Morgunblaðið - 05.02.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.02.1944, Blaðsíða 6
6 M O R Pt TT N n L A T> T r. Laugardagtir 5. febrúar 1944 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Van tra ustsdra ugurinn í GREIN hjer í blaðinu í gær gerir Axel Tuliníus lög- fræðingur að umtalsefni lævíslega tilraun, er Sigurður Einarsson hefir gert til þess, með skrifum í Alþýðublað- ið og málræpu í útvarp, að vekja upp vantraustsdraug til þess að draga kjark úr íslendingum í sjálfstæðismálum sínum. Þetta atriði er þess vert, að það sje tekið til frek- ari athugunar. Kjaminn í Alþýðublaðsgrein undanhaldspostulans er sá, að íslendingar sjeu svo skamt á veg komnir í atvinnu- og menningarmálum, að lítil fyrirhyggja sje í því fyrir þá að hyggja á algert og óskorað sjálfstæði. Um þetta veður hann svo elginn í rakalausri skrúðmælgi. Þessi rök gegn óskoruðu sjálfstæði íslendingum til handa, eru ekki ný. Þau eru jafngömul eða eldri sjálfri sjálfstæðisbaráttunni. Það er reynt að læða því inn hjá þjóðinni, að fæð hennar og fátækt geri henni ókleift að njóta ávaxta stjórnfrelsis. Ef staðreyndirnar úr sögunni eru athugaðar, kemur það gagnstæða í ljós. Því meira stjórnfrelsi, sem þjóðin hefir öðlast, því örari varð þró- unin og framfarirnar í atvinnulífi hennar. Þar með er það sannað, að íslendingum vegnaði betur undir eigin stjórn en annara. Þetta er svo viðurkend staðreynd, að óþarfi er að ræða hana. Það vérður því að telja furðulega ósvífni, að einn af ómerkilegustu þófurum flóttastefnunnar í sjálfstæðismálum íslendinga skuli í útvarpi og á prenti leyfa sjer að vekja upp þann draug, sem öll reynsla þjóðarinnar hefir á liðnum árum kveðið niður. íslend- ingum er það vel ljóst, að fjölmörg verkefni bíða úr- lausnar í atvinnumálum þeirra. Og þeir eru ákveðnir í að leysa þessi verkefni. Leiðin til þess er áreiðanlega ekki sú, að telja sjer trú um að hana bresti öll ráð til þess og þurfi um alt slíkt að vera háðir framandi öflum. íslendingar verða að treysta á sjálfa sig fyrst og fremst, en treysta jafnhliða samvinnu sína við aðrar vinveittar þjóðir í hinu frjálsa samfjelagi þjóðanna. Þeir hafa fyrir löngu kveðið vantraustsdrauginn niður. Atorka og dugn- 'aður þjóðarinnar var sá saltari, sem keyrði hinn ófrýna selshaus hans í haf gleymskunnar. Bruninn Erlent vfirlit Það lítur svo út, sem megin-' orustan um Rómaborg sje haf- in. I gær tilkynnti yfirherstjórn bandamanna, að Þjóðverjar h^fðu hafið alsherjar gagrisókn gegn forvíginu við Anzio og Nettuno, og væru bardagar þegar orðnir fádæma harðir. Hermir tilkynning sú, sem síð- ast barst frá aðalstöðvum banda manna, að fjórum mjög hörðum gagnáhlaupum Þjóðverja hafi þegar verið hrundið, og auð- sjeð sje af öllu, að um sje að ræða allsherjar-gagnsókn á þessu svæði. Er sagt, að Þjóð- verjar hafi dregið að sjer lið frá Norður-Italíu, auk þess liðs, er þeir fengu af suðurvígstöðv- unum. -— Engum getum verður að svo komnu leitt að því, hvort Kesselririg — eða Rommel, sem sagður er nú hafa tekið við yf- irherstjórn á