Morgunblaðið - 08.02.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.02.1944, Blaðsíða 5
Jriðjudagur 8. febrúar 1944 MORÖUNBLAÐIÐ 5 40 ÁRA AFMÆLIIIMIMLEIMDRAR STJÓRNAR EINN MERKISDAGA í sögu íslendinga er í dag. 1. febr. 1904 komu stjórnskipunarlög nr. 16 frá 3. okt. 1903 til fram- kvæmdar. Þá varð stjórn „sjer málanna11 svo nefndu innlend, svo sem kallað hefif verið. í dag er því fjörutíu ára afmæli þessarar innlendu stjórnar. Segja má víst, að breyting þessi hafi verið nokkurnveg- in jafn þýðingarmikill mark- steinn á leiðinni til fullveld- isviðurkenningar 30. nóv. 1918 og sú viðurkenning með öðrum ákvæðum sambandslaganna er á leiðinni til algers skilnaðar við Danmörku og stofnun lýð- veldis á íslandi. Vjer hefðum naumast fengið rjettarbót þá 1918, sem vjer fengum með sambandslögunum, ef vjer hefðum þá enn átt við lands- höfðingjadæmið að búa og danskan ráðherra í dönsku landi hvar fjarri. Fyrir því er vert að minnast þessa dags, sjerstaklega nú, er fyrir dyr- um stendur ákvörðun um full an skilnað við Danmörku. En hin mikla breyting, sem varð 1. febr. 1904, verður alls ekki ekilin til nokkurrar hlítar, nema athugað sje stórnarfar lands vors á landshöfðingja- tímabilinu. Mat á stjórnarfari ráðherratímabilsins 1904—1918 verður að byggja á samanburði þess við landshöfðingjatíma- bilið. Eftir nær aldarfjórðungs- þjark við dönsku stjómina, sem ekki hafði leitt til árang- urs, setti konungur og ríkis- þing Danmerkur 2. jan. 1871 hin svnefndu „stöðulög“, án atbeina íslensks aðilja. Upp- hafsákvæði laga þessara hljóð- ar svo: „Island er óaðskiljan- legur hluti Danaveldis með sjerstökum landsrjettindum". ísland var þar með hátíðlega lýst hluti af Danaveldi, og hafa fyrirsvarsmenn Danaveldis áuð jtað ætlast til þess, að með þessu væri sagt síðasta orðið um rjettarstöðu íslands. í sam- ræmi við þessa yfirlýsingu hins danska löggjafarþings og konungs var það, að konungur Danmerkur skyldi að sjálf- sögðu vera konungur íslands, án þess að vilji íslendinga skyldi þár nokkru um ráða, að Island hefði ekki annað fyr irsvar út á við en Danmörk, að dönsk hermálastjórn skyldi einnig binda ísland, svo að ís- lands skyldi einnig vefjast í styrjöld, ef Danir lentu í ó- friði. Yfirhöfuð skyldi Dan- mörk fara með öll mál, sem Island snertu, nema þau væru beinlínis lýst „sjermál“ þess í stöðulögunum. Ríkisborgara- rjettur og fáni var því t. d. sammál. Hins vegar átti ísland ekki að leggja fram neitt fje til rækslu „sammálanna“ svo- nefndu, meðan það tæki eng- an þátt í loggjöf um þau, en ákvörðun um það skyldi bæði löggjafarvald ,,rikisins“ og hið sjerstaka löggjafarvald íslands taka. Hin svonefndu „sjermál ís- lands eru talin í stöðulögunum þessi: Hin borgaralegu lög (svo sem um hjúskap, erfðir, lög- r?eði, fjáreigpalpg), refsilög- ' Ræða er dr. Einar Arnórsson dómsmálaráðherra flutti í út- varpinu 1. febrúar s. — Fyrri hluti — gjöfin og dómgæslan, en þó ’ Kaupmannahöfn, skildi ekki ís skyldi hæstirjettur Danmerkur lenska tungu, Alþingi rjeð í Kaupmannahöfn framvegis engu um skipun hans eða verða æðsti dómstóll í íslensk- lausn. Hann sat ekki á Al- um málum, enda mátti ekki þingi og