Morgunblaðið - 04.02.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1944, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIB Föstudagur 4. febrúar 1944 ÆFINTYRALEG BJORGUN FOLKSINS ER HÓTEL ÍSLAND BRANN ÆFINTYRALEGAR eru .frásagnir fóikstns, sem bjó í Hótel ísland, 'um hvernig það bjargaðist úr hinum hörmulega eldsvoða í fyrri- nótt. Sýna frásagnir þessar, að hjá flestum hefir hurð skollið nærri hælum og ekki mátt muna mjórra, að fólkið kæmist út. Varð húsið al- elda svo að segja á svip- stundu, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Flestir mistu alt sitt. Alis voru 49 manns skráðir gestir og starfsfólk í gistihúsinu. — Rannsóknarlögreglan hafði tal af allflestum í gærdag. Þó voru nokkrir, sem ekki náðist til, en ekki er þó tal- in ástæða til að óttast, að manntjón hafi orðið á fleir- um en þessum eina, sem getið er um á 1. síðu blaðs- Ins. Dugnaður starfssíúlkna við að vekja. Það var starfsstúlka á gisti- húsinu, Rósa Sigfúsdóttir, sem bjó á efstu hasð hússins, sem fyrst varð eldsins vör. Vaknaði hún og fanst eitthvað vera að. Sá hún þá að eldur var kominn í veggi á geymsluherbergi á hæðinni. Stökk hún framúr rúmi sínu, fáklædd, og vakti alla á hæðinni, sem hún náði til. A hæðinni bjó dóttir gisti- húseiganda, Esther Rosenberg. Hún hljóp niður á skrifstofu gistihússins á 1. hæð og símaði til slökkviliðsins. Starfsfólk gistihússins gekk mjög duglega fram í að vekja gesti á öllum hæðum. Hjá flestum skall hurð nærri hælum og mátti ekki tæpara standa inn i herbergi .sitt og kastaði einhverju af farangri sínum í fjórar töskur, er hann hafði í herberginu. Fór hann í jakka og frakka. Telur hann að þetta hafi ekki tekið meira, en 'svo sem 5 mínútur, er tímaáætlun hans þó ágiskun. Þegar Tómas kom út á gang- inn, var þar alt orðið svart af reyk. Var svo dimt af reyk á gangimim, að Tómas telur, að ef hann hefði ekki.verið jafn kunnugur húsaskipan í gisti- húsinu og raun var á, hefði hann ekki fundið stigagatið. Flýtti hann sjer niður stig- ann, en föt hans sviðnuðu og hann brendist á höndum. Tóm- as gat þrifið með sjer tvær tösk ur, aðra litla. Hann segist hafa haft 20 siifurrefaskinn, er hann átti i herbergi sínu og brunftVi þau inni. Skinnin voru vátrygð fyrir 15.000 krónur. Tómas telur, að hann hafi verið síðastur manna, sem komst út úr Hótel Island eftir stiganum. Áttræður maður bjarg aði sjer á björgunar- kaðli af annari hæð Jíldsupptök enn ókunn. Ekkert hefir komið í Ijós, sem geti gefið gefið neina vís- bendingu um eldsupptökin. Er það eina vitað, að eídurinn virð ist hafa komið upp á efstu hæð- inni, í eða við geymsluherbergi það, sem áður er nefnt. Var ekki vitað til að neinn færi þarna óvarlega með- Ijós þetta kvöld. Slökkvitilraunir árangurstausar. Tómas HaUgrimsson hjet einn gesta hótelsins. Hann bjó í herbergi nr. 14 á annari hæð. Hann var ekki sofnaður er elds ins varð vart. Heyrði hann að- varanir um eldsvoðann og brá yfir sig fötum. Er hann kom út á ganginn var eMurinn ósjá- anlegur á hæðinni, sem