Morgunblaðið - 02.02.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.02.1944, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2. febrúar 1944 MORÖUNBLAÐIÐ 5 | ^3lyrótta ðí<ía ❖ » . X"X"X**X"X"X“X"X"X~:"X"X"X"X"X**X"X~x~x~>*x~X"X"X"X*<"X“X"X~:"X”X*'y X orcýU n iLi óinó $ I K"X"X":"X"X"X":"X"X"X"X":"X"X*<*<“>»^»»*i MEISTARAFLOKKUR VÍKINGS SL. 5 ÁR Eftir J. Bn. SVO SEM kunnugt er, er knattspyrnufjelagið Víkingur nýorðið 35 ára. Þegar fjelagið varð 30 ára, var rifjuð upp starfsemi þess hin næstu árin á undan. Væri nú eigi óviðeig- andi að fara nokkrum orðum um meistaraflokk fjelagsins þau fimm ár, sem síðan eru liðin, eða árin 1939—1943, að báðum meðtöldum, og mun jeg gera —til þesa nokkra tilraun í eftirfarandi grein. Það var árið 1938, svo sem kunnugt er, að Víkingur tók að „ná sjer upp“ i knattspyrn- unni, eins og það er kallað, eftir að hafa lengi haft ljeleg- um meistaraflokki á að skipa, sjerstaklega vegna þess, að flestir hinna eldri leikmafina flokksins hættu um svipaðar mundir, en lítið var þá um yngri menn í fjelaginu, og mátti svo segja, að þriðji flokk ur kæmi næst. Voru þess mörg dæmi á mestu niðurlægingar- árum Víkings, að annars og jafnvel þriðja flokks menn jjrynjólfsson, Ólafur Jónsson, Nytsamur lærimeistari. fengju að leika með meistara- flokki, eða fyrsta flokki, eins og hann var þá nefndur. Þeir voru ekki margir, leikirnir, sem unnust, en piltarnir fengu æfingu engu að síður, og haustið 1937 var þárna komið nokkurnveginn lið, að vísu mjög ungt að árum að öllu samanlögðu, en þrautreynt í mótlæti allskonar, og þetta haust vinnur meistaraflokkur Víkings einn fyrsta meirihátt- ar sigur í langan tíma, þ. e. a. s. hraðkepnina svonefndu. Vík- ingi auðnaðist þá með mjög laglegum leik að vinna Fram og gera jafntefli við K. R.. en tapaði fyrir Val, sem mætti með ólöglegan leikmann, svo Víkingi var dæmdur sigurinn. Þótt þessi úrslit hefðu getað Reykjavíkurmeislararnir 1940 Hjer eru Reykjavíkurmeistarar Víkings 1940. Fremri röð frá vinstri: Einar Pálsson, Gunnar Hannesson, Edvald Berndsen. Ingi Pálsson, Skúli Ágústsson og Þorsteinn Ólafsson. — Aítari röð frá vinstri: Vilberg Skarphjeðinsson, Ólafur Jónsson, Hauk- ur Óskarsson, Brandúr Brynjólfsson, Guðjón Einarsson (þáver- andi form. fjel'.), Ingólfur Isebarn og Hreiðar Ágústsson. Thor Hallgrímsson, Haukur Óskarsson, Björgvin Bjarna- son, Þorsteinn Ólafsson og Ingólfur Isebarn. Víkingur varð annar í röð- inni á þessu íslandsmóti, gerði jafntefli við Fram. en tapaði fyrir Val með 2 — 3 'eftir tví- sýnan leik, enda er þetta sum- ar, 1938, upphafið að því gengi, sem meistaraflokkur Víkings hlaut á næstu árum. Árið 1939. ÞETTA Ár byrjaði heldur illa fyrir meistaraflokki Vík- irgs; þeir töpuðu fyrsta leik sínum á Reykjavíkurmótinu (gegn Val) með 1 — 5, og menn fóru að segja, að hin góða frammistaða þeirra árið áður hefði verið einskær hunda- verið glæsilegri, þá fylti betta | hepni. En í síðari leikjum móts hina ungu leikmenn áhuga og ins ráku Víkingar að nokkru þrótti. Þeir sáu, að þeir voru af sjer slenið, unnu Fram að verða sæmilegt lið, og á- settu sjer að verða enn betra. Óveðursleíkurinn. ÞAÐ VAR á íslandsmótinu 1938, að Víkingar unnu sinn fyrsta mikilvæga sigur síðasta fimm ára tímabil, er þeir unnu K. R. í allmiklu hvassviðri meö einu marki gegn engu, eftir að hafa varist öflugri sókn K. R,- inga undan vindinum allan síðari hálfleikinn. Hafði liðið þá þegar að nokkru leyti feng- ið hina ljettu og lipru leikað- ferð, sem síðan hefir einkent það, en í þessum leik brá fyr- ir auk þess mikilli snerpu. seiglu og sigurvilja, liðið vann sem einn maður, ef svo mætti að orði kveða, og slík íið eru oft sigursæl. Það lið Víkingy, sem sigraði í þessum eítir- minnilega leik, sem var þá og síðar mjög