ef þjóðfundi j'rði falin með- ferð málsins, þarf að setja lög um kjör til fundarins. — Hvernig verða þau kosningalög? Verður þar fylgt fylstu kröfum lýðræðisins? Eða verður vikið frá þeim að meira eða minna leyti og e. t. v. vissir embættismenn sjálf- kjörnir á fundinum, eins og stungið hefir verið upp á. Alt verður þetta hulið þjóðinni, því að hún getur engu ráðið um, hvernig kosningalögin verða. Hún fær aðeins að kjósa ákveðinn fjölda fulltrúa á þjóðfundinn, eftir reglum, sem Alþingi setur. . Þegar svo þjóðfundurinn er saman kominn, hefir hann óskorað vald til þess að setja þjóðinni stjórnarskrá. Þjóð- in getur þar engu um ráðið. Því að málið kemur ekki til hennar kasta á ný. . Á allt annan veg horfir þetta við, þegar Alþingi, sem hinn löglegi stjórnarskrárgjafi er að verki. Þá verður Al- þingi fyrst að samþykkja stjórnarskrána. Svo er þingið rofið og nýtt'þing kosið með lýðræðis kosningareglum. Sje ágreiningur um stjórnarskrána, verða átök um hana á framboðsfundum og kjósendur velja sjer nýjan þing- mann samkvæmt skoðunum meirihluta kjósenda í hverju kjördæmi. Svo verður hið nýja þing að samþykkja stjórn- arskrána til þess að hún öðlist gildi sem stjórnskipunar- lög. Allir sjá, að hjer er þjóðin beinn aðili í setningu stjórn- arskrárinnar. En með þjóðfundar fyrirkomulaginu efu afskifti þjóðarinnar ekki önnur en þau, að kjósa fulltrúa á þjóðfundinn og fela þeim fyrirfram ótakmarkað umböð til þess að setja stjórnarskrá. Nú er eftir yðar hlutur HIN MERKUSTU TÍMAMÓT standa fyrir dyrum í þjóðlífi íslendinga. í alþingiskosningunum, sem fram fóru hjer á landi haustið 1942r kaus þjóðin m. a. um stjórnarskrárbreyt- ingu sem sagði, að þegar lýðveldisstofnun færi fram hjer á landi skyldi sá háttur við hafður, að lýðveldisstjórnar- skráin öðlaðist gildi með einni alþingissamþykt og eftir- farandi staðfestingu við þjóðaratkvæðagreiðslu. Alþingi, sem þjóðin kaus í þessum kosningum, hefir nú markað þá stefnu, með yfirlýsingum nær allra þing- manna, og ríkisstjórnin hefir tekið undir þær yfirlýs- ingar, að lýðveldisstofnunin skuli fram fara á vori kom- andi og þá að formi til eftir ákvæðum stjórnarskrárbreyt- ingarinnar frá 1942. Nú er eftir hlutur fólksins. Að fylkja liði um gervalt land um þessa stefnu. Láta áhugann fyrir frelsismálunum koma fram í verki, undirbúa með raunhæfum aðgerðum glæsta samfylkingu þjóðarinnar, er til hennar kasta kem- ur við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Hin stóru mál, lýðveldisstofnunin og sambandsslitin eru hafin yfir pólitískar flokksdeilur og flokkaskiftingu. Samkvæmt eðli málanna á svo að vera, og reynslan stað- festir, að svo er. Fjelagssamtök fólksins, hvaða sjerstök markmið, sem þau ella kunna að hafa, eiga nú um stund, jafnframt öðr- um tilgangi sínum, að helga sig öll hinu eina máli: stofnun lýðveldisins. Þau búa yfir skipulögðum mætti samtakanna. Þau eiga að einbeita þessum mætti til stuðnings og framgangs frels- ismálunum nú. Þá mun þjóðinni í heild vaxa kraftur og sómi hennar aukast. Erlent yfiriit. Landganga bandamanna fyrir suðvestan Róm, er að vonum aðalumræðuefnið úr I styrjoldinni, sem stendur, þótt enn hafi ekki orðið þar neinir þeir atburðir enn, er sýnt geti, hversu sú viður- eign, sem óhjákvæmilega hlýtur að hefjast þar bráð- lega, mun fara. Bandamenn virðast þegar hafa náð all- miklu landssvæði, en enn sem komið er, er mjög ó- Ijóst, hve víðlent það er, en víst er þó, að tveir bæir eru á valdi innrásarhersins, An- zio og Nettuno, en á báðum þessum stöðum munu vera sæmilegar hafnir og þægi- legt að koma birgðum á land. Þjóðverjar gera sífeld ar loftárásir á skipakost bandamanna og hefir verið viðurkent, að nolikurt tjón hafi orðið á honum af þeirra