Morgunblaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 11
3>riðj udag'ur 1. febrúar 1944. JfORGUNBLAÐIÐ 11 yícki mm leitaði að svefnlyfjum í bað- herbergi Bobbie, en sjer til mik illar undrunar fann hún ekk- ert þessháttar þar. Morgunsloppur hans njekk hjá dyrunum; hann var úr hvítu Shantung-silki með svört um bryddingum og svörtu fangamarki á brjóstvösunum. Einkar smekklegur og dýr, hugsaði Helen háðsk. Hana klígjaði jafn mikið við flíkinni og Bobbie sjálfum. Hún gætti þess vel að snerta hana ekki um leið og hún fór út. Hún hjelt til svefnherbei gis síns og byrjaði að afklæðast. ,,Það er þegar kominn nýr -^aguf“, hugsaði húu. „Jeg get sofið í allan dag og skipið íer á morgun“. Hún lagðist út af og dró á- breiðuna upp undir höku. Það er sagt, að Hong Kong sje fög- ur borg. Ekki eins skemtileg og Shanghai þó. Skemtileg borg Shanghai? Hversvegna fær maður aðeins deyfingarlyf á skurðarborðinu? Svefnmeðal, ef þjer vilduð gera svo vel. — Jeg þarf að sofna. Jelena ve.’ð- ur að fá svefn. Jeg skal biðja þýska lækninn um eitthvað svæfandi. Ef til vill er Bobbie á þeirri grænu grein með nautnalyfin sín. Frank. Aldrei framar Frank. Hefi engan vilja lengur. Þreytt. Ágætt. Frank. Svefn. XV. í tvo daga hafði Yoshio Muráta setið auðum höndum á trjestólunum hringinn í kring- um neðstu hæð hótelsins og virt fyrir sjer kínverskar her- sveitir, sem streymdu frá North Station. Á nóttinni skrölti í dyrum og gluggum, þegar stórar herflutningabif- reiðir óku fram hjá, hlaðnar hermönnum. Hann gat ekki sofið fyrir hávaðanum. Honum fanst hálfpartinn, ag hersveit- ir þessar væru ekki nándar nærri eins illa vopnum búnar og Japanar vildu vera láta. Tímarnir höfðu breyst síðan í Manschúríu-styrjöldinni, þeg- ar ógerningur var að þekkja kínverska hermenn frá kín- verskum ræningjum. Síminn var í megnasta ó- lagi. Hótelstjórinn, tortrygg- inn, geðillur og gramur vegna tjónsins, sem hann beið, vegna þess að japönsku hershöfðingj - arnir voru svo óforsjálir að láta styrjöldina breiðast til Shanghai, var hættur að segja nokkuð nema góðan daginn og góða nótt. Hvað herra Endó snerti, var Yoshio smeykur við hann. Hr. Endó var altof bjart- sýnn. I frásögn hans hafði hlutverk Yoshio virst ofur auð velt; en Jelena hafði ekkert gert, ekkert af þvf, sem hr. Endó spáði að hún myndi gera. Sjerhver tilraun hans til að vekja athygli hennar á hinni dularfullu skjalatösku, sem innihjelt uppdrættina, hafði mishepnast. Yoshio var ekki viss um, hvoru væri um að kenna, klaufaskap hans eða kæruleysi hennar. Jelena hefir breyst mjög mikið, hugsaði hann hugsjúkur. Hún hafði bi'éyst úr töfrandi franskri stúlku í kalda, óvingjarnlega enska hefðarfrú. Það var ó- mögulegt að minna þessa nýju Jelenu á samvistir þeirra í París. Hann klæddi sig, ók til Shanghai-hótelsins, slæptist í anddyrinu, lenti í neti Madame Tissaud, beið, sat fyrir Jelenu, lagði á ráðin, drakk te, drakk einnig whiský, til að öðlast aukinn kjark. Hjelt enn áfram að bíða. Jelena ljet ekki sjá sig. Hann símaði til herbergja hennar úr símklefanum í and- dyrinu, en hún sendi þjónustu- stúlku sína í símann í stað þess að koma sjálf. í örvæntingu fór Yoshio og keypti blóm, rauðan dverghlyn og þrjár hvítar orkideur, alt í flatri, ferhyfndri skál. Jelena veitti honum enga viðurkenningu. Yoshio ók aftur til hótels síns. Um kvöldið sat hann á svöl- unum og beið — eftir engu. Torgið fyrir framan hótelið | var morandi af hermönnum, . herflutningabifreiðum, byssu- ! stingjum, hrópum, köllum og hlátrasköllum. Jeg hefi beðið ósigur, hugsaði Yoshio. Þegar hann var búinn að segja þá setningu þúsund sinnum við