Morgunblaðið - 29.01.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.01.1944, Blaðsíða 8
8 M 0 R G U N B L A Ð I Ð Laugardagur 29. janúar 1944 Hlýleg dagstofa Hjer er mynd af vistlegu og hlýlegu dagstofuhomi. MATREIÐSLA Gamall vísdómur Þær lífsreglur, sem hjer fara á eftir, eru einskonar „heil- brigðislög“, er fengu fyrstu verðlaun I verðlaunasamkepni er efnt var til fyrir nokkrum árum. ,,Lögin“ áttu að vera til andlegrar og líkamlegrar holl- ustu. Verðlaunin hlutu eftir- farandi lífsreglur, sem virðast vera gömul sannindi, ^gr lengi hafa verið viðurkend: Farið snemma að hátta og snemma á fætur, og hafið ávalt eitthvað fyrir stafni. Vatn og brauð heldur í manni lífinu, en heilnæmt loft og sól- arljós er nauðsynlegt heilbrigði sálar og líkama. Sparneytni .og reglusemi í hvívetna er besta heilsulindin. Vel hirt vjel endist lengi. Sá, sem er ávalt hreinn, verður langlifari. Hæfileg hvíld eflir og styrk- ir. Of mikil hvíld veikir. Sá er vel búinn, sem heldur hita á líkamanum þannig, að honum sje hlíft við of snöggum hitabreytingum, en hafi jafn- framt fult svigrúm til allra hreyfinga. .Hreint og viðkunnanlegt hús skapar vinsælt heimili. Hvíld og saklausar skemtan- ir varðveita andlega skarp- skygni, en of miklar skemtan- ir vekja ástríður, er hafa lesti í för með sjer. Lífsgleði skapar lífslöngun, og lífslöngunin er tvíburasystir heilbrigðs lifs. Aftur á móti skapar svart- sýni og dapur' hugur elli um aldur fram. Þroskið heilann, en látið ekki iimina stirðna í aðgérðarleysi. Vinnið fyrir brauði yðar, en gleymið ekki að þroska og fegra sálina. — Það er nóg af peningum í landinu, en það versta, að annaðhvðrt skuldar maður þá eða á þá hjá öðrum. „Konan karlmönn- unum fremri" Eitt sinn sagði merkur mað- ur m. a. í ræðu, er hann flutti fyrir minni kvenna: „Konan hefir ávalt verið karlmanninum fremri. Það er fjarstæða að vera að bera sam- an karl og konu. Því meir sem konan lætur til sín taka á op- inberum vettvangi, því meira gagn gerir hún þjóðfjelaginu. Kvenfólkið eyðir eðlilega meiru en karlmennirnir í að hugsa um útlitið, hirða hár sitt og hendur, ganga fallega klætt og vera snyrtilegt. En jafn- skjótt og konan hættir að vera kvenleg, hætta karlmennirnir, starfsbræður hennar, að vera riddaralegir í framkomu við hana“. IMýtt Kvennablað ^BLAÐINU hefir borist des- emberhefti af „Nýtt Kvenna- blað“. Heftið er fjölbreytt að efni, og má m. a. nefna: Sam- hjálp heimilanna, grein eftir frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur, Færeysk jól, eftir Herborgu Sigurðardóttur, grein um Nínu Sæmundsson myndhöggvara, eftir Maríu J. Knudsen, Þor- björg Grímkelsdóttir, eftir Guðrúnu Stefánsdóttur, Ævin- týri, eftir Ingibjörgu Þorgeirs- dóttur, Konurnar og framtíðar skipulagið, þýtt, eftir amerísku blaðakonuna Dorothy Thomp- son, ritdóma, kvæði o. rú. fl. Margar myndir prýða heftið. Eins og borg, sem múrarnir hafa verið brotnir utan af, eins er sá maður, sem eigi hef- ir stjórn á skapsmunum sínum. EPLI í kremsósu. (fyrir 6 manns) Efni: 6 góð epli, y> 1. vatn. 200 gr. sykur, V-l sítróna. Kremsósan: 1 y2 peli m.jólk eða þunn- ur rjórni, y> stöng