Morgunblaðið - 02.02.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.02.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MiSvikudagur 2. febrúar 1944 — Crein Oemeree Bess - VÍKINGUR Framhald af bls. 7 ; . j ,áð ganga milli bols og höf- | uðs á Þýskalandi og Jap- [ján, en þegar vjer samtímis ' steyptum oss út í Evrópu- og Kyrrahafsstyrjöldina, [; heimtuðum vjer ekki af \ þeim nein loforð eða skuld- bindingar, og af þeim sök- um höfum vjer enga aðstöðu nú til þess að taka að oss húsbóndahlutverkið í styrj- öldinni eða taka ófrávíkj- anlegar ákvarðanir um skip an málanna í heiminum eft- ir stríð. Á tímabilinu frá september 1939 til desem- ber 1941 hafði ríkisstjórn vor þegar skuldbundið oss — að því er virtist með al- mennu samþykki — til þess að undirrita ósigur Þýskalands og styðja hverja þá ríkisstjórn, sem berðist gegn Þýskalandi. Á sama hátt höfðum vjer tekist á hendur yfirráð Kínverja í » Asíu. Áður en Þýskaland sagði oss stríð á hendur, vorum vjer skilyrðislaust skuld- bundnir til þess að veita tveimur stórveldum Evrópu — Stóra-Bretlandi og Rúss- landi — aðstoð, auk allra hinna útlægu ríkisstjórna, sem sest höfðu að í London. Bandaríkjastjórn hafði op- inberlega viðurkent allar þessar útlægu ríkisStjórnir nema stjórnarnefnd frjálsra Frakka, og með láns- og leigu-aðgerðum og á annan hátt sjeð þeim fyrir ýmsum birgðum og veitt þeim sið- ferðilegan stuðning. Ríkisstjórnir þessarar, er vjer þannig höfðum lofað stuðningi, náðu yfir allan tónstigann, allt frá full- komnasta lýðræði til algers einræðis. Óskin um ósigur Þýskalands er það band, er tengir þær saman, og að því er virðist, er þetta eina for- sendan, sem ríkisstjórn vor byggir viðurkenningu sína á. I launaskyni fyrir þá að- stoð, sem vjer höfum veitt þeim, hefir ríkisstjórn vor aldrei krafist þess af nokk- urri ríkisstjórn banda- manna í Evrópu, hvorki frjálsri nje útlægri, að hún breytti stjórnarfari lands síns í samræmi við rjett- Iðetishugsmyndir vorar. Hin útlæga ríkisstjórn Júgóslava er gott dæmi um það, hversu ríkisstjórn vor skeytir lítið slíkum hug- sjónaatriðum. — Meðlimir þeirrar stjórnar voru virkir aðilar í einræðisstjórn þeirri, sem fór með völd í Júgóslavíu, þegar Páll prins gerði sáttmálann við Þýska land í marsmánuði 1941. — Hversu mjög, sem við lát- um hugmyndaflugið ráða, þá er ógerlegt með öllu að kalla þessa menn lýðræðis- sinna. Engu að síður stjórn uðu þeir uppreisninni gegn þessum samningi við Þýska land, og þeir voru hvattir áfram í þeirri uppreisn af amerískum embættismönn- um, sem lofuðu þeim stuðn- ingi, ef þeir berðust gegn Þjóðverjum. Jeg var á ferð um Balk- anlönd um þetta leyti, og fjekk jeg þar upplýsingar um þessa opinberu hvatn- ingu Bandaríkjanna til Jú- góslava í stjórnarbyltingu þeirra, sem flýtti innnrás Þjóðverja í landið. — Einn- ig frjetti jeg um loforð þau, sem Bandaríkjastjórn hafði gefið fyrir byltinguna. Var þar þeim leiðtogum Júgó- slava, er uppreisninni stjórn uðu, lofað stuðningi eftir stríð. Viðureign við Noregsstrendur London í gærkveídi. Allsnörp viðureign varð við Noregsstrendur í dag, er breskar Beaufighterflugvjelar rjeðust að þýskura skipum. Söktu þær eínum vel vopnuð- um tundurduflaslæði, en kveiktu í meðalstóru flutn- ingaskipi. Ennfremur var komið fallbyssuskotum á varð skip nokkurt. Varnarskothríð, var mjög