Morgunblaðið - 04.02.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.02.1944, Blaðsíða 5
I'östudagur 4. febrúar 1944 MOEGUNBLAÐIÐ 5 Postulleg kveðja — undir fölsku yfirskyni Efíir Axel V. Tulinius lögfræðing I TVEIMUR tölublöðum Al- þýðublaðsins í s.l. mánuði birt ist útvarpserindi, er Sigurður Einarsson dósent, flutti nýlega, og nefndist „Ósýnilegir flutn- íngari1. Langar mig nú til þess að gera örfá atriði erindisins að umtalsefni í fáeinum línum hjer á eftir, einkum vegna hins falska yfirskins „meinlausrar dellu“, sem erindið hlýtur að hafa flotið á inn á dagskrá út- varpsins. Fyrst verða fyrir ábending- ar þær, sem felast í hugleið- ingum Sigurðar Einars&onar, iim hina ósýnilegu flutninga, sem átt hafa og sífelt eiga sjer stað í hugarheimi alþýðu og ráðamanna þjóðanna, „flutn- inga“, sem eru „ósýnilegir" vegna þess, að hernaðarnauð- syn krefst þess, að þeir liggi í þagnargildi, meðan ófriðurinn helst með þjóðunum, en sem geta engu að síður verið hinir mikilsverðustu. Einkum þykja mjer athyglisvérðar hugleiðing ar hans um væntanlegt hlut- skifti okkar íslendinga í sam- bandi við hina ósýnilegu flutn inga. Hann segir m. a.: „ . . . við vitum ekki nema nú þegar sje búið að flytja allt, sem okkur kemur við og varðar, land okk ar, okkur sjálf . . . á allt ann- an stað í tilverunni en þetta allt var á, síðast, þegar svo vel sá til sólar í þessu gjörninga- veðri styrjaldarinnar, að við gátum ákveðið þessa staði. . Að Sigurður álítur, að þetta eigi við ekki síður á sviði stjórn mála en öðrum sviðum, má marka af eftirfarandi: „Á hverjum einasta degi eru að skapast niðurstöður um örlög þjóða og einstáklinga, sem eitt sinn munu verða kveðnar upp í heyranda hljóði, sem valdboð sigurvegaranna“. Og skömjnu síðar: „Ráðamennirnir flytja landamæri nú þegar í hugan- um, sundra ríkjum . . .“. Sá hluti erindisins, sem um sttjórnmálin fjallar, er athygl- isverður fyrir ðkkur íslend- inga eins og á stendur fyrir okkur í dag. Við erum einmitt í þann veginn að ganga end- anlega frá stofnun lýðveldis á Islandi, sem við ætlumst til, að hljóti viðurkenningu allra þjóða heims. Það er því afar þýðingarmikið íyrir okkur að gera okkur grein fyrir því, hvernig lýðveldinu muni verða tekið af þessum þjóðum. Nú er best að athuga álykt- anir Sigurðar um þessi mál. Hann kemst fyrst að þeirri niðurstöðu, að úrkostirnir, sem okkur eru boðnir í sambandi við hina ósýnilegu flutninga á sviðum hinna hærri stjórn- mála, athafnamála og fjelags- mála, eru allsstaðar hinir sömu: Að verða eftir, fylgjast með eða vera í fararbroddi í fyrsta lagi fyrir sjálfum sjer og ef vel lætur fyrir öðrum. Síðan kemur að niðurstöð- um hans um þessa kosti. Byrj- ar hann með því að dæma ein- ræðisstefnurnar sem stærsta „svindil“ veraldarsögunnar' og spá gjaldþroti þeirra. Er ’það vel. En því næst snýr Sigurður sjer að ástandinu, sem ríkja muni í milliríkjastjórnmálum eftir stríðið. Telur hann, að óttinn við, að ný heimsstyrjöld skelli á, muni neyða því skipu- lagi upp á þjóðirnar — einkum smáþjóðirnar —, að þær afsali sjer algeru fullveldi í skiftum fyrir öryggi. Og þegar það ltem ur til álita, hvernig og hverjir eigi að vernda okkur, þá sje okkur hollast að hafa verið sem oröheldnastir á gerða samninga undanfarið, ef við viljum ekki beinlinis lenda í hinum ósýnilegu