Morgunblaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 1
Mfttáfr 31. árgangtir. 23. tbl. ÞriSjudagur 1. febrúar 1944. IsafoldarprentsmiSja h.f. „Þýska þjóðin verðurald buguð", — segir ]; Þýska frjettastofan skýrir frá því, að Hitler ríkisleiðtogi hafi í fyrradag, þann 30. jan. s. 1. minst valdatöku nasista í Þýskalandi fyrir 11 árum, með ávarpi til þjóðar og hers frá að- álbækistöðvum sínum. Ávarp þetta var mjög stutt. Hitler kvað alla vita um. hvað barist væri í þessu stríði. Hann sagði að ófriðurinn hefði hafist vegna þess, að Bretar hefðu ekki viljað láta ástand það, sem þeir, ásamt fleirum, hefðu skapað á meginlendi Ev- rópu, eftir síðustu styrjöld, fara fe skorðum. Nú væri svo kom- ið að Bretar myndu aldrei geta náð þeirri afstöðu, sem þeir höfðu fyrir styrjöldina, og fyæru eiginlega orðnir auka- persónur í leiknum. Aðalátök- in- væru milli Þjóðverja og Rússa. og úrslit þeirrayrðu um leið úrslit stríðsins. Væru Bret- ar orðnir gjörsamlega magn- lausir gegn ágengni Rússa. J Hdtler kvað það fásinnu eina, að hálda að hægt væri að buga þýsku þjóðina með loftárás- um. Hann kvað þjóðina aldrei bugast og þessvegna myndi-: her rhennirnir þýsku leiða styrjöld ina til farsælla lykta. . • , . .' • Hitler vjek nokkrum orðum að gyðingum í ávarpi þessu og kvað þá hafa blindað Breta fyr ir -bolsjevikahættunni. ? — Reuter. Kviknar í báfi í Vesfmanna- eyjum Frá frjettaritara vorum í Vestmannaeyjum. LAUST fyrir hádegi s. 1. sunnudag kom upp eldur í m. b. „Sævar", þar sem hann lá við festar út á höfn í Vestmanna- eyjum. , Eldsins var fyrst vart í há- setaklefa bátsins. Þar sem bát- urinn \ ar mannlaus, l.eið dá- lítill tími áður en hægt var a"5 framkvæma slökkvitilraumr, en eftic að þær hófust tókst skjótlega að- ráða niðuriögum eldsins. — Skemdir urðu íals- verðar. sjerstaklega í háseta- klefa, þilíarið brann í sundur og eins skemdist sigluixjeð nokkuð. Eldsupptök cru ó- kunn. Eigendur bátsins eru Benóný Friðriksson og Óiafur A. Kristjánsson. itú§sar við úthverfi Kingisepp Komnir yfir ána Luga Frá borginni eilífu Róm, borgin eilífa, er nú ofarlega í hugum manna, er herir færast nær henni. Af því tilefni birtum vjcr á 7. síðu blaðsins í dag, grein um þessa frægu borg. Myndin hjer að ofan er af elsta hluta borgarinnar, með hinum helstu rústum frá blómatímabili Rómaveldis. Þjóbverjar flytja birgðir norbur rir Róm London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morg- unblaðsins frá Reuter. Rússar halda áfram sókninni á Leningradvígstöðvun- um, og er hún nú hröðust fyrir suðvestan borgina> að því er herstjórnartilkynningin rússneska segir í kvöld. Grein- ir hún frá hörðustum bardögum umhverfis borgina Vol- ossovo, og segir ennfremur, að rússneskar hersveitir sjeu komnar að úthverfum bæjai~ins Kingisepp, sem er all- miklu vestar. Þá herma rússneskar fregnir, að herir Rússa sjeu á nökkrum stöðum komnar yfir ána Luga, er rennur þarna nærri landamærum Eistlands. • l.ondon i -gaerkveldi. .. Eirrkaskeyti til. Morgunbl ¦'. fráReuter. "¦"•¦...-.- -. Könnunarflugvjelar . banda- manna hafa orðið þessvarar, aðÞjóðverjar eru nú sem óðast að flytja birgðir sínar af slóð- um fimta hersins norður á bóg- inn, alt norður fyrir Róm, en á vígstöðvum fimta hersins eru bardagar jafnharðir og áður, en hersveitum bandamanna hefir. á nokkrum stöðum tekist að brjótast inn í Gustav-varnar- kerfið. Það var vitað fyrir löngu, að Þjóðverjar hefðu flutt að sjer miklar birgðir til herja sinna á Suður-ítalíuvígstöðvunum, en nú virðist svo, sem þeir sjeu í óða önn að flytja þær norður fyrir Róm. Þó hefir ekki vörn þeirra gegn fimta hernum við Guarigliano og Rapido-árnar minkað neitt að ráði og .yerða bandamenn að berjast um hvern skika lands, sem þeir ná. Franskir hermenn hafa náð allmikilvægri hæð á bardaga- svæði sínu, en Þjóðverjar gera nú mikil gagnáhlaup, til þess að reyna að ná hæðinni aftur, og er þar nú barist af miklum móði. Víða hefir komið til harðra