bar enga ábyrgð fyrir gera breytingu þar á, án at- því. í Kaupmannahöfn var beina ríkisþings Danmerkur; sjerstök stjórnardeild, er hafði lögreglumálefni; kirkju- og afgreiðslu íslandsmála þeirra. kenslumál, lækna- og heil- er dómsmálaráðherrann danski brigðismál; sveita- og fátækra fór með. Starfsmenn þar voru mál; fiskveiðar, verslun, sigl- sumir danskir og sumir íslensk ingar og aðrir atvinnuvegir; ir. Deildarstjóri var lengi skattamál, þjóðeignir og opin- .danskur maður, er Dybdahl berir sjóðir og stofnanir. hjet, er ekki þótti íslandi sjer- Með því að ríkisborgararjett lega velviljaður. íslandsmál ur var sammál, þá vakti voru borin upp fyrir konungi danska stjórnin vandlega yfir > danska ríkisráðinu bæði til því, að það ekki yrði sett í eftirlits og til að sýna það í íslensk sjerlög um atvinnu á verki að ísland væri hluti af íslandi nokkurt' ákvæði, er Danaveldi. skerti hið svonefnda „jafnrjetti | Æðsta vald innanlands var þegnanna“. Þess vegna var falið landshöfðingja á ábyrgð fyrirmælum um það, að kaup- ráðgjafans danska. Ef Alþingi menn skyldu vera búsettir á þætti ástæða til að bera sig upp íslandi, er hjer vildu Veka undan valdbeitingu landshöfð- fastaverslun, synjað staðfest- ingja, þá skyldi konungur ingar konungs. Slík ákvæði hverju sinni kveða á um það, þóttu brjóta í bága við hags- hvort og hvernig ábyrgð yrði muni hinna dönsku selstöðu- komið fram á hendur honum. kaupmanna, er þá höfðu meg- En til slíks kom aldrei. inið af allri íslenskri verslun í höndum sínum. Og jafnvel þótt kenslumál væru sjermál, þá þótti það of mikill vottur sjálf- stæðis, ef íslendingar settu upp æðri mentastofnanir framar en gert hafði verið með stofnun presta- og læknaskóla. Stiftamtmaður háfði hingað til farið með æðsta fram- kvæmdarvald innanlands fyrir hönd hinna dönsku ráðuneyta, er málum landsins höfðu sint. En nú var skipt um nafn og landshöfðingi kom í staðinn 1872. Á 1000 ára afmæli íslands- bygðar 1874 gaf konungur út Landshöfðingjaembættið var í rauninni mjög vandasamt. Yfir landshöfðingja var ráð- herra, danskur, sem hafði ís- lenska ráðherraembættið í hjá verkum, ókunnugur hugsun og högum íslendinga. Hinum meg in var Alþingi og íslendingar með ýmsar kröfur og aðfinslur. Það, sem öðrum kunni að þykja rjett gert og vel, var ef til vill fordæmt af hinum. —1 Magnús Stephensen sagði því einu sinni, að sjer hafi fund- • ist landshöfðinginn vera eins ' og „lús millit veggja nagla“, og hitti víst með því sæmilega naglann á höfuðið. Landshöfð- 5. jan. 1874 stjórnarskrá um ingjaembættinu gegndu þrír i í l ' r ■ ! hin sjerstaklegu málefni ís- lands, svo sem kunnugt er. Var þar með kveðið á um meðferð þeirra mála, er lýst voru sjer- stök málefni landsins í stöðu- lögunum. Alþingi og konungur skyldu fara með löggjafarvald í þeim. Innlendir dómstólar dæmdu mál, en hæstirjettur í Danmörku var þó æðsti dórr:- stóllinn. Var málarekstur þang að langsóttur og kostnaðarsam ur, enda varð aUðvitað að þýða á danska tungu öll málsskjöl, því að dómendur þar kunnu venjulega ekki orð í íslensku. Framkvæmdarvaldið var í höndum konungs, en hann ljet „ráðgjafann fyrir ísland“, eins og það er orðað