flutningum. Loks lýsir Sigurður hvað við muni blasa í fjelagsmálum og atvinnumálum þjóðanna — einkum styrjaldarþjóðanna. Tel ur hann, að á þessum sviðum muni ráða tillitið til hinnar Xjettlátu kröfu almennings um lífsöryggi, nrenningaröryggi. Og að það, hversu einbeiting tækninnar að styrjaldarmark- miðunum hefir tekist vel, hafi fært mönnum heim sanninn um það, að með skynsamlegri beiting tækninnar sje unt að fullnægja áðurnefndum kröf- um. Ennfremur, að nýjar fram farir hafi orðið gífurlegar, ný skipulagsform atvinnureksturs ins hafi skapast, og að styrj- aldaraginn hafi kent einstak- lingum styrjaldarþjóðanna, að hagsmunir þeirra verði að víkja fyrir hagsmunum heild- arinnar ef þessir hagsmunir rekast á. Að lokum gerir svo Sigurð- ur samanburð á þessum þjóð- um og okkur' Islendingum. — Verður sá samanburður næsta óhugnanlegur fyrir okkur Is- lendinga, að hans áliti. Við eig- um sem sje að keppa við þess- ar þroskuðu þjóðir „tæknis- lausastir allra þjóða, ungir að stjórnreynslu, agalitlir með örðugt og tornumið og litt numið land“. í þesum kafla er auðvitað margorð lýsing á keppinautum okkar, og milli línanna skín ótrú Sigurðar á hæfni okkar til að standast keppnina. En í niðurlagi kaflans og þar með erindsins segir hann, að ef við ekki stöndumst, þá höfum við fluttst aftur fyrir fylkingu sið j mentaðra þjóða og muni verða skamtaður hlutur og rjettur eítir því. Nú er heppilegast að athuga ofurlítið, hvernig þetta erindi Sigurðar Einarssonar er til komið á dagskrá útvarpsins, áður en nánar er farið út í niðurstööur hans. Upphafsorð erindisins benda ótvírætt á það, að höfundur, er reyndar á sjálfur sæti í út- varpsráði, hafi lætt því inn á dagskrá útvarpsins undii fölsku, yfirskini. Að ef hann hefði látið i Ijósi, að erindið fjallaði ekki um „meinlausa dellu“, þá hefði hann ekki ver- ið viss um að koma því að til flutnings. En vegna hvers var — að áliti Sigurðax — hætta á því, að erindinu yrði synjað ef ráðamenn útvarpsins sæju það áður en það væri flutt? Vegna þess að erindi þetta er eitt ■ -').! r I ' . t ! II' , / I.; svæsnasta áróðursplagg, sem birst hefir af háifu undanhalds rhanna í lýðveldismólinu. Og þeim mun svívírðilegra, s.em það er flutt hlustendum undir fölsku yfirskyni „meinlausrar dellu“ af „sjerfræðingi“ út- varpsins í spádómum um railli ríkja stjórnmál. Enda má einnig marka til- gang erindisins af því, að Al- þýðublaðið, aðalblað undan- haldsmanna, fórnar bestu dálk um sínum tvo dagá í röð til að endurbirta erindið. Eins og ljóst má vera af því, sem hjer hefir tilfært verið úr erindinu, er áróðurinn einisfcm fólginn í því, að koma inn hjá þeim, sém héyra það eða lesa ótta um það, að íslandi verði — og hafi jafnvel þegar verið —■ ráðstafað á einhvern hátt, sem ekki samrýmist rjetti okk ar til sjálfstjórnar. Það verði geri. af þeim mönnum, sem nú tala fagurt um frelsisrjett smá þjóðanna — ,,án þess að varpa rýro á éinlægnina í yfirlýs- ingum forystumanna hinna engilsaxnesku stórvelda“ •— um þetta efni!! Þetta verði gert vegna nauðsynjarinnar á ör- yggi gegn því, að ný heimsstyrj öld verði háð. — Eins og menn vita, byggja undanhaldsmenn skoðun sína á því, að við sjeum að ganga á gerða samninga með stofnun lýðveldisiris á þessu ári. Enda þykir Sigurði rjett að minna hlustendur sína á, að þaðséekki