Morgunblaðið - 05.02.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.02.1944, Blaðsíða 1
tmfcfðfr 31. árgangur. 27. tbl. — Laugardagur 5. febrúar 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. PJÖ BYRJA GAGNSÖIÍN VIÐ RÖM Loftárás á Frankfurt í björtu í gær London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. AMERÍSKAR Liberatorflug- vjelar og „virki", sem varðar voru langfleygum orustuflug- vjelum, fóru til árásar á Frank- furt am Main í gærdag. Segir í opinberri tilkynningu um á- rásina að hún hafi verið mjög hörð. Ennfremur voru gerðar árásir á aðra staði í Þýska- landi. Bandaríkjamenn mistu 21 spren^juflugvjel og. 1 ori'stu- flugvjel, en skutu niður 8 þýskar flugvjelar. Segja flug- mennirnir, sem þátt tóku ,í loft árásinni, að loftvarnir Þjóð- yerja hafi verið veikar og ekki verið mikið um mótspyrnu frá orustuflugvjelum. Það er ekki full vika síðan Bandaríkjamenn gerðu loftárás á Frankfurt í björtu. S. 1. laugardag fóru um 1500 ame- rískar flugvjelar til árása á þessa borg og vörpuðu á hana 1800 smálestum af sprengjum. .- Þetta er sjötta stórárs sprengjuflugvjela Bandaríkja- manna á þýskar borgir á 7 dög- um. Ekki var mikið af loftárás- um á Norður-Frakkland í dag óg er slæmu veðri kent um. Flotahöfn tekin a um Washington í gærkveldi. Mikill floti amerískra her- skipa liggur nú við akkeri á Kwajaleinlegunni við Mars- halleyjar, en þetta er þríhyrnt s'væði, umgirt kóralrifjum, og ér álitið einhver besta höfn um þessar slóðir Kyrrahafsins. Mótspyrna Japana á Kwaja- lein er nú að. verða að engu, en Bandaríkjamenn setja ennþá menn og lið á land, og búist er við því í Washington, að ey þessi verði algerlega á valdi Bandaríkjamanna innan nokk- ura klukkustunda. Viehinsky til Moskva. Algiers í gærkveldi. — 4-ndrei Vichinsky, fulltrúi Rússa í Algiers og meðlimur ítaliunefndarinnar svonefndu, er farinn hjeðan til Moskva til viðræðna við stjórn sína. Nordahl Grieg skáld er látinn Hann fjell í loftárás yfir Berlín Frá norska blaðafulltrúanum: SKÁLDIÐ NORDAHL GRIEG ER DÁINN. Aðfaranótt þ. 3. desember var'hann sem frjettamaður í einni af flugvjelum bandamanna, er tók þátt í hinni miklu loftárás á Berlín. Eftir árás þessa var tilkynt, að hans væri saknað. Fyrst í stað vissu menn ekki, hvort hann hefo'i sloppið lifandi, og væri stríðsfangi í höndum Þjóðverja. En nú er símað frá London, að fregnir hafi borist þangað um, að hann hafi farist. Nordahl Grieg var einn mesti rithófundur og skáld meðal yngri kynslóðar Noregs. Hann var frá Bergen, af sömu ætt og tónsnillingurinn Edward Grieg. Útþráin greip hann I snemma, og æfintýraþrá var i honum í blóð borin. Frá því [ hann var 18 ára, byrjaði hann E að ferðast víðsvegar um heim. E Hann var þannig skapi farinn, I að hann undi sjer best með og blandaði geði við alþýðu manna. En ferðareynsla hans og kunnleiki af því, sem fyrir hann bar, varð honum að efni í kvæði, skáldsögur, leiki og rjtgerðir. Áður en Þjóðverjar rjeðust á Noreg í apríl 1940, var hann í herþjónustu í varðsveit í Finnmörk, norður við finsku landamærin. En er innrásin var gerð, var hann í Oslo. Hann var einn meðal þeirra, er komust undan, til þess að taka þátt í baráttunni erlendis fyrir þjóðina. Jafnframt fjekk hann það mikilsverða hlutverk að bjarga nokkrum hluta af gull- forða Noregs úr greipum Þjóð- verja. Þegar hervörnum lauk í Suð- ur-Noregi, 30. apríl 1940, hjelt hann ásamt fleirura. til Norð- ur-Noregs, til Tromsö. Þá orkti hann kvæði sitt, „17. maí 1940-'. Var það hið fyrsta af hinum miklu styrjaldarkvæðum hans. Hefir Magnús Ásgeirsson þýtt það á íslensku. Kom það út í Helgafelli. Það varð brátt víð- kunnugt, og því var dreift um allan Noreg. Þegar vopnaviðskiftum lauk í Noregi, fór Nordahl Grieg til Bretlands. Er hann hafði verið stuttan tíma í London, gekk hann í norska herinn í Skot- landi