Morgunblaðið - 08.02.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.02.1944, Blaðsíða 12
12 Lítið af mjólk fram- anaf morgni í dag L/ÍKUR benda til þess, að lítið verði um mjólk, fyrripart morguns í dag. Þingvallaleið- in teptist í hríðinni í gær Og fyrradag, en bílarnir að austan komust þó til Þingvalla og biðu þess að snjóýtan kæmi hjeðan. Er síðast frjettist, beið snjó- ýtan, skamt frá Þingvöllum, eftir bensíni að austan. — Strax og hún kemst á áfanga- srtað mun hún snúa við og munu mjólkurbílarnir fara í för hennar. Ekki er þó hægt að segja, hvenær bílarnir muni koma, en ástæða þykir til að undirbúa fólk undir að lít- ið kunni að vera um mjólk framan af morgni í dag. Skip það. er sækja átti mjólk til Borgarness sneri við sakir veðurs, en mjólkin var þó sótt til Akraness. 3¥loniMtWití>»Í> Frá Cassino r,n Skúlagata Aðalbraut BÆJARSTJÓRN hefir sam- þýkt, að Skúlagata skuli telj- ast aðalbraut frá Ingólfsstræti að Höfðatúni. Bifreiðar, er aka eftir Skúla- götu á þessum kafla, njóta þessvegna forrjettar og skulu því bifreiðar og önnur ökutæki er aka á vegum er að henni liggja, skilyrðislaust víkja fyr ir allri umferð. Samþykt bæjarstjórnar er gerð með tilvísun til 7. gr. um- íerðarlaga frá 1941. Bifreiðarstjórar munu fagna þessari samþykt, því um Skula götu hefir umferðin vaxið mjög síðustu ár, einkum þó vöruflutningabifreiða. - Franski herinn Framhald af bls. 7 og kastaði honum í poll, sem var rjett hjá okkur í garðin- um, þar sem við sátum. Gárar mynduðust á vatninu út frá þeim stað, þar sem molinn hafði fallið, og bárust þeir pollinn á enda. ,,A sama hátt munu fregnirn ar um komu hersins berast til fjarlægustu kima Frakklands, og jafnvel allrar Evrópu. Þá munið þjer verða sjónarvottur að stórkostlegustu uppreisn veraldarsögunnar“. Aróðursmenn Hitlers vilja telja okkur á að trua því, að Frakkland sje búið að vera. Þeir gera lítið úr tilraunum Frakka, en þeir geta ekki gert lítið úr þessum nýja franska her. Að siðferðisþreki, hug- rekki og vopnabúnaði stendur hann jafnfætis hvaða her heimsins, sem er. Og þenna her er stöðugt verið að efla með íulltingi Bandaríkjanna og Breta. Frakkland mun< aftur risa upp. Myndin hjer að ofan er yfirlitsmynd af bænum Cassino á Suð'ur-Ítalíu, sem mest er nú harist um, og cr bærinn allur írústum að sögn. Neðst til vinstri á myndinni sjest vegurinn og járnbrautin til Róm, en uppi á fjallinu fyrir ofan bæinn er hið heimsfræga Cassino-klaustur, sem stofnsett var af kirkjuhöfðingjanum Benedikt frá Nursia árið 52 9. — Á litla kortinu neðst til hægri sjest svæðið milli Róm og Cassino og einnig bæirnir Anzio og Littoria, en þeir eru á land- göngusvæði bandamanna, þar sem harðastar orustur eru nú háðar. Stórorustur hefjast við Níkopol Rússar í úthverfum Narva Peningaskápur Vöruhússins hjelt PENINGASKÁPARNIR tveir, sem Vöruhúsið og Gefjun áttu, í rústum Hótel ísland, hafa verið grafnir upp. Það, sem var í peningaskáp Vöruhússins var að mestu ó- skemt. Þö hafði það sviðnað og komist að því vatn, en ekki svo að skjöl og annað, sem í skápnum var, væri ónothæft. Ekki voru peningar að ráði í þessum skáp, aðeins skifti- mynt verslunarinnar. í peningaskáp Gefjunar hafði komist eldur og mikið, sem í honum var skemt. Þar voru meðal annars um 3000 krónur í peningum. Voru þeir í búnti. — Peningarnir höfðu brunnið, en vegna þess, hve búntið var þjett, mátti með lagi sjá upphæð peningaseðl- anna, þó ekki væru þeir í raun og veru nema askan tóm. Með þvi að taka varlega hvern seðil fyrir sig, var hægt að sjá hve mikil upphæð var í búnt- inu. Þykir ekki óliklegt, að bankinn geti greitt eigendum peningaupphæðina. Burmabúar stofna her. London í gærkveldi. — Burma stjórn, sú er situr að völdum, hefir tilkynt, að hún hafi stofn að allmikinn her, sem þegar sje farinn að berjast með Japön- um gegn Bretum. Ennfremur er sagt, að þer þessi verði auk- inn smámsaman. -t- Reuter. London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgbl. frá Reuter. RÚSSAR tilkyntu í dag, að hersveitir Malinovskis hers- höfðingja, syðst á Austurvíg- stöðvunum hefðu hafið mikla sókn gegn Þjóðverjum á Niko- polsvæðinu fyrir nokkru og rof ið skarð í varnir Þjóðverja við mjög erfið sóknarskilyrði. — Hafa