beinlínis til að spilla fyrir málstað okkar að forðast slíkt. Og loks reynir hann að endurvekja með íslendingum nýdauðan en eldgamlan draug: Vantraustið á sjálfum ökkur, einkum í atvinnu og fjárhags- málum auk stjórnmála. Þótt þetta sje e. t. v. ekki sagt með berum orðum — þó að víða stappi nærri því, — þá verður þeita Ijóst, þegar erindið er skoðað í heild. Sig. urður segir t. d. á einum stað, að honum sjeu þessi mál öll (þ. e. sem erindið fjalla um) „þyngra áhyggjuefni en per- sónulegur hagur og ástæður“. Og í niðurlagi erindisins gefur hann hrakspár sínar fyllilega í skyn með þessum orðum: „Hitt kann og að vera. að hjer þyki helsti margt mælt, en það hlægir mig, að allt mun þetta koma fram. þó að nú kunni að láta sumum miður vel í eyr- um“. Nú þykir mjer rjett að at- hu'ga lítillega þessi framan- greindu atriði, sem áróður Sig- urðar byggist á. Aðalhættan er sú, að áliti Sigurðar, að við verðum að fórna hluta af sjálfstæði okk- ar fyrir öryggi okkar gegn yf- irgangi annara en þeirra, sem við fælum vei-nd okkar, þann- ig að verndararnir hirtu sjálf- stæðið fyrir vemdina. — Og þetta ætti að verða vegna þess, að koma ætti í veg fyrir ófrið- arhættu um alla fjamtíð. Fyrst er nú það við þetta að at huga, að um land okkar er svo farið, að engin af þjóðum jieim, sem væntaalega bera sigur úr 1 — ! < ! I býtum í yfirstandandistyrjöld, geta rjettlætt (ó)hugsanlega kröfu um yfirráðarjett yfir ís- landi með fyrri yfirráðum nema Danir og Norðmenn. — Frjálsir Danir hafa þegar svar áð þessu atriði þannig, að ekki er að óttast, að þeir geri slíka kröfu, enda snýst stefnuskrá sú, sem þeir hafa birt um stjórnmál Dana eftir stríðið, nær eingöngu um uppgjör þeirra við sína kúgara og kvisl- inga. En fyrir hönd Norð- manna hefir enginn gert kröfu þessa efnis nema Quisling. — Þannig er ljóst, að einmitt sú hættan, sem skeinuhættust hef ir orðið sjálfstæði smáþjóð- anna, er í okkar tilfelli engin. Hvað það snertir, að hag- kvæmt þyki til að fyrirbyggja ófriðarhættu, að ísland og önn ur smáríki, afsali sjer nokkru af fullveldi sínu fyrir vernd, er þetta að segja. Mannlegur fjelagsskapur er í dag kominn það langt á þroskabraut sinni, að mismun- andi stórir hópar manna hafa skipað sjer í ríki. Því. hverjir skipa hvert ríki um sig, ræð- ur ýmislegt. Oftast eru það í senn landfræðilegar og þjóð- ernislegar ástæður, sem ráða þessu. Hver einstaklingur inn- an þessara ríkja hefir raun- verulega afsalað sjer nokkru af hinu persónulega frelsi til þess að öðlast öryggi um lífs- starfsemi sína. En hann hefir ekki afsalað sjer frelsinu í hendur neini annars einstak- lings, heldur í hendur laga og rjettar. Og einmitt þar sem lög og rjettur er fullkomnast. er frelsi og rjettur smælingjans best trygt. Upp úr þessari heimsstyrjöld hlýtur að skapast eitthver slik samvinna meðal ríkjanna, að það hafi sama tilgang ■— og tæki til að ná þeim tilgangi — og ríkið meöal einstaklinganna. Þar verða ríkin einstaklingar, og stór og smá ríki lúta .sörnu lögum. Þetta er sú eina færa leið til að tryggja það. að þriðja heimsstyrjöldin verði ekki háð. Og að stórþjpðum þeim, sem berjast nú saman gegn Þjóðverjum, er það ljóst, að samfjelag þjóðanna, þar sem jafnrjetti ríkir, er nauð- synlegt, má marka af því, að þegar smáþjóðirnar á hjálpar- ráðstefnunni í Bandaríkjunum