Italíu, — ætla sjer að reyna að reka innrásarher- inn í sjóinnn, eða aðeins tefja framsókn hans, — sem kann þó að virðast líklegra. En eitt er víst, og það er, að orustan um Róm er nú hafin fyrir al- vöru,- en hvenær hún endar, er alt annað mál. ★ Á suðurvígstöðvum Ítalíu heldur sama þófinu áfram, en nú eru framsveitir bandamanna komnar inn í bæinri Cassino, sem álitinn hefir verið einhver ramgervasta varnarstöð Þjóð- verja á vígslóðum fimta hers- ins. Einn af stríðsfrjettaritur- um bandamanna ljet svo u.n mælt í gær, að raunar væri það Þjóðverjum ekki mikill missir hjeðanaf, þótt Cassino gengi í þeim úr greipum, þar sem þei” hefðu þegar útbúið sjer ram- gera varnarlínu nokkrum míi- um norðar, hina svonefndu „Adolf-Hitler-línu“. Segir fregnritari þessi, að þær varn- arstöðvar, sem hjer um ræðir, sjeu óhemju ramgervar, en Þjóðverjar eigi alleríitt um að- flutninga til herja sinna og er það ekki ólíklegt, svo mjög sem bandamenn hafa ráðist á járn- brautir og vegi úr lofti. ★ HÓTEL ÍSLAND er brunnið. Stærsta og veglegasta timburhúsið í hjarta höfuðborgarinnar. Bruninn kostaði eitt mannslíf og eignatjónið varð geysimikið, sennilega hið mesta, sem orðið hefir í einum bruna hjer í bæn- um. Var það undravert, að tjónið skyldi ekki verða miklu meira. Fyrir frábæra framgöngu slökkviliðs bæjarins og slökkviliðs frá setuliðinu, tókst að bjarga næstu húsum, enda þótt þau sjeu öll bygð úr timbri. Þegar eldhafið var mest, bjuggust áreiðanlega flestir í hópi áhorfenda við því, að allur miðbærinn, sunnan Austurstrætis (vestan til) og vestan Aðalstrætis, yrði ein samfeld brunarúst að viðureigninni lokinni. En það fór á annan veg. Þökk sje slökkviliðsmönnum fyrir framúr- skarandi afrek við slökkvistarfið. Þessi bruni kostaði eitt mannslíf. Sá sorgaratburður vekur menn að sjálfsögðu til umhugsunar um, hversu háttað er öryggisútbúnaði alment á hinum stærri gisti- húsum. Fullyrt er, að eigandi Hótel íslands hafi látið sjer mjög ant um þetta. En hið opinbera á að láta þessi mál meir til sín taka. Þarf að setja fastar reglur um öryggis- útbúnað í gistihúsum og hafa eftirlit með því, að þeim sje fylgt. Reykjavíkurbær hefir mist mikið með bruna Hótel íslands. Þetta var annað stærsta gistihús bæjarins. Bæj- arfjelagið var í gistihúsahraki fyrir brunann, hvað þá nú. Verður bærinn illa staddur, ef það dregst lengi að fá Hótel Island reist af grunni á ný. Ekki er enn búið að ákveða skipulag miðbæjarins, fyrir framtíðina. Verður nú að hraða því, svo að það þurfi ekki að standa í vegi fyrir framkvæmdum. Rússar segjast nú hafa króað inni um 100.000 manns í Dnieperbugnum, en herstjórn- artilkynning Þjóðverja virðist gefa í skyn að þessi fregn sje á rökum reist. Munu sveitir þessar nú vera að reyna að brjótast úr kreppunni, þar sem hringurinn er þynstur, en þar er hann sagður um 16 kílómetra á breidd. — Ekki er óliklegt, að Þjóðverjar freisti af alefli að koma sveitum þeim, sem kunna að vera innikróaðar, til hjálpar, en þar kemur upp spurningin um, hversu miklu varaliði þeir hafa á að