hörð, en þrátt fyrir það sluppu allar flugvjelarn- ar, að einni undantekinni við skömdir, og allar hiifðu þær sig heim aftur. Barnaheimili f : Í'K < Ut af smágrein, sem jeg skrifaði í Morgunblaðið 26. jan. og átti *að vera til þess að vekja afhygli á' barnaheimilis- sjóði Templara, hefir risið mis- skilningur, sem jeg tel mjer skylt að leiðrjetta. í inngangsorðum mintist jeg á það hvernig Reykjavík hefir bygst, þanist út um holt og hæðir, og jeg leyfði mjer að segja, að ekkert hefði verið hugsað um börnin, sem hjer eiga að alast upp. Þar átti jeg við, og af samhenginu átti það að vera Ijóst, að byggingarnar og mannvirkin væri öll miðuð við þarfir hinna fullorðnu, en það hefði gleymst að hugsa fyr ir þörfum ungu kynslóðarinn- ar, sem hjer á að alast upp. En þessi orð mín hafa ýms- ir skilið svo, að jeg væri að vanþakka það; sem ýms fje- lög og einstakir menn hafa gert fyrir börn bæjarins. Slíkt kom mjer vitanlega ekki til hugar, og orð mín áttu ekki heldur að skiljast þannig. Jeg met ákaf- lega mikils það starf, sem Odd- fellowreglan, Barnavinfjelagið Sumargjöf og Rauði Kross ís- lands hafa int af höndum. En starfsemi þeirra og hin knýj- andi nauðsyn til hennar sýnir best, hversu sorglega hefir ver ið búið að æskunni, hvernig hún gleymdist, þegar Reykja- vík var að blása sundur. Þess vegna er knýjandi þörf fyrir sumarheimili — fleiri og fleiri sumarheimili, dagheimili, vöggustofur. En það er líka knýjandi þörf fyrir annars- konar heimili, uppeldisheim- ili, og slíkt heimili er ekki til í landinu enn, eins og jeg drap á. Og það er einmitt þesskon- ar heimili, sem Reglan vill koma á fót. Og jeg endurtek áskorun mína: Munið Barna- heimilissjóð! Heitið á hann, sendið honum gjafir og kaup- ið minningarspjöld hans! Á. Verðlagsbro! NÝLEGA hefir verslun Önnu Gunnlaugsson, Vest- mannaeyjum, verið dæmd í 300 króna sekt, fyrir verðlagsbrot. Verslunin hafði lagt of mikið á vefnaðarvöru. Reykjavík, 31. janúar 1944. Skrifstofa Verðlagsstjóra. . Framh. af 5, síðu. ur jafntefli 0—0, en allir, sem á hann horfðu, lofuðu hann mjög, enda var leikur Víkings í honum sá besti, sem sást til meistaraflokksins á því ári, en þótt undarlegt — og kannske ekki undarlegt megi virðast, — þar sem liðin hafa líka leikað- ferð, eru bestu leikir Víkings venjulega gegn Val. — Hinum leikjunum á mótinu tapaði Vík ingur og eins Walterskepninni um haustið. Tímabil á enda. EINS OG flestum er kunn- ugt, ljek Víkingur ekki með s.l. sumar, hvorki í Islands- nje Reykjavíkurmóti, og tapaði í Walterskepni. En á hinu svo nefnda ,,Tuliniusarmóti“ um vorið hafði liðið staðið sig sæmilega eftir vonum. — Sögu þess, hversvegna Víkingur ljek ekki s.l. sumar, fer jeg ekki að rekja, en rrjun verja því, sem eftir er af grein þessari, til þess að geta lítilfjörlega þeirra manna, sem mest hafa varið kröftum sínum í þágu meist- araflokks Víkings þessi síðustu fimm ár, og ennfremur um þann árangur, sem liðið hefir sýnt í leikjum sínum. Það er tiltölulega fámennur hópur, sem borið hefir flokkinn uppi, alls eru leikmenn í þessi fimm ár 31 að tölu, og fara hjer á eftir nöfn þeirra leikmanna, sem tekið hafa þátt í 10 l'eikj- um og þar yfir. Alls hefir meistaraflokkur Víkings leikið 48 leiki á þessu fimm ára tíma- bili. Leikmenn Víkings. BRANDUR ÖRYNJÓLFS- SON 46 leikir, Einar Pálsson 46, Edvald Berndsen 