Morgunblaðið - 04.02.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.02.1944, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. febrúar 1944 MORÖUNBLAfilD 7 Horfumst í augu við staðreyndirnar Ríkisstjórn Bandaríkj- anna hafði á hinn bóginn fylgt ákveðinni stefnu um að viðurkenna ekki neina landaaukningu, sem fengist hefir með því að beita of- beldi, og hefir þessari stefnu verið fylgt jafnt af ríkisstjórnum demokrata og republikana. Engu að síður eru leiðtogar vorir nú þög- ulir um þetta atriði. Þeir hafa ekki hafnað þessari ekki-viðurkenningarstefnu, en þeir hafa heldur ekki framfylgt henni, Þeir hafa blátt áfram gengið þegjandi fram hjá henni, og á Moskva ráðstefnunni nýafstöðnu, ljet þeir hana enn liggja í láginni. Höfum vjer hafn- að þessari stefnu, hafa Rúss ar fallið frá kröfum sínum, eða eru Eystrasaltslöndin enn veigamikið ágreinings- efni Bandaríkjanna og Rússa? Moskva-ráðstefnan. FYRIR tveimur árum síð an voru ýmsir Ameríku- menn með bollaleggingar um það, að Rússland mvndi ,verða svo veikt eftir hina æðisgengnu baráttu við Þýskaland, að óþarft væri að líta alvarlegum augum á Rússa við samningagerðina um skipan málanna eftir stríð. Þeir hugsuðu sjer, að ensk-ameríska bandalagið mvndi leika eftirstríðslagið, en Rússar dansa eftir því. Þessi röksemdafærsla, sem frá upphafi bygðist á skökk um upplýsingum, reyndist að lokum svo augljóslega fjarstæð, að enginn Amer- íkumaður gat lengur á hana fallist. Á hinn bóginn gengu margir svo langt í andstöðu sinni við þessar skoðanir, að þeir hjeldu því fram, að vjer myndum dansa eftir pípu Rússa. Samkomulagið í -Moskva leiðir í ljós, hversu röng bæði þessi sjónarmið eru. Yfirlýsingar þær, sem þar voru ’undirritaðar, viðuh- kenna ekki aðeins Rússland sem voldugan aðíla í Ev- rópumálum, heldur gefa þær og ákveðið til kvnna, að ensku-mælandi veldin muni hvorki nú nje eftir stríð gera nokkuð til þess að veikja Sovjetstjórnkerfið Þessu til endurgjalds virð- ast Rússar hafa fallist á að skifta sjer ekki af nýlendu- stefnu Evrópuþjóðanna und ir leiðsögn Breta. Að því er Bandaríkin snertir, eru yfirlýsingar þessar rökrjett afleiðing af fvrri aðgerðum vorum enda þótt þær sjeu ekki í sam- ræmi við fyrri kjörorð vor. Bæði fyrir og eftir árásina á Pearl Harbor hafa Banda- ríkin hjálpað til þess að end urskipuleggja og styrkja bæði Rússland og nýlendu- kerfi Evrópuþjóðanna, og það væri því í algeru ósam- ræmi við þessar áðgerðir vorar, ef vjer nú reyndum að veikja hvort 'tveggja. Ríkisstjómin komst þann ig í Moskva að samkomu- Eftir Demaree Bess — 3. grein lagi við rússneska einræðis- _ ríkið o" stærsta evrópeiska nýlenduveldið.Reynist þetta samkomulag varanlegt, og er þetta það, sem vjer flest óskum eftir? Margir Banda ríkjamenn hafa með mikl- um fjálgleik lofað vfirlýs- ingar Moskva-ráðstefnunn- ar, en margir aðrir eru kvíðnir vegna þessa eftir- stríðsheims, sem nú sje ver- ið að skapa — heims, þar sem Sovjeteinræðisskipu- lagið verður miklu ráðandi og þar sem ævagömul heims veldi lifa og dafna. ( Þessi ótti hefir enn verið aukinn af þeim Bandaríkja- mönnum, sem láta ekkert tækifæri ónotað til þess að skýra hina miklu kænsku Rússa og Breta, samtímis því, sem þeir gefa til kvnna að leiðtogar vorir sjeu bján- ar og þorparar. Þjáningar Breta og Rússa nú þurfa alls ekki að gefa til kynna að leiðtogar þeirra sjeu leiknari en leiðtogar vorir. Það er engin furða, þótt ýmsum Bandaríkjamönnum finnist við þessa túlkun mál anna vjer hafa hagað oss asnalega með því að íorna blóði og fjármunum Banda- ríkjamanna til þess að skapa slíkan heim. Vjer höf um undanfarið hevrt svo mikið talað um „lýðræði gegn einræði“, að oss hætt- ir til þess að hrylla við þvi, þegar ríkisstjórn' vor gerir samninga við einræðisríki. Vjer höfum einnig hevrt mikið rætt um .,,Ameríku- öldina“, að það veldur