í stjórnar- skránni, framkvæma það. — Hefði nú mátt ætla, að sjerstak ur ráðherra yrði skipaður til meðferðar ,,sjermála“ Islands. En svo var alls ekki, heldur voru þau falin ' dómsmálaráð- herra Danmerkur, eins og auka geta við hin dönsku ráðherra- störf har^g. Hann saf úti í :■ í : i , '<' e: *; ; < , i ■ menn, Hilmar Finsen fyrst, Bergur Thorberg í miðið og Magnús Stephensen síðast. Voru landshöfðingjarnir allir ágætir menn og tókst víst venjulega að synda milli skers og báru. Allir voru þeir að sjálfsögðu lögfræðingar og þjálfaðir embættismenn að sinnar tíðar hætti. Þeir voru allir valinkunnir sæmdarmenn og prúðmenni hin mestu. Stjórnskipulagabreytingin, sem staðfest var 3. okt 1903, átti sjer langan aðdraganda. íslendingar voru ákaflega gramir yfir því, að stöðulögin höfðu verið sett að þeim forn- spurðum, og töldu beinlínis hafa þar með verið rofin heit- orð konungs frá 1848 á sjer, um það að staða Islands í rík- inu yrði ekki ákveðin fyrr en íslendingar hefðu verið spurð ir áiits þar um. Stöðulögunum var því mótmælt á Alþingi 1871. Var þó málið síðan kyrrt um skeið, en eftir 1880 hófst annar þáttur átjómarbaráttu- 1 i unnar við Dani. Sumarið 1885 var samþykt frumvarp til breytinga á stjórnarskránni. Var þar ætlast til, að skipaður yrði landsstjóri á íslandi, er færi með vald konungs yfir sjermálunum, en við rikisein- ingunni og sameiginlegu mál- unum var ekki haggað. Þessi stefna var nefnd „Benedikzk- an“ eftir Benedikt sýslumanni Sveinssyni, er gerðist forvígis- maður hennar. Frumvarp þetta fjekk ekki náð hjá stjórninni í Kaupmannahöfn. Árið 1889 kom fram tillaga um aðra skipun, „Miðlunin" svo nefnda, er gerði ráð fyrir landsstjóra hjer með ráðherrum sjer við hlið, en jafnframt annari stjórn við hlið konungs í Kaupmannahöfn Hugmyndin er úr enskri nýlendustjórn. En ekki náði þessi tillaga fram- gangi. Svo kom „Valtýskan“ syonefnda til sögunnar. Bar hún nafn af dr. Valtý Guð- mundssyni, sem hafði haft for göngu um málið við dóms- málaráðherra Dana i Kaup- mannahöfn. Höfuðatriði „Val- tískunnar* voru þau, eins og málið varð loks í meðförunum, að skipa skyldi sjerstakan ráð- herra til meðferðar sjermála íslands, er ekki mátti hafa önnur ráðherraembætti á hndi. Hann skyldi tala og rita ís- lenska tungu, eiga sæti á Al- þingi og bera fyrir því ábyrgð á embættisrekstri sínum, en búsettur skyldi hann vera í Kaupmannahöfn. „Valtýskan fjekk mikið fylgi, enda snjer- ust til fylgis við hana ýmsir áhrifamestu menn í stjómmál- um landsins um þær mundir, svo sem Bjöm Jónsson, þá rit- stjóri ísafoldar, Skúli Thorodd sen, síra Sigurður Stefánsson, og Einar Hjörleifsson Kvaran og Guðlaugur sýslumaður Guð mundsson, auk dr. Valtýs Guð- mundssonar, sem kalla má íöð ur „Valtýskunnar“. Isafold var höfuðblað Valtýinga og allá- hrifamikið. Meðal andstæðinga „Valtýskunnar“ má nefna Hannes Hafstein, er gerðist fofingi ,,Andvaltýinga“, er svo voru stundum nefndir, Lárus H. Bjarnason, Klemens Jóns- son, Guðjón Guðlaugsson og Hannes Þorsteinsson, er þá stýrði Þjóðólfi, sem mun hafa verið hjer um bil jafn útbreidd ur og áhrifamikill sem ísafold. Það skildi aðallega milli flokk anna, er um