Morgunblaðið - 08.02.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. febrúar 1844 - 40 éra afanæli a a b ó h IMinning Björns Björnssonar bankafulltrúa 39. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 5.00. Síðdegisflæði kl. 17.18. Næturakstur annast B. S. I., sími 1540. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóttíci. Næturlæknir er í læknavarð- stöðinni, sími 5030. Ljásatúni ökutækja er frá kl. 17.00 til kl. 8.25. □ Edda 5944287-1. Frú Björg Magnúsdóttir, Mjó- stræti 4, er 65 ára í dag. Sextugur er í dag Guðmundur Guðmundsson, Skeggjagötu 16 hjer í bæ. Sextugur er í dag Sigurður Sæmundsson bóndi frá Hvassa- hrauni, nú til heimilis að Selvogs götu 30 í Hafnarfirði. — Margir munu senda honum hlýjar kveðjur á þessum heiðursdegi hans. a. Sitfitrbrúðkaup eiga í dag frú ristín L. Sigurðardóttir og Karl Bjarnason brunavörður, Bjarkargötu 14. Góðtemplarar gangast fyrir samsæti þeim til heiðurs á miðvikudagskvöld kl. 8%. Þar verður þeim hjónum þakkað míkið starf fyrir Regl- una og sýndur annar virðingar- og viðurkenningarvottur. Ennþá eru hjónin svo ung, að ekki verða talin upp í einstökum at- riðum hin margvíslegu störf þeirra beggja í fjelagsmálum í þessum bæ. Þ. J. S. Hjúskapur. S.l. sunnudag voru gefin saman í hjónaband af síra Sveini Víkingi Dagrún Gunnars dóttir og Guðjón Emilsson vjel- stjóri. Heimili brúðhjónanna verður fyrst um sinn Hrísateig 8 Hjóuaband. S.l. laugardag voru gefin saman í New York rmgfrú Edda Kvaran og Jón Þór arinsson. Heimilí þeirra er að 6Ö4, West 112. Street. Frú Edda stundar nú leiknám við Carne- gie Hall leikskólann, en Jón Þór- arinsson stundar tónlistarnám á vegum Ríkisútvarpsins við Junior Players Guild. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ólöf F. Þórðardóttir, Hverfisgötu 88 og Hjörvar Kristjánsson, Freyju- götu 32. Kvenfjelag Neskirkju heldur fund í Oddfellowhúsinu uppi í kvöld kl. 8.30. Árshátíð hárskera og hár- greiðslukvenna er að Hótel Borg sunnudaginn 13. þ. m. Eyfirðingaf jelagið heldur skemtifund að Hótel Borg á fimtudaginn kemur, 10. þ. m. -ekki 12. eins og misprentaðist í blaðinu á sunnudaginn). Snæfellingafjelagið heldur árs hátíð sína að Hótel Borg laug- ardaginn 12. febrúar n.k. og hefst hún með sameiginlegu borð haldi kl. 7.30 e. h. Kvennadeild Slysavarnafjelags íslands í Hafnarfirði heldur fund í kvöld á Strandgötu 29. Hestamannafjel. Fákur efnir til skemtifundar í Oddfellowhús inu í kvöld (þriðjudag) kl. 9. Fjelagar mega taka með sjer gesti. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönsku kensla, 2. fl. 19.00 Enskukensla, 1. fl. 19.25 Þingfrjettir. 20.20 Tónleikar Tónlistarskól- ans: Strengjasveit leikur und ir stjórn dr. Urbantsehitsch: Konsert í d-moll fyrir píanó og strengjasveit eftir Joh. Seb. Bach (Píanó: dr. Ur- bantschitch). 20.45 Erindi: Andleg heilsu- vernd, II: Samtöl og játn- ingar (dr. Símon Jóh. Ágústs son ). 21.00 Hljómplötur: Endurtek- in lög. 21.50 Frjettir. Dagskrárlok. MEÐ því jeg einn er lögleg- ur eigandi merkisins: „Hóla- stafur“, er svonefnt „Ríthöf- undafjelag Islands“ hefir tek- ið upp sem fjelagsbókamerki, heimildalaust og óvirðulega, samanber Jólahefti "tímaritsins „Helgafell“, — banna jeg Rit- höfundafjelagi íslands merkið vegna freklegrar tröðkunar á rjétti eiganda, rithöfundar og útgefanda. Jochum M. Eggertsson Skuggi. AUGLÝSING ER GULLS ÍGILDI~ Framh. af 5. síðu. gæti ekki komið til mála, að nokkur hinna ráðherranna fari í rikisráðinu að fara að skipta sjer af sjermálum íslands. — Stjórnarskrárfrumvarpið hlaut staðfestingu konungs 3. okt. 1903 og var birt 9. nóv. s. á. Segir ekki, hve nær stjórn- skipunarlögin nýju skyldu koma til framkvæmda, og hlaut það því að verða sam- kvæmt þá gildandi lögum 12 vikum eftir að útkoma þeirra var birt í B-deild Stjómartíð- indanna. Bar þann dag því upp á 1. febr. 1904, Þótt bæði Heimastjórnar- menn og Framsóknarmenn væru sammála um samþykt stjórnskipulagabreytingarinn- ar, hjaðnaði samt ekki óvild sú og jafnvel hatur sem risið hafði milli hinna andstæðu stjórnmálaflokka á árum Val- týskunnar. Og svo mun hafa komið nokkurt reiptog um ráð herradóminn. — Valtýingar munu hafa þakkað sjer úrslit in, og Heimastjórnarmenn sjer. Þóttist því hver flokkanna um sig eiga frá því sjónarmiði betri