völdum. Ýmsum sögum fer af því hve mikill liðstyrkur sá sje, sem þegar er kominn þarna á land, en f regnritarar bandamanna segja hann aukast með hverjum degi sem líður og búi liðið um sig af miklum ákafa. Hvort liði þessu hefir enn sem komið er. tekist að rjúfa að- alveginn og járnbrautina til suðurs frá Róm, er ekki ljóst, en væri svo, myndu Þjóðverjar vart hafa komið Hermann' Göring herfylk- inu og 29. brynfylkinu norð- ur á bóginn, en þeirra beggja hafa bandamenn orð ið varir, fyrir suðvestan Róm, en þau voru áður á vígstöðvunum suður við Guarigliano, að því er vitað er. Þrátt fyrir þessa liðsflutn inga lítur ekki út fyrir, áð mótspyrna Þjóðverja suður þar, hafi minkað neitt að ráði, jafnvel segja surriir fregnritarar að hún hafi aldrei verið harðari en nú, enda mun hin svonefnda Gustav-varnarlína þeirra vera einhverjar ramgerv- ustu varnarstöðvar, er þekst hafa. Er því litlu hægt að spá um_ framvindu atburð- anna á ítalíu enn, en líklegt er að næstu dagar skýri af- stöðuna mikið, og átökin harðni eftir því, sem á líð- ur. • Rússar sækja hratt fram fyrir sunnan Leningrad, hafa náð á sitt vald því nær öllum hinum ramgervustu stöðvum Þjóðverja við borg ina, þar sem umsáturslið þeirra hafðist við. Ekki er enn sjáanlegt, að undan- haldi Þjóðverja á þessum slóðum sje lokið, og líkleg- ast að þeir hörfi þar enn um langa hríð. I Ukrainu hafa Þjóðverj- ar að undanförnu haldið uppi gagnárásum á þær sveitir Rússa, sem næst eru komnar Vinnitza og hinum mikilvægu samgönguleiðum sem liggja skamt fyrir vest an þá borg. Sjálfir segjast Þjóðverjar hafa unnið þar | nokkurt landssvæði aftur, en slíkt viðurkenna Rússar Framli. á bls. 10.1 {Jikueríi óknfo ar: *???*??*?*???*??*???????*?*< i l//p daaieaci Itfi t I l % WWWWWWWW Kyntur Hólm- fastur. MAÐUR NEFNIST HÓLM- FASTUR. í sannleika sagt merki legur maður. Það er varla hægt að segja, að hann sje eins og fólk er flest og það er kanske einmitt þessvegna, sem mig langar til að kynna hann lesendum daglega lífsins. Hólmfastur er, eins og þingmaðurinn sagði um krepp- una hjer um árið: Enginn veit hvaðan hann kemur, eða hvert hann fer. En Hólmfastur er greindur maður, athugull og reyndur. Hann er víðförull og hefir lagt á margt gjörfa hönd. Það er langt síðan jeg kyntist Hólmfasti. Ráð hans hafa oft reynst mjer vel. Ekki veit jeg með neinni vissu hvar Hólmfastur telur sig eiga lögheimili. Stundum hitti jeg hann dag eftir dag á Austur- stræti, eða í kaffihúsi, en svo hverfur hann vikum og jafnvel mánuðum saman. Ástæðan tij. þess, að jeg vil kynna Hólmfast fyrir lesendum mínum, er fyrst og fremst sú, að jeg trúi því að við höfum öll gott af að kynnast honum. 0 Vandlæting. . „ÞAÐ ætti að sekta menn fyr- ir að hrækja á götuna", sagði Hólmfastur, er jeg hitti hann í gær á Austurstræti. Um leið og hann sagði þéttá, spýtti hanh út ur sjer beint fyrir framan tærn- ar á mjer. „Ekki finst mjer nú samræmi í þessu hjá þjer", varð mjer að orði. . . „Svona er það nú samt i okkar þjóðfjelagi", svaraði Hólmfastur og brosti. Hefir þú ekki tekið eftir því? Það vantar ekki vand- lætinguna hjá mönnum hjer í þessum bæ. Þeir heimta endur- bætur á hinu og þessu. Hneyksl- ast fjöllunum hærra yfir fram- komu annara, yfir verknaði, sem þeir sjálfir fremja. • Fúamerki. HEFIR þú ekki tekið eftir þessu sjálfur?" hjelt Hólmfastur áfram. „Sjerðu ekki fúamerkin í opinberu lífi á ýmsum sviðum? Jeg kalla það ekkert annað en hreina og beina rotnun. Það er sama, hvað menn gera af sjer, ef þeir eru að einhverju leyti háttsettir hjá sumum stjórnmála- flokkum. Ef þeir brjóta lögin og fá dóm fyrir það eins og aðrir borgarar, þá stökkva flokkibToó þeirra upp til handa og fóca ^g segja að verið sje að ráðast á þessa