sjálfan sig, var hann reiðubú- inn til að fremja sjálfsmorð. Sjálfsmorð er sú rjetta hegn- ing handa manni, sem falið hefir verið ábyrgðarmikið starf, en reynist ófært um að leysa það af hendi. Auk þess var miklu einfaldara og auð- veldara að fremja sjálfsmorð, en að láta hr. Endó sjá sig. Því hvíslaði að minsta kosti hin japanska sál hans að honum í mörgum eintölum. Óttinn við að lifa og hugrekkið til að deyja eru mjög nátengd í jap- önsku sálarlífi — svo nátengd, að þau eru næstum eitt og hið sama. Yoshio Murata að minsta kosti var svo hræddur við að játa ófarir sínar fyrir hr. Endó og snúa síðan aftur til síns leið inlega og tilbreytingarlausa lífs sem eiginmanns, án þess að hafa getið sjer þá frægð, sem starfið hefði getað veitt hon- um, að hann hugsaði með eft- irvæntingu til dauða síns. Eft- ir nokkra íhugun ákvað hann að skera á slagæðina í baði; það var ekki sjerlega hetju- lefeur, en að sama skapi kvala- laus dauðdagi. Hann varð að dsu að hinkra örlítið við, því að á þessum tíma var almenn- ingsbaðklefinn á Myako-hótel- inu stöðugt upptekinn. En hann var þegar búinn að skrifa foreldrum sínum, og var köm- inn í bláan og hvítan slopp og búinn að velja sjer nýtt, beitt rakblað. Það var barið að dyrum hans, og ólundarlegur þjónn afhenti honum brjef. Yoshio brosti meðan hann las það, en honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. „Háttvirti vinur. Leyfið mjer að láta í ljósi hin miklu vonbrigði, sem það hefir valdið mjer að heyra ekk ert um, hvernig ilmjurtin, sem við töluðum um um daginn, blómgast. Vinir okkar treysta algerlega ráðdeild yðar og eru sannfærðir um, að yður takist að yfirstíga hvern þann erfið- leika, sem loftslag Shanghai- borgar kann að valda í rækt- un þessarar göfugu plöntu. Jeg bið yður að svala forvitni minni með skjótu svari, þar sem ýms vandkvæði eru á því, að geta notgð símann um þess- ar mundir, þá sting jeg upp á, að þjer heiðrið óverðugt hús mitt með- návist yðar í fyrra- málið, og þá er jeg viss um, að þjer hafið aðeins góðar frjett- ir að færa mjer. Jeg vona, að yður líði vel.....“ „Stúlkan bíður eftir svari“, sagði þjónninn. Nú fyrst tók Yoshio eftir japanskri stúlku í Evrópuklæðum, sem stóð á ganginum fyrir framan dyr hans og virti hann fyrir sjer, meðan hann las brjefið. „Sæl- ir“, sagði hún og brosti um leið og hann leit á hana. „Sælar“, svaraði hann ann- ars hugar. Hann las brjefið yf- ir aftur. „Þjer vilduð kannske '>eu svo góðar að bíða á gang- x um, meðan jeg svara brjef- inu“, sagði hann vandræðaleg- ur. En unga stúlkan kom inn Og lokáði dyrunum fyrir nef- inu á þjóninum. Yoshio sveip- aði þjettar um sig morgun- sloppnum. „Hafið þjer farið út í dag?“ spurði hún formálalaust. „Nei“, svaraði Yoshio hik- andi. „En þjer eigið eftir að fara út. Þjer munuð -verða undr- andi. Það er varla þverfótað fyrir varðmönnum og her- rnönnum". Hún hafði talað ensku allan tímann, hina al- gengu ensku mállýsku Amer- íkana í Kína. „Er það?“ sagði Yoshio. „Sannarlega. Þjer munuð þurfa vegabrjef til að komast ferða yðar. Hjer er það. Gerið Kongsdæturnar frá Hvítalandi Æfintýri eftir Jörgen Moe. „Jæja“, sagði maðurinn, herra fuglanna, „þá verð jeg víst að lána þjer skíðin mín, svo þú komist til bróður míns, sem hefir vald yfir fiskunum í sjónum, en hann er nú tvö hundruð mílur hjeðan. Þú skalt spyrja hann, en gleymdu ekki að snúa skíðunum við aftur“. Konungur þakkaði og steig á skíðin, og þegar hann var kominn til þess, sem var herra fiskanha í sjónum, sneri hann skíðunum við og þau á harðaspretta sína leið til baka. Maðurinn kallaði á fiskana, en enginn vissi neitt, fyrr en kom æfagömul