harin bjó á. Er Tómas kom út á gang- inn, mætti hann Helga Rósen- berg. Bað Helgi Tómas að koma með sjer upp á efstu hæð ina. Gripu þeir handslökkvi- tæki. sem voru í ganginum og stiganum niður á 1. hæð og hlupu með þau upp á Ioft. Er þeir komu á efsta loftið var þar tiltölulega lítill eldur í þiljum og upp með fataskáp við geymsluherbergið. Tæmdu þeir Helgi og Tómas úr slökkvi tækjunum í eldinn, en það virt ist enginn áhrif hafa. Eldurinn magnast á augnabliki. Tómas flýtti wfet nú aftur Áttræður bóndi bjargar sjer á björgunarkaðli. I flestum herbergjum Hótel- íslands voru björgunarkaðlar eða reipi. Hefir Rosenberg gistihúseigandi jafnan sjeð um að hafa þau í lagi og var einn sá fyrsti hjer í bæ til að fá sjer slíka kaðla í herbergi gistihúss- ins. Aðeins einn maður notaði sjer þetta björgunartæki. Það var áttræður bóndi, hinn kunni atorkumaður Guðmundur Þor- bjarnarson að Stóra-Hofi. Guðmundur bjó í herbergi nr. 36 á efstu hæð, þakhæð. Er honum var gert aðvart um eldinn fór hann að klæða sig. Var hann fljótur að því, en er hann ætlaði út í ganginn, var þar eitt eldhaf og ekki við- lit að komast út eftir gangin- ium. Tók Guðmundur þá það ráð, að nota björgunarkaðalinn. Gekk það að óskum og komst Guðmundur ómeiddur til jarð- ar. Skipti cngum togum. Öllum, sem úr eldinum björg uðust, ber saman um hinn óg- urlega hraða eldsins. Mætti segja margar sögúr um það. Skal hjer aðeins einní bætt við. í herbergi nr. 20 á annap hæð bjó Hendrik Gíslason frá Vestmannaeyjum. Hafði harrn lofað sjómanni, Jóni Ólafssyni frá Eyrarbakka að sofa hjá sjer þessa nótt. Er þeir voru vaktir, fóru þeir út á ganginn og sá þá lítinn reyk þar, én er Hinrik varð litið upp á þakhæðina sá hann að hún var alelda. Fóru þeir fjelagar aftur inn í her- bergi og brugðu yfir sig fötum og reyndu að taka með sjer það helsta af farangri. Er þeir komu aftur út á gang inn skipti það engum togum, Herbergi nr. 20, Hinrik Gíslason, frá Vestmannaeyjum, kom á hótelið nálægt 10. janú- ar. Hjá honum bjó Jón Ólafs- son sjóm. Herbergi nr. 21, Mi^. Berger, vinnur á enska Y. M. C. A., kom á hótelið í byrjun des. Herbergi nr. 22, maskinu- meistari Foyn, kom á hótelið í nóvember. Herbergi nr. 23, Helgi Rósen berg, þjónn á hótelinu. Herbergi nr. 24—25, dr. Scargill, vinnur við Y. M. C. A.f kom á hótelið 1940. Herbergi nr. 27, Gísli Sig- hvatsson, Sólbakka í Garði, hafði verið mánaðartíma á hó- telinu en fór suður í Garð í eftirmiðdag í gær og mun ekki hafa komið aftur í gærkveldi. Herbergi nr. 30, Capt. Ro- bertson, er á vegum Sea Tran- sport Office og kom á hótelið í gær. Herbergi nf. 31, Sveinn Ás- mundsson, byggingameistarí frá Siglufirði, kom um 20. jan. s. 1. á hótelið. Herbergi 32. Capt. Fjörtoft, norskur skipstjóri og búinn að búa á hótelinu á annað ár. Hann slasaðist, er hanrTstökk í bjargsegl og var fluttur í Landspítalann. , Þessi mynd var tekin frá gatnamótum Grjótagötu og Aðal- strætis og sjest vel á myndinni hvernig eld og reykhafið fylti götuna og stóð hátt í loít upp. Húsið, sem sjest til hægri á mynd- inni, er Verslun Brynjólfs Bjarnasonar. (Ljósm. Stef. Nikuláss.). að hann var eitt reykhaf og mátti ekki tæpara standa að þeir fjelagar kæmust heilir út. Urðu þeir að skilja eftir mest allan farangur sinn, eins og aðrir. Einn gesta, sem misti all- an sinn farangur með Laxfossi, misti aftur alt sitt í brunanum. 