44, Þor- steinn Ólafsson 44, Haukur Óskarsson 43, Ingi Pálsson 39, Ingólfur Isebarn 38, Vilberg Skarphjeðinsson 34, Eiríkur Bergsson 26, Gunnar Hannes- son 25, Skúli Ágústsson 24, Ólafur Jónsson 19, Guðmund- ur Samúelsson 16, Gunnlaugur Lárusson 14, Már Jóhannsson 14, Hreiðar Ágústsson 11, Björgvin Bjarnason 11. Af þeim 48 leikjum, sem leiknir hafa verið, hefir Vik- ingur unnið 16 leiki, 12 verið jafntefli, en 20 tapast. Víking- • ar hafa í leikjum þessum alls skorað 55 mörk gegn 65, en þess ir menn hafa skorað mörk Vík- ings: Þorsteinn Ólafsson 26, Ing- ólfur Isebarn 8, Haukur Ósk- arsson 5, Björgvin Bjarnason 5, Ingi Pálsson 3, Brandúr Brynjólfsson 3, Eirikur Bergs- son 2, Vilberg Skarphjeðinsson 2 og Thor Hallgrímsson 1. Litið yfir árin. MARGIR af þeim mönnum, sem kept hafa í meistaraflokki Víkings í þessi fimm ár, eru þegar orðnir þjóðkunnir knatt spyrnusnillingar, og er óþarfi að telja nöfn þeirra frekar en orðið er. En þegar litið er yfir feril meistaraflokksins þessi fimm ár, þá ber margt fyrir augu. Þar sjást, eins og gera má ráð fyrir, sigrar og ósigr- ar. Frammistaða hinna fyrstu tveggja ára 1939 og 1940 var með ágætum. En árin -1941 og 42 er útkoman verri. Fyrra ár- ið vinnast aðeins tveir leikir, en 6 tapast. Síðara árið einnig 2, en 7 tapast. En það vita allir, að í knattspyrnunni gengur á ýmsu, en afturför hinna tveggja síðari áranna, sem hjer á undan eru talin, er þó helst til mikil. Hverjar orsakir henn ar eru, er ekki gott að segja, en víst er um það, að samheldni og sigurvilji liðsins á leikvelli hefir ekki verið sá sami og hann var árin 1938—1940. Fimm ár eru stuttur tími í sögu fjelags, og hin síðari af þessum liðnu fimm árúm Vík- ings eru þannig, að erfitt var þá yfirleitt um margt, er íþrótt inni viðkom. Erlendum áhrif- um var ekki fyrir að fara, íþróttin varð algjörlega að búa að sínu, engir framandi straumar, sem þroskandi hefðu getað orðið, komu til knátt- spvrnumanna vorra utanfrá. Þetta hefir haft áhrif á alla íþróttina hjer á þessum tíma, bæði Víking og aðra. En kattspyrnuunnendur eru Víkingum þakklátir fyrir marga fallega og drengilega leiki á þessu tímabili, og von- ast eftir að sjá meira af slíku næstu fimm ár. Óskum vjer svo, að framtíðin megi gera Víkinga heilsteypt lið og örugt og þökkum þeim fyrir liðin 5 ár. ' J. Bn. VOOO^XXJOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO^^OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO^^OOÖCtöOÖOOOOOOOÖOOOOOOOOOC! X - 9 r SAW, X-9 l I £>A\N A suy THAT LOOKS LtK£ TA//5 ALEX, Tht£ CSREAT-HE UUSCT CSOT A JOB /A/ THE SPORTIN& cSOODS DEPARTMENTÍ Eítir Robert Storm * OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO > Einn leynilögreglumannanna: — Jeg skal segja yður nokkuð, X—9. Jeg sá náunga, sem líkist þess- um Alexander mrkla. Hann'fekk nýlega atvinrra í • iþróttadeildinni. , . , ,, (t — ef vi;sf um, aú það er hann. Jeg ætla að taka hann fastan. X—9: — Bíðið! Við kærum okkur ekki um að koma hjer öllu í uppnám. Jeg skal finna leið til að taka hann fastan, án þess nokkrum verði stofnað í hættu. Þið skuluð gæta allra útgöngudyra, piltar, . Alexander: — Það er ekki að sjá, að hjer sje neinn lögregluþjónn á férð, ekkert annað en ung- língar. ) ( í íf ; (< <' t 11: ti : í. vl ) L!i É Í ÉN GÍ.Ui

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.