málið höfðu mynd ast, að „Valtýingar“, sem nefndu sig um skeið Fram- sóknarflokk, gerðu ekki kröfu um búsetu ráðherrans hjer á Islandi, með því að þeirri kröfu væri ekld unnt að fá fram- gengt, en hinir, sem nefndu sijg „Heimastjórnarmenn“, gerðu þessa kröfu, og.einnig, að sjer- mál íslands yrðu ekki borin upp fyrir . konungiíríkisráði. Sumarið 1901 urðu Stjórnar skipti í Danmörku.. Hægri menn sem jafnan höfðu setið þar að stjórn síðan ísland fekk sjermál sín aðgreind, ljet af völdum, en við tóku vinstri- menn. Prófessor Deuntzer, er lengi hafði verið kennari í lög fræði við Kaupmannahafnar- háskóla, varð forsætisráðherra, en Alberti hæstarjettarmál- flutningsmaður, er árið 1908 varð uppvís að stói’kostlegum fjársvikum, varð dómsmálaráð herra og þar með ráðherra í sjermálum íslands. Fregnin um stjómarskifti í Danmörku barst hingað í ágústmán. 1901 en allt um það marðist frum- varp þeirra Valtýinga í gegn. Þá um haustið sendu „Heima- stjórnarmenn“ Hannes Haf- stein á fund konungs og hins nýja Vinstrimannaráðuneytis, en dr. Valtýr átti heima í Kaup mannahöfn og gat því talað þar máli síns flokks. Það mun þó ekki hafa orðið kunnugt, hvað danska stjórnin ætlaðist fyrir um stjórnarskrármálið fyrr en boðskapur konungs 10. jan. 1902 varð hjer heyrinkunn ur. Kvaðst konungur vel geta fallist á frumvarp það, er Val- týingar fengu samþykt á AI- þingi 1901, en því var við bætt, að einnig mundi verða fallist á það, að ráðherra íslandsmála yrði búsettur á íslandi og að stjórnarráð Islands hefði aðset ur í Reykjavík. Hingað til hafði dönsku stjórninni þótt það fráleit hugsun, að ráðherra gæti verið búsettur annarsstað ar en í námunda við konung. I boðskapnum stóð ennfremur, að konungur mundi láta leggja fram frumvarp til breytinga á stjórnarskránni fyrir Alþingi sumarinð 1902. Báðir flokkarn ir urðu samhuga um það, að taka bæri boði stjórnarinnar um búsetu ráðherrans á íslandi. Frumvarp stjófnarinnar var svo lagt fram á Alþingi 1902. Var frumvarp þetta óbreytt að efni til samþvkt á þingunum 1902 og 1902. Samkvæmt því mátti ráðherra Islands ekki hafa annað ráðherraembætti á hendi, hann skyldi tala og rita íslensku, hafa aðsetur í Reykja vík, en fara svo oft sem nauð- syn væri á, til Kaupmannahafn ar til þess að bera upp fyrir kopungi „í ríkisráðinu“ lög og mikilsverðar stjórnarráðstafan ir. I boðskap konungs 10. jan. 1902 var þess ekki getið, að sjermál íslands skyldu borin upp fyrir konungi„í ríkisráði“ Danmerkur. Þrátt fyrir þetta ákv’æði, sem fól í sjer viður- kenningu á uppburði sjermála lapdsins í aldanskri stofnun og á rjetti dönsku stjórnarinnar til eftirlits með þessum málum, samþyktu bæði þingin 1902 og 1903 einróma frumvarpið, að undapteknum einum þing- manni 1903. En í landinu hafði myndast flokkur til andstöðu við frumvarpið vegna ríkis- ráðsákvæðisins. Nefndu þeir sig „Landvarnarmenn“, og voru þeirra kunnastir Jón Jensson yfirdómari og Einar skáld Benediktsson. Töldu þeir þar með samþykta „innlimun“ landsins í hið dapska ríki. Hin .ir töldu þetta form eitt, enda Frámh.' á 8. síðu. : • • * S V í í c '■■■■ í i i ■ ■ . . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.