Morgunblaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 6
6 f3t MORGUNBLAÐIÐ Lriðjudagur 1. febrúar 1944-. JIUfgtittHftMfe Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Samgönguleiðin austur ÚRRÆÐALEYSIÐ og hringlandahátturinn í aðalsam- göngumáli, Sunnlendinga — þ. e. vegarsambandinu milli Reykjavíkur og Suðurlandsláglendisins — hefir kostað þjóðina mikið fje, beint og óbeint. Og enn er ekki sjeð, hver verða éndalok þeirrar hringavitleysu, því að fullyrt er, að ýmsir þingmenn hafi fengið nýtt Krýsuvíkur-kast. Verði það langvarandi og nái til að smita frá sjer, getur vel farið svo, að enn verði ára bið eftir góðum og örugg- um samgöngum á þessari fjölförnustu leið á landinu. ★ Eftir að horfið var frá lagningu járnbrautar á þessari samgönguleið, vegna þess að bílarnir þóttu hentugra samgöngutæki, fóru sjerfræðingarnir strax að rannsaka, hvaða leið bæri að velja og hvernig unt væri að tryggja samgöngurnar að vetrarlagi. Vitanlega völdu sjerfræð- ingarnir þá leiðina, sem skemst var, en jafnframt örugg til flutninga að vetrarlagi. Alþingi fjekk þetta mál fyrst til meðferðar veturinn 1931 (á reglulega þinginu) og aftur á sumarþinginu sama ár. En það dagaði uppi í bæði skiftin. Svo var málið flutt á ný á vetrarþinginu 1932 og náði þá samþykki Alþingis, sbr. lög nr. 25, 23. júní 1932, um nýjan veg frá Lækjar- botnum austur í Ölfus. Segir svo í 1. gr.: „Nýjan veg skal leggja af Suðurlandsbraut hjá Lækjarbotnum sunn- an við Lyklafell, um svonefnd Þrengsli og Eldborgar- hraun, niður 1 Ölfus vestanvert alt að Suðurlandsbraut hjá Reykjum“. ★ Þegar málið var fyrst lagt fyrir þingið (1931) fylgdi því ítarleg greinargerð frá vegamálastjóra. Lagði vega- málastjóri til, að byrjað yrði á lagningu vetrarvegar gegn um Þrengslin, og var þetta sett í lögin (sbr. 2. gr.). Skyldi gerð þessa kafla vegarins vera þannig, til að byrja með, ^að hann nægði fjóra vetrarmánuðina, desember—mals. Hinsvegar var ætlun vegamálastjóra, að Hellisheiðar- vegi yrði haldið við áfram, a. m. k. fyrst um sinn, sem aðalvegi, enda er sú leið styst milli endastöðvanna. Hjer var áreiðanlega lagður hinn eini rjetti grund- völlur að lausn þessa samgöngumáls. En lögin frá 1932 komust aldrei nema á pappírinn. Úr framkvæmdum varð aldrei. Enginn vetrarvegur var lagður gegn um Þrengsl- in. Aldrei var snert á veginum frá Lækjarbotnum, sunn- an við Lyklafell, enda þótt hver heilvita maður sjái, að vel uppbygður vegur á þessari leið myndi vera öruggur vetrarvegur. ★ En hvernig stenSur á því, að ekkert varþ úr fram- kvæmdum á þessari leið? Ástæðan er öllum kunn. Það var Krýsuvíkur-dellan, sem nokkrir þingmenn urðu gagn- teknir af, sem stöðvaði allar framkvæmdir. Var nú farið að moka fje í Krýsuvíkurveginn og því haldið áfram, þar til ríkissjóður var þurausinn. Þá var tiltölulega stuttur kafli búinn af þeim vegi, sem kostað hafði mikið fje, en það sem ógert er, kostar þó margfalt meira. Eru þing- menn nú farnir að tala um hálfan eða jafnvel heilan tug miljóna, sem á vanti, til þess að fullgera Krýsuvíkur- veginn. Mun nú verða róið að því, að fá þetta fje. ★ Hvað sem þingmenn kunna að gera í þessu, er fásinna að halda að framtíðar samgönguleiðin austur liggi um Krýsuvík. Sú leið er um 40 km. lengri en Hellisheiðar- leiðin. Með því væri óbærilegur skattur lagður á alla flutninga. Öll vitleysan í þessu samgöngumáli liggur í því, að ekki var strax hafist handa um framkvæmdir samkv. lögunum frá 1932. Sú leið verður framtíðar leiðin, og ber því strax að byrja framkvæmdir þar. Hár og vel lagður vegur á þessari leið, með fullkomnum, nýtísku tækjum til snjóruðnings, myndi gera samgöngurnar austur öruggar, Og þar sem þetta er stysta leiðin, verður hún altaf sú ódýrasta. Hæstirjettur: Deilf um síldarlunnur HÆSTIRJETTUR kvað í gær upp dóm í málinu: Oskar Hall- dórsson h.f. gegn Tunnuverk- smiðju Siglufjarðar s.f. Var Tunnuverksmiðjan sýknuo af kröfum áfrýjanda Segir svo i forsendum dóms Hæstarjettar: .