umræddur. var þannig skipað, talið frá mark- manni til vinstra úthorja: Sighvatur Jónsson, Gunnar Hannesson, Hjörtur Hafliða- son, Hreiðar Jónsson, Brandur með 2 — 0, en gerðu jafntefli við K. R., 1—1. Varð Víking- ur á mótinu nr. 2—3 með K. R. íslandsmótið fór þannig, að Víkingur varð einnig nr. 2—3, og auðnaðist nú að gera jafn- tefli við Val í fyrsta skifti í langan tíma, vann þá K. R.. en tapaði fyrir Fram. Þetta sum- ar fjekk Víkingur nýjan mark mann, sem átti eftir að verja markið vel og lengi, Edvald Berndsen. Hann ljek í öllum meistaraflokksleikjum, sumars- ins. Annars var liðið mjög sVip að og sumarið áður. Jeg tek hjer liðið, sem jafntefli gerði við Val á íslandsmótinu, en sá ieikur var besti leikur Vikings þetta sumar: Berndscn, Gulin- ar Hannesson, Sluili Ágústs- son, Ólafur Jónsson, Brandur Bryn jólfsson, Einar Pálsson, Vilberg Skarphjeðinsson, Þor- steinn Ólafsson, Björgv. Bjarna son, Haukur Óskarsson, Ingólf ur Isebarn. Flest mörk Vikíngs skoruðu þetta sumar þeir Björgvin Bjarnason og Þor- steinn Ólafsson, 3 hvor. EKKI ER hægt að rita sögu meistaraflokks Víkings þetta sumar, án þess að geta þess manns, sem að miklu leyti lagði grundvöllinn að sigrum næsta árs, og sem þjálfaði lið- ið til þess að fullkomnast í hin um ljetta og |tutta samleik, rerr. það ástundaði með sjer- staklegri leikni sumarið eftir. En það var Fritz Buchloh, þýski landsliðsmarkmaðurinn,. sem þjálfaði Víking þetta sum- ar. Báru allir honum sama orð, að hann hefði verið bæði mjög góður kennari og samvisku- samur þjálfari, og eru Víking- ar að eigin sögn enn í mikilli þakkarskuld við hann. — Um haustið fóru Valur og Viking- ur sameiginlega kepniferð til Þýskalands. Þessir menn úr Víking tóku þátt i ferðinni, en Buchloh var þjálfari þeirra: Edvald Berndsen, Gunnar liannesson, Haukur Óskarsson, Brandur Brynjólfsson, Þor- steinn Ólafsson og Björgvin Bjarnason. Ferðin varð ekki eins og áætlað hafði verið, stríðið skall á, og iþróttirnar urðu að víkja fyrir manndráp- um. Komust knattspyrnumenn irnir heim eftir nokkrar tafir. ,og það gerði á þessu Reykja- víkurmóti. Liðið, sem vann Val, var þannig skipað: Bernd- sen, Högni Helgason, Hreiðar Ágústsson, Ólafur Jónsson, Brandur Brynjólfsson, Haukur Óskarsson, Vilberg SkarphjeS- insson, Einar Pálsson, Þor- steinn Ólafsson, Ingi Pálsson, Ingólfur Isebarn. Síðari umferð mótsins vann Víkingui-að vísu ekki, en mót- ið vann flokkurinn á stigum, vegna algers sigurs í fyrri um- ‘ferð, fjekk alls 9 stig, tapaði einum leik (geg* Val í síðari umferð 1—3). Það var á þessu móti, sem Þorsteinn Ólafsson sýndi alveg frábæran leik, sem miðfram- herji, snerpa hans, flýtir og skotfimi var svo mikil, að ekki varð rönd við reist. Skoraði Þorsteinn öll mörk Víkings á mótinu að tveim undanteknupi. Vörnin var mjög örugg, sjer- staklega var Brandur Brynjólfs son öruggur, svo og Hreiðar Ágústsson, en útframverðir voru þá einnig ágætir, þeir Haukur Óskarsson og Ólafur Jónsson, og mun sigurinn ekki hvað síst hafa verið þvi að þakka, því fátt er betra fyrir lið, sem annars er sæmilegt, en sterkir útframverðir. Þetta var í fyrsta skifti, sem Víkingar náðu að verða Reykjavíkurmeistarar, og munu þeir hafa hugsað gott til glóðarinnar að verða Islands- meistarar líka, enda munaði minstu að það tækist. Leikur liðsins var einnig mjög góður á því móti, enda tapaði það eng um leik á mótinu. Vann K. R. og gerði jafntefli bæði við Val og Fram og varð nr. 2, en Val- ur vann mótið. Liðið var að flestu leyti sama og á JReykja- víkurmótinu, en þó nokkuð Jöðruvísi skipað til leiks. Ing- ólfur Isebarn skoraði flest mörk Víkings á þessu móti. Víkingur tapaði í Walters- kepninni, sem hófst þetta haust. Nokkru síðar fór fram svonefndur ,,úrslitaleikur“ milli Vals og Víkings, og skildu liðin