menn. Það er sama, livort þeir brjóta húsaleigulögin, eða verðlagsákvæði, áfengislögin, eðn hegningarlögin. Þetta er ekki heilbrigt, skal jeg segja þjer. Það er alveg eins og með mig áðan. Þeir heimta að sektað sje fyrir að hrækja á götuna, og spýta út úr sjer um leið á borgarana". • „Kroppuð augun hver úr öðrum ". „ÞIÐ eruð lítið betri blaða- mennirnir hjer í Reykjavík", sagði Hólmfastur, um leið og við námum staðar á Apotekshorn- inu, til að bíða vegna umferðar- hnúts á horninu og 20—30 bílar þöndu horn sín svo heyra mátti um allan bæ, nema kanske inn á lögreglustöð, sem er í næsta húsi og sem hlýtur að vera ákaf- lega vel einán'gruð fýfir slíkum hljóðum, því enginn kom lög- regluþjónninn til að leysa úr hnútnum. „Þið éruð sífelt að kroppa augun hver úr öðr- inu AAAAAAAAAAAAAAAJ um. Þið hikið ekki við að reyna að knjesetja keppinaut, \,ó þið með þeirri tilraun sjeuð að fljetta reipi í ykkar eigin heng- ingaról. Dæmin eru deginum ljósari í blöðunum undanfarið". „Það er verið að gera tilraunir til að hefta og mýla helgasta rjett blaðanna og þjóðarinnar. Ykkur er hótað fangelsi fyrir að segja sannleikan í blöðum ykkar á sama tíma, sem öllum heimin- um blæðir í baráttunni fyrir að þessi rjettindi verði ekki drep- in. Hvað gerið þið? Þið hrópið húrra og hallelúja í hvert sinn, sem þið verðið ekki sjálfir fyrir ofbeldinu. Kyssið á vöndinn. Svo vaknið þið allir saman einn góð- an veðurdag, bundnir á sama klafan með sömu hlekkjunum og þá er of seint að sýta". • Framafara „plágurnar". ER HJER VAR komið rausi I Hólmfasts hafði á einhvern yfir- | náttúrlegan hátt leystst úr um- ferðarhnútnum, en ekki þó.fyrir framtak lögreglunnar. —' Hvernig er Hitaveitan hjá þjer, Hólmfastur? spurði jeg var- lega, því jeg sá, að vinur minn vár orðinn þungbrýnn. „Það er nú ein plágan f rá,. var svarið. „Ekki þáð að jeg eigi við mannvirKiO, heiuur hvernig fólk gétur látið. Hjer ríða íslending- ar á vaðið og skapa mannvirki, '. sem ekki á sinn líkan í heimin- um. Sannkallað undraverk, sem allar aðrar borgir heims geta öf- undað Reykjavík af. Það hefir aldrei verið reynt í heiminum fyrr, að veita heitu hveravatni svona langa leið til upphitunar á jafnstórri borg. Og hvað skeð- ur? Vegna þess, að ýmsir smá- vægilegir byrjunarörðugleikar koma í ljós, sem þó als ekki eru gallar á mannvirkinu sjálfu, er farið að hrópa um plágur. Merkilegasta framfaraspor í sögu bæjarins er kallað plága, áður en gefinn er tími til að sjá hvern- ig mannvirkið reynist. Er nokk- ur hemja að láta svona?" Vatn og rafmagn fyrir 80 þúsunda borg. HÓLMFASTUR er ekki myrk- ur í máli, ef því er að skifta. Það hefi jeg oft reynt hann að áður. Hann þarf ekki að taka tillit til „háttvirtra kjósenda". Hann hef- ir skömm á sliku. Jeg var því ekkert hissa, er hann hjelt á- fram: „Sömu sögu er að segja um rafmagnið og vatnið. Hvað ætli Knútur Zimsen hefði fengið að heyra, ef hann hefði á sínum tíma heimtað vatnsveitu fyrir . 80.000 íbúa borg á meðan íbú- arnir voru ekki nema 15—20 þús- und? Eða að krafist hefði verið að Reykvíkingar bygðu raforku- ver við Sogið fyrir sem svaraði 23 landsmanna. Það veit að vísu engin um hina raunverulegu íbúatölu bæjarins undanfarin ár, ; en varla mun of hátt reiknað að hún hafi verið 70—80 þúsund á stundum. Er nokkur furða, þó eitthvað hafi færst úr lagi? Þeir sem enga ábyrgð bera, heimta að öllu sje kipt í lag á stund- inni". „En nú skulum við ekki vera svona skömmóttir lengur," sagði Hólmfastur. Komdu hjerna inn á Borgina og fáðu með mjer kaffi söpa. Það er engin hætta á að músikin æri mann þar, því grammofónsskrattinn gengur á- byggilega ekki meðan rafstraum- urinn er svoha ljelegur!"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.