nú rjett fyrir áramótin gerðu samþykt gegn atkvæðum allra stórþjóðanna urðu þær í meiri hluta og ályktunin var gefin út sem ályktuit ráðstefnunnar. Þannig er það ljóst. að verði á skynsamlegan hátt reynt að koma í veg fyrir endurtekn- ingar heimsstyrjaldanna, þá er sjálfstæði íslands hvað best trygt. Hjer mun ekki fúrið út í rök ræður um rjett íslendinga til að stofna lýðveldi sitt nú þeg- ar á þessu ári. Þann rjett hafa fjölmargir lögfræðingar fært íullar sönnur á, og vísast um það til þeirra. Hinsvegar skal hjer minst lítillega á , hinn aðalþáttinn í ,iv': 1: ! i , t >;: i i j t áróðri Sigurðar Einarssonar. Á þá ótrú hans á fjárhagsstjórn- arhæfileikum íslendinga og yfir leitt hæfileikum þeirra, til að tryggja þjóð sinni „lífsöryggi komandi daga“. En einmitt óttinn um lífsöryggi komandi daga, virðist á stundum vera aðalorsök þeirrar afstöðu, sem undanhaldsmennirnir hafa kos ið sjer í skilnaðarmálinu og lýðveldismálinu. Til að gera sjer ofurlitla hugmynd um ástæður íslend- inga í þessum efnum, nægir að benda á það, að aldrei í sögu okkar höfum við átt eins mörgum tæknisfróðum mönn- um á að skipa og nú, á öllum sviðum atvinnulifs okkar. Og það, sem gefur glæsilegar von- ir um, að starfskraftar þessara manna verði notaðir, eru m. a. hinar stóru fjárhæðir, sem nú eru í eign íslendinga. í bresk- um og amerískum bönkum. — Þegar við með þetta í huga lítum til samkepnislanda okk- ar t. d. á sviði íiskframleiðslu, þá getur að líta brendar borgir og sokkin skip og granna sjóði eftir styrjaldarátökin. •— Þótt okkur sje þetta síst fagnaðar- efni, þá virðist það þó benda til þess, að við ættum að geta fært atvinnuvegi okkar í eðli- legt horf á jáfnskömmum tíma og þessar þjóðir, sem Sigurður reyndi að hræða okkur með. — Auk þess er langsennilegast, að milliríkja samvinna verði á þessum sviðum sem öðrum eftir stríðið. Ennfremur held jeg, að ekki þurfi að óttast um að sú þjóð verði aftur úr, sem lifði af Móðuharðindin fyrir hálfri ann ari öld og eldaði enn fyrir 50 árum á hlóðum og gat þá ekki haldið úti kulda og vætu úr hýbýlum sínum, en þar sem nú er rafmagnseldavjel í nærri öllum eldhúsum höfuðstaðar- ins og meiri hluti húsa hans er hitaður upp með hveravatni. Nei. Vantraustsdrauginn getur Sigurður Einarsson ekki vakið upp. Til þess eru staðreynd- irnar of augljósar. Að endingu vil jeg svo segja þetta. I erindi því sem hjer hefir verið gert að umtalsefni, er bent á það, að í sambandi við hina „ósýnilegu flutninga“ eig um við aðeins þrjá kosti: Að dragast aftur úr, fylgjast með eða taka forystuna. Um þessa kosti sfegir í erindinu: ,.IIinr» fvrsti er illur, annar viöhlít andi, hinn síðasti veglegur og mikilsháttar“. Eins og sýnt hefir verið' fram á hjer að framan. þyki&t Sig- urður Einarsson sjá það fyrir, að við Islendingar munum velja hinn fyrsta og illa kost- inn. Við munum dragast aftur úr. Til allrar hamingju er hann mjög fáliðaður um þessa skoðun. Því okkur er kostur að taka hinn veglega kostinn. taka for- ystuna, a. m. k. í okkar mál- efnum, e. t. v. einnig að nokkru leyti í annara málum. Þvi með því óhikað að nota rjett okkar og stofna lýðveldi á íslandi nú á þessu ári, þrátt fyrir ófriðinn, sýnum við i ,. , 'Fiamh, á 8. aíðu. , { > i t rr r i» : v:r. i < \ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.