Þjóðverjar fyrir nokkru sagt frá þessari sókn, sem þeir sögðu beint gegn brúarsporði við Nikopol, syðst í Dnieper- bugnum. Fregnir frjettaritara segja, að barist sje nú í úthverfum Nikopol, en austurhluti borg- arinnar stendur austan Dniep- er, en meginhlutinn vestan fljótsins. — Segjast Rússar hafa valdið Þjóðverjum miklu tjóni í þessari nýju sókn sinni, og sjeu fimm herfylki þýsk á þessum slóðum í hættu á að verða innikróuð. Á norðurvígstöðvunum er áframhald á miklum viðureign um og segja fregnir frá Moskva að barist sje nú í úthverfum borgarinnar Narva, fyrir norð- an Peipusvatn. Ennfremur segj ast Rússar enn sækja fram í áttina til borgarinnar Luga. I hcrkvínni. Fáar fregnir berast af hinum 10 herfylkjum Þjóðverja, sem Rússar sögðust á dögunum hafa króað inni milli Kirovograd og Byelaya Tserkov, en Rússar segja, að stöðugt sje þrengt að liði þessu, Þjóðverjar aftur á móti segjast hafa hrundið öll- um áhlaupum á þessú svæði. Þá segja Rússar, að áhlaup liðs Mannsteins í þeim tilgangi, að koma hinum innikróuðu sveit- um til hjálpar, hafí nú fjarað út. — Ekki geta Rússar þess í dag, að þeir hafi skotið niður fleiri af flutningaflugvjelum Þjóðverja. Miðvígstöðvar.* Þjóðverjar segjast hafa upp- rætt tvær rússneskar herdeild- ir með skriðdrekaáhlaupi fyr- ir vestan Poloniche, og hrund- ið áhlaupum Rússa bæði fyrir vestan Novo Sokolniki og norður og norðvestur af Nevel. Fregnritarar telja að Rússar eigi nú eftir 80 km ófarna að Curzon-línunni svonefndu. ÞriðjudagTir 8. febníar 1944 Fólslegar árásir hermanna á Islendinga SIÐASTLIÐINN sunnudag gerðu amerískir hermenn tvær árásir á íslendinga, annað skiftið bifreiðarstjóra, en hitt stúlku. Það var laust fyrir klukkarx 4 á sunnudagsmorguninn, að lögreglumenn á lögregluvarð- stofunni heyrðu stöðugt hljóð- merki frá bifreið þar fyrir ut- an stöðina. Þegar þeir gáðu nánar að þessu, kom í ljós, að bifreið stóð þar fyyir utan og var bifreiðarstjórinn mikið slasaður. Hann hafði beðið eft- ir farþegum í bifreið sinni fyr- ir utan Iðnó, er þangað kemur amerísk bifréið. Þrír hermenn koma út úr henni og hlaupa inn í bifreiðina til hans og ráð-_ ast þegar á hann. Honum tókst þó að komast út úr bílnum, en þar ráðast þeir enn að honum og börðu hann og spörkuðu í hann, þar tál hann misti méð- vitundina. Hermennirnir hafa ekki náðst enn svo vitað sje. Lögreglan fór með særða manninn á læknavarðstofuna, og kom í Ijós, að hann hafði fengið snert af heilahristing. Hin árásin var gerð á gatna- mótum Skothúsvegs og Tjarn- argötu laust fyrir kl. 8,30. Var þar stúlka á gangi vestur Skot- húsveginn, er lítil amerísk bif- reið stansar ijett hjá henni. Út úr bifreiðinni kom hermaður, sem snaraðist að stúlkunni og sló hana mörg hnefahögg í andlitið, svo að hún fjell á göt- una. Stúlkunni tókst um síðir. að komast inn í hús við Tjarn- argötuna og yar lögreglunni gert aðvart þaðan. Stúlkan hlaut stóra kúlu á enni við árásina. Amerísk og íslensk lögregla hefir tekið tvo menn, sem eru grunaðir um að vera valdir að þessari árás. ÖlvaSur við akstur Coventry-kirkja endurbygð. London í gærkveldi. — Ákveð- ið hefir nú verið að endurreisa dómkirkjuna í Coventry, sem hrundi að mestu í hinni miklu loftárás Þjóðverja á bæinn ár- ið 1940,- Verður turninn látinn halda sjer, en hann hrundi ekki Að öðru leyti verður hin nýja kirkja með nokkuð nýstárlegu sniði, t. d. verður altarið í miðri kirkjunni og kirkjugestir í hring umhverfis. — Reuter. I GÆR var kveðinn upp dóm ur í Hæstarjetti í málinu rjett- vísin og valdstjómin gegn Sig- urði Sigurbjörnssyni bifreiðar stjóra. Var Sigurður dæmdur í 15 daga varðhald og sviftur ökuleyfi í tvö ár. I forsendum dóms Hæsta- rjettar segir m. a.: „Akærði er sannur að sök um brot á refsiákvæðum þeim, er í hjeraðsdómi greinir. Þykir refsing hans hæfilega ákveðin 15 daga varðhald. Ákærði hefir kannast við, að hann hafi áður ekið bifreið und ir áhrifum áfengis. Svo hefir hann og í máli 1943 hlotið á- minningu fyrir brot á ákvæð- um bifreiðalaga og í júní sama ár sekt fyrir brot á ákvæðum áfengislaga. Samkvæmt þessu þykir nú verða að svifta hann ökuleyfi um tvö ár frá birt- ingu dóms þessa“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.