skipa á þessum slóðum. — Landssvæði það, sem Þjóð- verjar höfðu á valdi sínu fyrir sunnan suðvestan og jafnvel suðaustan Leningrad, er nú hjerumbil alt aftur komið í (hendur Rússa og eru mestu bardagarnir á þessum slóðum háðir umhverfis borgina Narva á landamærum Eistlands. Einn- ig þarna er ekki sjeð neitt lát á sókn Rússa, sem auk þess eru nú komnir þvínær að þeim landamærum, sem þeir vilja láta Pólverja hafa eftir stríðið, Fi’amh. á 8. síðu. [Jílwerji ákrlpo idr dagíe Innheimtumaðurinn. j ÞAÐ KOM til mín sómamaður . á skrifstofuna í gær. Hann hefir ( undanfarin ár fengist við inn- heimtu reikninga. Nú er ekki hægt að segja, að menn sjeu ó- vanir að hitta innheimtumenn. nje geri sjer neitt sjerstakt far um að fá þá á sinn fund. Venju- lega eru stuttar kveðjur þegar þeir koma í heimsókn. Annað-1 hvort eru þeir afgreiddir í fljótu ■ bragði með því að viðkomandi ' greiðir reikning sinn, eða — og það er kannske fult eins algengt — að innheimtumaðurinn er beð inn að koma seinna! Segir göm- ul skrítla á þá leið, að innheimtu menn virðist vera einhver vin- sælasta stjett manna, vegna þess að þeir sjeu oftast beðnir um að koma aftur! Þessi gamli heiðursmaður og gamli kunningi var ósköp mæðu legur á svipinn, er hann kom til mín. Venjulega er hann sjerstak- lega dagfarsgóður maður og ljettlyndur og jeg inti hann eft- ir því, hvort nokkuð væri að hjá honum. — Gengur ekki vel að rukka núna? sagði jeg. Fólk hefir al- rrient mikið fje milli hánda og hlýtur að greiða betur sína reikn inga nú en áður, þegar margir áttu erfitt uppdráttar. • Þegar gjaldkerinn er ekki við. — JÚ, sagði innheimtumaður- inn, það má segja að betur gangi að innheimta hjá mönnum nú en hjer áður fyr. En þeir .eru nú samt margir erfiðeikarnir hjá okkur innheimtumönnunum, sem að mestu. leyti stafa af kæru- leysi og hugsunarleysi, en ekki vegna vanmáttar manna að greiða sína reikninga. Einna verst og mest þreytandi finst mjer að rukka inn "hjá sumum fyrirtækjum, þar sem gjaldker- inn er ekki við. Það er víða sá siður hjá fyrirtækjum, að þau hafa t. d. 1 klukkustund á viku til að greiða reikninga. Er það að jafnaði auglýst skýrum stöf- um á skrifstofuhurðinni. Er þetta góð tilhögun, þegar hægt er að reiða sig á hana. En það er verst, að sumstaðar kemur það fyrir, að gjadkerinn er ekki við þenna eina auglýsta klukkutíma á viku og verður maður þá að bíða þar til í næstu viku eftir greiðslu, ef gjaldker- inn skyldi þá vei-a við. Jeg vil taka það skýrt fram, að það er siður en svo, að þetta sje al- gengt, en því miður þó of algengt hjer í bæ. • Svo fáum við ónot fyrir .... — ÞEGAR þetta kemur fyrir æ ofan í æ, að ekki er hægt að fá greiddan reikning hjá sama fyrirtækinu, er ekki ótítt, að yið innheimtumennirnir fáum ónot hjá atvinnuveitendum okkar. Okkur er kent um slóðaskap gjaldkerans, sem ekki er við á sínum auglýsta tíma. Og svo er annað, sagði inn- heimtumaðurinn ennfremur. Það kemur fyrir, að menn vilja fá að athuga reikninga og tala við fyrirtækið, sem þeir eru frá. Er það ekkert óeðlilegt, en