þar enn jöfn, 1—1. Þor- steinn Ólafsson skoraði flest mörk allra meistaraílokks- manna þetta suraar, en næstur honum kom Ingólfur Isebarn. Reykjavíkurmeistarar. ÞAÐ KOM í ljós jafnskjótt og Reykjavíkurmótið hófst 1940, að Víkingar myndu ekki verða lamb að leika við. Þeir byrjuðu með því að vinna K.R. með 3—0 og var það stærsti sig ur þeirra um langan tíma. Fram fór sömu för, en sigur- inn var að vísu knappari, að- eins 1—0. Lenti svo Víking saman við hinn gróna meist- araflokk Vals i síðasta leik fyrri umferðar í mótinu (þær voru tvær) og sigraði eftir fyr- irtaks leik með 4—1. En í.meist araflokki hefir Víkingur ekki únnið Vál síðan, enda hefir lið- ið tvímælalaust aldrei. leikið fullkomlega jafn vel og fallega Lrfitt sumar. SUMARIÐ 1941 varð Víkingi að mörgu leyti erfitt í meist- araflokki, það var einhver ann ar blær kominn yfir liðið en sumarið á undan, það var eins og ekkert vildi almennilega hepnast fyrir því. Að vísu byrj uðu Víkingar með því að gera enn eitt jafntefiið við Val á fyrsta leik íslandsmótsins, en tapaði bæði fyrir Fram og KR. Og að vísu vann Víkingur K. A., sem þátt tók í mótinu, og það með miklum yfirburðum, en frammistaða liðsins var ekki eins og á hefði mátt kjósa, enda var framlínan næsta áraugurs- lítil í ýmsum leikjum. Að vísu Ijek liðið yfirleitt mjög fallega, tn það var eins og sigurviljinn væri ekki sá sami og sumarið áður, og þurfti minna mótlæti til þess að liðið þreyttist off biði lægra hlut. Af Reykjavíkurmótinu þetta ár var í 'mörgu sömu sögu að segja, Víking tókst að vísu að vinna Fram með 1—0, en ann- ars var leikur liðsins harla lít— ið sannfærandi, enda ekki trútt um, að niðurröðun leik- manna væri á stundu#n skökk. Einnig höfðu 'Víkingar nú mist einn af sínum bestu mönnum, sem mikinn þátt hafði átt í sigrum fyrra árs, Ólaf Jóns- son, sem slasaðist á síðasta leik íslandsmótsins þetta sumar. Á Reykjavíkurmótinu skoraði Víkingur aðeins eitt mark, og sýnir það, að ekki hefir sókn- arliðið verið sjerlega ágengt í leik sínum, og skotin heldur lin. Einn leik Reykjavíkurmóts- ins, á. móti Val, ljek Víkingur með fimm lítt vönum mönnum, enda tapaði hann þeim leik með 8—0. Var það mesti ósig- ur, er flokkurinn hafði lengi beðið, en leikurinn var ekki leiðinlegur, þvert á móti. . Markatalan hefði áreiðanlega orðið minni, ef Berndsen hefði verið í markinu. Walterskepninni tapaði Vík- ingur þetta haúst í leik gegn Val með 1—3, hafði heldur ekki fult lið þá áf bestu mönn- um. Þannig var sumarið 1941 ljelegra en þrjú undanfarin sumur, hverjar sem orsakirnar hafa verið. Sumaríð 1942. ÞAÐ BYRJAÐi vel fyrir Vík ing. Á afmælismóti Iþrótta- sambandsins sýndi liðið einna bestu æfinguna, vann Fram með 5—0 og gerði jafntefli við K. R.. en tapaði fyrir Val eít- ir mjög tvísýnan leik 1—0. Heldur fór að versna, er Is- landsmótið byrjaði. Að vísu tapaði Víkingur fyrsta leikn- um gegn Val með aðeins 1-—0, og voru liðin mjög jöfn, en framlínu Víkings brást að skora í leiknum. Þessi ósigur hafði ill áhrif á siðari leik liðs- ins á mótinu, virtist draga úr þeim kjark og gera leik þeirra heldur happa- og glappakend- an, eins og liðinu væri nokkuð sama um, hvernig gengi, en það má liði aldrei vera. Meira að segja töpuðu Víkingar þá fyrir Vestmannaeyingunum, sem mættu á þessu móti með heldur óþroskað lið, og var frammistaða Víkingsliðsins í þeim leik næsta hörmuleg. I síðasta leik mótsins rak Vík- ingur *þó af sjer slenið ög vann K. R. með 2—0, og í þeim leik var Þorsteinn Ólafsson aðal driffjöðúr liðsins, sem annars vann alt rjett laglega. Reykjavikurmótið þetta ár færði Víking ekki annan hróð- ur en að hafa Teikið ágsetan leik móti Val. Varð þessi leik— Framh. á bls. 8. */ $4 i Hi' ’ i> *> * > r f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.