viðureigna, þar sem barist' er í návígi með byssustingjum og skambyssum. Nokkrir her- í'lokkar Þjóðverja, sem hafa orðið viðskila við meginherinn á þessum slóðum, eru nú um- kringdir. Sænska Moregssöfn- unin komin yfir 25 miljónir Sænska NOREGSSÖFNUNIN er nú komin yfir 25 miljónir króna, segir í fregn frá sænska sendiráðinu hjer í bæ. Um 80.000 norsk börn fá daglega mat frá Noregssöfnuninni og verið er að undirbúa, að veita 15.000 gamalmennum í Oslo mat daglega. í Svíþjóð hefir verið sett upp námskeið fyrir lækna, sem vilja taka þátt'í uppbyggingu heil- brigðismála í Noregi að ófriðn um loknum. Ekkerf hlje á aflögum að Berlín London í gærkveldi. Breski flugflotinn beindi §nn einni stórárásinni að Berlín í nótt sem leið, og er þetta þriðja árásin á mjög skömmum tíma. Lancaster og Halifaxflúgvjelar voru að verki, en á eftir komu Mosquitoflugvjelar og sáu flug menn þeirra mikla elda í borg- inni. Símasambandslaust var milli Berlínar og Stokkhólms í 16 klukkustundir, og óvenju litlar fregnir hafa verið látnar ber- ast frá Þýskalandi um árás þessa. Varnarskilyrði voru betri en undanfarnar nætur, og mót- spyrna Þjóðverja mjög hörð. Misti breski flugflotinn als 34 sprengjuflugvjelar um nóttina, árásir voru gerðar á fleiri staði. — Reuter. Engar fffugferðir milli Berlínar og Svíþjéðar . Engar fhigsanigöngur hafa verið mifli Þýskalands og Sví- þjóðar í dag, ag sogja Þjóð- vcrjai' a8 flagveBur sje ófœrt yfii- Stottinsvæo'inu. Pregnrit- arar bandamanna í Stokkhólmi halda hinsvegar fram, aíl Tempelhot'orflujívöllurmn við; Berlín lial'i eyðilagat í síðustu loflárás á borgina, oða Þjóð- vorjar vilji ekki að orlendir nionn sjái, hveíílig umhorfs er í Tloiiíu. — Reirter. Arás hafin á Marshall- eyjar London í gærki'eídi. Japanar tilkynntu í dag, að setulið þeirra á Marshalleyjum ætti nú í allsherjar-baráttu, bæði flugher og landher, en geta að öðru leyti ekki um það, hvernig sú barátta sje rekin. En Bandaríkjamenn hafa einn jig til kynt, að flotadeild, sem í sjeu flugvjelaskip og önnur : herskip, hafi byrjað skothríð á stöðvar Japana á eyjunum í morgun, en ekki er getið um það í tilkynningu þessari, hvort lið hafi verið sett á land, eins og líklegt kann að virðast af fregnum Japana. Er fregnum I um þetta beðið með nokkurri óþreyju, þar sem Marshalleyj- í ar eru mikilvæg bækistöð. Þjóðverjar segja í fregn- um sínum frá feiknamiklum bardögum um þessi svæði og kveða eins og áður varn- arbaráttuna þarna hina erf- iðustu, og segjast hafa orðið að láta undan síga hingað og þangað á þessum nyrstu víg stöðvum. Sunnar virðast gagnáhlaup Þjóðverja nokk uð í rjenun, og frekar er þar yfirleitt lítið um bardaga, nema þá helst við Cherkassi, þar sem þeir seg}ast hafa hrundið allhörðum áhlaup- um Rússa undanfarna daga. Á Leningradsvæðinu segj ast Rússar hafa innikróað nokkra þýska herflokka, og nokkuð á fjrrir vestan Lyu- ban, þar sem Þjóðverjar höfðu ramger virki á skóg- arsvæði nokkru. Fyrir suð- vestan Novgorod rninnast Rússar á framhaldandi árás- ir á stöðvar Þjóðverja og segjast þar hafa tekið nokk- ur þorp. Fyrir vestan og norðvest- an Sokolniki, sem Rússar tóku á dögunum, segjast Rússar enn halda áfram sókninni og hafa náð nokkr- um þorpum. Alls kveða Rússar sig hafa eyðilagt 98 þýska skriðdreka og 44 f lug- vjelar í gær. Þjóðverjar hafa gefið út skýrslu um skriðdrekatjón Rússa að undanförnu á norð urvígstöðvunum, og kveða þá hafa mist meira en 500 skriðdreka, síðan sóknin hófst á þessum slóðum. Það er á götunum í út- hverfum Kingisepp, sem nú virðist vera harðast barist á öllum Austurvígstöðvun- um, en sá bær er um 30—40 km. frá landamærum Eist- lands. Matvælaskömtun í Calcutta. Newdehli í gærkveldi. —¦ Matvælaskömtun hefir nú verið tekin upp í borginni Calcutta í Bengalshjeraði, þar sem mesta hungursneyðin var fyrir nokkru síðan, en enn eru þó að eins skamtaðir tvær vöruteg- undir, hrísgrjón og sykur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.