og gekk þar á liðsfor- ingjanámskeið. Nokkru síðar varð hann höfuðsmaður í norska hernum, og' varð upp frá þvi, sem stríðsfrjettamaður, Ameríkumenn í út- hverfum Cassino London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ÞJÓÐVERJAR HAFA NÚ BYRJAÐ sókn þá gegn landgöngusvæði bandamanna fyrir suðvestan Róm, sem búist hefir verið við að undanförnu. Herma óstaðfestar fregnir, að það sje Rommel marskálkur, sem þessari sókn stjórni, en Þjóðverjar hafa þegar að sögn bandamanna gert fjögur vel undirbúin og hörð gagnáhlaup, sem var hrundið í mjög erfiðum orustum. Búist er við fleiri og harðari gagnáhlaupum þarna á næstunni, og er vitað að Þjóðverjar hafa mikið lið. — Á vígstöðvunum sunnar er nú barist af miklum móði í úthverfum bæjarins Cassino, sem svo oft hefir verið nefndur í frjettum. Hafa Þjóð- verjar víggirt hann rammlega, en auk þess hafa þeir að baki honum nýjar varnarstöðvar. Nordahl Grieg. um, bæði á sjó og í lofti, en orkti bæði í bundnu og óbundnu máli um það sem fyrir hann bar. Hann hafði einkum hug á að Framh. á 2. síðu. Sprengjur - á London I givrkveldi var gérð árás á Lundúnaborg og önnur snemnin- í ínorgun. og vav sú sýnu .harðari. Um 20 þýskar flugv.jelar konrust inn yfir borgina og vörpuðu á hana tundursprengjum og akl- sprengjum. Manntjón og eigna tjón varð í árásinni. Alls er álitið að 70 þýsknr flugvjelar hafi verið yfir Eng- landi, og var sprengjnm varp að á alhnnrga staði víða nm Austur-Angliu. Varð af þeim nokkurt tjóh. Finnii þýskar flugvjelar voru skotnar nið- ur, þar af ein nf hreskri or- ustuflugvjel yfir flugvelli í Frakkíandi. — Keuter. Matvæla ráðherra Breta biður um betri fisk frá íslandi London í gærkvöld: — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. MATVÆLARÁÐHERRA BRETA, J. J. Lléwellin, hefir sent íslensku ríkisstjórninni tilmæli um, að Islendingar sendi betri fisk til Bretlands. Þetta var opinberlega tilkynt hjer í kvöld. Ráðherran ljet svo ummælt, að þaS væri eins með íslend- inga og Breta, að tilfinnanlegur skortur væri á heppilegum og góðum fiskiskipum hjá þeim. Flestir bestu togarar Breta væru nú í þjónustu flotastjórn arinnar og myndu verða það töluvert lengi eftir styrjöld- ina við duflaveiðar og þess háttar. Bretar myndu ekki geta veitt hinum þjáðu þjóðum hjálp með matvælum, sagði ráðherrann, þeir þyrftu sjálfir að flytja inn matvæli. Hjálp þeirra yrði því að koma á annan þátttakandi í hernaðai'aðgerð- hátt. Þjóðverjar hafa myndað sjer víggirta víglínu milli bæjanna Cisterna og Cam- poleone. Gagnáhalup þeirra vóru gerð, þrjú fyrir "vest- an og eitt fyrir austan fyr- nefndan bæ, og beittu Þjóð- verjar Tígris-skriðdrekum fyrir sig af miklum krafti. Sjálfir segjast Þjóðverjar hafa innikróað mikið lið fyrir bandamönnum í þess- um gagnáhlaupum sínum. Við Cassino eru bardagar gífurlegir. Amerískar hersveitir kom- ust alt í úthverfi bæjarins, en urðu að láta undan síga, er Þjóðverjar gerðu að þeim snarpt gagnáhlaup. Beittu þó "Bandaríkjamenn þarna bæði skriðdrekum og eld- slöngum. En Þjóðverjar hafa komið fyrir stál- og steinsteypuvirkjum milli húsanna í bænum og í þeim líka, hafa skriðdreka í kjöll- urunum og skjóta af byss- um þeirra út um gluggana. Torticelle tekin. Kanadiskar sveitir úr átt- unda hernum hafa náð á sitt vald bænum Torticelle, en hann stendur á hæð einni nokkuð inni í'landi og all- langt fyrir norðan Ortona. Annars eru á þessum slóð- um framvarðaskærur nokkr ar. Churchill, forsætisráð- herra Breta, hefir sent De Gaulle hershöfðingja heilla óskaskevti í tilefni af hraust legri framgöngu Frakka á vígstöðvum fimta hersins. Illt flugveður. ____ Flugvjelar bandamanna hafa lítið getað haft sig í frammi í dag, vegna ills veð urs, en þó hafa verið gerðar árásir á samgönguleiðir Þjóð verja af orustuflugvjelum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.