það kemur fyrir, að reikningarnir liggja, án þess að menn hugsi nokkuð um að athuga þá eða leita sjer uplýsinga, sem þeir telja áig vanta, dregst þá greiðsla enn um -stund, en innheimtu- manninum er aftur kent um van- fækslu. Tafir á greiðslu reikn- iífinu inga fyrir slóðaskap koma sjer oft illa, þar sem menn reiða sig á greiðslu hjá ábyggilegum fyr- irtækjum. Svikin Ioforð um greiðslu. -— LOKS eru það loforðin um greiðslu, sem aldrei eru efnd, sem gera okkur innheimtufólki erfitt fyrir. Menn segja okkur að koma aftur á ókveðnum tíma. En þegar að þeim tíma er kom- ið og reikningurinn er sendur, þá kemur nýtt loforð í stað greiðslu. Á þeim tíma, sem fór í að finna manninn, sem lofaði greiðslu, hefði verið hægt að inn heimta hjá öðrum ábyggileguní mönnum. Það er því ekki nóg, að svikið sje um greiðslu, heldur er lika eytt tíma frá innheimtu- mönnum, þeim og fyrirtækjum þeirra til tjóns. Það er rnikið betra, að menn segi hreinlega, að þeir vilji ekki eða geti ekki greitt reikninga sína, heldur en að narra mann til sín aftur og aftur. Þetta sagði innheimtumaður- inn. Vonandi, að menn taki orð hans til greina. • Frábært og heppilegt samstarf. ÞAÐ ER haft á orði, af þeim, sem eftir því tóku, nóttina, sem eldsvoðinn varð í Hótel íslánd, hve samvirina lögregluþjóna og slökkviliðsins hafi verið sjerr staklega góð og heppileg. Áður hefir vitanlega verið góð sam- vinna milli þessara aðilja, sem hafa svo mikið saman að, sælda við eldsvoða. I raun og veru ætti það ekki að vera í frá- sögur færandi, þó þessar tvær deildir af hjálparmönnum borg- aranna vinni saman sem einn maður, þegar því er að skifta, en má þó á það benda með ósk um, að sama regla verði höfð í fram- tíðinni, eins og hingað til. • Kvikmyndin um Paul Ehrlich. ,,ÓÁNÆGÐUR“ skrifar mjer eftirfarandi brjef: „Nú um síðustu helgi var til sýningar í Tjarnarbíó kvikmynd, sem bygð er á æfistarfi og rann- sóknum hins heimsþekta og dáða vísindamanns á sviði lækn- isfræðinnar, dr. Paul Ehrlichs. Þeir, sem myndina sáu og hafa áhuga fyrir sögulegum kvik- myndum, luku upp einum rómi um, að mynd þessi væri fram- úrskarandi góð, mjög fræðandi og sjerstaklega listrík í fram- setningu frá hendi aðalleikarans. Svo einkennilega vill til, að þessi ágæta mynd er ekki sýnd nema 3—-4 daga. Alls eru hafð- ar á henni 8 sýningar í minsta kvikmyndahúsi bæjarins. Er því fráleitt, að fleiri en 2000—2300 manns hafi sjeð hana, því að Tjarnarbíó hefir upplýst, að ó- nóg aðsókn hafi verið síðustu skiftin, og því hafi hún verið tekin af dagskrá. Óhætt mun að fullyrða, að fjöldi fólks, sem ákveðið hafði að sjá mynd þessa, mun ekki hafa áttað sig á því, hversu hratt hún gekk yfir, ög þekki jeg persónulega marga, sem þannig er ástatt um. Það er því eindregin ósk mín og áskorun til Tjarnarbíós, að það taki mynd ina aftur til sýningar, myndina, sem lýsir starfsferli mannvinar- ins, dr. Ehrlichs, sem, eftir 606 tilraunir, tókst að vinna bug á einu hryllilegasta sjúkdómsböli mannkynsins“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.