oss vonbrigðum að rekast á þá staðreynd, að vjer getum ekki endurskipulagt heim- inn eftir eigin geðþótta. Til allrar hamningu er heimurinn þó ekki eins ægi legur og áróðursmenn vor- ir virðast álíta, þegar þeir eru að hylja hann fyrir oss. Moskva-yfirlýsingarnar hafa gert oss kleift að gægj- ast gevnum reykský slag- orðanna og virða með at- hygli fyrir oss eftirstríðs- heiminn, sem tekinn er að skapast, og vjer getum sjeð, að Bandaríkjamönnum býðst nú ágætt tækifæri til þess að framkvæma það, er vjer í rauninni viljum. Hvað vilja Bandaríkja- menn í raun og veru? — Til þess að geta svarað þessari spurningu, verðum vjer fyrst að gera oss ljóst, hvað vjer alls ekki viljum. — Ef dæma skal eftir viðræðum þeim, sem jeg hefi átt við hermenn vora erlendis og borgara heima, þá er það einkum tvent, sem vjer flestir viljum um fram allt forðast: í fyrsta lagi viljum vjer ekki neitt amerískt heims- veldi, er geri bandalag eða keppi við þau Evrópuveldi, sem vjer erum nú að að- stoða við að endurreisa. — Sagan virðist fyllilega sanna það, að flest heimsveldi leys ast upp. Tilraunir ítala, Þjóðverja og Japana til þess að skapa sjer heims- veldi voru fvrirfram dauða- dæmdar ,og heimsveldi þau, sem með oss berjast, virðast smám saman vera að hrörna. Flestir Bandaríkja- menn hafa engu meiri löng- un til þess að hraða þessari þróun með því að stofna nýtt heimsveldi, en þeir brá að evðileggja heimsveldi þau, sem þegar eru til, með byltingaraðferðum. í öðru lapl höfum vjer enga löngun til þess að lenda í hugsjónastyrjöld við rýssneska einræðisríkið. — Hvað sem áróðursmenn vor ir reyna að neyða oss til þess að trúa, þá eru fæstir Bandaríkjamenn sannfærð- ir um það, að vjer höfum gerst stríðsþáttakendur, til þess að neyða þjóðir Ev- rópu eða Asíu til þess að aðhyllast hugsanir vorar, þótt það kunni að vera þeim þvert um geð. Vjer gerð- umst stríðsaðilar, bæði í Evrópu og Asíu, vegna þess að heimsyfirráðastefna Þjóð verja og Japana beinlínis ógnaði vorum eigin hags- munamálum. • • Verður stríð við Rússland? JEG hefi heyrt ýmsa Bandá ríkjamenn segja: „Næsta styrjöld vor verður við Rússa, og sú styrjöld mun hefjast fljótlega eftir að þessu stríði lýkur“. Þessari fullyrðingu trúi jeg alls ekki. Sú eina stvrjöld, sem Bandaríkjamenn gætu háð við Rússa, væri stjettastríð, og jeg trúi því ekki, að Bandaríkjaþjóðin láti etja sjer út í stjettastríð í Ev- rópu. Ennfremur vita leiðtogar Rússa, hvað þeir viija, og langt friðartímabil er það, sem þeir þarfnast mest af öllu. Rúsar fóru engu frem- ur út í þessa stvrjöld með það fyrir augum „að tryggja alræði öreiganna í heiminum.“ En Bandaríkja menn fóru út í hana til þess „að trvggja lýðræðið í heim inurrl“. — í rauninni fóru Rússar háðulegum orðum um Evrópustyrjöldina og kölluðu hana baráttu um heimsyfirráðin, sem þeim ekki kæmi við, allt þar til Þjóðverjar rjeðust á land þeirra. Aðdáendur Rússa í Bandaríkjunum, Frakklandi og Englandi endurvörpuðu svo þessum skoðunum. — Rússar fylgja tveimur hag- sýnum sjónarmiðum í styrj ðldinni, annars vegar að vinna stríðið og hins vegar að tryggja öryggi sitt í heim inum eftir stríð. Samkvæmt minni skoðun er þetta nákvæmlega það sama og flestir Bandaríkja- menn berjast fyrir — friði og öryggi. — Vjer þurfum ekki annað en líta í kring- um oss til þess að sjá, að vjer höfum ekki skapað neinn fyrirmyndarheim hjer heima, og því eru ekki fremur líkur til þess, að vjer sköpum hann erlendis. Vjer sjáum einnig, að nú- verandi bandamenn vorir erp engu fullkomnari en vjer, nema síður sje. En gallar þeirra eru ekki þess eðlis — eins og gallar Þjóð- verja og Japana — að þeir hindri vora eigin þrá eftir því að skapa sæmilegan ör- uggan frið. í hópi hinna svo kölluðu sameinuðu þjóða eru ein- ræðisríki, hálfgerð einræð- isríki og nýlenduveldi auk lýðrækisríkjanna, og * hugs- unarháttur