49 manns bjuggu í gistihúsinu. Hjer fer á eftir listi yfir þá, sem í Hótel ísland bjuggu þessa nótt, eða voru þar skráðir gestir og starfsfólk, og er list- mn gejður eftir upplýsingum frá skrifstofu gistihússins: Gestir: Herbergi nr. 4, bjó Kapteinn Bjerkelund og hafði búið þar síðan um mánaðamót nóv. Og desember. Herbergi nr. 6, bjó Markús Jensen, og frú frá Eskifirði, og komu þau með Esju í fyrra- dag. Herbergi nr. 7, Sigurður Hall bjarnarson frá Akranesi, kom 1. þ. m. Herbergi nr. 9, Mr. Appley, kom í byrjun jan. Herbergi nr. 10, Mr. Prosser, búinn að vera á annað ár. Herbergi nr. 12, sem er' skrif stofa Magnúsar Andrjessonar, útgerðarmanns, þar svaf í nótt danskur skipstjóri, sem mætt veit ekki nafn á. Komst hann í náttfötum einum klæða sinna niður á Hafnarskrifstofu og þaðan um borð í skip sitt. 2. hæð: Herbergi nr. 13, Magnús, fr^ Vestmannaeyjum. Hann ætlaði til Vestmannaeyja með ein- hverju skipi í fyrrakvöld, og gert ráð fyrir að hann hafi far- ið. Herbergi nr. 14, Tómas Hall- grímsson, frá Grímsstöðum, kom 21. f. m. Herbergi nr. 15, Konráð Jónsson starfsm. hjá S. í. S., hafði búið á hótelinu í 14 mán- uði. Herbergi nr. 16, Capt. Mayer, kom á hótelið 29. f. m. Herbergi 'nr. 17, Friðrik Þor- talldsson, Borgarnesi, kom á hótelið 30. f. m. Herbergi nr. 18, Sveinn Steindórsson, frá Hveragerði, kom 1. þ. m. Hann fórst í brun- anum. * Herbergi nr. 19, A. J. Godt- fredsen, hefir búið á hótelinu síðan 1939, Þakhæð: Herbergi nr. 36, Guðmundur Þorbjarnarson, bóndi á Stóra- Hofi, kom í kringum 20. f. m. Herbergi nr. 38, maður frá' Norðfirði, sem Ingólfur Stein- dórsson heitir, kom á hótelið á þriðjud., og tveir breskii^ sjóliðar. Starfsfólk og heimafólk. íbúð á 1. hæð, Alfred Rósen- berg, kona hans Sigrún Rósen- berg, og sonardóttir þeirra, Sigrún Helga, 4 ára gömul. Herbergi nr. 40, Esther Rós- enberg. Herbergi nr. 35, Hafdís Rós- enberg og dóttir hennar, Elsa Jóhanna, 3ja ára, og Kristín Sigurðardóttir, þjónustustúlkai hjá Rósenberg. Herbergi 33, Guðrún Böðv- arsdóttir og sonur hennar, Leó Garðar, og ennfremur Liney Jónasdóttir. Guðrún og Líney, voru starfsstúlkur á hótelinu. ^erbergi nr. 34, Magnús Jónsson, dyravörður hótelsins. Herbergi nr. 37, Rósa Zwisler og Antoniette Mellgaard, starfs stúlkur á hótelinu. Ónúmerað herbergi, kallað „Stóra herbergið", Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Sigríður Jóns dóttir og Kristjana Jakobsdótt- ir, starfsstúlkur hótelsins. Herbergi nr. 39, Oddný Ól- afsdóttir, starfsstúlka á hótel- inu. Ónúmerað herbergi, Rósa Sigfúsdóttir, starfsstúlka á hó- telinu. Framh. á 4. síðu,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.