Áfrýjandi, sem skotið héfir máli þessu til hæstarjettar :.neð stefnu 19. apríl 1943, krefst þess, að stefnda verði dæmt að afhenda honum 2000 hálftunn- ur undir síld, og 1000 heiltunn- ur undír- síld gegn 8 króna gagn gjaldi fyrir hverja hálftunnu og 16 króna gagngjaldi fyrir hverja heiltunnu eða greiða honum ella 8 krónur vegna hverrar heiltunnu, sem ekki verði staðið skil á, og 4 krón- ur vegna hverrar hálftunnu, sem ekki verði af hendi látin, auk 5% vaxta af skaðabótum þessum frá 10. sept. 1941 til greiðsludags. Loks krefst hann málskostnaðar ur hendi stefnda bæði í hjeraði og fyrir hæsta- rjetti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar hjeraðsdóms og málskostnaðar fyrir hæstarjetti úr hendi áfrýj- anda eftir mati dómsins. Áfrýjandi hefir staðhæft, að hann hafi samið við Ingólf Árnason f. h. stefnda um tunnu kaup þau, er í málinu greinir. Ingólfur hefir andmælt því, að slíkir samningar hafi tekist með þeim, og hefir áfrýjandi hvorki leitt sorfnur að því nje hinu, að Ingólfur hafi verið bær til að binda stefnda til slíkrar sölu. Samkvæmt þessu hafði ekki sá samningsgrundvöllur skap- ast með aðiljum, að áfrýjandi ynni nokkurn rjett á hendur stefnda, þótt stefndi Ijeti ósvar að símskeytum frá 9. febrúar og 28. apríl 1941, þar sem á- frýjandi vitnar til fyrr gefins söluloforðs. Ber því að staðfesta sýknu- ákvæði hjeraðsdóms. Eftir atvikum þykir rjett, að málskostnaður í hjeraði falli niður, en áfrýjandi greiði kr. 500.00 í málskostnað fyrir hæstarjetti“. Guðmundur frá Miðdal gefur lista- mannssfyrk sinn STJÓRN FJELAÓS íslenskra myndlistamanna hefir borist brjef frá Guðmundi Einarssyni frá Miðdal, þar sem hann af- hendir fjelaginu listamanna- laun þau, er honum voru veitt á þessu ári, að upphæð 1200 krónur, ásamt verðlagsuppbót á það. Skal fje þetta lagt inn á sjerstaka bankabók og á sín um tíma varið til þess að gera uppdrátt af frambúðarsýningar húsi í Reykjavík. I brjefinu hvetur hann fjelagsmenn til þess að láta eitthvað af hendi rakna í sama augnamiði. Brjefið var lesið upp á aðai- fundi fjelagsinÁ 28. janúar. Fyrrverandi forrnaður Jón Þoíleifsson, þaKkaði hiria-vog- legu gjöf f. h. fjelaghins. '\Jdwerji áhrlpur: t lyfr dctafe CiCýleCýCi inu Vandræðj að losna við sorp. SÍÐAN Hitaveitan kom í bæ- inn hafa aukist erfiðleikar fólks að losna við sorp og úrgang frá heimilum sínum. Það, sem áður var brent í miðstöðvunum, verð ur nú að fleygja í sorpílát, en þau eru víðast það lítil, að þau taka ekki alt sorp, er safnast fyr ir á heimilum milli þess, sem hreinsað er. Víða eru miðstöðv- arherbergi að fyllast af pappírs- rusli vegna þess, að fólk þorir ekki að brenna því í miðstöðv- um sínum. Eins og skýrt er frá í leiðar- vísi þeim, sem Hitaveitan hefir gefið út, þá er óhætt að brenna rusli í miðstöðvum, þó hitaveit- an sje á, ef vel er gætt, að ekki sjóði á miðstöðvarkatlinum, en best væri, ef hægt væri að finna leiðir til að losa bæjarbúa við sorpið, og helst að hagnýta það á einhvern hátt. Bæjarstjórnin skipaði á sínum tíma menn í nefnd til að athuga þetta mál, en ekki hefir verið birt neitt úm, að hvaða niður- stöðu þeir komust. Fer nú að verða tímabært að heyra eitt- hvað frá þessari nefnd. • Nýting úrgangs. S. M. Ó. skrifar mjer nýlega um þetta vandamál. húsmæðr- anna, og segir hún á þessa leið í brjefi sínu: „Kynstrin öll af hverskonar úrgangi fellur dagjega til frá heimilunum og öðrum rekstri, og er komið fyrir í sorpílátin. Kennir þar margra grasa, og miklu fleygt, er vinna mætti úr aftur, ef tök væru á því. AÐ SÖGN notfæra sumar aðr- ar þjóðir sjer slíkan úrgang, telja það ómaksins vert, því til sparn- aðar og efnisaukninkar eiði, og hvað mun þá ekki hjá okkur, er vantar svo mjög hrá- og trjá- efni. Mætti vel hugsa sjer að það borgaði sig fyrir bæinn að koma- upp stöð, er hefði það hlutverk að taka á móti