þeirra er jafn fjarskyldur og stjórnarfar þeirra. En það er auðið að sætta þessar andstæður eins og Moskvaráðstefnan leiddi í ljós. Því aðeins mun þó slíkt samkomulag koma að nokkru gagni, að vjer skilj- um hina raunverulegu þýð- ingu þess, en hlaupum ekki eftir því, sem einhverjir áróðursmenn reyna að fá oss til þess að trúa. Til dæmis hafa ýmsir Bandaríkjamenn í ákefð sinni eftir að ná samkomu- lagi við Rússa, reynt að láta líta svo út, sem Rússland væri „aðeins önnur mvnd hins ameríska lýðveldis“. Slíkar rangfærslur eru ekki aðeins hlægilegar, heldur skaðlegar, því að ef Banda- ríkjamenn viðurkendu al- ment þessa skoðun, mvnd- um vjer reynast metorða- gjörnum einræðissinna auð unnin bráð. Þvi aðeins get- um vjer átt skifti við Rússa, að vjer skiljum, hvað Rússland í rauninni er. — Sannleikurinn er sá, að Rússland býr við einræðis- skipulag, sem að sumu levti er hið algerasta einræði, er . nokkru sinni hefir \rerið ' ríkjandi í heiminum. — En þetta rússneska einræðisríki gaf á Moskva-ráðstefnunm til kynna, að það væri reiðu búið til þess „að eiga skifti ,við“ ensku mælandi þjóð- irna^ á hagsmunagrund- 1 velli. I Hvað sem áróðursmenn- irnir kunna að segja oss, þá heyjum vjer ekki þessa styrjöld til þess að bæta úr göllum bandamanna vorra. Megin tilgangur vor er að koma á fót einhverskonar samvinnu við þá í gölluðum heimi. Til allrar hamingju er þó eitt stríðs- og friðar- takmark, sem allir banda- menn vorir í báðum styrj- öldunum eiga algerlega sam eiginlegt með oss og sem jeg býst við að muni gera flesta Bandaríkjamenn á- nægða, ef hepnast að ná. — Þetta takmark er að koma á fót örypviskerfi, er komið geti í veg fyrir stórfeldar styrjaldir, með samvinnu þeirra þjóða, sem eins og vjer, eru vissar með að hagnast á framtíðarfriði í heiminum. Fjárhagur Fiskifjelagsins 2. þ. vi. var á fundi Fiski- þingsins rædd áætlún um tekjur og gjöld Fiskifjelags- ins fyrir árin 1944 og 1945- Niðurstöðutölur áætlunarinn- ar 1944 eru kr. 474800.00, en 1945 eru niðurstöðutölur kr. 528070.00. 1944 er tillag rík- issjóðs til Fiskifjelagsins á- kveðið 850 þús. krónur. Og er ))að tillag svo naumt skor- ið. að fjelagið gétur ekki fa;rt neitt út starfsvið sitt. Er þó ílestum Ijóst að einmitt á slíkum tínium væri nauðsyn- legt að Fiskifjelagið hefði fjárráð og getu til þess að nýjum verkefnum, sem gætú orðið til uppbyggingar sj.áv- arútvegnum, sumt strax, éða annað í náinni framtíð. 1945 er tillag ríkissjóðs ár ætlað kr. 436270.00- Er ]>á. gert ráð fyrir nokkuð aukinnf starfsemi, en hvergi nærri eft, ir því, sem þörf krefur. Aíá það merkilegt heita, ef ríkis- stjórn eða Alþingi vilja skamta naumlega fjárráðin til Fiskrfjelagsins, sem alla . tið hefir verið prýðilega stjórn- að fjárhagsléga, og er for- ustustofnun aðalatvinnuvegs landsmanna. Fyrir liggur nú að gera breytingar á lögum Fiskifje- lagsins, efla það að fjárráð- um og störfum. Er þess að vænta, að útgerðarmenn, smærri sem stærri, þekki sinn vitjunartíma og beitist fyrir því, hver á sínum stað, nð forustustofnun þeirra sje efld að fjárráðum og störfum. Óhæfilegur aðbúnaður verkamanna við nauð- ungarvinnu í Noregi. Frá ndrska blaðafulltrú- Þúsundir Norðmanna hafast við í verkamannaskálum í Norður-Noregi og í Tromsö- fylki. Eru þeir í nauðungar- vinnu hjá Þjóðverjum. Þeir eru látnir vinna við víggirð- ingar, vegagerð o. fl. En að- búnaður þeirra er fyrir neðan allar hellur. I Trondenes í Tromsö-fylki eru menn að vinnu, er ekkert frí hafa fengið í 16 mánuði, nema /3. hvern sunnudag. Vinnutíminn er al't að 76 tím- um á viku. Mikið af þessum mönnum hafa áður verið við skrifstofustörf, og eru óvanir erfiðisvinnu. Þeir hafa því veikst af ofreynslu og illri að- búð. En þeir, sem verst eru haldnir, hafa ekki fengið heim fararleyfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.