Morgunblaðið - 10.02.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.02.1944, Blaðsíða 5
Fimtudagur 10. febrúar 1944 MORGUNBLAÐIÐ 5 — J\ienjijó)Áin oa _ÁJciniiíiÁ I %"(r(WVVV\H«%*WV*«H«*VVVV^ Reykingar kvenna Nú má svo heita, að konur og karlar njóti jafnrjettis hjer á landi, á mörgum sviðum. En engu að siður er það svo, að konum leyfist ekki ávalt það sama og karlmönnum. Þær eru í eðli sínu veikbygðari og fín- gerðari verur en karlmennirnir. Þær gera kröfur á þeim grund- velli, og þess vegna hljóta að verða gerðar kröfur til þeirra á sama grundvelli. Tóbaksreikingar kvenna hafa farið mjög í vöxt síðari ár, og eru íslenskar konur engann veginn eftirbátar kynsystra sinna í öðrum löndum í þeim efnum. Jeg heyrði ungan mann hafa orð á því hjer á dögunum, að ung stúlka hjer í Reykjavík, sem ekki reykti, mætti heita hrein undantekning. Vonandi er þar nokkuð hart að orði kveðið, en mun þó vera nokk- uð til í því. Það er t. d. algeng sjón á kaffihúsum hjer, að sjá ungar stúlkur þrífa vindlingaveski sitt strax og þær eru komnar Snn úr dyrunum, og sleppa síð- an ekki vindlingnum úr munn- vikinu, meðan þær eru inni. Það-eru mjög skiptar skoðan- ir um, hvort nokkuð sje við það að athuga, þótt konur reyki, þegar þær eru komnar til vits og ái’a. „Þær eru líklega sjálf- ráðar, hvort þær gera það eða ekki“, segja margir, og er það vitanlega rjett. En það er óneitanlega ömur- leg sjón, að sjá unglingsstúlk- ur, sem vart hafa slitið barns- skónum, með vindling hang- andi í öðru munnvikinu. Þær halda að þetta sje dömulegt og fint, og gera þetta til þess að „vera með“. Það er einnig ófögur sjón, að sjá móðurina reykja, á meðan hún gefur bami sínu að borða eða sjá stúlku gera morgun- verkin og búa til matinn reykj- andi. Þá er það alt annað en fegr- andi fyrir útlitið að reykja mik ið. Hinn ferski hörundslitur æskunnar hverfur smátt og smátt og hörundið Verður gul- íeitt, en augun sljógvast. Bjart höi-und og skær augu þykja ein mesta prýði kvenlegr ar fegurðar. En það er stað- reynd, að stúlkur, sem reykja nokkuð að ráði, geta eigi hald- íð hnossum þessum til lengdar. Þá mætti einnig minnast á hendurnar í sambandi við feg- urðarrækt og tóbaksreykingar. Flestar stúlkur vilja hafa fel- legar hendur. En stúlkur þær 'sem reykja mikið, geta ekki haft fallegar hendur, því að reykurinn setur óhjákvæmilega merki sitt á þær. Fátt er öllu ó- fegurra en að sjá ungar stúlk- ur með gula fingurgóma og neglur af tóbaksreykingum. Ekkert naglalakk getur breitt Frainhald á b)s. 8 Þegar valinn er lífsförunautur JEG var viðstaddur brúð- kaup hjerna á dögunum. Þeg- ar brúðhjónin óku burt, sneru gestirnir sjer hvor að öðrum. andvörpuðu ng sögðu: „Það vildi jeg óska, að þau yrðu nú hamingjusöm“. Hversvegna sögðu þeir þetta? Ef til vill vegna þess, að þeir vissu um svo mörg hamingju- snauð hjónabönd, og þeir vissu, máske einnig að hinir tveir að- ilar í hjónabandi þessu. sem var stríðshjónaband, höfðu ekki undirbúið sig neitt undir þetta mesta og örðugasta viðfangs- efni mannsins, hjónabandið. Það var eins og þeim hefði verið slept upp á reginfjöllum, með orðunum: „Það vildi jeg óska, að þau findu nú gullnámu“ . . eða eins og sagt væri við garð yrkjumann, sem vitað væri, að ekki hefði sett neitt sæði í garð sinn: „Jeg vona, að þú uppsker ir nú mikið af yndislegum blóm um . . . .“. Að höndla hina sönnu ham- ingju í hjónabandinu er eitt mesta þrekvirki sem til er, og þessvegna vel þess vert, að öllu lífinu sje varið til þess og í raun rjettri þarf að verja öllu lifinu til þess. Jeg hygg, að grund- vallaratriðið sje valið á mak- anum. Það getur vart verið til neitt ömurlegra, en að komast Eftir dr. Thurman B. Rice skyndilega eða smátt og smátt að raun um, að maður sá, er valinn hefir verið sem lífsföru-, nautur, sje ekki „sá eini rjetti“. Osamkomulag og stöðugt rifr- ildi í hjónabandinu mun ekki aðeins leggja lif hjónanna í rústir, heldur og eitra líf barna þeirra og allra afkomenda. Orsakir ósamkoinulags. Það eru margar orsakir fyrir ósamþýðanleika í hjónaband- inu '— ólikir hættir og siðir, siðferði, trú, mentun, þjóðfje- lagsstaða, og jafnvel ólík þjóð- erni. Þegar tvær mannleg- ar verur verða ástfangnar