rjett til þess, að ráð- herra yrði skipaður úr sínum flokki.Konungur mun eftir ráð um fyrverandi íslandsráðherra (Albertis) hafa hugsað til að skipa Ólaf Halldórsson, skrif- stofustjóra í íslensku stjórnar- deildinni í Kaupmannahöfn, ráðherra, en sú hugsun fjekk ekki byr meðal íslenskra al- þingismanna. Af heimastjórn- armönnum voru þeir Hannes Hafstein og Klemenz Jónsson taldir standa næst tigninni, en dr. Valtýr af hinum flokknum. Úrslitin urðu þau, sem kunn- ugt er, að Hannes Hafstein var skipaður fyrsti íslandsráðherra með búsetu í Reykjavík þann 31. jan. 1904. Hefir skipun þessi líklega orðið andstæðing um hans sumum nokkur von- brigði. Gerðust nú Framsóknar menn og Landvarnarmenn harðir andstæðingar háns um skeið með blaðið ísafold i broddi fylkingar, er Björn Jónsson strði enn með dugn- aði sínum, ritsnild og harð- fengi. En helsta stuðningsblað hinnar nýju stjórnar var Þjóð- ólfur fyrst undir stjórn dr. Hannesar Þorsteinssonar, en Lögrjetta bættist við eftir nokkurn tíma. Framhald. BJÖRN BJÖRNSSON banka- fulltrúi, Hringbraut 214 hjer í bæ, andaðist sunnudaginn 30. f. m., og er jarðsunginn í dag. Björn Björnsson var fæddur 22. maí 1897 í Laufási við Eyja- fjörð og voru foreldrar iians Björn prestur í Laufási Björns- son og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir prests Jónssonar i Laufási. Var Björn af góðu bergi brotinn, kominn af ágætu dugnaðar- og greindarfótki í báðar ættir, svo sem kunnugir vita. Björn ólst uþp í stórum og myndarlegum systkinahópi á hinu fagra prestsetri. Var.dist hann ungur góðum heimilis-' brag og gagnlegurn störfum. Fylgdi honum alla ævi ættar - arfur og uppeldisáhrif frá bernskuheimilinu. Hann fór ungur í Akureyrarskóla og lauk gagnfræðaprófi þaðan árið 1914. Næstu árin, til 1923, dvaldi hann heima hjá foreldr- um sínum, að öðru en því, að hann vann að verslunarstörf- um á Akureyri nokkuð á annað ár. Við störf sín í foreldranús- um sýndi hann sama dugnað- inn, áhugann og ósjerhlífnina, sem prýddi hann alla ævi. Haustið 1923 hjelt Björn til Kaupmannahafnar og lauk þar prófi við verslunarháskóla Niels Brocks með ágætis vitnis burði. Kom hann aftur út hing- að haustið 1924, og hóf 1. des- ember það ár störf í Lands- bankanum, og starfaði þar síð- an óslitið til dauðadags í endur- skoðunardeild bankans, virt- ur vel af öllum samverkamönn- um fyrir samvinnulipurð, trú- mensku, dugnað og áhuga við störf sín. Björn Björnsson kvæntist 10. ágúst 1927 eftirlifandi konu sinni, Þórhöllu Þórarinsdóttur, prests Þórarinssonar á Valþjófs stað. Börn þeirra eru þrjú: Björn, Þuríður Unnur og Ingi- björg, öll góð og mannvænleg börn. Jeg hefi þekt Björn Björns- son undanfarin 17 ár, og varð þessi tengdabróðir minn mjer því kærari, sem jeg kyntist honum betur. Hann var maður mjög yfirlætislaus, hægur og hógvær, en þó ákveðinn og þjettur í lund, drengur hinn besti, góðviljaður og hjálpfús, er liðs hans var leitað, og hverju því vel borgíð sem hann tók að sjer að annast eða leysá af hendi. Var gott að eiga þenn- an grandvara og reglusama mann að trúnaðarmanni. Björn Björnsson var hinn á- gætasti og ástríkasti heimilis- faðir, sístarfandi að heill og far sæld konu og barna, og aldrei glaðari en heima í góðra vina hópi. Skal hjer eigi reynt að lýsa því, hver harmur er kveð- inn að heimili hans við fráfall hans á besta aldri. Öldruð móð- ir saknar og hins ástríka son- ar, systkyni og tengdafólk hins besta bróður. Öllum vin- um, nær og fjær, varð hverft við dánarfregn þessa dugnaðar- og drengskaparmanns. En þeir minnast með þakkarhug allra góðu og björtu stundanna,, votta þeim hjartans samúð, er mest hafa mist, og óska horfn- um vini eilífrar blessunar hans, sem er ekki Guð dauðra, heldur Iifenda. Á. S. miiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiint | Blikkfötur j galv. 1 = Verzlun | O. Ellingsen h.f. | uiiiMiinimiinmiinmuuiiiiiiiiiinnniiniinDiinmiiu X - 9 Eftir Robert Storm ) ðOÓOÓOOOOOOOOOOOOOÓOÓOOöOOO’ oooooooooooooooooooooooóooo' X—9: Gættu þín, maður! Þú nálgast lyftuopið. að mig. Jeg lít ekki af þjer. I I JffcSJ Alex: Þetta er nú gömul gildra. Þú getur ekki narr- í í. ; ii .. . .' : ' I •)'< Hæ, 'htert í þó logandi .... I ■ ■ . J : : i: * 1 I i > :> ni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.