vanille eða nokkrir dropar. örlítið hveiti, 40 gr. sykur, 3 egg. EPLIN eru afhýdd heil og núin með sítrónu. Kjarnhhús- ið tekið burtu og eplin látin í kalf vatn. Yatn og sykur soðið. Eplin skorin til helm- inga, og soðin þannig, þar til þau eru meir. Síðan eru þau færð upp á fat og látin kólna. SÓSAN: Örlítið af hveiti er hrært út með mjólkinni, og soðið, dálitla stund. ásamt vanille. Eggin eru þeytt með sykrin- um, og sjóðandi mjólkinni helt saman við. Síða« sett 1 pott aftur, og látið nálgast suðumark, og hrært vel í á, meðan. Síðan er það látið kólna vel. Eplunum er raðað á fat eða skál, kreminu hellt í kring, og eplin skreytt með góðu rabarbaramauki. EPASÚPA. Efni: 125 gr. epíi, 1 % J. vatn, ca. 100 gr. sykur, • örlítið salt, 25 gr. hrísmjöl, lítð eitt af köldu vatni. Eplin ('l'u skoluð og soðin ívatninu ca. y2 tíma. Sykur og salt látið í oog jafnað með hrísmjölinu þegar sýður. NJÚKA-KARAMELLUR: 250 gr. sykur, 65 gr. Möndlur. Möndlurnar eru afhýddar og saxaðar nokkuð smátt. Sykur- inn er brúnaður fallega á pönnu og þá er möndlunum hrært sam an við. Helt strax á smurða plötu, látið stífna lítið eitt og þá skorið í ferkantaða bita. Sítrónudrykkur: 4—5 sítrónur, 1 fl. rabarbarasaft eða ra- barbaravín, sykur og vatn. Safinn er pressaður úr 4—5 sítrónum og síaður. Rabar- barasaftinni blandað saman við, sykri og vatni, þar til drykkurinn er hæfilega þunnur. Borinn á borð vel kaldur. Wund- — að það er gott að livíla heilann að lokinni máltíð. Það var kenning Rómverja þegar til forna, en þeir töldu ekki holt. að hvíla líkamann að sama skapi: „Eftir matinn skaltu standa eða þúsund fet ganga“, sögðu þeir. -— að það er holt að hafa gott loft innan húss. en vind- gustur er óhollur. — „Gluggar ern til þess að opna þá, en hurðir til þess að loka þeimí', sagði hin fræga enska hjúkr- unarkona, Florence Night- ingale. — að ef hengja þárf þvott út til þerris, þegar mjög kalt er í veðri, er gott að leysa ofurlítið salt upp í síðasta skolvatninu. Þá \ frýs tauið ekki. — að ef ísing er á gluggá- rúðunum, er best að strjúka þær upp úr sterku saltvatni og þurka síðan með mjúkum klút. — að auðveldara er að skera nýtt brauð, ef hnífurinn er hitaður áður. X - 9 » )<xxxxxxxxx><x><x>ooo<xx><x><><k><><>: Eftir Robert Storra KEEP COOL! CAN VOU GET VOUR srroRE DETECTIVES 'OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOJ ^ y'E&! WE HAVE A SPEC/AL Sl&NAL TO BRINO THEM HERE WITHOUT ANVONE KNOVVINO! MEANWHILE...IN THE ATHLETiC &OODS DEPART/HENT.. r X-9 talar við forstjóra verslunarinnar: Mjer X-9 Verið rólegur. Eru leynilögreglumenn versl- þykir leitt að tilkýnna yður, að Alexander mikli unarinnar hjer? strokufangi er hjer í versluninni yðar. Forstjórinn: Já, við höfum sjerstakt merki til Forstjórinn: Hamingjan góða. Hvað getum við að kalla á þá, án þess að nokkur taki eftir því. gert? ... ....j X-9: Ágætt, kallið þá hingað. ^ ! ' ' ■ ' •.:.•■■.............................^ A meðan í íþróttadeildinni: Þjer viljið fá atvinnu sem sýningarmaður, herra Jones? Alexander: Já, jeg var einu sinni fimleika- naðuú. i •3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.