öllum slíkum úr- gangi, vinna úr þeim, er nothæf- ur reyndist, en koma fyrir katt- arnef öllu ónýtu. Það er engu minni þörf nú að gera þessu spursmáli gaum, þó hitaveitan sje komin til.sögunnar, því fyrst er nú það að fyrirferðarmeira er það, sem nú er látið í stað ösk- unnar, eða alt það er brent var áður í ofnum af því tæi; sorp- ílátin fyllast fyrr og verður því meira af að taka og þá tíðara að losa þau. -— Hitt ber einnig á að líta, að Nitaveitan með rafmagn- ið sjer við hlið, mun gera okkur kleifara að ráða framúr og ráð- ast í ýmsar þessháttar fram- kvæmdir og aðrar. Á sinni tíð óraði engum fyrir, að rafmagnið myndi fæða af sjer þvílíka atvinnumöguleika og komið hefir á daginn, og eru þeir kostir sist ofmetnir, þótt þeir heimti til sín stöðugt meiri orku. Þegar þessi samstarfs- og frænd- hjú mega sín til fuls, mun skap- ast hjer sá atvinnugróður og gróði, er hverjum má í hag koma, auk birtu og ylsins er af þeim stafar, einnig meira hrein- læti, minni eldhætta, og vinnu- sparnaður við eldfærin, sem ekki hvað síst við húsmæðurnar njót- um góðs af, og megum blessa. • Kaldhæðni. VERKAMAÐUR skrifar: „Að- faranótt laugardagsins var, vakn- aði jeg við fjölraddaðan söng á götunni, sem jeg bý við. Jeg C****4*****4**4********************4*****4**^ hafði farið snemma að sofa og var þreyttur eftir strit vikunnar. Jeg lagði við hlustirnar, hvað hjer væri á ferð, og varð meira en lítið undrandi og reiður, er jeg þekti lagið og erindið: „Þeim gleymist oft, er girnast söng og dans, að ganga hljótt hjá verkamanns-- ins kofa, ó hafið lágt við litla gluggan hans og lofið dagsins þreytta barn að sofa“. Jeg leit út um gluggann, og sá að stór hópur ungs fólks fór fram hjá. Helst held jeg, að það hali verið skólafólk, og ekki fanst ímjer söngur þess lýsa tiltakan- legri menningu. Fjöldasöngur um nætur gerir það aldrei. —- Og allra síst, er sungið er það lag og Ijóð, sem þarna var um hönd f:„tt. Mjer finst það lý^a ósvifni og kaldhæðni". Aurslettur bifreiðar- stjóra. FLESTUM VEGFARENDUM hjer í bænum finst nóg um þessa dagana að komast leiðar sinnar. eftir götunum, því svo er ófærð- in mikil, að h\«srgi er hægt að komast þurrum fótum um göt- úrnar. En það er ekki nóg að menn verði að vaða snjóbleytunu upp‘ í kálfa, ef skroppið er miilí húsa, heldur bætast slettur frá bifreiðunum ofan á og hefir margur ófagra sögu að segju af því undanfarna daga. Það virðist ekki vera nema tak markaður hluti bifreiðastjóra, sem tekur tillit til gangandi fólks. Bílstjórarnir ösla áfram með ofsahraða í tjarnirnar á göt- unni og skvetturnar ganga þvert yfir gangstjettirnar upp á við næstu hús. Eitt dæmi. ,,PRÚÐBÚIN“ skrifar mjer um aurslettur bifreiðastjóranna og nefnir eitt dæmi. Vafalaust mætti nefna hundruð slík dæmi úr bænum undanfarna daga, en jeg ætla að láta þetta eina nægja: - „Jeg var ásamt kunningja mín um niður í miðbæ, prúðbúinn eins og fermingarbarn. Við vor- um á leið vestur Austurstræti. Við vorum komnir út á mitt Póst hússtræti er bifreið kom akandi norður strætið, með ofsahraða, og ekki nóg með það, á þeim hluta götunnar er bifreiðin fór yfir, var mikil tjörn. Gengu nú gusurnar hátt í loft upp, og tel jeg víst, að hefðum við ekki ver- ið svo fljótir að átta okkur á þessum mannbjána, er þarna kom, hefðum við getað fengið ó- keypis bað. Jeg tók núnier bif- reiðarinnar upp og komst að því hver á bílinn. í þetta sinn ætla jeg að láta ó- gert að segja til um númer bif- reiðarinnar, en annars ætti það að gera það. Jeg er alveg sammála hinum prúðbúna vegfarenda. Það á að kæra þá bifreiðastjóra, sem ausa vegfarendur bleytu. Það hlýtur að vera hægt að fá þá dæmda í skaðabætur er þeir eyðilegg'ja föt manna. „Leikfjelag Reykjavíkur“ sýn- ir Óla smaladreng kl. 5 í dag. Aðgöngumiðasala hefst kl. 2. — Vopn guðanna verður sýnt ann- aðkvöld og hefst aðgönguruiða- salá kl. 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.