hvor af annari, getur oft l'arið svo, að þær loki augunum af á- settu ráði, eða ósjálfrátt, um stund, fyrir veruleikanum og gifti sig, án þess að skeyta um nokkuð annað. Það hlýtur að' vera mögu- legt, jafnvel þótt maður sje al- varlega ástfanginn, að hafa dá- lítinn snefil af óbrjálaðri dóm- greind. Þegar á alt er litýý er sú hugmynd, að verða skynsam lega ástfanginn, engann veginn ný. Hjer áður fyrr var algengt, og tíðkast enn í sumum lönd- um, að heilbrigð skynsemi foreldranna kýs tengdason- inn eða dótturina. — Og ef til vill er það betra, en láta ungt fólk, með óþroskaðar til- finningar og litla lífsreynslu, gera það. Foreldrar geta undirbúið börn sín dálitið undir hið mikil væga val, með því að sýna gott, fordæmi. Dóttir þess manns, sem ætíð er umhyggjusamur og háttvís í framkomu allri, mun t. d. sjaldan verða hrifin af ruddamenni eða ósiðuðum dóna. .-. sonur þeirra móður, sem ætíð er blíð og ástúðleg, mun vart vilja giftast stúlku, sem úrill er og duttlungafull. Þjer giftist fjölskyldu. Þjer getið á margann hátt komist að því fyrirfram, hversu mikla möguleika þjer hafið á, að höndla hjónabands-gæfuna, ef þjer aðeins hugsið skynsam- lega um það. Ef þjer trúið á mikilvægi arfgengis, þá gefið ‘gaum að fjölskyldu unnusta yðar eða unnustu, vegna þess að í raun rjettri giftist þjer fjöl skyldunni líka. Þrátt fyrh’ upp- eldi og sjereinkenni, einstakl- ingsins, sem um er að ræða, koma ættareinkennin fyrr cða NÍI ER SKÍÐAFÆRIÐ, oj allir, sem vetlingi geta valdið, jafnt ungir sem gamlir, og kon- ur sem karlar, flýja í faðm hinna islensku fjalla, og þeysa á skiðum yfir hæðir og hóla. — Hjer á myndinni eru sýndir mjög snotrir skíðabúnmgar. Til vinstri: rauð'ur jakki og bláar buxur. — I miðjunni: Hvítur jakki og himinbláar buxur. Til hægri: Biár skíðabúningur, rauð húfa og rauðir vetlingar. - . í ' ;-i i ' ' '1 síðar í Ijós. í gömlum,'norskum orðskviði segir: „Giftist eigi stúlkunni sem er eina góða stúlkan í fjölskyldunni“. Snilligáfa eða andlegur veik- leiki getur ef til vill komið fram hjá hvaða fjölskyldu sem er, en hjá vissum fjölskyldum er~ það algengast. Gáfur eru að miklu leyti arfgengiseinkenni. Geðveiki og berklar fylgja oft ættum og einnig heyrnarleysi og sjónleysi. Heilsan er mjög mikilvægt atriði, vegna þess að ef húsbóndinn er heilsuveill, getur hann ekki sjeð fyrir fjöl- skyldu sinni, og heilsuveil kona getur ekki auðveldlega alið hraust börn eða hugsað um heimili sit'. Olíkar skaphafnir. Það er oftast mjög heimsku- legt að giftast þeim, sem er manni algjörlega ólíkur. Það er skakt að ætla að erfðaeinkenn- um sje hægt að breyta eftir hjónaband. Eitt sinn heyrði jeg getið um stúlku, er átti unn- usta, sem stal bensíni úr bílum annara manna. Hún ljet hann - lofa sjer að hætta ósvinnu þess- ari, og giftist honum í þeirri trú, að hann myndi efna það loforð. En i stað þess færði hann út kvíarnar, og var loks hand- tekinn og settur í fangelsi fyrir stórþjófnað, en konan varð að vinna fyrir sjer og hinum þrem börnum sínum. Vinir hennar kendu í brjósti um hana, en hún gat aðeins sjálfri sjer um kent, því að hún vissi fyrirfram hvernig maður hennar var. Hann lofaði að vísu betrun og bót, en í veröldinni úir og grú- ir af konum, er bíða þess, að menn þeirra breytist til batn- aðar. En þjer þurfið ekki að giftast vondum manni til þess að verða óhamingjusamar. Ólík þjóðfje- lagsstaða, ólíkar venjur og sið- ir, geta eins vel eyðilagt hjóna- bandið. Ef þjer metið greind og góð- ar gáfur mest allra eiginleika, þá giftist ekki þeim, er ekki getur staðið við kröfur yðar í því enn. Ef þjer elskið jazz-músik en bóndi yðar symphoníur, er sennilegt að einhverntíma verði rifist. Ef þjer hafið þroskaðan bókmentasmekk, en maður yð- ar hugsar aðeins um íþróttir, er hætt við, að þið finnið aldrei sameiginlegan, andlegan grund völl. Qg hjónabönd, þar sem hvor aðilinn fer sínar eigin leið- ir, eru sjaldan 100% hamingju- söm. Nú á tímum er ætlast til þess, að konan taki sjer stöðu vi5 hliðbónda síns, og sjerhver mað ur þarfnast þess, að konan virði gáfur hans, eins og hann virðir gáfur hennar. Það er ekki nóg, að húsbónd- Framhald á bls. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.