gedda, ’ sem ætlaði aldrei að koma, hvernig' sem maðurinn bljes í hornið. En þegar hann spurði hana, sagði hún: „Jú, þar kannast jeg vel við mig, því jeg hefi verið í tjörninni þar í hallargarðinum í tíu ár. Og í gær heyrði jeg að drotningin þar, sem misti kon- unginn sinn út í buskann, ætli að gifta sig á morgun“. „Fyrst svoná er“, sagði maðurinn, „þá skal jeg kenna þjer ráð. Hjerna úti í mýri einni eru þrír bræður. Þeir hafa staðið þar í hundrað ár og flogist á um hatt, kápu og stígvjel. Hver, sem hefir þetta þrent, getur gert sig ósýnilegan og óskað sjer hvert sem hann vill. Þú getur sagt þeim að þú ætlir að reyna að sætta þá og dæma milli þeirra, eftir að þú hafir reynt hluti þá, sem þeir eru að berjast um“, Jú, konungur þakkaði fyrir sig, og gerði eins og honum var ráðlagt. „Hvað er það, sem þið eruð altaf að fljúgasf á um?“ spurði hann bræðurna. „Lofið þið mjer nú aðs reyna þessa hluti, sem valda ykkur svo miklum deilum og svo skal jeg dæma milli ykkar“. Þetta vildu þeir mjög gjarna, en þegar hann var kominn í stígvjelin og kápuna og búinn að setja upp hattinn, sagði hann: „Þegar við hittumst næst, skuluð þið fá að heyra dóminn“, og með það óskaði hann að^hann væri kominn af stað. Meðan hann þaut áfram í loftinu, hitti hann Norðan- vindipn. „Hvert ætlar þú?“ spurði Norð^jjvindurinn. „Til Hvítalands“, sagði konungur, og svo sagði hann Norðanvindinum allt, sem borið hafði við. „Jæja“, sagði vindurinn, „þú verður víst fljótari í för- Hans, þýskum kaupmanni, var sagt, að síminn yrði tekinn af honum, ef hann tæki ekki aftur það, sem hann sagði í sím ann við mikilsmetna ungfrú í Berlín. — Hans vildi ekki með nokkru móti missa símann. Heldur vildi hann brjóta odd af oflæti sínu. Hann hringir því til ungfrúarinnar og eftirfarandi samtal fór á milli þeirra: „ Þetta er Hans kaupmaður. Eruð það ekki þjer, ungfrú Halter, sem jeg tala við?“ „Jú“. „Þjer munið, að jeg reiddist við yður í morgun í símanum og sagði yður að fara til hel- vítis“. „Já“. „Jæja, það er best að koma að efninu strax. Farið þjer þangað ekki“. ★ Rut: — Jég átti einu sinni unnusta líka. Rósa: — Hvernig fórstu að missa hann? Rut: — Jeg giftist honum. ★ Sá, sem formælir föður og móður, á hans lampa slokknar í niðamyrkri. ★ „Hversvegna fórstu að rífast við Konráð?“ , Hann bað mín af tur í nóit sem leið“. „Já, en elskan mín, hvern- ig geturðu reiðst honum, þótt hann geri það?“ „Jeg hafði játast honum í fyrrinótt“. ★ „Þú veist, að þú ert ekki ó- lagleg stúlka“. „Oh, þú myndir segja það, jafnvel þó þjer fyndist það ekki“. „Þá er jafnt á komið með okkur. Þjer myndi finnast það, jafnvel þó jeg segði það ekki“. ★ Faðirinn: — Og þjer hald- ið, að þjer getið látið dóttur mína fá alt, sem hún þarfnast. Biðillinn: — Já, hún hefir margoft sagt, að hún þarfnað- ist aðeins mín. ★ —Jeg get ekki selt kúna og fengið mjólkina. (Skoskt). Hann: — Mig hefir langað til að spyrja þig að nokkru í heila viku. Hún: — Og jeg hefi haft svarið til í heilan mánuð. ★ — Ef þjer hættið ekki að prenta gamansögur um Skota, hætti jeg alveg að fá blaðið yðar lánað, skrifaði maður frá Aberdeen ritstjóra einum. ★ Frú Sigríður: — Mundi eig- inmaðurinn þinn eftir hjúskap arafmælinu ykkar í ár?“ Frú Guðrún: — Nei, jeg minti hann á það í janúar og júní og fjekk tvisvar sinnum gjafir frá honum. ★ „ Billi: — Geta kvenmenn nokkurntíma þagað yfir leynd- armáli? Gunnar: — Það held jeg. —• Konan mín og jeg vorum búin að vera gift í nokkra mánuði áður en hún sagði mjer nokk- uð af sínum — og mínum líka. ★ — Jeg er bjáni, jeg elska alt, sem er gott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.